laugardagur, september 30, 2006

Bookmark and Share

er ekki tími til kominn að skrifa...


Þessi vika er búin að vera klikkuð...ég hef setið með fangið fullt af ritgerðum öll kvöld. Sem betur fer er þá mesta ritgerðaryfirferð annarinnar búin!!! Kalli hefur líka verið að vinna á fullu og frameftir kvöldi, þannig að þetta hentaði bara ágætlega. Við getum þá kannski eytt meiri tíma saman eftir þessa törn. Reyndar erum við að fara til Barcelona eftir tæpar tvær vikur með starfsfólki Borgó. Við verðum í fimm daga að skoða okkur um og ætlum meðal annars að skella okkur á eins og einn fótboltaleik á Camp Nou, en þar eigast við Barcelona og Sevilla. Það ætla um 80 manns úr hópnum að fara á leikinn, svaka stemmning.

Ætla ekki allir að mæta í Rauðavatns-gönguna á morgun? Hittumst klukkan 11:30 við Morgunblaðshúsið...rífið ykkur uppúr sófanum og hættið þessari leti!!! Sjáumst spræk með göngustafina.

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 24, 2006

Bookmark and Share

garpar


takk fyrir gönguna í dag, elsku duglegu ættingjarnir mínir. Þetta var fín ganga, með fínu fólki og í fínu veðri. Næsta ganga verður á sunnudaginn, 1. október og verður hist við Morgunblaðshúsið nýja í hádegismóum. Áætlað er að ganga með Rauðavatni og búið er að panta gott veður. Eitt vandamál er óleyst og það er nafn á þennan myndarlega gönguhóp. Allar uppástungur eru vel þegnar.

 

0 Ummæli

laugardagur, september 23, 2006

Bookmark and Share

þá er komið að því


Fossapakkið hefur göngu sína á morgun, sunnudaginn 24. september. Gengið verður frá Haukahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði og lagt af stað STUNDVÍSLEGA klukkan 11. Mætið eða verið ferköntuð!!!
Ég veit að fyrirvarinn er skammur núna, en hann verður vonandi lengri næst.

 

0 Ummæli

föstudagur, september 22, 2006

Bookmark and Share

litla stóra


litla frænka eldist óðum og er nú orðin 16 ára. Til hamingju með afmælið, Dagný mín.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 20, 2006

Bookmark and Share

þannig er mál með vexti...


...að við Solla ákváðum að reyna að hóa saman fjölskyldunni og fara í göngutúra. Við vorum að spá í að gera þetta reglulega, e.t.v. einu sinni í mánuði. Hvað segir Fossapakkið um þessa hugmynd?

 

0 Ummæli

þriðjudagur, september 19, 2006

Bookmark and Share
Solla!!! Hvað með gönguhópinn okkar??

 

0 Ummæli

mánudagur, september 18, 2006

Bookmark and Share

tiltekt og bolti


þessi helgi var nú ekki svo viðburðarmikil fyrir utan afmælispartý hjá honum Herði, vini okkar á laugardagskvöldið. Aldeilis fínt teiti það. Við tókum til heima hjá okkur á laugardaginn, fórum í Sorpu og svoleiðis. Í gær var svo fótbolti í imbanum og Kalli fékk tvo gaura í heimsókn, auk þess sem Davíð Andri leit við með dömurnar sínar, þær Sunnevu og Júlíu Rut. Við Linda skelltum okkur í Perluna þar sem við fjárfestum í skótaui á góðum kjörum. Planið fyrir þessa viku er eins og allar aðrar vikur á skólaárinu...borða, vinna, sofa!

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 17, 2006

Bookmark and Share

til að brjóta þær


Hvað er þetta í eðli mannsins sem knýr þá þörf að þurfa sífellt að brjóta reglur! Afleiðingarnar eru vissulega mis-alvarlegar, til dæmis allur þessi ofsaakstur sem hefur tekið líf svo margra úti á vegunum. Ekki eins alvarlegt brot er að reykja það sem það hefur verið bannað. Það er bannað að reykja á skólalóð Borgarholtsskóla og það fer sko ekki framhjá neinum, því sífellt er verið að minna nemendur á þessa einföldu reglu. Samt þarf maður í sífellu að reka ormana frá húsinu, þar sem þau standa fyrir utan glugga mötuneytisins svo 'ilmurinn' smýgur inn um gluggana. Reyklaust busaball vat haldið á NASA á miðvikudagskvöldið og þar var ég á sígarettuvakt, því ég eyddi megninu af kvöldinu röltandi um staðinn með smá vatn í glasi og takandi sígarettur af dansandi menntaskólakrökkum sem gátu ekki setið á sér og bara gjörsamlega urðu að fá sér smók þótt það kostaði fyrirlestur og mikla gremju af hendi kennaranna sem þar voru staddir. Svo var það stundum sama fólkið sem maður greip 'glóðvolgt' aftur og aftur.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 13, 2006

Bookmark and Share

er enn á lífi


þrátt fyrir miklar annir. Nú búið að rétta og busa. Busaballið er núna á eftir og ég verð þar í gæslu. Það verður að passa upp á þetta lið, að það fari sér ekki að voða. Vona að ég nái að fara yfir verkefnabunkann sem ég er búin að vera að fresta að fara yfir í meira en viku...suss, ekki er það nú góð byrjun á önninni. Þar sem ég á von á ritgerðarbunka í næstu viku verð ég að klára þennan. Mikið er það nú spennandi, kennaralífið!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 06, 2006

Bookmark and Share

verrí bissí


það er á nógu að taka þessa dagana. Fyrst ber að nefna afmæli Borgó, en á morgun á að efna til áheitahlaups, -göngu, -hjólreiða, -línuskauta....o.s.frv. þar sem safnað er fyrir byggingu skóla í Pakistan. Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í söfnuninni þá getið þið hringt í 908-1112 og 1000 kr verða skuldfærðar á símareikninginn. Einnig er hægt að leggja inn á reikning ABC 1155-15-41414, kt. 690688-1589.

Síðan eru réttirnar um helgina, stefnan er tekin þangað á föstudaginn eftir undirbúning fyrir Grafarvogsdaginn, en heilmikil dagskrá verður í skólanum á laugardaginn. Ég ætla samt, því miður, að missa af því.

Í næstu viku á svo að taka busana aðeins í gegn. Þetta er allt að gerast auk kennslu og undirbúnings. Já, það er sko nóg að gera.

 

0 Ummæli

mánudagur, september 04, 2006

Bookmark and Share

tiltal


einn frænda minna las aðeins yfir mér í gær og sagði að ég væri allt of löt að skrifa hér inn, sem er náttúrulega hárrétt hjá honum. Þannig að ég þori varla annað en að henda einhverju hér inn.

Skáparnir eru loksins komnir upp að fullu. Mikið rosalega er það gott að geta hengt fötin upp og raðað þeim í hillur. Íbúðin er bara allt önnur við þessa viðbót. Annars er svo lítið að frétta af okkur og ég er ekki í stuði til að bulla núna, þarf að vinna svolítið...adios í bili!

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 03, 2006

Bookmark and Share

í dag er merkisdagur


Hann afi minn heitinn hefði orðið níræður í dag. Það eru ekki liðnir nema rúmir átta mánuðir frá því hann dó og enn er söknuðurinn mikill. Það er alltaf gott að fara í sveitina og finna fyrir nærveru hans þar, þó að maður viti að hann er alls staðar að fylgjast með sínu fólki. Blessuð sé minning hans.

 

0 Ummæli

föstudagur, september 01, 2006

Bookmark and Share

gleymdi ég líka að segja frá því...


...að nú höfum við fengið einu 'úthlutað'.Hún heitir Kiran Manzoor og er átta ára stelpa frá Pakistan. Við fengum senda mynd af henni og smá upplýsingar um hana í dag. Hún er aljgör dúlla. Við Kalli ætlum semsagt að gera henni það kleift að fá menntun og heilbrigðisþjónustu. Það er svo gott starf sem ABC hjálparstarfið er að gera. Ég mæli með þessu fyrir alla sem hafa tök á.

P.S. hættið nú að hringja í hana mömmu mína, síminn hennar hefur ekki stoppað síðan hálf ellefu í morgun!!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

gleymdi ég að segja frá því...


...að við Kalli áttum von á barni.

 

0 Ummæli