laugardagur, september 27, 2008

Bookmark and Share

Það hlaut að koma að því


að Esjan færi að grána. Það eru alltaf ákveðin kaflaskil á árinu þegar maður sér Esjuna grána fyrst á haustin. Veturinn er ekki langt undan. Nú verða bara kósýheit á kvöldin með kertaljós og kakóbolla...hvað eru mörg 'k' í því?!?

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 24, 2008

Bookmark and Share

hlýnun hjarta og algjör gullmoli


Það er ekki frá því að manni hlýni um hjartarætur við að fá athugasemdir svona stuttu eftir að maður setur inn færslu eftir nokkurra mánaða bið. Mikið er ég heppin að eiga svona góða vini og ættingja :)

Mér finnst nemendurnir mínir líka frábærir...flestir allavega ;) Einn snillingurinn sagði við mig um daginn "þú bara talar ensku og labbar um...ég bara skil þig ekki" eftir að ég var búin að eyða mörgum mínútum (sem eru dýrmætar í kennslu) í að útskýra verkefnamöppu. Það besta er að ég hafði útskýrt allt á íslensku svo að það færi ekki á milli mála að þau skildu! Mér finnst þetta bara snilld, algjör gullmoli.

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 21, 2008

Bookmark and Share

Hvað er málið...


...með þessa rigningu?!? Á henni ekkert að linna?!?
Kannski verður þetta eins og síðasti vetur þegar það rigndi til jóla og þá fór að snjóa og allt var í kafi fram á vor...en þá fór að rigna aftur (neidjók, nú er ég aðeins að missa mig). Ég gæti alveg þegið nokkra góða svala haustdaga með frískandi og upplífgandi sólarljósi svona rétt áður en skammdegið skellur á með fullum þunga.

 

0 Ummæli