föstudagur, nóvember 28, 2008

Bookmark and Share

míns er búinn að kenna á þessu ári


og það er eitt af mörgu sem ég elska við þetta starf. Annað gott er að fá jákvæð ummæli frá nemendum. En eitt mesta 'kikkið' sem ég fæ út úr því að vera kennari er þegar maður sér glampann í augunum á nemendunum og kvikna á ljósaperunni yfir höfðinu á þeim þegar þeir skilja loksins eitthvað sem maður hefur verið að troða í hausinn á þeim. Ég hef nú ekki verið að kenna lengi, en mér finnst ákaflega gaman að heyra frá fyrrverandi nemendum sem tjá manni að maður hafi haft góð áhrif á þá að loknu námi. Þá sér maður að stundum gerir maður eitthvað rétt. Þrátt fyrir hinar mörgu góðu hliðar á kennarastarfinu er það ekki alltaf dans á rósum. Á þessari önn var ég með fjóra mjög erfiða hópa af nýnemum, stundum var ég við það að gefast upp og finna mér bara eitthvað rólegt skrifstofustarf. En svo fór ég í tíma með 403 hópunum mínum, þar sem hluti nemendanna voru hjá mér þegar þeir voru á fyrsta ári, og þá sér maður að þessi grey þroskast ótrúlega mikið (flest allavega) á tveimur árum. Ætli þetta sé ekki töluvert stökk fyrir krakkagreyin úr grunnskólanum og yfir í framhaldsskólann.

Ég segi þetta gott í bili...ætla að njóta þess að þurfa ekki að undirbúa kennslu í næstu viku.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Bookmark and Share

fyrst maður er byrjaður aftur...


verður maður þá ekki að halda áfram?
Ég er komin á 'fésbókina' og mér finnst hún mjög gott tæki til að hafa samband við fólk sem maður þekkir hvaðanæva að. Aftur á móti finnst mér ekkert varið í allt þetta dót sem verið er að senda á milli, enda opna ég síðuna mína ekkert svakalega oft og þegar ég geri það er allt fullt af alls konar 'requests' og 'invitations' og yfirleitt hafna ég því öllu saman...kannski hef ég meiri tíma til að skoða þetta þegar ég kemst í 'jólafrí'. Ég er búin að ljósrita prófin og þau eru komin í örugga vörslu prófstjóra þangað til þau verða lögð fyrir á mánudaginn. Þá tekur við yfirferðartörn en vonandi verður hún ekki löng. Síðan er planið að huga að jólunum, í rólegheitunum. Baka nokkrar sortir, skúra, skrúbba og bóna og að sjálfsögðu dunda sér við að gera jólalegt og huggulegt heima fyrir.
Það er ekki fjarri lagi að maður sé barasta alveg að fara að hlakka til jólanna!

 

0 Ummæli

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Bookmark and Share

Ég er að segja ykkur það...


farið og sjáið 'Fló á skinni', það er alveg sprenghlægilegt. Við fórum á það í kvöld og ég er satt að segja með brosverki í kinnunum og grjótharða magavöðva eftir sýninguna (þeir eru reyndar vel dúðaðir, magavöðvarnir, en þeir eru þarna!). Þetta er einstaklega vel heppnaður farsi á allan hátt. Mæli eindregið með því að allir geri sér glaðan dag og sjái þetta í svartasta skammdeginu.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Bookmark and Share

jamm og já


ég er gjörsamlega búin á því...sem betur fer er önnin að verða búin og þá getur maður farið að slaka á og undirbúa jólin í rólegheitunum; baka, taka til og skreyta...mikið hlakka ég til. Þangað til kemur að jóladúlleríinu á ég eftir að ganga frá lausum endum og leggja fyrir og fara yfir síðustu verkefnin og prófin.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Bookmark and Share

ÚBBS


ég var búin að gleyma að ég væri með bloggsíðu...haldiði að það sé...

 

0 Ummæli