mánudagur, mars 29, 2004

Bookmark and Share
Monster Truck myndirnar eru komnar í Myndheima. Því miður kláraðist batteríið í myndavélinni þannig að við þurftum að stilla myndatökunum í hóf, en við eigurm eftir að fá myndir sem Jerod og Kate tóku.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Stillið hátalarana upp í topp og smellið svo hér

(Mér finnst eitthvað svo skrýtið að segja 'stillið hátalarana í botn' því botninn er það lægsta á tunnunni, glasinu, flöskunni.... af hverju segja menn botn?)

 

0 Ummæli

sunnudagur, mars 28, 2004

Bookmark and Share

Bjóst seint við að ég myndi hvetja Drang áfram, en nú bara verð ég....ÁFRAM DRANGUR!!!



Davíð Andri 'litli' bróðir, Pálmi 'litli' frændi og félagar þeirra í Drangi urðu meistarar í annarri deild í körfubolta, sem þýðir að nú eru þeir komnir upp í fyrstu deild. Til hamingju með það, strákar mínir.

 

0 Ummæli

föstudagur, mars 26, 2004

Bookmark and Share
Ég var að setja myndir inn á síðuna úr New Orleans ferðinni. Er reyndar enn að vinna í því að skrá þær, en það er samt sem áður hægt að skoða þær á MYNDHEIMUM

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Kíkið á www.klaustur.is, þar eru rosa fínar myndir úr Skaftárhreppi. Þar á meðal eru myndir úr réttunum þar sem mér sýnist Böðvar nokkur Pétursson 'standa uppúr', ansi laginn við að koma sér fyrir á myndum, drengurinn. En pabbi minn er líka á mynd þar.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

JESSSSSSSS...


Við erum að fara á Extreme Monster Trucks sýningu á morgun. Jerod vann 4 miða á sýninguna og ætlar að taka okkur með...jei. Verð að muna eftir myndavélinni og eyrnatöppum.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, mars 25, 2004

Bookmark and Share

Þrjár ferðir á campus


Já, ég hjólaði þrjár ferðir á campus og heim aftur í dag. Í morgun fór ég og hitti ráðgjafann minn sem aðstoðaði mig við að koma saman námsáætlun (degree plan), svo fór ég heim og gerði ekki neitt af viti þangað til ég fór á heilsugæsluna klukkan eitt. Svo hjólaði ég á bókasafnið (ekki bókstaflega samt) til að skila bókum og rölti þaðan yfirí Pavilion (sú bygging er við hliðina á bókasafninu) þar sem ég þurfti að redda pappírum fyrir LÍN. Að því loknu hjólaði ég heim aftur og lauk við námsáætlunina svo það væri hægt að skrifa undir hana. Eftir að hafa lokið við áætlunina fór ég með hana upp í skóla til undirskriftar. Svo hjólaði ég heim. Þetta er nú bara ágætis 'workout' í mollunni sem er búin að vera í dag, 25 stig og þvílíkur raki, ussussuss. En þetta veður er ekki neitt miðað við það sem á eftir að koma...úffpúff...ég bara svitna við tilhugsunina.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

og nú fer hún að bulla


Brunasárið mitt er allt að koma til. Það er komin ný húð yfir mestan hluta þess. Ég hef farið upp á heilsugæslu á hverjum degi í þessari viku þar sem hjúkkurnar hreinsa sárið og setja krem á það. Læknirinn vill að ég komi á morgun og væntanlega föstudaginn líka, því hann vill vera viss um að það grói rétt, en fari ekki að taka upp á einhverju öðru, eins og að fá ígerð eða eitthvað þvíumlíkt. Mér finnst það sko minnsta mál að skreppa upp á campus og vera viss um að allt sé í lagi, hef líka gott af hjólatúrnum hvort eð er, þar sem lítið hefur verið um annað sprikl hjá mér undanfarið. Ég get varla beðið eftir að geta farið að púla og svitna að ráði aftur, nenni ekki svona meiðsla-veseni. Vona bara að það komi ekki mikð ör eftir sárið.

En nóg um það. Allt gengur sinn vanagang hér í Ameríkunni. Fólk heldur áfram að vera teprur og hneykslast á brjóstum, nú síðast var það stafnmynd á skipi í Flórida sem kom einhverjum í uppnám...ég meina það, þetta er nú einum of....ÞETTA ER BARA ÓSKÖP EÐLILEGUR HLUTI AF LÍKAMANUM!!!! Farðu á strönd í Evrópu og þá sérðu varla annað en brjóst!! Ég ætlaði nú ekki að fara að tala um brjóst, heldur ætlaði ég að tala um skólann, en það er ekki eins spennandi. Samt sem áður gengur allt vel þar, ég er reyndar orðin svolítið þreytt á þessum helv...laugardagstímum, vildi frekar vera í skólanum alla virka daga (eins og eðlilegt mætti teljast). Er að fara til Georgetown (sem er rétt norðan við Austin) á laugardaginn í einum tímanum. Við erum að fara á ráðstefnu og þurfum að vera mætt þar um áttaleytið, sem þýðir að við þurfum að leggja af stað héðan ekki mikið seinna en á hinum ókristilega tíma 5:30 að morgni til. Ekki nóg með það að maður þurfi að vakna snemma, heldur missi ég af tvöföldu þrítugsafmæli sem tveir strákar í MBA prógramminu ætla að halda á föstudaginn. Þar sem þeir eru fæddir 1974 (daah..þrítugir) þá er þema partýsins 1974!! Ég stakk upp á að við Kalli færum með Jerod og Kate sem ABBA, en það verður víst ekkert úr því, veit ekki hvort ég kíki samt í smá stund. Sé til.

Jæja, búin að bulla nóg í bili. Yfir og út.

(P.s. skrifaði þetta blindandi, þ.e.a.s. ekki með gleraugun og tek því enga ábyrgð á stafsetningar- eða innsláttarvillum (nennti ekki að lesa þetta yfir))

 

0 Ummæli

þriðjudagur, mars 23, 2004

Bookmark and Share
Dagný, takk fyrir boðskortið. Þú ert nú meiri dúllurassinn á þessari mynd. Leitt að komast ekki í ferminguna þína, en þú færð smá glaðning frá okkur í staðinn.

 

0 Ummæli

mánudagur, mars 22, 2004

Bookmark and Share

Helgin sem leið...


var í rólegri kantinum. Það varð ekkert úr öllu golfinu sem var fyrirhugað, allt aulanum mér að kenna. Ég sætti mig bara við að horfa á golf í sjónvarpinu í staðinn. Kate og Jerod komu heim úr skíðaferðinni á laugardagskvöldið, en þau eru bæði frá Texas og höfðu bara séð snjó einu sinni áður. Þau skemmtu sér konunglega á skíðum í Vail í Colorado. Við hittum þau á laugardagskvöldinu og borðuðum með þeim, svo fórum við heim til þeirra og spjölluðum í smá stund. Í gær vorum við að reyna að komast í námsgírinn aftur eftir fríiið. Reyndar fórum við á æfingasvæðið og skutum úr sinni fötunni hvort. Annars gerðist ekkert sérstakt um helgina. Ég fór á heilsugæsluna hér á campus í morgun og lét kíkja á brunasárið. Læknirinn sagði að það liti allt vel út og svo var sett krem og nýjar umbúðir. Ég á að fara aftur á morgun. Það munar alveg um fara á campus gæsluna, en ég fór á almenna stofu á föstudaginn og þurfti að borga 66 dollara í komugjald, en það er ekkert komugjald fyrir stúdenta á campus.
Kalli fór með bílinn á verkstæði í morgun, enn einu sinni. Það á að skipta um viftumótor...eða eitthvað svoleiðis. Hann verður bara að segja frá bílaævintýrinu sjálfur, en hann nennir ekki að skrfa hér, segist alltaf alveg að fara að skrifa...jeræt.

 

0 Ummæli

sunnudagur, mars 21, 2004

Bookmark and Share
Ég frétti að það hafi verið afmælisveisla í ættinni í gærkveldi. Þar sem ég er svo forvitin langar mig að heyra slúður úr veislunni og ekki væri verra að fá myndir líka...

 

0 Ummæli

laugardagur, mars 20, 2004

Bookmark and Share

Smá smjörþefur af franska hverfinu í New Orelans


Já, það var gaman í New Orleans. Við sáum mikið af furðufuglum þar, sem og öðrum fuglum. Veðrið var frábært, sól alla dagana og ca 25 stiga hiti. Við vorum komin þangað um fimmleytið á þriðjudeginum, eftir 7 tíma akstur. Við tókum því bara rólega þá um kvöldið, röltum um og fengum okkur nokkra öllara. Við fórum í Preservation Hall þar sem við hlustuðum á jazz bandið þar, það var mjög gaman. Þeir byrja að spila klukkan 8 á hverju kvöldi og spiluðu til miðnættis. Þessi staður er ekki notaður til neins annars og er lokaður þess á milli. Það myndast alltaf gífurleg röð fyrir utan staðinn, en það komast bara um 70 manns inn í einu. Það kostar fimm dollara inn og þeir spila í 40-45 mínútna lotum, svo taka þeir sér 15-20 mínútna pásu, þeir eru svo sem engin unglömb. Mér fannst þetta bara mjög gaman þó svo að ég sé enginn geðveikur jazzgeggjari. Á miðvikudagsmorguninn fórum við Kalli í rómantíska gönguferð meðfram Mississippi ánni. Þetta er engin smá á, og skítug. Reyndar er franska hverfið í New Orleans ekki það hreinasta heldur, óttaleg skítafýla þar. Við gerðum svosem ekki mikið, bara röltum um, fórum á franska markaðinn, fórum á Pat O'Briens þar sem við slöppuðum af og fengum okkur hurricane, helv...góður. En það var haldið áfram að sötra langt fram eftir kvöldi og nóttu. Það var fullt af fólki á götunum og perlur hvert sem litið var. Ég nældi mér í nokkrar perlufestar (þurfti reyndar ekki að sýna neitt til að fá þær). Svo tókst mér lika að ná mér í annars stigs brunasár á vinstri löppina, algjör snillingur. Þannig var nú mál með vexti að á miðvikudagskvöldinu var skrúðganga á Bourbon street, það voru fullt af Harley Davidson mótorhjólum og fremst í flokki voru lögreglumenn á slíkum hjólum. Við Kalli spurðum einn lögreglumannin hvort við mættum láta taka mynd af okkur með honum, honum fannst það minnsta málið. Asninn ég fór of nálægt púströrinu og rak löppina í það. Þetta er ekkert svakalegt, það bráðnaði bara smá skinn. En ég var iðin við að fá mér ískalt vatn á börunum það kvöldið, barþjónunum til mikillar mæðu. Svo lögðum við af stað heim um hádegisbil á fimmtudeginum...í mismikilli þynnku. Við tókum um 200 myndir í ferðinni, og eitt videoklipp af lögguskrúðgöngunni. Eitthvað af þessu fer svo á netið, vonanadi fljótlega.

 

0 Ummæli

föstudagur, mars 19, 2004

Bookmark and Share

Jæja, sá gamli bara orðinn sextugur... en alltaf jafn unglegur


Pétur frændi á semsagt afmæli í dag. Hann er líka búinn að þekkja mömmu sína (ömmu mína) lengst...
Innilega til hamingju með afmælið, Pétur minn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Erum komin heim frá New Orleans, nokkurn veginn heil á húfi. Þetta var rosalega gaman. Nenni ekki að segja frá því núna.

 

0 Ummæli

mánudagur, mars 15, 2004

Bookmark and Share
Fyrst að við erum að fara til New Orleans á morgun (getum ekki farið á okkar bíl þar sem laga verður loftkælinguna) og við komum ekki heim fyrr en einhvern tímann á fimmtudaginn ætla ég að óska henni Ástu Maríu (hans Binna frænda) til hamingju með afmælið fyrir fram, en hún á afmæli á fimmtudaginn. Til hamingju, Ásta mín og hafðu það gott á afmælisdaginn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Á ferð og flugi...nei ekki flugi


Klukkan sló tvö og kennarinn lauk við að útskýra miðannarprófið. Ég tók saman dótið mitt og setti það í bakpokann,svo kvaddi ég félagana og gekk út úr kennslustofunni. Hjólið stóð enn á sínum stað, læst fyrir utan bygginguna. Ég losaði það, skellti mér á bak og hjólaði heim. Þegar þangað var komið var Kalli búinn að finna til allt sem þurfti í ferðalagið. Við bárum dótið út í bílinn og Jói og Berglind komu með sitt dót. Öllu var troðið í skottið á kagganum og við brunuðum heim til Tótu. Auðvitað var hún tilbúin þegar við komum þangað, þannig að töskunni hennar var fleygt í skottið og ferðalagið hófst. Við ókum norður eftir highway 6 í áttina að Dallas. Eftir nokkra stund heyrðum við skrýtið hljóð og ég sá reyk út um aftur-hliðarrúðuna á bílnum. Ég hélt í fyrstu að hann kæmi úr gamla pallbílnum sem við vorum að fara framhjá, en nei...aldeilis ekki, þessi reykur kom úr bílnum okkar!! Kalli stoppaði bílinn í vegarkantinum og þá fylltist bíllinn af reyk, sem kom inn í gegnum loftælinguna...hólí mólí, hvað er eiginlega í gangi hér. Við stigum öll út úr bílnum og vélarhlífin var opnuð. Reimin sem snýr loftkælingunni hafði bráðnað í sundur. Oh, þvílikt vesen, góði kagginn!! Jæja, það var þá ekkert annað til ráða en að hringja í AAA og fá sendan dráttarbíl. Við biðum örugglega í hálftíma eftir dráttarbílnum og svo þegar hann loksins kom kíkti maðurinn á gripinn. Hann tók reimina og sagði að við gætum alveg keyrt bílinn, en við yrðum að hafa slökkt á loftkælingunni. Við sættumst á það og ákváðum að halda bara áfram. Ferðin gekk greiðlega fyrir sig og við vorum komin upp á hótel um sjöleytið. Þar skiptum við í partýgallann og drifum okkur yfir til Wylie, þar sem þorrablótið var haldið. Það var allt fullt af bílum fyrir utan húsið, greinilega margt á blóti. Við gengum inn fyrir og það var nánast fullt út úr dyrum , ekki bjóst ég við að það yrðu svona margir þarna. Á borðinu voru kræsingar á borð við hangikjöt, blóðmör, lifrarpylsu, sviðasultu, rúgbrauð, síld og ég veit ekki hvað og hvað, en best af öllu fannst mér að fá flatkökur mað hangikjöti...nammnamm, þetta var bara alvöru þorrablót. Það var að sjálfsögðu líka boðið upp á hákarl og brennivín, en ég sleppti því í þetta sinn (eins og alltaf). Það voru um 60 manns saman komnir þarna og það var bara mjög gaman. Að sjálfsögðu voru raddböndin þanin eins og siður er á þorrablótum. Við fórum aftur á hótelið uppúr miðnætti eftir vel heppnaða kvöldstund.

Við héldum af stað um klukkan níu morguninn eftir. Við byrjuðum á því að fara á IHOP (international house of pancakes), þar sem við slöfruðum í okkur morgunmat. Svo kíktum við aðeins til Trey og Shelley í leiðinni út úr Dallas. Þau voru hress að vanda. Heimleiðin gekk áfallalaust fyrir sig og bíllinn hagaði sér eins og til var ætlast, og slökkt á lofkælingunni allan tímann, sem var allt í lagi því það var ekkert heitt úti. Það hefði aftur á móti aldrei gengið yfir sumartímann. Við vorum komin heim seinnipartinn og var ekki annað að heyra á liðinu en að þau væru öll sátt við þessa ferð.

Við tókum fullt af myndum, endilega kíkið á þær.

 

0 Ummæli

laugardagur, mars 13, 2004

Bookmark and Share

ÞAÐ ER NÚ BARA STÓRT ÞETTA AFMÆLI...OG ÞAÐ HELD ÉG NÚ!!!!


Davíð frændi Síðumaður á afmæli í dag, hann er hvorki meira né minna en þrjátíu ára gamall ....innilega til hamingju með daginn, frændi minn kæri.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Jæja, það styttist í vorfríið...ég get varla beðið eftir að klukkan verði tvö eftir hádegi á morgun..., þá er tíminn búinn og ég komin í frí....jibbýjei..svo er það bara New Orleans á þriðjudaginn..

 

0 Ummæli

fimmtudagur, mars 11, 2004

Bookmark and Share
Það er í nógu að snúast hér á bæ. Ég er að læra á fullu...hmm..á að vera að læra á fullu fyrir tímann á laugardaginn, þarf að halda smá fyrirlestur sem verður bara 'kökusneið'. Svo verður förinni heitið til Wylie, sem er rétt hjá Dallas, en þar ætla Íslendingarnir í Texas að safnast saman og halda nokkurs konar þorrablót. Það verður allavega hangikjöt og harðfiskur í boði, sem er alveg nóg fyrir mig, borða hvort eð er ekkert annað á þorrablótum. Við munum svo halda heim á leið á sunnudaginn. Svo er enginn skóli í næstu viku því það er vorfrí og við förum til New Orleans á þriðjudaginn og verðum þar í tvær nætur...jei, það verður svaka stuð!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Sá albínóa í dag. Hann var eins og stór og feitur Hlynur, og auðvitað ekki eins sætur og Hlynsi pins!!!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, mars 10, 2004

Bookmark and Share
Jedúddamía...nú er Helgi gjörsamlega búinn að tapa sér!!!! Ég held að hann sé geðklofi *kúkú* *klikk*!!! Fyrst skáldar hann upp afmæliskveðjur til sín undir hinum og þessum nöfnum og nú er hann er farinn að spjalla við sjálfan sig undir mismunandi nöfnum....einhver þarna heima hringi í kallana í hvítu sloppunum áður en hann fer sér að voða.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, mars 09, 2004

Bookmark and Share
Hva...bara allt í hassi á broskallasíðunni...allir dottnir út...

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Hún á afmæli í dag...


Jóna Bergþóra, vinkona okkar, á afmæli í dag.
Innilega til hamingju með daginn.



Fyrir þá sem ekki kveikja strax, þá er þetta Jóna hans Gumma!

 

0 Ummæli

mánudagur, mars 08, 2004

Bookmark and Share
Ohhh....ég er orðin svo pirruð á þessari grein sem ég er að lesa....þarf að lesa sömu setningarnar yfir aftur og aftur til að ná þessu...annað hvort er ég svona rosalega treg eða þessi texti er rosalega flókinn (Vona svo sannarlega að það sé það síðarnefnda).

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það er leikur að læra,
leikur sá er mér kær
að vita meira og meira
meira' í dag en í gær...

 

0 Ummæli

sunnudagur, mars 07, 2004

Bookmark and Share

...AFMÆLISKVEÐJA...



Elsku pabbi minn á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn, pabbi minn Ég vildi að ég gæti verið hjá þér á afmælinu þínu, hafðu það sem allra best.

Þúsund kossar og knús frá Texasbúunum þínum.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ú, ég gleymdi að segja frá tölvupóstinum sem ég fékk í gær. Mér hefur veið boðið að ganga í Kappa Delta Pi. Nei, það er ekki svona systrafélag eins og í bíómyndunum, heldur eru þetta einhvers konar alþjóðleg heiðurssamtök í menntunarmálum (International Honor Society in Education). Maður getur víst aðeins fengið inngöngu í félagið ef manni er boðið og það var sagt í bréfinu að topp 10 prósentum af nemendum og 'professionals' sé boðin innganga...veit reyndar ekki hvað er mikið til í því. Þetta á víst að líta vel út á starfsferilskránni, en ég veit ekki hversu mikið ég þarf á því að halda á Íslandi. Það kostar 55 dollara að ganga í félagið og það verður 'innsetningarathöfn' og allt ef maður gengur í félagið. Þetta félag gefur út tímarit sem birtir alls konar rannsóknir sem gerðar eru á sviði menntamála um allan heim, hef reyndar þurft að vitna í þetta tímarit í ritgerðum hér, og meðlimir fá víst áskrift á því. Þetta er nokkuð til að melta! Gaman að fá svona boð...gerir mann svolítið montinn, en ég má alveg við því, er það ekki?

 

0 Ummæli

laugardagur, mars 06, 2004

Bookmark and Share
Já, ég held nú bara að vorið sé komið....og grundirnar gróa. Allavega voru menn að slá gras í dag hvert sem litið var og loftið ilmaði eftir því. Sól og blíða og 25 stiga hiti, svona á þetta að vera, nama hvað að ég var í tíma í dag. Svo kem ég heim og sofna í sófanum og núna hangi ég í tölvunni...er ég að njóta góða veðursins...neeeeiii, ekki hún Íris innipúki.

 

0 Ummæli

föstudagur, mars 05, 2004

Bookmark and Share

Í þetta sinn var það rotta í bóli bjarnar!


Það var komin pokarotta í gildruna í kvöld. Þetta er nú ljóta kvikindið, þá held ég að ég vilji frekar hafa 'Bjössa' í nágrenninu en þetta!! Þetta er bara ofvaxin rotta á stærð við fullvaxinn kött...ojbarasta! Sjáiði skottið á þessu...*hrollur*

Þar sem við erum ekki komin með stafræna myndavél var Jói svo góður að deila þessarri mynd með okkur.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, mars 04, 2004

Bookmark and Share

KÖTTUR Í BÓLI BJARNAR....ÞVOTTABJARNAR


Það var víst köttur í annarri gildrunni í morgun. Hann lá þar sallarólegur í makindum sínum, væntanlega pakksaddur eftir að hafa gúffað í sig heila dós af kattarmat, sem átti að vera beita fyrir 'Bjössa'. Það er alla vega búið að fylla á matinn núna, þannig að þá er bara að bíða og sjá hvað setur.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

ÞAU EIGA AFMÆL' Í DAG, ÞAU EIGA AFMÆL' Í DAG..........


Já, enginn annar en maðurinn sjálfur á afmæli í dag. Helgi minn, innilega til hamingju með daginn.
Kasa litla á líka afmæli, hún er aðeins yngri en Helgi...til hamingju með afmælið, Karitas mín.

Hafið það sem allra allra best!!!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, mars 03, 2004

Bookmark and Share

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA....


...nú get ég bara ekki annað en hlegið.....haldiði ekki að það sé búið að taka niður plötuna sem var negld fyrir 'dyrnar' hjá 'Bjössa'...og ekki nóg með það....heldur er búið að koma fyrir TVEIMUR, ekki EINNI, heldur TVEIMUR gildrum hér við húsið....

HAHAHAHAHAHAHAHA....ok...þetta er kannski ekki svona rosalega fyndið...



 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Bjarmi Anes lítli frændi minn á afmæli í dag...og hólí mólí...hann er orðinn sex ára!!!
Til hamingju mað daginn litli frændi

 

0 Ummæli

mánudagur, mars 01, 2004

Bookmark and Share
HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA ('alvöru' hlátur fyrir Helga P.)

Ég vissi upp á hár hver viðbrögðin við síðustu færslu yrðu.....suckers .... Ég lagðist upp í sófa og skipti um sjónvarpsstöðvar í ca. 10 mínútur, svo endaði ég á því að sofna yfir Leiðarljósi - í nútímanum, ekki 10 ára gömlu. Svo þegar ég vaknaði og kíkti í tölvuna voru mamma og Linda báðar að reyna að ná sambandi við mig í MSN-inu...hahaha...Mér líður barasta ágætlega núna. Ég held að ég hafi bara lesið yfir mig af sjúkrasögum á síðunni hjá Olgu.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ohh...ég vona að ég sé ekki að verða veik. Er búin að vera með hausverk og ógleði í allan morgun. Var í tölvunni áðan þegar ég fann svona doða koma upp eftir vélindanu og upp í kok, eins og þegar maður er alveg að fara að kasta upp...Kalli var í sturtu, þannig að ég hljóp fram í eldhúsvask...en ekkert gerðist, mér leið bara illa. Oh, mér er meinilla við að æla...þessi doði er svo óþægilegur. Ég held að ég skelli bara í mig einni Tylenol og leggi mig í smá stund.

 

0 Ummæli