fimmtudagur, júní 28, 2007

Bookmark and Share

elliglöp


haldiði að ég hafi ekki bara vaknað í morgun árinu eldri...takk fyrir kveðjurnar.
Það er kannski rétt hjá henni Þuríði að bakverkurinn sé kannski tengdur aldrinum. Ég hef líka verið ansi gleymin undanfarið. Ég er kannski að gera eitthvað inni í eldhúsi og fer inn í þvottahúsið til að sækja eitthvað...en man ekki hvað það var. Þá gleymi ég að ég var að gera eitthvað inni í eldhúsi og fer að gera eitthvað allt annað en ég var að gera...svo á ég leið inn í eldhús aftur og sé hvað ég var að gera þar áður...Bíddu bara Þurý mín, það eru bara nokkrir dagar í elliglöpin hjá þér ;)

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 27, 2007

Bookmark and Share

jújú...við erum komin heim


Ferðin gekk vel og það var mjög gaman að koma aftur til College Station. Við fórum til Messina Hof, á vínkynningu, svona til að rifja upp góðar minningar. Tilfiningarnar voru mjög blendnar þegar við fórum frá Houston.

Ég kom heim með bilað bak og hef eiginlega verið einskis nýt. Get ekki hreyft mig mjög hratt, en þó er ég farin að geta rétt úr mér (ég geng ekki lengur eins og amma - Elísabet spurði mig af hverju ég labbaði eins og gömul kona!) Ég er búin að vera eins og snigill að reyna að taka upp úr töskunum og ganga frá draslinu...það gengur ekki mjög vel...en gengur þó. Ætli ég verði ekki að halda áfram að koma dótinu fyrir og þvo þvottinn...

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 20, 2007

Bookmark and Share

bloggfri....eda ekki...


eg aetladi ad taka mer bloggfri a medan eg vaeri a flakki i utlondum...en tad vard greinilega ekki svo.

Vid erum komin aftur til Denver i Colorado eftir fimm daga dvol i obyggdum Wyoming. Fjolskylda Tonys a bustad i Wyoming tar sem vid gistum fjorar af tessum fimm nottum. Tad er mjog fallegt i Wyoming og mikid dyralif. Vid forum i Yellowstone tjodgardinn tar sem vid saum fullt af villtum dyrum og fallegri natturu, tar gistum vid eina nott. Eg segi betur fra tessu og skelli inn myndum tegar vid komum heim aftur. A morgun fljugum vid svo aftur til Houston.

Hey...nu er Isabella ordin tveggja ara...stor stelpa. Vid oskum henni til hamingju med afmaelid sidastlidinn sunnudag.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 13, 2007

Bookmark and Share

heitt heitt heitt


ja tad er heitt i Texas um tessar mundir, allt of heitt. Tegar hitinn nalgast 40 gradurnar ta er of heitt. Vid forum i heimsokn til Longview, en tar bua foreldrar Kate. Vid eyddum helginni tar. Forum reyndar til Shreveport, Louisiana a fostudagskvoldid, en i Louisiana eru spilaviti bonnud a landi og menn bara settu upp spilaviti a storum skipum sem lagt er vid arbakkann og tengd vid hotel a bakkanum. Spilavitin sjalf eru a floti, tannig eru tau logleg. Tad var agaett ad koma tar, en eg komst ad tvi ad mer finnst ekkert endilega gaman ad gambla...Kalli spiladi meira en eg og kom reyndar ut i sma plus.

Svo forum vid a rodeo a laugardagskvoldid, soldid spes lid sem saekir svoleidis. En tad var mjog gaman og vid sloppudum af i rolegheitunum vid sundlaugina teirra...mjog fint.

A morgun liggur leidin til Denver, Colorado, tar sem vid aetlum ad eyda viku med Tony og Cristin (Tony er tessi stori dokkhaerdi sem var i brudkaupinu okkar). Vid komum semsagt aftur til Houston a midvikudaginn i naestu viku og flugum til Boston a fostudeginum. Tadan forum vid aftur heim a sunnudeginum.

 

0 Ummæli

sunnudagur, júní 03, 2007

Bookmark and Share

bara sma innskot


fyrst eg hef sma tima og komst i tolvu.
Vid hofum tad rosa fint her i Houston. Ad sjalfsogdu er allt of heitt her 30+ og mikill raki. En tad er bara hluti af stemningunni. Vid erum ad fara a Houston Astros leik (en tad mun vera hafnaboltalid her i Houston). Tetta mun ta vera tridji Major League leikurinn sem eg fer a. Hef farid a Denver Rockets leik og Boston Red Sox leik adur. Tad er mjog gaman ad fara a svona leiki og upplifa stemninguna sem myndast. A morgun aetlum vid svo ad fara til San Marcos, en tar er staersta outletid i landinu. Semsagt, tad verdur verslad a morgun. Vid bidjum ad heilsa ollum og sjaumst fljott aftur.

 

0 Ummæli