Sumar"frí"
Jæja, góðir hálsar...nú er sumarskólinn búinn og ég er komin í sumarfrí frá kennslu í einn og hálfan mánuð...jibbý!!! Reyndar fór ég upp í Borgó í dag og náði mér í fullt af lesefni fyrir næstu önn. Maður þarf víst að vera búinn að lesa bækurnar og efnið sem maður er að fara að kenna. Ég kenni sem betur fer bara einn áfanga sem ég hef ekki kennt áður, þarf þá bara að frumlesa efni fyrir hann en ekki hina.
Núna tekur við afslappelsi og tiltekt...því litla krúttlega íbúðin mín lítur út eins og sprengju hafi verið varpað þar, semsagt allt í drasli. Svo þarf að fara í gegnum geymsluna og helst henda og henda...nóg framundan þangað til við förum til Krítar...ohh mikið hlakka ég til.
Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar...fertugsaldurinn nálgast óðum...óboj.