miðvikudagur, október 31, 2007

Bookmark and Share

viðburðarrík hrekkjavaka


Við hjónakornin brölluðum ýmislegt í dag. Í hádeginu skruppum við upp í Mosfellsbæinn þar sem við skrifuðum undir kaupsamning fyrir nýju íbúðinni okkar...hún mun verða afhent í febrúar. Nú liggur bara fyrir að henda þeirri gömlu á sölu. Á leiðinni til baka eftir undirskriftina sagði Kalli að þetta væri fallegur dagur og góður dagur til að selja bíl (en Chryslerinn okkar hefur staðið á sölu í smá tíma). Síðan leið og beið og við lukum vinnudeginum.
Þegar Kalli var á heimleið sá hann bíl sem hann kannaðist við. Þegar nær dró sá hann að þarna var á ferð enginn annar en Chryslerinn okkar, ísjakinn...sá sem á að standa á sölu. Þar sem þetta var eftir lokun bílasölunnar fannst honum þetta nokkuð grunsamlegt og elti bílinn hér inn í neðra Foldaverfið (Jón spæjó á ferð).
Í tilefni dagsins ákváðum við að fá okkur snæðing á Ruby Tuesday á Höfðabakka og í leiðinni kíktum við í neðra hverfið til að athuga með ísjakann okkar, en hann var þar ekki. Þá ókum við framhjá bílasölunn, en hann var ekki þar. Djö...ég trúi ekki að bílasölugaurarnir skuli taka bílinn (eða lána hann) yfir nótt án þess að spyrja eigandann...hvað ef eitthvað kemur upp...hann er jú tryggður í okkar nafni!!! Þetta verður sko athugað á morgun....allavega...aftur að máltíðinni á RT. Hún var frekar döpur. Ég fékk mér humarpasta, sem mér fannst mjög gott þegar við fórum síðast á RT niðri í bæ, en þarna var það þurrt og með ansi lítilli sósu. Humarinn var líka ekki eins og hann á að vera, frekar þurr og brúnn. Maturinn hans Kalla var þó skárri, en rifin sem hann fékk sér hefðu þó mátt vera meira reykt. Þjónustan var ekkert sérstök; ég skil ekki af hverju íslenskt þjónustufólk kemur ekki að borðinu manns þegar maður er búinn að fá matinn til að spyrja hvort allt sé í lagi...

...Kalli var að skoða vefsíðu bílasölunnar núna áðan og fann hvergi ísjakann...hann er farinn af skrá hjá þeim...spurning um að hringja í lögguna og tilkynna bílinn stolinn!

 

0 Ummæli

föstudagur, október 26, 2007

Bookmark and Share

ég er á leiðinni.....


í sveitina mína...
Við Kalli ætlum að fara austur í dag og taka með okkur Ísabellu og Karítas hina elstu og æðstu....mikið verður nú gott að komast í kyrrðina. annars leit ég út um gluggann rétt í þessu og sá þetta dýrðarðarinnar veður...kominn tími til. Ég ætla út í smá göngutúr áður en ég fer að kenna aftur....

 

0 Ummæli

föstudagur, október 19, 2007

Bookmark and Share

hægri eða vinstri


kíkið á þessa síðu og segið mér svo hvort ykkur sýnist konan snúa sér réttsælis eða rangsælis.
Ég sé hana frekar snúast réttsælis en get þó með því að einbeita mér snúið henni við. Ætli ég noti þá ekki hægra heilahvelið meira....
http://www.69.is/openlink.php?id=87908

 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 18, 2007

Bookmark and Share
Ég ætlaði að skrifa eitthvað svakalega djúpt og merkilegt hér inn, en þar sem ég var að taka til áðan þá setti ég Eagles - Hell Freezes Over tónleikana í DVD spilarann og nú get ég ekki hugsað...bara hlustað og sungið með. Djúphugsunarmómentið er farið...

 

0 Ummæli

laugardagur, október 13, 2007

Bookmark and Share

Englendingar mæta 22 Eistum


...ef við gefum okkur að fótboltagaurarnir frá Eistlandi séu allir með bæði eistun sín....af hverju mæta þeir ekki Eistlendingum, þar sem landið heitir jú Eistland. Við segjum að einhverjir mæti Englendingum, en ekki 'Engum'.

Bara smá hugleiðing...

 

0 Ummæli

föstudagur, október 12, 2007

Bookmark and Share

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 10, 2007

Bookmark and Share
Kona ein var að steikja egg handa sínum heittelskaða eiginmanni.
Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið."Varlega varlega...! Settu meira smjör!Guð hjálpi mér...!
Þú ert að steikja Of mörg egg í einu.OF MÖRG!
Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!"
"Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!Eggin munu festast!"
"Varlega...VARLEGA!Ég sagði VARLEGA!Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! S snúðu þeim! Drífðu þig!
Ertu geggjuð!Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin.Þú gleymir alltaf að salta.
Nota salt.NOTA SALT! S A L T!"

Konan horfði á hann og sagði."Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"
Eiginmaðurinn svaraði rólega,"Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."....

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

hvað skal segja?


ég bara veit það ekki.....nennessuvallalengur....

 

0 Ummæli

þriðjudagur, október 02, 2007

Bookmark and Share

örfærsla


það er heldur betur nóg að gera. Ég er þessa stundina að fara yfir 20 ritgerðarpróf í ensku 503. Vildi núna að ég hefði bara látið þau skrifa tvær ritgerðir en ekki fjórar....hvað er að mér. Krakkagreyin voru með skrifkrampa þegar þau fóru úr tímanum!!!
Stefnan er tekin í sveitina um helgina. Mér skilst á pabba að það sé úrval verkefna sem þarf að leysa þar.

Verð að halda áfram að vinna....

 

0 Ummæli