föstudagur, apríl 30, 2004

Bookmark and Share
Davíð Már er sko EKKI uppáhalds frændi minn...það er alveg víst.
Maður nennir ekki að púkka upp á lið sem er sífellt að rífa kj*** og tuðar út í eitt.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Bookmark and Share
OOOHHHH....nennessiggi....verð að þrauka í viku + 1 dag í viðbót....er komin með ógeð á ritgerðum

 

0 Ummæli

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Bookmark and Share

þrjár snöggar kveðjur


Sigurbjörg Jenný, litla frænka mín á 12 ára afmæli í dag

Gummi vinur okkar á allt of stórt afmæli í dag (það finnst Kalla allavega)

Jóhanna vinkona úr Kennó á flott afmæli í dag..hún er 25

Til hamingju með afmælin, dúllurnar mínar
Þarf að drífa mig í skólann...óver end át

 

0 Ummæli

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Bookmark and Share

ammæli ammæli ammæli


Ég á lítinn frænda, sem heitir Eiður Örn...
...og hann á eins árs afmæli í dag. Jibbýjei..til hamingju með afmælið 'litli flændi'

 

0 Ummæli

mánudagur, apríl 26, 2004

Bookmark and Share

...eitt enn...


Þvottabjörninn sem er fluttur upp á loft til Jóa og Berglindar er heldur betur búinn að koma sér vel fyrir þar...hann er bara búinn að koma sér upp fjölskyldu fyrir ofan rúmið þeirra...hehe...fullt af litlum þvottabjörnum trítlandi um á loftinu hjá þeim...mikið rosalega er ég fegin að það var búið að loka fyrir gatið upp á loft hjá okkur...úffpúff.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Ja hérna


Maður er heldur betur farinn að slappast í þessum bloggskrifum um þessar mundir. Það er líka búið að vera klikkað mikið að gera. Ég var í tíma á laugardaginn þar sem ég fékk úrskurðinn úr prófinu sem ég var í um daginn....þessu ömurlega. Mín endaði á því að fá A, var ekkert lítið sátt við það. Svo í gær var unnið hörðum höndum við að koma saman fyrirlestri fyrir miðvikudaginn. Einnig fyrir miðvikudaginn þarf ég að skrifa smá ritgerð og halda smá fyrirlestur eða kynningu á lokaverkefninu mínu í þeim kúrs.Síðan þarf maður að drattast við að skrifa 4 lokaritgerðir...á tveimur vikum!!! Þannig að ekki láta það koma ykkur á óvart ef þið heyrið ekkert frá mér fyrr en 8. maí.

 

0 Ummæli

laugardagur, apríl 24, 2004

Bookmark and Share

Vorum að koma úr golfi. Það er greinilegt að þetta eina sem þessi blessaði golfkennari sagði mér er að virka, því ég er orðin ógeðslega góð...eða kannski ekki alveg ógeðslega...ég er að slá miklu betur og finnst sveiflan mín vera þægilegri núna en hún var. Meira að segja vondu höggin voru góð, gallinn er bara sá að stefnan er ekki alveg gera sig...fer svolítið út og suður stundum. Það sem mér finnst mest skondið er að þó að lengri höggin séu orðin svona miklu betri en þau voru þá er skorið ekkert að lagast...greinilegt að maður þarf að fara að æfa sig í 'chippinu' og púttinu. Ég veit, ég veit, ég ætti að vera að læra, en ég hefði bilast ef ég hefði ekki komist út í dag. Það er nauðsynlegt fyrir geðheilsuna að skreppa útfyrir í smá stund (hmm..eða 3-4 tíma..hehe).

 

0 Ummæli

föstudagur, apríl 23, 2004

Bookmark and Share
Ég gleymdi einu...eða tvennu...að kynna fyrir ykkur nýja fjölskyldumeðliminn og nýja gæludýrið okkar (En það jafnast náttúrulega ekkert á við hann Hörð okkar sem við urðum að skilja eftir heima á Íslandi af því að það er ekki hægt að flytja svoleiðis dýr með sér...snökt snökt).

Við vorum að skoða þann möguleika að flytja úr þessari íbúð í vor, því leigusamningurinn rennur út í maí. En þar sem við lituðumst um og fundum ekkert betra á góðu verði ákváðum við bara að vera hér áfram og endurnýjuðum leigusamningin. Við það var okkur boðin gjöf og fengum við að velja á milli nokkurra, en við ákváðum að bjóða Öbba að flytja inn til okkar. Sá kann sko að poppa.

Nú er þvottabjörninn farinn með sitt krafs og læti (hann hefur reyndar eitthvað verið að angra Jóa og Berglindi hér á móti, semsagt ekki flutt sig langt) svo við höfum fengið okkur nýtt gæludýr, hann Eðling, en hann er Gekkó. Það eru sko engin læti í honum, hann bara kemur og fer eftir sinni hentisemi, og baðar sig í sólinni þess á milli (hef reyndar ekki séð hann í marga marga daga). Hann er pínulítill...með hala og öllu er hann jafn langur og lófinn á mér.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Bookmark and Share

Gleðilegt sumar


Jæja, þá er sumarið komið á Íslandi (allavega að nafninu til). Gleðilegt sumar öll sömul.
En það er ekki bara sumardagurinn fyrsti í dag, því hann Böðvar 'litli' frændi minn er 24 ára í dag. Til hamingju með afmælið Böðvar minn.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Bookmark and Share

bloggheimur...blogghugsun...bloggskrif...og Guð


Ég held að ég sé farin að hugsa í bloggi. Þegar ég ligg í rúminu og reyni að sofna á kvöldin þá eru hugsanirnar mínar oft í bloggformi. Ég er alltaf að pæla í því hvað og hvernig skal færa inn næstu bloggfærslu, hef bara verið frekar löt við það undanfarið. Ég er heilmikið að hugsa, það endar bara ekki allt hér á síðunni. Ég vil ekki að allir viti hvað ég er biluð.
Eitt samt svolitið sniðugt...ég stóð mig að því eitt kvöldið að fara með bænirnar...og þá meina ég "faðirvorið", trúarjátninguna, og stuttu versin sem við Linda fórum alltaf með á kvöldin þegar við vorum litlar (Kristur minn ég kalla á þig..., Vertu Guð faðir, faðir minn... og Vertu nú yfir og allt um kring...). Ég hef ekki farið með bænirnar mínar í óralangan tíma. Þetta hefur reyndar hjálpað mér heilmikið við að sofna á kvöldin, því stundum ligg ég tímunum saman og næ ekki að sofna þó að ég sé drulluþreytt. Ég man að maður byrjaði alltaf að geispa þegar maður fór með "faðirvorið" (bænina sem Drottinn kenndi okkur) hvort sem það var fyrir svefninn eða í kirkjunni, maður var, jú, að fara að sofa þegar maður fór með bænirnar sínar .

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

...í stuði með guði...


Jamm og já...hér er semsagt ekki mjög mikið að frétta. Nema hvað, við fórum á frekar lélegt golfnámskeið á laugardagsmorguninn. Ég get ekki sagt að ég hafi fengið mikið út úr því. Kalli greyið hafði eiginlega bara illt af því, þar sem kallinn var eitthvað að rugla hann í ríminu. Við fórum svo tvö ein rómantískan golfhring seinni partinn. Það gekk upp og ofan, en mér tókst alla vega að para eina holuna. Hefði reyndar átt að para fleiri, eða allavega ekki fara upp í tveggja stafa tölu, en ég get verið óttalegur klaufi þegar kemur að því að "chippa" og pútta (eða kannski bara svo óþolinmóð). Á mínar góðu og slæmu stundir í því sem og öðru. Við lékum heilan 18 holu hring á 4 tímum og þegar við vorum komin á 18 holu var farið að rökkva all nokkuð og næturhljóðin farin að heyrast (þ.e. engispretturnar). Það er nú meira dýralífið á þessum golfvöllum hér. Við sáum stóra og litla skjaldböku í einni tjörninni, svo sáum við íkorna og kanínur, að ógleymdu fuglalífinu sem er mjög mikið. Sem betur fer hef ég ekki rekist á neina snáka (7-9-13). Eftir golfið fórum við á Texas Roadhouse, sem er brilliant veitingahús. Við ákváðum að halda upp á það að Kalli fékk 100 í einu miðannarprófinu og fá okkur safaríka steik. Mikið rosalega jafnast ekkert á við safaríka og meyra nautasteik með bakaðri kartöflu og grænmeti...jammjamm. Við fórum allavega pakksödd heim eftir "Roadhouse-ið".

 

0 Ummæli

sunnudagur, apríl 18, 2004

Bookmark and Share


Í dag eiga 'tvíbbarnir' 16 ára afmæli. Einu sinni voru þeir kallaðir skæruliðar, en nú eru þeir yfirleitt kallaðir Hörður Már og/eða Sindri Már (svona sitt á hvað, stundum giskar maður á réttan gaur).
Innilega til hamingju með afmælin, strákar mínir.

 

0 Ummæli

laugardagur, apríl 17, 2004

Bookmark and Share

afmæli afmæli afmæli



Habba frænka á afmæli í dag, vissuði það???
Til hamingju með afmælið, Habba mín.
Kossar og knús frá Texas

 

0 Ummæli

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Bookmark and Share
Hér er svosem ekki mikið merkilegt að gerast þessa dagana. Skólinn og námið tekur upp mestan tíma, sem er svosem ekkert óeðlilegt svona rétt undir annarlok. Ég fer ekki í tíma á laugardaginn, jibbý, honum var frestað til 1. maí, veit reyndar ekki hvort það sé nokkuð betra, en ég ætla allavega að reyna að njóta þess. Kalli er búinn að skrá okkur á smá golfnámskeið, sem MBAA stendur fyrir (nokkurs konar nemendafélag í MBA prógramminu). Ég veit ekki alveg hvernig það verður, en við fáum kennslu í einn og hálfan tíma, sem ætti að vera fínt til að rifja upp hvernig þetta golf virkar.
Nú er Dabbalingurinn minn í Köben, að mér skilst að drekka bjór í góða veðrinu. Svo eru mamma og pabbi að fara til Glasgow þar sem kirkjukórinn er að fara að syngja drykkjuvísur á pöbbunum...haldiði að það sé. En þau fá víst líka að syngja í íslenskri messu á sunnudaginn...svona til að bæta upp fyrir syndirnar á pöbbunum. Ojæja, Jesú breytti nú vatni í vín, þannig að það getur ekki verið svo slæmt.

Best að hætta þessu bulli...þetta er komð út í öfgar. Skólabækurnar eru farnar að kvarta yfir notkunarleysi.

 

0 Ummæli

mánudagur, apríl 12, 2004

Bookmark and Share
Djö....var ég ánægð með Mickelson í gær. Vinna bara mastersmótið á síðasta púttinu...góður!!

Hér er ekkert sem heitir annar í páskum, frekar en annar í jólum eða hvítasunnu...hér er hvítasunna ekkert merkileg heldur, svo mörg trúfélög sem halda ekkert upp á svona lagað.
Við buðum Jóa og Berglindi í mat á laugardagskvöldið og grilluðum nautakjöt og kjúklingabringur í fajitas...það er alltaf jafn gott. Í hádeginu í gær borðuðum við afganginn af þeim mat, lærðum allan daginn, horfðum á smá golf og svo elduðum við okkur pylsupasta í kvöldmat. Svona var páskadagurinn hjá okkur. Mér varð sko oft hugsað til allra ættingjanna saman kominna í fermingarveislunni hennar Dagnýjar...ohhh hvað ég var abbó!!! En það er gott að veislan heppnaðist vel, fermingarbarnið ánægt og foreldrunum mikið létt.

 

0 Ummæli

sunnudagur, apríl 11, 2004

Bookmark and Share
jájá, borðiði bara á ykkur gat hjá Dagnýju. Ég verð bara hérna að læra á meðan.

Til hamingju með daginn Dagný mín.

 

0 Ummæli

laugardagur, apríl 10, 2004

Bookmark and Share
Ömurlegt próf. Vil ekki tala um það.

Jæja, Dagný. Það styttist og styttist óðum. Ég get rétt ímyndað mér að þú sért orðin spennt. Þú verður svo að skrifa mér og segja frá deginum, hvernig gekk í kirkjunni, hverjir komu í veisluna og að sjálfsögðu hvað þú fékkst í fermingargjöf, þó að það eigi ekki að skipta öllu máli
Allavega, gangi þér vel á morgun og ekki gleyma að senda mér fullt af myndum.

 

0 Ummæli

föstudagur, apríl 09, 2004

Bookmark and Share
Má ekkert vera að þessu tölvuhangsi núna. Er að lesa fyrir próf sem er á morgun.
Gleðilega páska öll sömul.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Bookmark and Share


Jæja, hún Jóna Hulda, frænka mín, á afmæli í dag. Litla skottið sem var eins og límd við mig hér um árið (ekki veit ég af hverju) er núna komin á bílprófsaldurinn, orðin SAUTJÁN ára...jedúddamía!
Innilega til hamingju með afmælíð og bílprófið Jóna Hulda mín.
Kossar og knús frá Texas.

 

0 Ummæli

sunnudagur, apríl 04, 2004

Bookmark and Share

Sindri Þór...


...heitir litli frændi minn sem ég hef aldrei séð, því þessir blessuðu ættingjar mínir eru engan veginn að standa sig í að leyfa mér að fylgjast með fjölskyldumálunum heima á Íslandi. En nóg af tuði í bili.

Innilega til hamingju með nafnið, dúllurnar mínar, þ.e. Þórunn Lísa, Össi og auðvitað prinsinn sjálfur, Sindri Þór.
Bestu kveðjur úr beljusmalalandinu

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Breyttur tími!!!


Í nótt breytist klukkan, hún færist fram um eina klukkustund sem þýðir að þá verður fimm tíma munur á hér og heima á Íslandi. Við erum að tapa heilli klukkustund (sem við reyndar græddum í haust)...úfff eins gott að maður þurfi ekki að vakna snemma.

 

0 Ummæli

laugardagur, apríl 03, 2004

Bookmark and Share
Hef ekkert að segja

 

0 Ummæli

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Bookmark and Share

1. apríl!!!


Ég guggnaði eiginlega á aprílgabbinu...geheðveik hugmynd, en ég er bara kjúklingur. Reyndar var ekki mikill tími aflögu til að undirbúa það. Svo datt mér ekkert annað í hug. Það var enginn með aprílgabb á bloggsíðunni sinni...svekkelsi.
Hefur einhver gabbsögu að segja? Það hlýtur einhver að hafa verið gabbaður. Ég man þegar Hlynur gabbaði pabba. Pabbi var úti í fjárhúsi þegar Hlynur kom og sagði honum að formúlan væri að byrja. Pabbi hljóp alla leið heim og þegar þangað var komið var engin formúla í sjónvarpinu. Pabbi skildi ekkert í þessu og spurði Hlyn hvað væri í gangi. Þá sagði Hlynur bara, "1. apríl!!" Algjör húmoristi.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Nóg að gera


Já það er sko búið að vera nóg að gera hjá okkur og er enn. Ég er búin að vera á haus að skrifa 4 ritgerðir sem ég skilaði af mér í dag, þetta var heimapróf í einum kúrsinum sem við fengum í hendurnar á laugardaginn og áttum að skila í dag. Svo tekur bara eitt við af öðru. Manni leiðist allavega ekki á meðan. En veðrið í dag var alveg brill. Ég þvoði þvottinn í morgun og á meðan ég beið eftir vélinni settist ég bara með námsefnið við sundlaugina og baðaði mig í sólinni. Það var sem sagt sól og blíða, hátt í 30 stiga hiti. Mér skilst að það eigi að vera svipað á morgun, en svo fer að rigna um helgina...sem er bara gott fyrir gróðurinn. Maður verður þá bara inni að læra á meðan, er að fara í próf 10. apríl, þarf að skrifa slatta af ritgerðum fyrir annarlok þannig að smá rigning gerir bara gott. Kalli minn er að fara í miðannarpróf á laugardaginn og mánudaginn. Það mætti halda að þeir sem sjá um að setja niður tímana hafi bara ekkert tímaskyn. Ég meina hvað er málið með að mæta í skólann á laugardegi, ég hef sko fengið mig fullsadda af því. En nóg af tuði í bili...adios.

 

0 Ummæli