mánudagur, júní 27, 2005

Bookmark and Share

The Iceberg has arrived...


Loksins loksins eftir mikið Eimskips vesen höfum við fengið okkar elskulega ísjaka í hendurnar og erum við alsæl með það (vonandi bara að hann setji okkur ekki á hausinn með bensínkostnaði!) Það var skondið að sjá svipinn á Kalla þegar hann settist upp í bílinn...held að ég hafi aldrei áður séð hann brosa hringinn! Þá getur grey mamma loksins fengið bílinn sinn aftur. Síðan vonast ég til að geta fengið búslóðina mína í vikunni, en gámurinn er kominn til lands og við búin að skila inn þeim skjölum sem þarf fyrir tollskoðunina. Það gæti jafnvel farið svo að við komumst í hann á morgun...ef ekki þá vonandi á miðvikudaginn....eða allavega áður en við förum austur á föstudagin (golfsettin eru nefnilega í gámnum!!)

P.S. commenta kerfið er í einhverju rugli...ef þið hafið eitthvað að segja má gjarnan nota gestabókina til þess (ef hún þá virkar)

 

0 Ummæli

sunnudagur, júní 26, 2005

Bookmark and Share

ég, um mig...


ég gleymdi að segja ykkur frá því að ég hef fengið leyfi frá menntamálaráðuneytinu til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari....er það ekki kúl! Í haust mun ég svo leysa af enskukennara í Borgarholtsskóla sem er að fara í fæðingarorlof.
Annars erum við Kalli búin að hafa nóg að gera eftir heimkomuna. Hann er að leita að vinnu og svo komu Jerod og Kate í heimsókn til okkar og stoppuðu í viku. Við fórum með þau austur og skoðuðum Jökulsárlón og Skaftafell, einnig gengum við að Svartafossi í Skaftafelli, rosa gaman. Við sýndum þeim líka Skógarfoss og Seljalandsfoss, og að sjálfsögðu var farinn þessi helsti túristahringur: Gullfoss, Geysir og Þingvellir. Ég held að þau hafi bara verið ánægð með ferðina. Um næstu helgi verður stefnan svo tekin aftur í sveitina þar sem allt Fossapakkið verður saman komið að halda upp á áttræðisafmæli hennar ömmu Köru. Það verður nú meira fjörið mar'. Þangað til munum við vonandi fá búslóðina okkar og ísjakann!

 

0 Ummæli

föstudagur, júní 17, 2005

Bookmark and Share

lítil prinsessa í heiminn


Linda og Unnar eignuðust stelpu klukkan 16:20 í dag, algjört þjóðhátíðarbarn. Innilega til hamingju með litlu dúlluna!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, júní 16, 2005

Bookmark and Share

hæ hó jibbý jei...


þá fer sautjándi júní að renna upp með blóm í haga. Ekkert höfum við planað sérstakt fyrir morgundaginn, ætli maður kíki samt ekki út á mannlífið í einhvern smá tíma. Svo er von á Jerod og Kate einhvern tímann seint annað kvöld. Það verður gaman að fá þau í heimsókn og sýna þeim aðeins um litla landið okkar. Stefnan verður allavega tekin austur í sveitina, jafnvel farið í smá túr í Skaftafell. Ég óska hér með eftir góðu veðri í a.m.k. viku í viðbót.

Gleðilegan þjóðhátíðardag!

 

0 Ummæli

mánudagur, júní 13, 2005

Bookmark and Share

í sól og sumaryl


það er svaka gott veður úti...tókuð þið líka eftir því?

 

0 Ummæli

föstudagur, júní 10, 2005

Bookmark and Share

Kalli hitti naglann á höfuðið


manni finnst alltaf hálf asnalegt að horfa á íslenskar bíómyndir...hvernig afgreiðslumaðurinn í sjoppunni heilsar..."Góðan daginn, get ég aðstoðað", einhvern veginn finnst manni það svo tilgerðarlegt eitthvað. Okkur Kalla finnst við vera stödd í íslenskri kvikmynd, að heyra alla tala íslensku í kringum okkur, búðarfólkið og fólkið í Kringlunni...ferlega fyndin tilfinning...kannast einhver sem hefur dvalið úti í langan tíma við svona tilfinningu?

 

0 Ummæli

fimmtudagur, júní 09, 2005

Bookmark and Share

allt að koma


Við erum óðum að ná áttum og jafna okkur á tímamismuninum og eftir langt og strangt ferðalag. Við lögðum af stað frá College Station þann 25. maí og ókum í gegnum Tennessee, North Carolina, Virginia, Maryland, Delaware, New Jersey, New York, Connecticut, Rhode Island og Massachusetts. Helstu stoppin voru í Pigeon Forge, rétt suður af Knoxville í Tennesee, Norfolk og Virginia Beach í Virginiu, New York, Atlantic City og síðast en engan veginn síst, Boston, en þaðan flugum við heim 6. júní. Þetta var agalega skemmtilegt ferðalag og vorum við mjög heppin með veður allan tímann, fengum ekki dropa á okkur. Flesta dagana var hlýtt og gott, það var pínu svalt í bátsferðinni í New York, við sigldum að frelsisstyttunni, þá fór maður bara í síðar buxur og peysu, ekkert væl.

Það er ferlega skrýtið að koma heim aftur. Mér finnst soldið óþægilegt að geta ekki baktalað fólk á íslensku þannig að það skilur ekki, því hér skilja allir íslensku. Svo er líka ferlega skrýtið að allt afgreislufólk í búðum og svoleiðis skuli ávarpa mann á íslensku, geri einhvern veginn alltaf ráð fyrir að heyra ensku...það venst. Við Kalli fórum aðeins í Nevada Bob og Intersport í dag og fengum vægt verðsjokk...prísuðum okkur sæl að hafa verslað aðeins af íþróttavörum í "outlettunum" úti, margfalt ódýrara. Það mun örugglega ekki líða á mjög löngu þangað til við verðum orðin verðblind aftur...þ.e.a.s. á íslensk verð.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, júní 07, 2005

Bookmark and Share
Komin heim, heilu og höldnu!

 

0 Ummæli