sunnudagur, ágúst 09, 2009

Bookmark and Share

það liggur við...


að fésið sé búið að ganga frá blogginu mínu!
Kannski lifnar það við aftur í vetur þegar maður á að vera að fara yfir verkefni eða eitthvað slíkt.
Síðustu fimm vikur hafa heldur betur verið annasamar. Við höfum spilað þó nokkra golfhringi í sumar og er ég mjög ánægð með það. Við fórum í 12 vikna sónar í lok júní og svo brúðkaup. Síðan fórum við í sumarbústað í viku í byrjun júlí og höfum varla komið heim fyrr en nú, nema kannski rétt smá 'pit-stop' til að endurpakka í töskurnar. Eftir bústaðaferðina góðu fórum við heim í smá tíma og tygjuðum okkur í tveggja nátta útilegu á Suðurlandið með Herði og Önnu. Eftir þá útilegu var aftur haldið heim til að þvo þvott og setja aftur niður í töskur því við héldum til Eyja rúmri viku fyrir Þjóðhátíð...bara svona til að athuga hvernig gengi að undirbúa og spila smá golf í góðum félagsskap. Eftir Eyjaferðina stoppuðum við heima í nokkra klukkutíma, fórum í 16 vikna mæðraskoðun og sváfum eina nótt áður en við fórum í sveitina í nokkra daga. Síðan eyddum við verslunarmannahelginni með tengdafjölskyldunni í Borgarfirðinum og komum heim síðastliðinn miðvikudag. Á fimmtudagsmorguninn var aftur haldið af stað, en nú var förinni heitið á Norðurlandið með Önnu Láru og Fanneyju. Fimmtudeginum eyddum við á Akureyri, en gistum á Stórutjörnum. Föstudagurinn fór í skoðunartúra og golf við Mývatn og aftur gist á Stórutjörnum. Á laugardagsmorguninn fórum við í Bakaríið við Brúna á Akureyri og fórum með góðgætið á tjaldsvæðið við Hrafnagilsskóla, en þar höfðu mamma og pabbi gist um nóttina. Við kíktum á handverkssýninguna í Hrafnagili og héldum svo til Dalvíkur á fiskidaginn mikla, þvílíkur og annar eins fjöldi af fólki...Eftir að hafa gúffað í sig 1000 bragða fiskisúpu frá Friðriki V var haldið heim á leið. Við stoppuðum á Blönduósi og borðuðum kvöldmat á Pottinum og Pönnunni. Eg hélt fiskisúpuþemanu áfram og át yfir mig af dýrindis humarsúpu. Nú erum við komin heim, enda vinnuvika framundan... hver veit nema við förum eitthvað næstu helgi. Svo eru það náttúrulega réttirnar í september.
Þetta er búið að vera frábært sumar og svei mér þá ef maður er ekki barasta farinn að hlakka til að komast í vinnuna og hitta samstarfsfólkið og nemendurna aftur.

 

3 Ummæli