föstudagur, desember 23, 2005

Bookmark and Share
Jæja, þá erum við loksins aftur almennilega tengd við veraldarvefinn. Aftur á móti er ég ekki í miklu stuði til að blogga núna, en ég við þakka öllum ættingjum mínum fyrir góðan stuðning á þriðjudaginn var...það er yndislegt að eiga svona góða og samrýmda fjölskyldu sem stendur þétt saman öllum stundum og gott að geta styrkt hvort annað á erfiðum tímum.
Megi allir eiga gleðileg jól og farsælt komandi ár.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, desember 15, 2005

Bookmark and Share

Yule Yule Yule


Jólin nálgast óðfluga og fólk fer bráðum að tapa sér í 'síðasta-snúnings-undirbúningi-...en ekki hún ég. Ég nenni ekki svoleiðis, frekar vil ég slappa af og njóta þess að jólin eru að koma og allir með fallegu jólaljósin á húsunum. Maður hefur yfir nægu stressi og áhyggjum að búa nú þegar og það hefur ekkert upp á sig að bæta þar á. Nú er prófunum að ljúka og þá tekur við 'hið ljúfa líf' kennarans þangað til eftir nýárið (eða þannig, maður verður víst að undirbúa sig fyrir næstu önn þar sem maður þekkir ekki allt efnið sem kenna skal).

 

0 Ummæli

föstudagur, desember 09, 2005

Bookmark and Share

bimm bamm bimm bamm


bimbirimbirimmbamm...
maður er nú bara orðinn hálfgerður árstíðabloggari eins og sumir....þetta er nú engin frammistaða! Núna sitja krakkarnir mínir sveittir í ENS 403 prófi...og ég bara blogga á meðan, enda verður nóg að fara yfir á eftir. Það er nú búið að ganga á ýmsu hjá mér undanfarnar vikur, því verður ekki neitað, en um sumt vill maður síður tjá sig á svona rosalega opnum vettvangi sem internetið er. Það hefur verið nóg að gera í prófagerð og einkunnayfirferð (enda er maður að gera þetta í fyrsta skipti) en síðustu daga hefur tíðin verið róleg. Hitt prófið mitt verður lagt fyrir á mánudaginn og eftir að þau hafa verið yfirfarin taka rólegheitin og jólaundirbúningurinn við...sem betur fer. Ég þarf að fara og kíkja á krílin mín...aldrei að vita nema maður verði duglegri að blogga þegar við fáum internetið aftur eftir millibilsástandið...sjæse hvað það er erfitt að vera internetlaus í þessum netvædda (og netháða) heimi....adios í bili.

 

0 Ummæli