mánudagur, febrúar 26, 2007

Bookmark and Share

...og afmælisbarn dagsins er.....


LINDA.....hún er alltaf jafn ung...bara rétt að skríða á fertugsaldurinn!!!
Elsku sys, innilega til hamingju með afmælið. Þú færð pakkann þegar ég kem í afmæliskökuna!

 

0 Ummæli

laugardagur, febrúar 24, 2007

Bookmark and Share

full virkni


já, ég er búin að vera svakalega virk eitthvað í dag...í morgun bjó ég til nokkrar krossaspurningar úr Harry Potter. Svo hringdi Díana í mig og ég skellti mér á skauta með henni og Áslaugu Mörtu. Vil taka það fram að við stóðum okkur svakalega vel þar sem liðin eru öruggega 15 ár frá því við fórum á skauta síðast! Áslaug Marta var rosalega fljót að ná þessu og var aðeins farin að skauta sjálf eftir einungis klukkutíma. Algjör hetja. Eftir skautana fórum við hjónakornin á mini bílasölurúnt í leiðinni í Bása, en þar slógum við úr einni stórri fötu. Fyrir þá sem ekki vita hvað Básar eru þá hefur það ekkert með fjós að gera, heldur er þetta æfingasvæði fyrir golfara. Golfæfingin gekk hrikalega illa og annaðhvort mætir maður þarna í hverri viku eða hættir þessu bara alveg því það er rosalega þreytandi að vera alltaf að byrja upp á nýtt á hverju einasta ári. Þegar við komum heim eftir golfvonbrigðin tók við undirbúningur fyrir kvöldmatinn. Ég tók aðeins til heima og bjó til kartöflugratín á meðan Kalli þreif bílinn og fór í Bónus og Nóatún til að kaupa það sem vantaði. Svo fengum við hóp af fólki í mat, góðan grillmat. Núna slökum við bara á í sófanum og glápum á imbann.
Fyrir ykkur sem langar að fara út á lífið í kvöld er hin bráðskemmtilega hljómsveit The Lost Toad að spila á Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld. Endilega að drífa sig þangað!!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Bookmark and Share

hvað skal segja


ég veit það bara eiginlega ekki. Hausinn á mér er fullur af alls konar hugsunum sem flestar tengjast kennslu á einn eða annan hátt. Hvað get ég gert til að gera þetta skemmtilegra? Hvað get ég gert til að fá krakkana til að lesa heima? Ég þarf að búa til þetta próf og hitt prófið. Ég á eftir að skipuleggja þetta. Mér finnst ég sko ekki vera búin í vinnunni þó að ég sé komin heim, enda á ég það til að dröslast heim með hinar og þessar bækur og verkefni til að vinna í. Það er meira en að segja það að byrja að kenna. Fyrstu árin eru mjög erilsöm og eyðir maður miklum tíma í undirbúning og yfirferð. Það kemur víst með reynslunni. Ekki misskilja mig, mér finnst þetta starf mjög gefandi þó það sé krefjandi. Það er alltaf gaman að sjá nemendur sína ná árangri og bæta sig í náminu. Ætli öll störf hafi ekki sínar góðu og slæmu hliðar.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Bookmark and Share

Íris fallin


já, ég stóð mig ekki í stykkinu í dag...ég var búin að ákveða að minnka sælgætisát og takmarka það við einn dag í viku (í stað sjö). Í dag stóðst ég ekki mátið og fékk mér prins póló uppi í skóla. En svo getur maður spurt sig hvað er sælgæti? Er súkkulaði kex sælgæti? Ef ekki, er prins póló ekki súkkulaðikex? Súkkulaði er sælgæti. Ætli ég velti mér nokkuð upp úr þessu heldur stökkvi bara aftur upp á vagninn!

 

0 Ummæli

mánudagur, febrúar 19, 2007

Bookmark and Share

Dönsum eins og enginn sé að horfa


Við sannfærum okkur sjálf um að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst barn og síðan annað barn. Síðan pirrum við okkur á því að krakkarnir verði nógu gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur stödd þegar að því kemur. Næst erum við örg yfir því að við þurfum að eiga unglinga. Við munum svo sannarlega verða hamingjusöm þegar því skeiði verður lokið. Við teljum sjálfum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar maki okkar tekur til í sínum málum, þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifæri til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei til betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna. Ef ekki núna, hvenær þá? Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsaefnum. Það er best að viðurkenna þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður, á hverjum degi.

Vinur minn sagði eitt sinn: Í langan tíma hafði mér virst sem líf mitt væri í þann mund að hefjast - hið raunverulega líf. En alltaf var einhver hindrun í veginum, eitthvað sem þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Þessar "hindranir" eru líf mitt. Þetta sjónarhorn hjálpar okkur að sjá að það aer engin leið til að hamingjunni. Hamingjan er leiðin.

Varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik sem þú átt. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deildir því með einhverjum sérstökum til að eyða tíma þínum með...og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum!

Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt, eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú náir á þig nokkrum kílóum, hættu að bíða eftir að þú eignist börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna, að þú giftist, að þú skiljir, eftir laugardagskvöldinu eða sunnudagsmorgninum, hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftri að þú sért búinn að borga upp bílinn eða húsið, eftir vorinu, sumrinu, haustinu, vetrinum. Hættu að bíða eftir því að þú fáir þér drykk og svo að bíða eftir að það renni af þér. Hættu að biða eftir því að þú deyir. Það er enginn tími betri en einmitt núna til að vera hamingjusamur.
HAMINGJAN ER FERÐALAG, EKKI ÁFANGASTAÐUR!
Í dag er tími til að ; vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda, elska eins og enginn hafi nokkurn tímann sært þig, dansa eins og enginn sé að horfa...

 

0 Ummæli

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Bookmark and Share

þetta líka fína veður


og við hjónin héngum inni nánast allan daginn, tókum til heima fyrir og undirbjuggum kvöldmatarboð. Haldiði að það sé. Reyndar fórum við í smá bíltúr, með drasl í Sorpu og svo smá bílasölurúnt...alltaf gaman að því.
Við grilluðum lambafillet og grænmetisspjót, svo gæddum við okkur á þessu með kartöflugratíni, salati og góðu rauðvíni. Áttum skemmtilegt kvöld með vinum okkar. Að sjálfsögðu horfðum við á Eurovision keppnina og er ég bara mjög sátt við val þjóðarinnar. Lagið finnst mér mjög gott frá fyrstu hlustun, þ.e. maður þarf ekki að hlusta á það mörgum sinnum til að finnast það áheyrilegt, en það mun vera kostur við Eurovisionlag, ekki satt?

 

0 Ummæli

mánudagur, febrúar 12, 2007

Bookmark and Share

tilfinningar


það er magnað hvað maður tengir minningar og tilfinningar við ákveðna hluti eins og lykt og lög. Á leiðinni heim áðan var ég að hlusta á Ipodinn minn og leyfði honum að ráða hvaða lög hann spilaði fyrir mig. Hann ákvað að spila fyrir mig the Aggie War Hymn, sem er spilað af the Fightin' Texas Aggie Band. Ég fékk smá heimþrártilfinningu og langaði að fara aftur til College Station...sælar minningar. Á eftir því hóf KK upp raust sína ásamt Magga Eiríks. Lagið sem þeir spiluðu og sungu fyrir mig var Ljúfa Anna, sem afi minn heitinn hélt mikið upp á. Hjarta mitt fylltist söknuði en samt fylgdi gleði með, gleði yfir að hafa átt svona góðan afa og eiga svo mikið af góðum minningum. Ég var bara ein stór tilfinningaklessa (eða hlussa) þegar ég kom heim, ekki á óþægilegan hátt samt.

 

0 Ummæli

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Bookmark and Share

og fuglinn syngur á ný!!!


minn kæri frændi, HPFoss, hefur tekið sig til og opnað nýtt blogg...íslenskt blogg. Ég hef uppfært hlekkinn á síðuna hans.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Bookmark and Share

birta


það er svo dásamlegt að sjá daginn lengjast og sólina skína...mér varð litið á klukkuna uppúr fimm í gær og það var bara ennþá dagsbjart úti. Ég get varla beðið eftir að það fari að hlýna og þessi skítakuldi yfirgefi skerið. Ef til vill er fullsnemmt að byrja að bíða þar sem febrúar er rétt að byrja.

 

0 Ummæli

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Bookmark and Share

tylft


þetta orð hef ég þurft að útskýra fyrir nemendum mínum í tengslum við enska orðið 'dozen'. En þetta er einmitt sá fjöldi ára sem við Kalli höfum verið saman. Þetta er nú bara nokkuð langur tími, sérstaklega fyrir svona ungt fólk eins og okkur. Til dæmis var Hlynur einungis 6 ára (7 á árinu) þegar Kalli kom til sögunnar, Davíð Andri var að verða 13 ára og foreldrar mínir rétt að komast á fimmtugsaldurinn. Fyrir tólf árum var maður rétt að byrja að fikta við internetið og fæstir áttu GSM síma. Já, nú er öldin önnur (bókstaflega því það var önnur öld fyrir tólf árum...)!!

 

0 Ummæli

föstudagur, febrúar 02, 2007

Bookmark and Share

hvað skal segja


það gerist svo lítið fréttnæmt hjá okkur þessa dagana. Kalli vinnur myrkranna á milli og ég hef nóg að gera í minni vinnu. Var í gæslu á balli í gær og var ekki komin heim fyrr en um hálf fjögur í morgun. Svo missi ég af X-factor partíinu hjá Lindu í kvöld þar sem ég er að fara í smá boð heima hjá einum kennslustjóranum. Kalli verður væntanleg að vinna á meðan ég skemmti mér. Það er nú lágmark að helmingurinn af hjónabandinu eigi sér eitthvað líf utan vinnunnar. Mér finnst synd og skömm hvað fólk vinnur mikið...er maður að vinna til að lifa eða lifa til að vinna? Ég, persónulega, kýs það fyrra þó ég geti ekki sagt að ég geri rosalega mikið utan vinnunnar, þ.e. að ég sé á fullu í félagslífi eða einhverju áhugamáli. Reyndar er ég allt of oft með hugann við vinnuna þegar ég ætti að vera að slaka á og gera eitthvað annað (eins og t.d. vaska upp!!!). Hvað er gaman að vinna og vinna og safna fullt af peningum og svo drepast frá þessu öllu og hafa aldrei getað notið lífsins?!?! Ég bara spyr!

 

0 Ummæli