föstudagur, október 31, 2003

Bookmark and Share

Aðvörun


Nunnur struku af geðveikrarhæli. Önnur er frekar stórskorin og heldur á flugfreyjutösku, hin er með forláta kökubox. Gætu hafa dulbúið sig sem ferðaþjónustubændur. Vinsamlegast hafið augun opin.


 

0 Ummæli

Bookmark and Share
HJÁLP!!! Ég er í þvílíkum vandræðum og bráðvantar aðstoð...eða hugmyndir öllu heldur. Þannig er nú mál með vexti að einn kennarinn minn ætlar að bjóða nemendunum heim til sín 13. nóvember. Allir eiga að koma með einhvern rétt frá sínu heimalandi....HVAÐ GET ÉG FARIÐ MEÐ, ÍSLENSKT, SEM ÉG GET ÚTVEGAÐ HÉR!!!! Plíííís...einhver hjálpi mér og komi með hugmyndir...(pylsurnar eru út, bara tvær eftir)

 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 30, 2003

Bookmark and Share
HLYN LILLE BRO VANTAR FAR Í BÆINN UM HELGINA!!!
EF EINHVER VEIT UM FAR FRÁ KIRKJUBÆJARKLAUSTRI TIL HAFNARFJARÐAR ÞÁ MÁ SÁ HINN SAMI/SÚ HIN SAMA HRINGJA Í 487-4711 EÐA 849-3336.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Jæja...við erum búin að ákveða okkur. Við ætlum að koma heim um jólin

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 29, 2003

Bookmark and Share
Ég sé nú ekki betur en að Jón Óli eigi afmæli í dag
Til hamingju með daginn

 

0 Ummæli

mánudagur, október 27, 2003

Bookmark and Share
Það styttist óðum í hrekkjavöku, en hún er á föstudaginn. Það er alveg sama hvar maður er, það er alls staðar allt fullt af graskerjum og hinu og þessu hrekkjavökudóti.
Spurning hvort maður vilji "trick" eða "treat"!!! Ætli maður verði ekki að byrgja sig upp af sælgæti fyrir föstudaginn.

 

0 Ummæli

sunnudagur, október 26, 2003

Bookmark and Share
Ég fór á knattspyrnuleik áðan, var að koma heim. Texas A&M var að keppa við Colorado í kvennaboltanum. Þetta var svaka fínn leikur...við unnum 2-0. Þær eru rosalega góðar...enda í níunda sæti á einhverjum styrkleikalista yfir College soccer!!! Maður var bara klæddur í flíspeysu og alles, kom heim kalt á rassinum, með nefrennsli og rautt nef...mætti bara halda að maður væri á Íslandi eða eitthvað...Ég fór á leikinn með Cristin og Kate og okkur Cristin fannst þetta veður bara aldeilis fínt, Kate var ekki alveg á sama máli. Cristin er nefnilega frá Colorado en Kate er frá Texas.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
BRRRRR...það er kalt í dag...fyndið að manni skuli finnast 15 gráður vera kalt!!! Hlýrra á Íslandi en í Texas...í október. Það gerist örugglega ekki oft!!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
jæja, nú er búið að breyta klukkunni, þannig að við erum núna sex tímum á eftir Íslandi!!

 

0 Ummæli

laugardagur, október 25, 2003

Bookmark and Share
Í dag er tvöfalt afmæli.......
Elsku mamma mín á afmæli í dag.

Til hamingju með afmælið elsku mamma mín...vildi að ég gæti verið hjá þér á afmælinu þínu

Svo á Bögga líka afmæli í dag....
Þetta skítarassgat er orðið 16 ára!!!!

Til hamingju með afmælið, Bögga mín.

 

0 Ummæli

föstudagur, október 24, 2003

Bookmark and Share
Jæja...ég fór út og hreyfði á mér hamborgararassinn, til að friða samviskupúkann minn (Davíð Már). Þessi elska hefur svo miklar áhyggjur, vill ekki að uppáhalds frænkan verði "amerísk" í laginu!!! Vonandi líður þér betur, dulludabbi, ég fór út í dag og stikaði um hverfið í hálftíma,
skaut svo nokkrar körfur á körfuboltavellinum hér fyrir utan
og gerði fullt af alls konar æfingum

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Að vera eða ekki vera...það er spurningin!
Erum að reyna að ákveða hvort við eigum að koma heim um jólin eða vera hér. Rosalega erfið ákvörðun, því auðvitað langar okkur að koma heim og hitta alla elskulegu ættingjana, en það kostar bara soldið marga peninga. Við höfum alla vega ákveðið að taka ákvörðun eftir næstu viku...það er allavega ákvörðun, ekki satt?

 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 23, 2003

Bookmark and Share
Stundum skil ég þessa blessuðu tölvutækni engan veginn Ég skrapp rétt aðeins frá tölvunni áðan og þegar ég kem til baka er bara allt í hassi!!! Ljósin á lyklaborðinu blikka öll og enginn takki virkar á því. Jújú...ég geri bara það sem flestir tæknifatlaðir myndu gera, endurræsti tölvuna. Þegar hún var að starta aftur kom upp villumelding...keyboard error...press F1 to resume....HALLÓ...lyklaborðið virkar ekki en samt á ég að ýta á F1!!! Ég bara fatta ekki svona...ég þurfti að endurræsa tölvuna þrisvar sinnum áður en hún kom rétt upp. Svo er ég að standa í svona vitleysu í staðinn fyrir að koma mér í háttinn því ég er að fara í próf á morgun...djís..vitleysingur getur maður verið...það fer sko ekki á milli mála hverra manna maður er...

Talandi um það, þá fer það sko ekki á milli mála, ég er greinilega af þessari Fossaætt með of hátt kólestról á unga aldri!!! Fór í blóðprufu um daginn og það kom í ljós að "vonda" kólestrólið er í hærra lagi, ekkert til að hafa áhyggjur af þannig séð, en nokkuð sem maður þarf að hafa í huga þegar mann langar í pepperoni pizzu eða eitthvað álíka feitt.

Jæja, verð að fara að drulla mér í háttinn...er hálf slöpp, með kvefskít og hausverk...JÁ KVEF, þrátt fyrir að það hafi verið 30 stiga hiti hér í dag...verð að vera spræk á morgun...þarf að lesa fyrir prófið sem er annað kvöld!!!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM.....ég var að borða SS pylsu......ógessla góð!!!!
Nú eigum við bara sjö pylsur eftir, því Kalli borðaði tvær...

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það er tvöfalt afmæli í dag...Andrea Svava litla frænka á afmæli...
...og hinn eini sanni
Steini sæti á líka afmæli!!!
Við skulum ekkert nefna neinn aldur hér!!

Til hamingju með daginn!!!

 

0 Ummæli

þriðjudagur, október 21, 2003

Bookmark and Share
Það var nú ekki mjög haustlegt hér um helgina. Veðrið var alveg frábært, sól og blíða, en auðvitað naut maður þess ekki neitt þar sem maður hékk inni og reyndi að læra eitthvað. Reyndar settist ég hér út á pall og las, það var mjög fínt. Ég veit ekki hvernig spáin er næstu daga, en það skiptir svosem ekki máli. Það er ekki eins og maður sé að fara eitthvað út á næstunni. Ég er að fara í próf á fimmtudaginn og þarf að vinna í þremur ritgerðum (tvær 10-15 bls og ein 15-20 bls.) auk þess að vinna frekar stórt verkefni í einum kúrsinum. Manni leiðist þó ekki á meðan, en ég er orðin svolítið þreytt á að hanga alltaf inni, annað hvort yfir bókunum eða eitthvað að slæpast. Ég verð að fara að komast eitthvað út, þetta gengur ekki lengur. Einu skiptin sem ég fer eitthvað út er þegar ég fer í tíma og svo stöku sinnum þegar við hittum krakkana, en Kalli er svo mikið í hópavinnu núna að ég sé hann varla og hangi alltaf ein heima, djís...þvílíkur félagsskítur!!

Nú er Berglind komin, konan hans Jóa. Þau buðu okkur í mat á sunnudagskvöldið, aldeilis fínn matur. Við sátum og spjölluðum, en þar sem Kalli er á kafi í verkefnum núna gátum við því miður ekki verið seint á ferð. Berglind kom með SS pylsur handa okkur...mmmm...ég hlakka til að grilla þær.


Þvottabjörninn leit við í kvöld. Ég fór út fyrir til að fá mér ferskt loft og þegar ég var að fara inn aftur heyrði ég eitthvað þrusk og sá þá hvar hann fylgdist með mér. Hann er alveg rosalega forvitinn. Ég dró gardínuna í stofuglugganum alveg upp og fylgdist með honum, alltaf þegar einhver gekk hjá eða eitthvað hljóð heyrðist sá maður í nefið á honum í gatinu. En ef einhver kemur of nálægt þá lætur hann sig hverfa.

 

0 Ummæli

mánudagur, október 20, 2003

Bookmark and Share
Daddi frændi á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn!

 

0 Ummæli

sunnudagur, október 19, 2003

Bookmark and Share
ÁRÍÐANDI TILKYNNING:

Er búin að setja inn link á bloggsíðuna hjá Binna og Ástu

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Þessi helgi er búin að vera algjör rólegheit. Ég er búin að hanga heima og þykjast vera að læra, skrepp á netið þess á milli. Kalli er búinn að vera á kafi í verkefnavinnu með hópnum sínum, þvi þeir eiga að skila þremur verkefnum; á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Við reyndar fórum í bíó í gær með Tony, Cristin og Jerod, á myndina Mystic River sem er leikstýrð af Clint Eastwood. Þokkalegur leikarahópur!! Hún var bara mjög fín, ágætis mynd og meira að segja Kalla fannst það líka!!

 

0 Ummæli

föstudagur, október 17, 2003

Bookmark and Share
Ég sat í rólegheitunum inni í stofu í gær þegar ég heyrði þessi líka þvílíku læti fyrir utan. Ég kíkti út og sá þar kött uppi í tré (tréð er bara hér rétt við húsið 1-2 metra og greinarnar strjúkast við þakSKYGGNIÐ), hann var á neðstu greininni, en efst í trénu var íkorni Í KASTINU. Ég hef aldrei heyrt í íkorna áður...og þessi var sko ekki sáttur...Svo lullaði kötturinn sér eftir smá úr trénu og rambaði um, en íkorninn hélt áfram að gefa frá sér þessi hljóð, en eftir smá stund hætti hann sér niður úr trénu og upp í næsta tré, en hann er nefnilega alltaf að dútla eitthvað í því tré. Fyndið að fylgjast með honum með hnetur í munninum, skjótast fram og til baka, upp í tré og niður aftur...svo missir hann stundum hnetur niður úr trénu og þær lenda á "pikknikk" borði sem stendur á milli trjánna...algjört vesen.

Ég lenti reyndar í því í dag, þegar ég var að hjóla um campus að það munaði engu að ég fengi hnetu í hausinn. Var að hjóla undir tré þegar hneta lenti á götunni rétt fyrir framan mig, einhver íkorni verið að vesenast í trénu.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
...og nú var Kalli bitinn....en ekki í sturtunni!!!!

Kalli fór í flag-football í gærkveldi, og kom heim allur útbitinn af moskító...kall greyið...þessi kvikindi bíta í gegnum fatnað, því hann var allur bitinn á bakinu...ég var nú reyndar búin að segja honum að setja á sig eitthvað "fráhrindandi" fyrir flugurnar þegar hann væri í fótbolta, því þær bíta helst á kvöldin, en við gleymdum því bæði í gær...algjörir sauðir.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 16, 2003

Bookmark and Share
Skaðræðisgripur beit mig í sturtunni...og það var ekki Kalli!!

Ég fór semsagt í sturtu í fyrradag...aldrei slíku vant. Þegar ég var að skrúfa frá vatninu tók ég eftir einhverju pöddukvikindi á sturtutjaldinu...ég greip lófafylli af vatni og hugðist skola því niður um niðurfallið...ekki tókst það betur en svo að dýrið lenti á einni tá...og ég fann sting...djö....ég sló til kvikindisins og það rann með vatnsflaumnum ofan í niðurfallið...ég er með rauðan blett á tánni og var helaum í gær, en nú er þetta allt að koma...

....hugsiði ykkur að kvarta yfir einhverju svnona smávægilegu þegar litli bróðir er að ganga í gegnum miklu verra með hendina....þvílík sjálfselska...Æ Hlynur minn, ég er alltaf að hugsa til þín og vona að þú hafir það sem best...kyss kyss...

 

0 Ummæli

þriðjudagur, október 14, 2003

Bookmark and Share
Þórunn Lísa á afmæli í dag...

...til hamingju með afmælið, litla frænka!

 

0 Ummæli

mánudagur, október 13, 2003

Bookmark and Share
Lítið að frétta...tíhí...það er nú bara langt síðan ég skrifaði svona mikið!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
HOWDY!!

Ætli maður verði ekki að fara að skrifa eitthvað hér inn svo fólk hætti ekki að skoða síðuna...það er afskaplega lítið að frétta hjá okkur. Það er mikið að læra eins og gengur og gerist þegar maður er í námi! Kalli fór á fótboltaleik á laugardaginn, á meðan var ég í skólanum, var í tíma frá 9 til rúmlega 3. Mér tókst að komast í gegnum þriðja fyrirlesturinn minn og þann síðasta í bili...sem betur fer. Um kvöldið fórum við á Fuddruckers með Jóa og fengum okkur dýrindis hamborgara...það er hægt að fá hamborgara þarna sem vegur heilt pund sem er rétt tæplega hálft kíló...hann var ekkert smá stór...við fengum okkur bara minnstu gerðina, erum ekki búin að vinna okkur upp í að geta borðað 1/2 kiló af hamborgara + brauðið og franskar...úff púff....vonandi kemur aldrei að því.

Eftir matinn fór Jói með okkur í bíltúr, hann sýndi okkur kjarnorkuverið sem er rétt fyrir utan byggð, við flugvöllinn, reyndar sá maður ekkert allt of mikið, því það var komið myrkur. Á leiðinni til baka rákumst við á snák á veginum, það kom ekki til greina að fara út úr bílnum...best að halda sig í öruggri fjarlægð...samt svolítið kúl að sjá þá, ég asnaðist nú ekki til að taka myndavélina með mér, þannig að það verður að bíða betri tíma að taka myndir af snákum. Jói sagði að það væri nóg af þeim á vorin, mikið hlakka ég til þá. Við keyrðum rúnt um Bryan, en það er bærinn sem við búum í (er í raun samvaxinn College Station þar sem skólinn er, svona eins og Garðabær og Hafnarfjörður). Það er svo mikill munur á Bryan og College Station, því College Station á nóg af pening vegna A&M, en Bryan er ekki eins vel settur...gamli miðbærinn í Bryan er við það að drabbast niður, sem mér finnst synd því hann er rosa flottur. Þetta gerist þegar verslanamiðstöðvarnar eru byggðar...Laugavegurinn er nú ekki eins vinsæll og hann var áður en Kringlan kom til sögunnar.

Er búin að skanna inn nokkrar myndir, á bara eftir að setja þær á netið...læt vita þegar það gerist.

 

0 Ummæli

sunnudagur, október 12, 2003

Bookmark and Share

 

0 Ummæli

laugardagur, október 11, 2003

Bookmark and Share
Maggi litli á afmæli í dag...Til hamingju með afmælið, Maggi minn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ég er vínber!

 

0 Ummæli

föstudagur, október 10, 2003

Bookmark and Share
Þorsteinn nokkur, ferðaþjónustubóndi í Efri-Vík í Landbroti, á afmæli í dag...til hamingju með daginn, Steini minn

 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 09, 2003

Bookmark and Share
Hér er myndin af þvottabirninum í þak-"draslinu".....myndin er tekin í dyragættinni hjá okkur.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
ÞESSI ER GEÐVEIKT FLOTTUR!!!!...SMELLIÐ HÉR

Svona verður maður í laginu eftir allar ferðirnar á McDonalds, Burger King, Taco Bell o.s.frv....

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 08, 2003

Bookmark and Share
Jæja, nú er ég loksins búin að fá fullt af mis vel heppnuðum myndum úr framköllun, þar á meðal eina fína mynd af þvottabirninum í þak-eitthvað...nú þarf ég bara að finna tíma til að skanna þær inn og skella þeim á myndheima...

Ég hélt annan fyrirlestur í kvöld og það gekk bara ágætlega, ég fékk bara engan herping í rassinn, var alveg ótrúlega afslöppuð. En ég þoli ekki þegar mann vantar orð...maður hugsar og hugsar, en hefur í raun engan tíma til að hugsa og þá fer maður bara að bulla eitthvað. Eeeen, þetta reddaðist samt allt fyrir rest.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, október 07, 2003

Bookmark and Share
Í dag eru tvö afmælisbörn í ættinni...hvorki meira né minna....
Hlynur litli brósi er 15 ára......og.......Þorbjörg litla frænka er 18 ára
.....................
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIN!!!!

Reyndar á Kjartan Ásgeir Maack, vinur okkar Kalla líka afmæli í dag...til hamingju með afmælið, Kjartan minn!!!


 

0 Ummæli

sunnudagur, október 05, 2003

Bookmark and Share
Amma og afi á Klaustri.....(híhí...fyndið að það skuli ekki vera Hruna).....eru búin að fá sér tölvu, alveg frábært uppátæki hjá þeim. Innilega til hamingju með nýja tækið

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Pálmi á STÓRAFMÆLI í dag...hann er kominn á "ríkisaldur" hvorki meira né minna!!!!
Til hamingju með afmælið, Pálmi minn - gakktu hægt um gleðinnar dyr!!!

(Þarna er hann aðeins yngri, ég átti bara enga nýlega mynd af drengnum)

 

0 Ummæli

laugardagur, október 04, 2003

Bookmark and Share
Við fórum í afmæli í gær til Tonys, en hann er með Kalla í hóp. Það var alveg rosalega fínt og flestir klæddir upp sem "white trash", en fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er það druslulega liðið sem býr í hjólhýsum og öðrum "færanlegum híbýlum". Það komu ótrúlega margir klæddir white trash fötum, og reyndar komu bara ótrúlega margir yfir höfuð, enda bauð hann öllu MBA prógramminu af fyrsta ári....við tókum fullt af myndum og munu væntanlega eitthvað af þeim lenda í myndheimum. Það komu flestir með bjór eða eitthvað sull með sér og allt var sett saman í eina stóra tunnu sem var hálf full af klökum, svo dró fólk sér eitthvað úr tunnunni og varð að gjöra svo vel að drekka það sem það fékk, þetta er kallað "mystery bucket" eða "dularfulla tunnan"!!!! Ég slapp við að drekka þetta sull þar sem ég var í hlutverki allsgáða ökumannsins!

 

0 Ummæli

föstudagur, október 03, 2003

Bookmark and Share
Afmælisbarn dagsins er Bjöggi litli frændi, en hann er fimm ára í dag....jibbý!!!!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 02, 2003

Bookmark and Share
Það er þvottabjörn í þak-kassanum!!!!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 01, 2003

Bookmark and Share
Hlynur var í aðgerðinni í morgun, þar sem tekið var bein úr mjöðminni á honum og sett í hendina. Ég er búin að vera að bíða eftir fréttum í allan dag!!! Loksins kom Davíð Andri inn á spjallið og hann sagði að aðgerðin hafi verið erfið, en gengið vel....greyinu litla er illt í hendinni. Sendum honum óskir um skjótan bata

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það er ljótt að skilja útundan....og því vil ég taka það fram núna að Björgúlfur átti afmæli á sunnudaginn...alltaf jafn ungur!!! Ég bið því alla sem rekast á hann að kyssa hann frá mér


Svona lítur hann út!!!

(Er yfirleitt með gítar)

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ég er búin að vera að vinna að dagatali undanfarna daga þar sem ég hef skráð niður afmælisdaga ættingja og vina...ég held að ég hafi klárað það í dag (oft virðist sem það sé endalaust af þessum blessuðu ættingjum)

 

0 Ummæli