fimmtudagur, júní 29, 2006

Bookmark and Share

Sumar"frí"


Jæja, góðir hálsar...nú er sumarskólinn búinn og ég er komin í sumarfrí frá kennslu í einn og hálfan mánuð...jibbý!!! Reyndar fór ég upp í Borgó í dag og náði mér í fullt af lesefni fyrir næstu önn. Maður þarf víst að vera búinn að lesa bækurnar og efnið sem maður er að fara að kenna. Ég kenni sem betur fer bara einn áfanga sem ég hef ekki kennt áður, þarf þá bara að frumlesa efni fyrir hann en ekki hina.
Núna tekur við afslappelsi og tiltekt...því litla krúttlega íbúðin mín lítur út eins og sprengju hafi verið varpað þar, semsagt allt í drasli. Svo þarf að fara í gegnum geymsluna og helst henda og henda...nóg framundan þangað til við förum til Krítar...ohh mikið hlakka ég til.

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar...fertugsaldurinn nálgast óðum...óboj.

 

0 Ummæli

mánudagur, júní 26, 2006

Bookmark and Share

hunangsmáni!


Við hjónin ætlum að skella okkur til Krítar í viku í júlí. Það verður nú meiri lúxusinn að komast í smá brúðkaupsferð með ektamanninum sínum. Framtakssemin hefur staðið á sér á þessu heimili nýgiftra hjóna, því ennþá stendur megnið af brúðkaupsgjöfunum á borðstofuborðinu. Reyndar þurfum við fyrst að finna stað (og jafnvel fjárfesta í hirslu) fyrir sparistellið því plássið er nú ekki mikið í litlu sætu íbúðinni okkar.

Við fórum austur um helgina, á ættarmót í Efri-Vík. Þetta var óvenju fámennt mót, en forföllin voru meiri en vanalega. Það vantaði fullt af Fossapakki (t.d. allt Fosspakkið!) en ég frétti að einn frændinn minn hefði laumast austur af mikilli góðsemi við dóttur sína sem vildi ekkert frekar í afmælisgjöf en að fara í sveitina. Hann lét þó ekki sjá sig á ættarmótið. Þrátt fyrir fámennið var þetta mjög fínt mót. Það var grillað í hlöðunni og tjúttað fram eftir kvöldi við undirspil stuðsveitarinnar The Lost Toad...helvíti gott band, ég mæli með því ef einhvern vantar hljómsveit til að halda uppi fjörinu á samkomum.

jæja, verð að drífa mig að reyna að ljúka þessum blessaða sumarskóla...adios

 

0 Ummæli

þriðjudagur, júní 20, 2006

Bookmark and Share

nokkurn veginn í samt horf


þá erum við hjónakornin að komast aftur í rútínuna. Við erum vægast sagt búin að vera á þönum síðan fyrir brúðkaup og þangað til Tony og Cristin fóru ífyrradag. Við erum satt að segja drulluþreytt eftir allt saman og langar mest að sofa í nokkra daga. Íbúðin er gjörsamlega í rúst og ég nenni varla að gera neitt í því, enda veit ég ekki alveg hvar ég á að koma öllu dótinu fyrir...hugsa um það seinna. Ég klára sumarskólann á morgun og þá léttist byrðin töluvert og ég get farið að njóta sumarsins eins og "venjulegur kennari".
Stefnan er tekin á ættarmót um helgina...verður væntanlega svaka fjör.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, júní 13, 2006

Bookmark and Share

orðin hjón!!!


jæja, þá er ég orðin gift kona...og það er bara nokkuð góð tilfinning. Við Kalli viljum þakka öllum sem glöddu okkur með nærveru sinni á laugardaginn sem og þeim sem sendu okkur kveðjur. Við vorum alsæl með daginn og vonumst til að sjá myndir fljótlega.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 07, 2006

Bookmark and Share

jæja...það fer alveg að líða að því!!!


bara þrír dagar í stóra daginn og nóg að gera þangað til. Undirbúningurinn er á góðri leið og bara smáatriði eftir sem ekki er hægt að gera fyrr en á síðustu stundu. Kallinn minn skellti sér til London í morgun og kemur aftur á morgun...á meðan er ég í reddingum og kennslu.

 

0 Ummæli