laugardagur, október 29, 2005

Bookmark and Share

"Kennaraveikin"


...held að ég sé búin að vera með hana. Hún leggst aðallega á splunkunýja kennara og lýsir sér þannig að kennarinn er undir miklu álagi, að hluta til álagi sem hann setur sjálfur á sig með því að vera alltaf að hugsa um kennsluna, undirbúning og hvort hann sé að höndla þetta. Þegar kennarinn kemur heim að loknum vinnudegi þá er hann dauðþreyttur, bæði andlega og líkamlega, og líður eins og hann sé að fá einhverja flensu eða eitthvað þess háttar. Þessi veiki getur staðið yfir í nokkra daga og allt upp í mánuði...held samt að mín verði ekki svo þrautseig þar sem ég hef haft það fínt framan af önn en hef verið undir óvenju miklu álagi undanfarnar tvær vikur, sem er nú að minnka. Er satt að segja dauðuppgefin og finnst æðislegt að eiga núna loksins rólega helgi heima, en undanfarnar 5-6 helga hef ég verið upptekin í hinu og þessu...svo er líka kominn vetur og þá getur maður varla annað en slappað af, sérstaklega í veðri eins og í gær.

 

0 Ummæli

mánudagur, október 24, 2005

Bookmark and Share

lygalaupur


Við systurnar beinlínis lugum að foreldrum okkar í meira en viku. Reyndar var þetta bara svona hvít lygi og pukrið okkar heppnaðist bara nokkuð vel, þó ég segi sjálf frá. Við skipulögðum óvænta afmælisveislu fyrir mömmu og pabba. Pabbi hélt að við værum að plana eitthvað allt annað fyrir mömmu og að hann væri með í því, en við komum honum líka á óvart með þessari veislu. Við vissum alveg að það þýddi ekkert að hann myndi vita þetta líka, mamma væri ekki lengi að fá það út úr honum hvað væri gangi. Þau fengu gjafakort upp á einkadanstíma í tangó hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru og þegar þau mættu á svæðið vorum við búin að bjóða fullt af fólki í veislu. Það var frábært að sjá viðbrögðin hjá þeim þegar þau komu inn í salinn og við sungum afmælissönginn hástöfum. Priceless.

 

0 Ummæli

föstudagur, október 21, 2005

Bookmark and Share

jess...föstudagur


og í tilefni þess skelltum við lambakjöti á grillið og fengum okkur léttvín í glas og síðast en ekki síst borðuðum við matinn á fína borðstofuborðinu okkar, aldrei þessu vant. Við skáluðum, snæddum og hlustuðum á ljúfa tóna Pearl Jam á meðan, voða næs. Ég hlakka ofsalega til að geta sofið út og að þurfa ekki að vakna við pípíð í símanum....mmmm.....sofa.....OK góða nótt!

 

0 Ummæli

mánudagur, október 17, 2005

Bookmark and Share
mig vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn...skil ekki af hverju tíminn líður svona hratt...

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 12, 2005

Bookmark and Share

verður maður ekki að standa við orð sín


ég er víst tvíklukkuð...stend mig ekki í stykkinu. Ég var reyndar búin að steingleyma því að ég hafi verið klukkuð (klikkuð), en mundi svo eftir því þegar ég kíkti á bloggið hjá Höbbu og Einari...þar var eitthvað klukk í gangi og HP Foss dældi út 5 staðreyndum um sjálfan sig.
1. Ég hef aldrei komið í Þórsmörk.
2. Ég er alltaf með áhyggjur þó það beri ekkert á því.
3. Ég er ótrúlega skipulögð...en samt ekki...er alltaf að plana og skipuleggja...skrifa lista og raða niður...en sjaldnast stenst það.
4. Ég er ótrúlega framtakslaus...sífellt að fresta hlutunum.
5. ...ég get ekki meir, ég er svo mikil hlussa.

Ég vil klukka Valda, Steinar, Helgu Berglindi og Dagnýju. Endilega látið það flakka!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

iiiiii.....


sá Dagnýju skvísu í fréttunum áðan...rosa dugleg!

 

0 Ummæli

þriðjudagur, október 11, 2005

Bookmark and Share
Sá þetta próf á síðunni hans Arnar...kemur þetta einhverjum á óvart?




Your Inner European is Irish!









Sprited and boisterous!

You drink everyone under the table.


 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 06, 2005

Bookmark and Share

jamm og já


Þá erum við ferðbúin...og farin að sofa, því við þurfum að vakna snemma í fyrramálið til að koma okkur út á völl. Kannski hittum við Tobbu í Leifsstöð, en hún er að fara til Danmerkur í fyrramálið...á afmælisdaginn sinn...óska henni og Hlyni til hamingju með afmælin á morgun.

Góða helgi...

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 05, 2005

Bookmark and Share

þá fer alveg að koma að því...


miðannarfríið fer að bresta á. Það byrjar í dag eftir skóla og verður frí á morgun og föstudag. Ég mun eyða mínu fríi með mínum gaur í París. Það verður rosa fínt að komast í smá frí. Er maður ekki ferlegur að flýja bara land á afmælisdag litla bróður. Æ, honum er örugglega sama...að verða sautján og mun væntanlega ekki bjóða okkur í partý hvort eð er.

 

0 Ummæli

laugardagur, október 01, 2005

Bookmark and Share

viðburðarlítið...alls ekki


Það mætti halda að það sé annað hvort ekkert að frétta hjá mér, eða þá að það sé svo ofboðslega mikið að gera að ég hafi bara engan tíma til að blogga. Hvorugt er er rétt. Það er alveg nóg að gerast hjá okkur frá degi til dags, þó svo það sé ekki allt fréttnæmt og ég hef svosem nægan tíma til að skrifa um það hér...ég bara nenni því svo sjaldan. Er það ekki ansi nálægt hámarki letinnar að nenna ekki að skrifa inn nokkrar línur hér nema á viku fresti? Það er alltaf nóg að gerast í skólanum og það styttist óðum í að ég taki við enskunni hennar Sólu og skili af mér lífsleiknihópnum. Við fórum í leikhús í fyrradag, á eina af forsýningum Vesturports á Woyceck eftir Georg Büchner. Það var mjög gaman. Skrýtið leikrit en gaman að horfa á. Svo var "vissuferð" hjá starfsfólki BHS í gær. Kvikindið ég dró Kalla með mér, en ég held að það hafi ekki verið svo hrikalegt fyrir hann. Við áttum að leggja af stað klukkan fjögur, en töfðumst um klukkutíma vegna mótorhjóla/bílslyssins í Ártúnsbrekkunni. Förinni var heitið á Reykjanesið og vegna tafanna enduðum við á því að skoða Reykjanesvita og þann hluta nessins í myrkri...ansi áhugavert að skoða sig um í myrkri...maður sér ekki rass í bala. Við fengum þennan fína mat á Stapanum eftir "skoðunarferðina" og uppúr klukkan 23:00 var förinni heitið heim. Mér fannst þetta alveg nóg (og Kalla líka) við vorum orðin dauðþreytt eftir erfiðan dag (djís, er maður orðinn svona gamall?).

Læt þetta duga í bili..

 

0 Ummæli