er ekki tími til kominn að skrifa...
Þessi vika er búin að vera klikkuð...ég hef setið með fangið fullt af ritgerðum öll kvöld. Sem betur fer er þá mesta ritgerðaryfirferð annarinnar búin!!! Kalli hefur líka verið að vinna á fullu og frameftir kvöldi, þannig að þetta hentaði bara ágætlega. Við getum þá kannski eytt meiri tíma saman eftir þessa törn. Reyndar erum við að fara til Barcelona eftir tæpar tvær vikur með starfsfólki Borgó. Við verðum í fimm daga að skoða okkur um og ætlum meðal annars að skella okkur á eins og einn fótboltaleik á Camp Nou, en þar eigast við Barcelona og Sevilla. Það ætla um 80 manns úr hópnum að fara á leikinn, svaka stemmning.
Ætla ekki allir að mæta í Rauðavatns-gönguna á morgun? Hittumst klukkan 11:30 við Morgunblaðshúsið...rífið ykkur uppúr sófanum og hættið þessari leti!!! Sjáumst spræk með göngustafina.