föstudagur, mars 23, 2007
fimmtudagur, mars 22, 2007
tími á blogg
er það ekki?
Það hefur gengið á ýmsu þessa vikuna. Það er allt á fullu í skólanum, enda orðið ansi stutt í páskafrí og reyndar líka í vorprófin. Í næstu viku tökum við á móti kennurum frá fimm Evrópulöndum; Belgíu, Frakklandi, Portúgal, Póllandi og Ítalíu. Við erum að vinna að verkefnum í tungumálakennslu. Næsta vika verður undirlögð fyrir þetta verkefni, en eftir það tekur við páskafríið. Mikið verður huggulegt að komast í það...
Þar sem ég mun væntanlega vera á fullu framyfir næstu viku mun ég örugglega ekki blogga fyrr en í næsta mánuði...ekki það að ég sé neitt dugleg við það fyrir!
laugardagur, mars 17, 2007
Gig'em Aggies
Mitt litla hjarta gladdist mjög mikið nú í kvöld þegar Texas A&M sigraði Louisville í March Madness tournamentinu...jei....
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að tala um körfuboltamót á milli háskólanna í USA.
Vitaskuld var ég líka ánægð með að hinn gamli skólinn minn, MH, hafi sigrað MORFÍS (þó að ég hefði líka fagnað hefði Borgó unnið) og viðureignina gegn ME í Gettu Betur. Nú bíð ég bara eftir að KBS fari að gera eitthvað sniðugt.
miðvikudagur, mars 14, 2007
lífið er yndislegt...
eins og segir í Eyjalaginu góða.
Við áttum dásamlega helgi í sveitinni. Það er sko ekki stress á þeim bænum. Mér finnst fátt betra en að komast austur og slaka á, eða komast aðeins í annað umhverfi en hið daglega. Þó maður geri ýmislegt annað en að liggja í leti þá verður maður eitthvað svo endurnærður við að komast burt úr svifrykinu. Raunin varð reyndar sú núna um helgina að við gerðum lítið annað en að liggja í leti....og það var yndislegt.
Svo átti Davíð frændi minn Pálsson afmæli í gær og vil ég óska honum til hamingju með daginn.
fimmtudagur, mars 08, 2007
miðvikudagur, mars 07, 2007
upp með pyngjuna
nú fáum við að greiða flugfargjöld fyrir vitni í þessu heltalaða Baugsmáli. Hvað skyldi þetta mál hafa kostað okkur mikið? Subbulegt!
hárrétt hjá Ólu
minn ástkæri faðir, Agnar Davíðsson, á afmæli í dag. Ég talaði við hann í dag og honum finnst hann bara vera að yngjast. Það væri þá aldrei að eftir fimmtugt fari maður að yngjast aftur og þegar maður "deyr" þá er maður í rauninni að fæðast aftur. Áhugaverð pæling.
En allavega....innilega til hamingju með afmælið, elsku pabbi!!!
sunnudagur, mars 04, 2007
frændi minn á afmæli í dag....
það mun vera hann HP. Til hamingju með daginn, Helgi minn, og takk fyrir spjallið í gær. Vonandi geturðu notið dagsins og fengið þér afmælisköku í dag.
laugardagur, mars 03, 2007
misheppnað bótox í varirnar...
já, þannig lít ég út núna...því ég er komin með tvær hlussufrunsur, aðra vinstra megin á neðri vör og hina hægra megin á efri vör...þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig ég lít út, fyrir utan hvað það er vont að vera með svona stórar og bólgnar frunsur. Mig grunaði svosem að ég fengi frunsu eftir allan varaþurrkinn og frostið sem hefur herjað á mann undanfarið. Ætli skautahallarferðirnar hafi nokkuð bætt úr skák. Ég virðist þó hafa sloppið við lungnabólguna, sem er gott.
fimmtudagur, mars 01, 2007
skóhlífar og hor í nös
Þessa dagana eru svokallaðir skóhlífadagar í Borgó. Þá er hefðbundin kennsla lögð niður og nemendur fá tækifæri til að velja sér hin ýmsu námskeið sem eru í boði á þessum tveimur dögum. Síðan lýkur herlegheitunum með Glæsiballi í skólanum í kvöld. Þar mæta allir í sínu fínasta pússi, borða saman og skemmta sér fram eftir kvöldi. Kennarar munu þjóna til borðs. Þetta verður svakalega gaman. Á skóhlífadögunum er það starf kennaranna að bjóða upp á námskeið og fylgjast með mætingu á námskeiðin. Ég ákvað að ég hef ekkert fram að færa þegar kemur að námskeiðum og er því búin að vera að merkja við mætingu. Ég fór í Egilshöll í gær þar sem krakkagormarnir fóru á skauta og eftir þá mætingamerkingu fékk ég hor í nös. Það var svolítið kalt þar en ég var vel klædd...alveg satt; í dúnúlpu með trefil og hanska...var meira að segja í sokkabuxum líka. En mikið rosalega voru krakkarnir duglegir að skauta, það var gaman að sjá. Ég er reyndar að fara aftur þangað núna klukkan 9. Vona bara að ég komi ekki til baka með lungnabólgu!