miðvikudagur, október 15, 2008

Bookmark and Share
An American said:
We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash.

An Icelander replied:
We have Geir Haarde, no wonder, no hope and no cash.

 

0 Ummæli

laugardagur, október 04, 2008

Bookmark and Share

ÉG



Ólafur Ragnar var í kaffi hjá Elísabetu Englandsdrottningu. Hann spyr hana hvernig hún fari að því að finna svona góðan mannskap til að vinna fyrir sig.
"það er nú einfalt mál" segir drottningin. "Ég legg eitt próf fyrir alla."
Ólafur spyr hvaða próf það er. Þá tekur Beta upp símann og hringir í Gordon Brown.
- "Hver er það sem er ekki systir þín, ekki bróðir þinn, en er samt barn foreldra þinna?"
Gordon Brown svarar "Það er ég sjálfur."
Þetta fannst Ólafi Ragnari mjög sniðugt og þegar hann kemur heim hringir hann í Dorrit og spyr hana sömu spurningar "Hver er það sem er ekki systir þín, ekki bróðir þinn, en er samt barn foreldra þinna?"
- "Hmmm...ég ætla aðeins að hugsa málið og svo læt ég þig vita" segir Dorrit. Hún hringir svo í Þorgerði Katrínu og spyr hana "Hver er það sem er ekki systir þín, ekki bróðir þinn, en er samt barn foreldra þinna?" "Nú, það er ég" segir Þorgerður.
Dorrit hringir í Ólaf og segir við hann "Óli minn, ég er komin með svarið. Það er Þorgerður Katrín!"
- "Nei, Dorrit mín," segir Ólafur glaðhlakkalega. "Það er Gordon Brown"

 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 02, 2008

Bookmark and Share

"dauði og djöfull"


svo ég vitni nú í hana frænku mína, Ásu Kristínu. En svona svaraði hún mér þegar ég spurði hana út í eitthvað allt annað en 'kreppu'ástandið í landinu. Ég verð bara að segja að ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar hún missti þetta út úr sér. Þetta virðist þó eiga vel við ástandið í viðskiptalífi landsins í dag.

Að allt öðru...Nú er önnin að verða hálfnuð og í næstu viku er miðannarleyfið. Þá ætla ég í sveitina að hjálpa mömmu og pabba við búskapinn. I love it!

Er ekki tími fyrir einn góðan? Eva frönskukennari og brandarakerling sendi mér þennan (á frönsku, reyndar, en ég reyni eftir bestu getu að snara honum yfir á okkar ylhýra):

Árið 1981
1 - Karl Bretaprins kvæntist.
2 - Liverpool varð Evrópumeistari
3 - Páfinn andaðist

Árið 2005
1 - Karl Bretaprins kvæntist.
2 - Liverpool varð Evrópumeistari
3 - Páfinn andaðist

Ef Karl Bretaprins kvænist aftur og ef Liverpool spilar til úrslita í meistaradeildinni, vinsamlegast varið páfann við.

þar til næst...

 

0 Ummæli