mánudagur, júlí 21, 2008

Bookmark and Share

komin heim úr sveitinni


og ætli maður skoði svo ekki fleiri sveitir í næstu viku þegar við förum í ferðalag á 'pikköppnum' með pallhúsið. Við ætlum að leyfa mömmu og pabba að koma með okkur því þau eru einmitt í fríi fram í næstu viku. Planið er að fara norður Sprengisandsleið, fara svo austur fyrir og enda í fallegustu sveitinni af öllum...minni sveit. Auk gamla settisins verða golfsettin tekin með og ætli maðurn nái ekki að slá nokkra bolta á leiðinni.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Bookmark and Share

Kaldar móttökur í Mosfellsbænum


Ég hélt að bæjaryfirvöld ættu að vinna FYRIR fólkið í bæjarfélaginu en ekki að vaða yfir það á skítugum skónum eins og þeim hentar. Það er sko alveg greinilegt að fólkið hefur lítið sem ekkert að segja þegar bæjaryfirvöldin taka upp á því að brjóta gegn deiliskipulagi og skerða þannig hagsmuni (og eignir) íbúa. Það er augljóst að ítrekuð mótmæli íbúa hafa ekkert að segja, því 'einræðisherrarnir' skelltu fram sömu hugmyndinni aftur, aðeins dulbúinni til að líta út fyrir að þeir séu að gera svakalega málamiðlun, og hafa greinilega haldið að íbúabjánarnir láti blekkjast, sem þeir gerðu EKKI. Þeir hlustuðu ekki einu sinni á okkar hugmyndir og uppástungur heldur vörðu sínar eins og þeir ættu lífið að leysa.
Svona er nú tekið á móti manni í Mosfellsbænum. Skítlegt eðli.

 

0 Ummæli

föstudagur, júlí 04, 2008

Bookmark and Share

stundarkorn í sveitinni


ég kíkti í sveitina mína á sunnudaginn og kom aftur í bæinn í fyrradag. Mér finnst svo gott að komast þangað að það hálfa væri nóg. Við fórum að Efri-Vík á þriðjudaginn til að hjálpa þeim að klára nýju herbergin, því það var von á fyrstu gestunum í nýju álmuna seinna þann dag. Það hafðist...en þetta var hörkuvinna. Nú bíð ég bara eftir því að komast aftur austur, en það verður alla vega ekki um þessa helgi.

DVD spilarinn okkar er í einhverju rugli. Hann vill ekki taka upp, segir að bla bla sé 'protected' og bla bla bla...svo læstum við tveimur myndbrotum sem við vildum ekki að yrði eytt. Í ljós kom að það þarf lykilorð til að opna þau aftur, en við vitum ekkert lykilorð og það var ekkert talað um neitt lykilorð þegar því var læst, bara einn takki og, voilà, læst!... en það er sko ekki einn takki og, voilà, opið!

 

0 Ummæli