sunnudagur, ágúst 31, 2003

Bookmark and Share
Ég missti það útúr mér um daginn þegar við kíktum yfir til Jóa að ég væri með bloggsíðu. Svo fer minn á netið og leitar eftir orðunum: Íris, skyr og Texas...og þá kom síðan mín upp...frekar fyndið. Við Særún vorum nefnilega að tala um skyr í­ skilaboðaskjóðunni 28. ágúst.

Nú er ég búin að setja upp gestabók. Endilega skrifið sem oftast í­ hana, ef það er eitthvað sem þið viljið koma á framfæri.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Þetta eru sykurmaurar...um það fræddi "maðurinn á móti" mig í gærkveldi. Þeir eru víst í veggjunum og eru ekki alls staðar, þau eru til dæmis laus við þá í húsinu á móti. Það er víst ekki sniðugt að vera með ruslafötuna inni í skáp, því að sjálfsögðu sækja þeir þangað sem þeir fá fæði, enda eru þeir hættir að sjást á borðunum eftir að við fluttum inn og fórum að þurrka vel og vandlega af þeim. Ætli maður endi ekki á því að fjárfesta í ruslatunnu með loki sem hægt er að láta standa á eldhúsgólfinu, sem er ekkert verra.


Við fengum þennan Blaster vírus í tölvuna okkar. Kalli var heillengi að vasast í því í gær, þurfti að ná í vírusvörn af netinu. Þetta tók tíma því tölvan var alltaf að endurræsa sig.

Mér finnst að Helgi Páls, frændi minn, ætti að fara að blogga. Ég held að það væri þrælgaman að lesa það sem hann hefur að segja, hann er svo góður penni! Ættingjar og aðrir sem lesa þetta blogg ættu að skora á hann í skilaboðaskjóðunni hér fyrir neðan.

 

0 Ummæli

laugardagur, ágúst 30, 2003

Bookmark and Share
Mér finnst ekkert svo skrýtið að vera hérna, finnst það eitthvað svo eðlilegt. Það er ekkert eins og maður sé langt í burtu því maður getur haft samband við alla í gegnum netið. Get talað við mömmu, pabba og strákana í gegnum Messengerinn og séð þau líka, því við erum með heyrnartól og netmyndavél...ógeðslega sniðugt, þetta gerði maður ekki heima á Íslandi. Svo getur maður hlustað á flestar útvarpsstöðvarnar á netinu. Ég hlustaði aldrei mikið á útvarp heima hvort eð er.

Núna er ég að horfa og hlusta á fréttirnar í ríkissjónvarpinu í gegnum netið og það er verið að tala um Blaster tölvuvírus sem herjaði á Windows XP (sem við erum með). Vírusinn gerði það að verkum að tölvur endurræstu sig og frusu í sífellu...þetta er reyndar búið að gerast hjá okkur nokkrum sinnum síðustu 2-3 daga....grunsamlegt. Kannski best að athuga þetta!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það hefur verið ansi mikil umferð um flugvöllinn hér síðustu daga. Í gær lentu 4 litlar þotur á 10 mínútum, þvílík og önnur eins læti. Jói segir að það séu margir nemendur sem eiga efnaða foreldra...foreldrarnir eru að fylgja ungunum sínum í skólann, á EINKAÞOTU!!! Það getur nú líka verið að eitthvað af þessum þotum séu í eigu flugfélaga og eitthvað eru líklega herþotur. Svo er bílaflotinn hjá sumum víst ekki slæmur.
Sáum einn á Viper um daginn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
HEY...Það kom þrumuveður hér í fyrradag (sem oft áður)...ég var að tala við Hlyn lille bro á Messengernum og var að lýsa fyrir honum þrumunum, að þetta væru eins og svakalegar sprengingar. Svo varð bara allt svart, rafmagnið farið. Það er ekkert smá langt síðan maður hefur lent í­ rafmagnsleysi. Það entist ekki lengi, held að það hafi varað innan við klukkutima. Hlynur hefur haldið að ég hafi ekki nennt að tala við hann...bara gefiið skít í hann og skellt á!. Neineinei, Hlynur minn, þannig var það ekki. Rafmagnið fór og þegar ég komst aftur inn á Messengerinn þá varstu farinn út af honum

Það var þvottadagur í dag hjá mér. Ekki vanþörf á því úrvalið af hreinum fatnaði var orðið ansi takmarkað. Það er heitara en helvíti í þessu blessaða þvottahúsi...úff púff...bara eins og að sitja í gufubaði án gufu, maður svitnar eins og ég veit ekki hvað. Einn kostur við þetta er að þegar maður kom út fyrir þá fannst manni bara ágætlega svalt þar, allavega til að byrja með, svo fannst manni aftur heitt.

Jói á móti var að leggja okkur lífsreglurnar í gær og var að segja okkur hvað maður ætti að varast að gera og tala um. Hann sagði okkur líka að maður yrði að fara gætilega ef maður væri hjólandi, því hjólreiðamenn eiga að gegna sömu reglum og ökumenn. Hann lenti heldur betur í því einu sinni þegar hann var að hjóla og kom að stöðvunarskyldu. Hann sá engan og hélt áfram að hjóla. Eftir smá stund heyrði hann furðulegan fuglasöng, hann horfði í kringum sig og reyndi að koma auga á þenna fugl sem gaf frá sér þetta einkennilega hljóð. Svo kom hann auga á lögreglumann á reiðhjóli, með "sírenu" í gangi, meiri furðufuglinn. Jói var stöðvaður og fékk mjög háa sekt, 140 dollara. Maður á víst að stöðva hjólið alveg og stíga með öðrum fæti á jörðina þegar maður kemur að stöðvunarskyldu. Best að hafa það í huga þegar maður fer að hjóla, því það er alla vega ein stöðvunarskylda á leiðinni í skólann.

 

0 Ummæli

föstudagur, ágúst 29, 2003

Bookmark and Share
Kíktum í heimsókn áðan í íbúðina beint á móti, en þar býr Íslendingur nokkur, Jóhann að nafni. Hann og konan hans, Berglind, eru búin að vera hér i um fimm ár. Hann kom bara frá Íslandi í gær, en hún kemur ekki fyrr en í október. Við sátum og spjölluðum í þrjá tíma, rosa fínn gaur. Það er alltaf gott að vita af öðrum Íslendingum þegar maður er á "framandi" slóðum. Það er með ólíkindum hvað þessi heimur er lítill. Jóhann var í sveit hjá Hirti og Vigdísi þegar þau bjuggu í Álftaverinu...ótrúlegt!!!

Fleiri maurasögur....Þegar við komum heim var ruslskápurinn aftur á iði, jafnvel enn meira iði en síðast...ég tók ruslafötuna út og hún var líka á iði....þetta er nú farið að vera svolítið þreytandi. Ég sýndi mikið grimmlyndi og greip skordýraeitrið, þetta getur ekki verið eðlilegt, þvílíkur fjöldi!!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Bookmark and Share
Í gærkvöldi opnaði ég ruslskápinn og sá að allt var á iði inni í honum! Það var fullt af maurum þar í röð...ég tók eftir því þeir fóru í gegnum lítið gat sem er í botninum á skápnum svo ég leit undir og sá að þeir fóru í beinni línu eftir sökklinum og á bak við gólflistann. Það var alveg magnað að fylgjast með þeim, hvað þeir voru skipulagðir. Mér finnst samt ekkert skemmtilegt að hafa þá út um allt. Kalli kom fram og þegar hann sá þetta greip hann skordýraeitur og sprautaði á þá...æ greyin, ég vorkenndi þeim svo, þeir drápust eins og skot og lágu eins og hráviði í skápnum. Kalli varð að gjöra svo vel og hreinsa fjöldagröfina eftir sig.
Svo var ég að henda í ruslið áðan og það eru aftur komnir maurar í skápinn. Ætli maður fari ekki að setja eitthvað fyrir þetta gat, því þeir virðast koma upp um það. Ætli þeir búi ekki einhvers staðar á bak við gólflistann. Ohh, ég varð bara hálf döpur í gær...vildi að það væri hægt að gera eitthvað annað en að drepa þessi grey, það er bara svo helv...mikið af þeim.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
MTV Video Music Awards eru í kvöld...ég ætla sko að horfa á það.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Bookmark and Share
JIBBÝ SKIBBÝ!!!!!! Ég er komin með DSL....no more Dial-Up for me!!! MOOAAAHAHAHAHA

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
OH...hvað ég er rosalega heppin....Greyið Nína mín. Ég var að skoða bloggið hjá henni og maður metur svo sannarlega það sem maður hefur eftir að hafa lesið það sem hún er að ganga í gegnum núna. Ég hugsa til hennar þegar ég "klappa" maurunum sem virðast vera út um allt hérna, þeir rölta yfir lyklaborðið, á eldhúsborðinu...ég hef reyndar ekki séð maura á eldhúsborðinu í nokkurn tíma, enda iðin við að þurrka af því. Ég er fegin að hafa "bara" maurana hér (ennþá allavega) og dálítið heitt andrúmsloft er ekki svo hrikalegt þar sem maður hefur loftkælingu. Ef ykkur finnst allt ómögulegt í kringum ykkur mæli ég með því að lesa bloggið hennar Nínu, það fær mann til að líta hlutina öðrum augum.

Talandi um það....þá gekk ég í gegnum ótrúlega reynslu áðan. Við Kalli fórum í "matarboð" fyrir international nemendur, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þetta var haldið í kirkju, St. Mary's Catholic Activity Center. Þetta var svo ekta amerískt. Þarna voru konurnar í söfnuðinum búnar að útbúa mat, presturinn hélt örstutta tölu og bað fyrir matnum. Einn Texasbúi spurði okkur í hvaða kirkju við færum og ég sagði að við hefðum bara ekkert farið í neina kirkju hér (íslenskir heiðingjar). Svo spurði hann okkur hvort við værum kaþólsk, en við sögðum að við værum Lúthersk og hann hljóp um allt leitandi að einhverjum lútherskum til að benda okkur á í hvaða kirkju við gætum farið. Eftir smá stund koma tveir krakkar (á okkar aldri) og buðu okkur velkomin og sögðu að við skyldum endilega mæta í kirkju, það væri þjónusta á sunnudögum og við værum alltaf velkomin. Hér er kirkja reyndar miklu meira en bara kirkja, ekki eins og heima, það er heilmikið félagslif innan hennar, ekki bara messa og búið.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Bookmark and Share
Mér fannst ég vera orðin sautján aftur um daginn, þegar ég þurfti að taka bílpróf. Ég náði í fyrstu tilraun...ekki slæmt það...á stóra feita ameríska bílnum okkar. Ég var með allt rétt í bóklega hlutanum, en rétt slefaði í verklega...sem er kannski ekkert skrítið þar sem allt sem maður gerir er tínt til, og þá meina ég ALLT! Ég lít ekki nógu vel í kringum mig, þegar ég skipti um akrein eða e-ð lít ég ekki aftur fyrir mig, aðallega í speglana...maður þarf að líta í kringum sig!!! Hmm...svo þarf ég greinilega að vinna betur í "parallel parking" á risabíl...En ég náði allavega og er nú komin með Texas driver license og Kalli líka.

Ég fór í bókabúðina í dag til að skoða bækurnar sem ég þarf að nota...og ein bókin sem ég þarf er ein af bókunum sem ég notaði í Kennó...sniðugt, því Auður, kennari í Kennó, sagði mér að taka hana með, því höfundurinn, Brown, er mikls virtur í "kennarabransanum". Gott að taka vel eftir og hlusta á kennarana sína, því ég slepp alla vega við að kaupa bókina hér.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Síðustu dagar hafa farið að mestu í stúss í kringum skólann. Kalli var í undirbúningi alla síðustu viku. Þeim var skipt í vinnuhópa, 5 manna hópa og einn 4 manna. Kalli lenti í 4 manna hópnum .Hver hópur átti að hittast yfir matarbita í vikunni, til að hver og einn gæti kynnst sínum hópi. Hópurinn hans Kalla hittist og makarnir með. Tveir af gaurunum eru með maka, einn makalaus! Þetta virtist vera fínn hópur…líst bara vel á . Svo hafa verið haldin nokkur “happy hour” eða nokkurs konar bjórkvöld hjá MBA prógramminu…það var rosa fínt…fórum á stað á föstudaginn sem heitir Dixie Chicken og þar fengum við könnu af bjór á 6 dollara. Kvöldið áður fórum við á Tab og þar kostaði stór bjór einungis 1 dollara….80 krónur Dabbi fór að gráta þegar hann heyrði það og vildi koma til stóru systur…skyndilega saknaði hann mín

Allt hefur gengið mjög vel. Við tékkuðum okkur inn í skólann, skráðum okkur í námskeið, ég fór á kynningu fyrir graduate students, og kynningu fyrir international students…bla bla bla…kennsla byrjaði hjá Kalla í dag, en hjá mér byrjar hún ekki fyrr en eftir viku…þannig að ég held bara áfram að dunda mér við hitt og þetta.

Mér fannst eitt soldið skondið...kvöldið sem við komum til College Station var fyrsta "samkundan" já MBA prógramminu. Við kíktum á það og fyrsti maðurinn sem við hittum úr MBA prógramminu heitir Trey!! En vinur Önnu Láru og Birgis úr Texas A&M (sem við gistum hjá í Dallas) heitir einmitt líka Trey. Í báðum tilvikum er Trey nafnið stytting á III "the third"! HVERSU SNIÐUGT ER ÞAÐ!

 

0 Ummæli

mánudagur, ágúst 25, 2003

Bookmark and Share
Á föstudeginum (8.ágúst) keyrðum við um bæinn, keyptum nauðsynjavörur í Wal Mart og reyndum að koma okkur haganlega fyrir í íbúðinni, þrátt fyrir að eiga ekki neitt nema ferðatöskurnar og innihaldið í þeim og vindsæng. Það var ennþá allt of heitt fyrir minn smekk. Á leiðinni heim úr Wal Mart fór vélin í bílnum að hitna ískyggilega mikið, úbbs, hún var orðin allt of heit. Við sveigðum í snarhasti inn á næsta bílaplan, með allar matvörurnar í skottinu, og drápum á bílnum...ég gat ekki ímyndað mér hvernig hann ætti að ná að kólna eitthvað í þessum hita. Svo leið og beið og hitamælirinn var kominn niður í skikkanlegt horf. Þá ákváðum við að láta kíkja á hann á bílaverkstæði sem við höfðum komið auga á fyrr um daginn. Bifvélavirkinn kíkti á bílinn og í ljós kom að önnur viftan snérist ekki. Það var sem sagt í góðu lagi þegar maður keyrði á Interstatunum á miklum hraða, en þegar maður kom í hægari umferð innanbæjar varð skrattinn laus. Við vorum náttúrulega ekki alveg sátt við þetta, keyptum bílinn fyrir tveimur dögum! Við höfðum samband við bílasalann og hann reyndi að hafa samband við tryggingarnar, vesen, vesen, vesen. Auðvitað gat maður ekki látið laga þetta áður en tryggingarnar samþykktu. Það fór ALLUR dagurinn í þetta...á meðan beið maður inni á illa loftkældu verkstæðinu og allar matvörurnar enn í skottinu....ég var svo viss um að allt væri annað hvort soðið eða ónýtt...maður þyrfti alla vega ekki að hugsa um að spæla eða sjóða eggin sem við höfðum verið að kaupa. Allt gekk þetta upp að lokum og við komumst heim í loftkældu íbúðina með vörurnar í góðu lagi.

Við ákváðum að fara til Houston á laugardeginum, en það er ekki nema 1 1/2 tíma keyrsla, og kíkja í Ikea, sjá hvort við fyndum ekki einhver húsgögn. Ekkert varð af kaupum þar og á leiðinni út úr borginni skelltum við okkur á McDonald's. Þá komum við auga á Office Depot, þessa líka fínu verslun með skrifstofuvörur og tæki. Þar fundum við flott skrifborð og tölvuskjá....en við vorum ekki viss um að koma þessu í bílinn. Ákváðum að reyna og fengum aðstoð hjá mjög svo elskulegu starfsfólki þar. Þegar við vorum að greiða fyrir vörurnar skall á þetta líka svakalega þrumuveður. Ljósin blikkuðu og skyndilega fór rafmagnið af. Við þurftum að bíða í smá stund þar til það kom á aftur. Kassadaman sagðist ætla að gefa okkur 10% auka afslátt af því að við þurftum að bíða svo lengi. Hún sagði að það væri tilboð til kennara þann daginn....hmmm en ég er kennari, sagði ég...hún hló og fannst það rosa sniðugt, því hún hafði náttúrulega ekki hugmynd um það...ég meina, kennari frá Íslandi...hverjum er ekki sama. Á meðan Kalli og tveir starfsmenn báru dótið út í bíl, í grenjandi rigningu þannig að ég hef aldrei séð annað eins, beið ég inni eins og prinsessan á bauninni!!! Kassadaman kom askvaðandi og færði mér rauða Office Depot tösku sem innihélt alls konar "kennaradót", en það var víst hluti af kennaratilboðinu, heppin ég. Kalli kom með bílinn alveg að inngangnum, en maður varð samt rennandi blautur þó svo að það tæki mann bara 2 sekúndur að komast inní bílinn, svo mikil var rigningin. Svo keyrðum við aftur til College Station í rólegheitunum í hellidembu, þrumum og eldingum.

 

0 Ummæli

laugardagur, ágúst 23, 2003

Bookmark and Share
Tíminn líður ótrúlega hratt. Við Kalli erum búin að vera hér í College Station í rúmar tvær vikur. Samt finnst mér meira en 3 vikur síðan við vorum í Dallas hjá Trey og Shelley. Hér í C.S. er, eins og fyrr, heitt, heitt,heitt....Hitinn er búinn að vera á milli 35 og 40 gráður, allt of heitt fyrir Frónbúa! Október er víst góður mánuður hér því þá er hitinn um 25°C.

Til að byrja á byrjuninni þá fórum við frá Íslandi 1. ágúst. Tengdó keyrðu okkur út á völl og við þurftum að vera með kerru undir allt dótið okkar. Við vorum með 5 stórar ferðatöskur og golfsett, sem er kannski ekki mikið þar sem maður er ekki að fara í eitthvað smá ferðalag. Linda og Díana komu líka út á völl með Elísabetu og Ãslaugu Mörtu. Það var ekkert smá erfitt að kveðja liðið.....úff....Díana gaf mér mynd
af okkur sem var tekin þegar við vorum litlar og ég var svona = nálægt Því að fara að gráta.....ekkert smá sætt af henni! Ég fór að gráta þegar ég kvaddi Lindu systur...það var af því að hún fór að gráta og hún fór að gráta af því að ég fór að gráta...fyndið ...Díana dreif sig út svo hún færi ekki að gráta líka, Ég sá það á henni...Það er ekki eins og maður sé að fara frá lítilli fjölskyldu..heldur er maður náinn svo mörgum...Ég meina ættingjum lengst aftur Í razgat...

Flugið til Minneapolis var ágætt...eða eins og týpískt 6 tíma flug...Það gekk ótrúlega vel hjá okkur að dröslast með allan þennan farangur af flugvellinum og í rútu á Ramada Inn, hótelið sem við gistum á í Minneapolis. Þetta var rosa flott hótel...svona indjánahótel...fullt af flottu indjánaskrauti og dóti þarna. Hefði viljað skoða það betur en gaf mér ekki tíma í það. Við vorum komin á hótelið um kl. 8 að kveldi og ákváðum að kíkja í Mall of America, bara til að geta sagst hafa farið þangað. Þetta er geðveikt stórt...og það er skemmtigarður inni, með rússíbana og öllu tilheyrandi...alveg magnað. Við löbbuðum bara hring inni í "mollinu" og röltum svo aftur á hótelið, því flugið var snemma morguninn eftir. Við vöknuðum um fimmleytið til að vera komin tímanlega á völlinn ef við skyldum lenda í einhverju veseni með farangurinn þegar við tékkuðum okkur inn. Allt gekk eins og í sögu..við gátum meira að segja tékkað okkur inn á gangstéttinni þar sem við fórum úr rútunni, þurftum ekki einu sinni að fara með farangurinn inn í tékkið.

Flugið til Dallas tók 2 1/2 tíma. Trey kom inn í flugstöðina og hjálpaði okkur með töskurnar út. Hann sagðist vera búinn að redda bíl til að flytja farangurinn, en við vorum búin að vara hann við magninu. Hann á bara þennan Mustang (sem Dabbi litli brósi er búinn að slefa mikið yfir) og 2ja sæta Hondu. Það þurfti hvorki meira né minna en Hummer til að ferja fólk og farangur heim til T. og S. Það var sick heitt í Dallas þegar við komum þangað...úff púff...akkúrat þegar við vorum þar, í þessa 5 daga var slegið hitamet...13 ára hitamet...kill me now!!!!

Dvölin hjá Trey og Shelley var rosa fín. Þau héldu grillveislu kvöldið sem við komum og þar voru fullt af vinum þeirra. Þar sem Trey finnst SS pylsur bæjarins bestu pylsurnar komum við með nokkra pakka handa honum. Einnig keyptum við SS pylsusinnep, suðusúkkulaði og auðvitað rauðan ópal, því hann er sjúkur í rauðan ópal!!! Þau grilluðu pylsurnar um kvöldið og allir fengu að smakka þær og sinnepið. Þeim fannst pylsurnar æði og sinnepið ekki síðra....spurning hvort útflutningur á SS pylsum og SS pylsusinnepi sé svo vitlaus hugmynd!!! Við skoðuðum bíla og tryggingar í Dallas og nágrenni og eftir nokkra bílasölurúnta keyptum við þennan líka fína kagga sem við höfðum séð á netinu... '99 Chrysler 300M.
Svo keyrðum við suður til College Station 7.ágúst. Keyrslan tók um 3 tíma...ekki svo slæmt, bara eins og að keyra austur á Klaustur. Við byrjuðum á því að fara í College Main Apartments, en þar vorum við búin að láta taka frá fyrir okkur íbúð til vonar og vara. Svo kíktum við á nokkrar aðrar íbúðir á svæðinu en enduðum, auðvitað, á fyrstu íbúðinni. Það var ógeðslega heitt og maður svitnaði bara af því að labba úr loftkældum bílnum og inn í loftkælt húsnæði, svo varð funheitt í bílnum um leið og maður drap á honum. Eftir að við vorum búin að fara með allt hafurtaskið í íbúðina og þurrka af okkur svitann var haldið í Wal Mart Supercenter og fjárfest í vindsæng. Ohh það var svo góð tilfinning að geta tekið fötin upp úr töskunum...það er ömurlegt að búa í ferðatösku...hvað þá fimm og hafa ekki hugmynd um hvað er í hvaða tösku...sífellt grams.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það hlaut að koma að því....byrjuð að blogga....nú er ekki aftur snúið!!!!

 

0 Ummæli