mánudagur, maí 23, 2005

Bookmark and Share

erum alveg að koma


jæja, þá styttist í heimkomuna hjá okkur. Það hafðist fyrir rest að koma draslinu í gáminn...hann kom á staðinn 3 klukkustundum of seint og við biðum með allt dótið fyrir utan hjá Jóni og Gyðu í 30 stiga hita. Reyndar gátum við farið inn í hús og kælt okkur, en ég er hrædd um að M&M nammið sem við settum í einn kassan sé orðið að einni stórri M&M klessu.
Á laugardeginum lögðum við í'ann í norðurátt. Við enduðum í Denver, Colorado á mánudeginum og hittum þar Tony og Cristin, það er þessi stóri dökkhærði sem var í prógramminu með Kalla. Cristin fór með okkur upp í fjöllin, í 11.990 feta hæð (3655 metrar) og þar sáum við snjó...þetta var alveg frábært umhverfi, yndislega fallegt þarna. Hitastigið var mun þægilegra en í Texas, 20-25 gráður og enginn raki á móti 30-35 gráðum og töluverðum raka...úffpúff. Tony grillaði svo dýrindis steikur handa okkur um kvöldið. Á þriðjudeginum ókum við svo upp til Boulder og Estes Park, mjög skemmtilegir bæir við og í fjöllunum. Við ætluðum að fara í Rocky Mountain National Park, en hann var lokaður vegna snjóa. Um kvöldið fórum við á hafnarboltaleik með Tony og Cristin og fengum okkur svo einn kaldan eftir leikinn. Það var mjög gaman að geta hitt þau áður en við flytjum heim. Við vorum svo komin aftur til College Station á fimmtudaginn, þar sem flutningarnir áttu sér stað daginn eftir.
Már og Fanney fljúga heim á morgun og svo höldum við Kalli í okkar ferðalag á fimmtudagsmorguninn. Stefnan er tekin á Tennessee þar sem við ætlum að reyna að hitta Kurt, einn vin Kalla síðan hann bjó í Tennessee fyrir um 17 árum síðan. Þeir hafa ekkert samband haft síðan þá en Kurt tókst einhvern veginn með hjálp hinnar einstöku tölvutækni að hafa uppi á Má, sem gaf honum upp e-mailið hjá Kalla...spennó, ekki satt. Eftir Tennessee verður ekið rakleiðis til Norfolk, Virginia þaðan sem ísjakinn okkar verður sendur heim á klakann. Síðan ætlum við að leigja bíl og aka upp eftir austurströndinni og enda í Boston, en þaðan fljúgum við 6.júni og verðum komin heim að morgni þess sjöunda. Hlökkum til að sjá ykkur!

 

2 Ummæli

föstudagur, maí 20, 2005

Bookmark and Share

gatan liggur greið...


nú er verið að leggja lokahönd á pökkun enda hendum við dótinu í gáminn á eftir og þar á meðal tölvunni. Ég mun því líklega ekkert láta heyra í mér fyrr en eftir að við komum heim, sem verður þann 7. júní. Í millitíðinni förum við Kalli í ferðalag um austurströndina...hafið það sem allra allra best.

 

0 Ummæli

laugardagur, maí 14, 2005

Bookmark and Share

þá er það yfirstaðið


núna er Kallinn minn orðinn þrítugur og útskrifaður með Masters gráðuna sína, ferlega skrýtið eitthvað, en við erum bara nánast tilbúin til að henda dótinu í gáminn á föstudaginn. Við munum samnýta gám með íslenskri fjölskyldu hér sem er líka að flytja heim og höfum við nákvæmlega tvo klukkutíma til að koma öllu heila klabbinu í gáminn...það verður nú meiri sprengurinn. En þangað til ætlum við að fara í ferðalag með tengdó og keyra norður til Denver í Colorado. Ég bið bara að heilsa öllum á meðan...læt kannski heyra í mér á fimmtudaginn áður en við pökkum tölvunni.
Bless á meðan.

 

0 Ummæli

mánudagur, maí 09, 2005

Bookmark and Share

Allt er á tjá og tundri...


þetta er þó allt að koma hjá okkur. Ég tók allt úr eldhúsinu sem á að pakka niður og setti það á einn stað í stofunni...þvílíkt og annað eins magn sem maður sankar að sér á ekki lengri tíma. Nú notum við bara pappa/plast diska, glös og hnífapör. Ég vonast til að geta klárað eldhúsið alveg í dag og á morgun, þá er mikið búið.

 

0 Ummæli

sunnudagur, maí 08, 2005

Bookmark and Share

ELSKU MAMMA...


Til hamingju með daginn, vonandi getur þú notið dagsins og slappað aðeins af
(ég veit, ég veit, það er bullandi sauðburður!!!)

Megi allar mæður eiga gleðilegan mæðradag!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, maí 05, 2005

Bookmark and Share

helgin sem leið


við fórum semsagt með Jerod og Kate til San Antonio þar sem við fórum út að borða með foreldrum hans og bróður í til efni afmælis Jerods. Svo eftir matinn fórum við heim til eins vinar Jerods þar sem við gistum og spjölluðum aðeins frameftir. Á laugardeginum fórum við í morgunmat á IHOP með pabba hans Jerods og svo í bíó með honum og mömmu hans, að sjá The Interpreter með Nicole Kidman og Sean Penn, bara allt í lagi mynd. Mér finnst hún Nicole alltaf vera svo illileg til augnanna....heheh heyrði reyndar að hún væri búin að láta sprauta svo miklu botoxi í andlitið á sér að hún gæti varla sýnt nein svipbrigði lengur, veit reyndar ekki hvað er til í því, finnst hún aldrei hafa sýnt mikil svipbrigði á hvíta tjaldinu. En allavega, eftir bíóið fórum við til Austin með smá stoppi í Outlettinu í San Marcos. Þar hittum við vinahóp Jerods og Kate og fórum með þeim að borða á ekta Texas BBQ stað. Svo var förinni heitið á sportbar í miðbænum að horfa á Spurs taka Nuggets í bakaríið. Við fórum svo heim á sunnudeginum. Þetta var bara mjög fín helgi í góðra vina hópi.

Þegar Kalli er búinn í skólanum (á bara eftir að sitja yfir einhverju prófi á morgun) og þegar ég er búin að vinna á morgun tekur við maraþonpökkunarhelgi hjá okkur, því við ætlum að reyna að vera búin að pakka niður að mestu áður en Már og Fanney koma á miðvikudaginn og svo er útskriftin á föstudaginn. Ætlunin er að fara í nokkurra daga ferðalag eftir útskrift.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, maí 03, 2005

Bookmark and Share
Erum komin aftur úr helgarferðinni. Við fórum til San Antonio og Austin með Jerod og Kate. Það var mjög fínt. Það var hrikalega erfitt að vakna í morgun og ég er ógeðslega þreytt núna. Spurning um að reyna að fara snemma í háttinn þar sem ég þarf að vinna aftur á morgun.

 

0 Ummæli