föstudagur, apríl 29, 2005
miðvikudagur, apríl 27, 2005
sorrý
Sunneva mín, ég ætlaði ekki að gleyma þér...ekki það að hann elskulegi bróðir minn sé ekki duglegur að segja manni nokkurn skapaðan hlut... (hugsað í hæðnistón)
Ég varð vitni að svolitlu sniðugu í fyrradag. Ég var búin að segja frá hreiðrinu sem er hér fyrir ofan stigann (get ekki tekið mynd því bévítans myndavélin er biluð), og um daginn sá ég að það var kominn ungi í hreiðrið. Reyndar var hann orðinn nokkuð stálpaður þá. Í fyrradag fór ég út með ruslið (aldrei þessu vant) og þegar ég kom til baka tók ég eftir því að það var búið að eyðileggja hreiðrið. Unginn sat á grindinni þar sem hreiðrið hafði verði og foreldrarnir voru á stigapallinum og gáfu frá sér einhver 'uglu-lík' hljóð. Mér fannst þetta soldið skrítið og dokaði aðeins við hér fyrir utan dyrnar (nokkra metra frá fuglunum). Eftir smá stund stekkur unginn niður á stigapallinn (blakandi vængjum að sjálfsögðu)og foreldrarnir fara eitthvað að gogga í hann og ýta honum, annað foreldrið fer svo eitthvað að hoppa í kringum hann. Svona gengur það í smá stund, þangað til annað foreldrið fer bara í sólbað í efstu tröppunni og hitt fer að kanna hvort allt sé ekki í lagi með því að hoppa upp á gluggasyllur og kíkja inn um glugga í næstu íbúð. Ég fylgist með þessu úr 4-5 metra fjarlægð. Loks fer unginn, eftir nokkrar 'vængjateyjur', að taka nokkur tilrauna-hopp með vængjablaki og að endingu flýgur hann af pallinum ásamt foreldrum sínum. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður sér ungana fljúga svona úr hreiðrinu (eða hrakta úr hreiðrinu af foreldrunum), hvað þá rétt fyrir utan dyrnar hjá manni.
mánudagur, apríl 25, 2005
harðsperrur í lungunum
líkaminn minn er eitthvað að reyna að losa sig við þetta kvefógeð og hann ætlar sér að gera það í gegnum lungun. Ég fékk þvílík hóstaköst í gær að ég er komin með harðsperrur í þind og lungu. Haldiði að það sé...
sunnudagur, apríl 24, 2005
á lífið
Við skelltum okkur aðeins út á lífið í gærkveldi. Við fórum út að borða með Jerod og Kate, Dave og Shirlee, Brett og Kathryn, Matt og Laurie...það var mjög fínt. Svo eftir matinn fórum við og fengum okkur ís í eftirmat og skelltum okkur svo á Hurricane Harry's, sem er skemmtistaður hér í bæ. Við vorum reyndar soldið snemma á ferðinni, það voru nokkrar hræður inni á staðnum þegar við komum þangað um hálftíu sem var allt í lagi því við gátum spilað á þremur poolborðum og farið í shuffle board. Fólkið fór svo að tínast inn uppúr hálf ellefu, en þar sem við Kalli erum svo stillt og góð fórum við heim um hálf tólf.
föstudagur, apríl 22, 2005
með hor í nös
ég hef aldrei á ævinni fengið kvef á eins stuttum tíma og núna...bara allt í einu var ég með stíflað nef, stíflaðar ennisholur og hausverk. Fór að kenna í gær í 3 tíma og var eitthvað að hnerrast þar, svo kom ég heim og leið eitthvað skringilega. Í gærkvöldi fór ég í heimsókn til Tótu og þegar ég kom heim um tíuleytið var ég bara orðin drullukvefuð, svaf lítið sem ekkert í nótt vegna stíflu. Er svo aðeins skárri í dag, en búin að vera óttaleg tuska eitthvað. Við fórum á golfæfingasvæðið í dag og ég var svo máttlaus að ég gat varla slegið, ýkt skítin tilfinning eitthvað.
Hey, mér sýnast fleiri vera að sýna á sér lífsmark...sjáið þetta...it's alive!
miðvikudagur, apríl 20, 2005
jæja jæja
það er bara svo lítið markvert að gerast hjá okkur um þessar mundir. Ég hef verið að kenna slatta og Kalli stundar námið af hörku.
Ég hef ákveðið að gefa eftir og skella inn mánaðarskammti af afmælisbörnum. Þið verðið svo bara að láta mig vita ef einhver gleymist.
Tíminn líður svo hryllilega hratt að áður en maður veit af er skólaárið búið. Kalli mun útskrifast 13. maí og það eru bara 23 dagar þangað til. Jahérnahér.
miðvikudagur, apríl 13, 2005
sunnudagur, apríl 10, 2005
Ekki hafa viðbrögðin við könnuninni verið mikil, einungis níu atkvæði....ég bíð aðeins lengur og sé til hvort fleiri hafi skoðun á málinu.
Af okkur er lítið að frétta sem endranær (kemur á óvart!). Ég var að vinna í vikunni og Kalli í skólanum. Við fórum í golf í dag og gekk upp og ofan. Held þó að góðu höggin hafi verið aðeins fleiri en þau slæmu. Það er frí í "grunnskólunum" á mánudaginn þannig að ég þarf pottþétt ekki að vinna þá, en ég hef þegar verið beðin um að vinna þriðjudag, fimmtudag og föstudag, sem er bara hið besta mál.
Veðrið hér hefur verið mjög gott, sól og blíða flesta daga. Þó hefur verið töluverður vindur, en hann er hlýr, þannig að það er ekki ofurslæmt. Af dýrunum er það að frétta að tveir fuglar hafa gert sér hreiður hér við húsið, annar fyrir ofan stigann og hinn í tré hér fyrir framan hús. Svo fann ég oggopínulitla skjaldböku á stéttinni fyrir framan eina íbúðina, ætli hún hafi ekki flotið hingað í þrumuveðrinu sem gekk hér yfir fyrir nokkrum dögum. Ekkert hefur sést til maura eða kakkalakka í lengri tíma, sem betur fer.
Meira um dýr...litla dýrið hann Ægir Þór er víst að fermast á morgun og óska ég honum og hans fjölskyldu til hamingju með það.
oggupínulitla skjaldbakan
Af okkur er lítið að frétta sem endranær (kemur á óvart!). Ég var að vinna í vikunni og Kalli í skólanum. Við fórum í golf í dag og gekk upp og ofan. Held þó að góðu höggin hafi verið aðeins fleiri en þau slæmu. Það er frí í "grunnskólunum" á mánudaginn þannig að ég þarf pottþétt ekki að vinna þá, en ég hef þegar verið beðin um að vinna þriðjudag, fimmtudag og föstudag, sem er bara hið besta mál.
Veðrið hér hefur verið mjög gott, sól og blíða flesta daga. Þó hefur verið töluverður vindur, en hann er hlýr, þannig að það er ekki ofurslæmt. Af dýrunum er það að frétta að tveir fuglar hafa gert sér hreiður hér við húsið, annar fyrir ofan stigann og hinn í tré hér fyrir framan hús. Svo fann ég oggopínulitla skjaldböku á stéttinni fyrir framan eina íbúðina, ætli hún hafi ekki flotið hingað í þrumuveðrinu sem gekk hér yfir fyrir nokkrum dögum. Ekkert hefur sést til maura eða kakkalakka í lengri tíma, sem betur fer.
Meira um dýr...litla dýrið hann Ægir Þór er víst að fermast á morgun og óska ég honum og hans fjölskyldu til hamingju með það.
oggupínulitla skjaldbakan
mánudagur, apríl 04, 2005
Glataður tími...
Kalli var ýkt spældur í gærmorgun þegar hann fór á fætur. Hann þurfti nefnilega að læra undir próf sem hann er að fara í í dag og þegar hann leit á klukkuna í tölvunni sá hann sér til mikillar skelfingar að hann hafði glatað heilum klukkutíma. Klukkan breyttist nefnilega í fyrrinótt, þannig að nú munar einungis fimm klukkustundum á okkur og Ísalandinu kæra. Mér varð ekki eins mikið um tímamissinn, enda hafði ég ekkert sérstakt að gera.
föstudagur, apríl 01, 2005
stór ákvörðun tekin
ég ákvað að vera pínu dugleg og er búin að skrifa inn við myndirnar í albúminu...sko mig...þarna sjáið þið af hverju þið eruð að missa með því að koma ekki og heimsækja okkur...