"Kennaraveikin"
...held að ég sé búin að vera með hana. Hún leggst aðallega á splunkunýja kennara og lýsir sér þannig að kennarinn er undir miklu álagi, að hluta til álagi sem hann setur sjálfur á sig með því að vera alltaf að hugsa um kennsluna, undirbúning og hvort hann sé að höndla þetta. Þegar kennarinn kemur heim að loknum vinnudegi þá er hann dauðþreyttur, bæði andlega og líkamlega, og líður eins og hann sé að fá einhverja flensu eða eitthvað þess háttar. Þessi veiki getur staðið yfir í nokkra daga og allt upp í mánuði...held samt að mín verði ekki svo þrautseig þar sem ég hef haft það fínt framan af önn en hef verið undir óvenju miklu álagi undanfarnar tvær vikur, sem er nú að minnka. Er satt að segja dauðuppgefin og finnst æðislegt að eiga núna loksins rólega helgi heima, en undanfarnar 5-6 helga hef ég verið upptekin í hinu og þessu...svo er líka kominn vetur og þá getur maður varla annað en slappað af, sérstaklega í veðri eins og í gær.