Nýtt ár, nýtt ár...
já, ef þið hafið ekki tekið eftir því þá er komið nýtt ár!
Á nýju ári er erfitt að vakna klukkan 7. Á þessari önn þarf ég að vakna klukkan 7 fimm daga vikunnar...aumingja kennaragreyið fær ekki að sofa út nema bara um helgar.
Núna er allt komið á fullt skrið í kennslunni. Nemendagreyin sitja sveitt og vinna hörðum höndum að verkefninu sem kennarinn þeirra lagði fyrir. Á meðan situr kennarinn við tölvuna og BLOGGAR!!! Hann svarar spurningum nemendanna þegar þær koma upp og heldur svo áfram að blogga.
Ef hóparnir mínir verða áfram svona góðir og vinnusamir gæti vel verið að ég bloggaði oftar en einu sinni í mánuði...úbbs...ég gleymdi mér aðeins og talaði íslensku við nemanda! Merde Happens.