sunnudagur, febrúar 19, 2006

Bookmark and Share

jæja, þá er það afstaðið...


og nú er bara að bíða og sjá hvernig Silvía Nótt stendur sig í forkeppninni. Hér var smá "geim" í gærkvöldi og var stemmningin bara rosa góð. Í dag er stemmningin bara hin besta...búið að taka til eftir lýðinn og hin vikulega helgarleti hefur tekið völdin. Þar sem á morgun er vorhlé í skólanum þá teygir helgarletin sig væntanlega eitthvað fram á morgundaginn. Reyndar liggja fyrir fullt af verkefnum og prófum sem ég þarf að fara yfir og búa til fyrir komandi viku og ætli ég reyni ekki að vinna eitthvað í því í dag og á morgun.

 

0 Ummæli

laugardagur, febrúar 11, 2006

Bookmark and Share
Heyrði þennan í gær:
George Bush went to his doctor to get the test results. His doctor told him he had bad knews. 'What is it?' Bush asked. Well, there is nothing right in your left brain and nothing left in your right brain!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

allt að verða vitlaust


ég vaknaði klukkan 2 í nótt við hávært píp. Ég fór fram og reyndi að átta mig á því hvað þetta væri og fattaði svo að þetta var brunavarnarkerfið frammi á gangi. Ég opna hurðina og þar eru tveir aðrir íbúar hæðarinnar mjög ringlaðir á náttfötunum, eins og ég. Ég spyr hvort þeir viti hvort kviknað sé í einhvers staðar, en enginn veit neitt. Svo fer ég út á svalir og lít upp með blokkinni, út á stigapallinn hinum megin og finn bara hangikjötslykt þar. Strákurinn hringdi í húsvörðinn og fór svo upp á hinar hæðirnar til að athuga málið. Kerfið hætti að væla og ekkert heyrðist sírenuvælið eða neitt slíkt og ég fór bara aftur í rúmið. Karlinn minn svaf þetta allt af sér! Ég segi nú bara eins gott að hann eigi konu sem sefur frekar laust og getur þá vakið hann ef það kviknar í einhvers staðar. Já, það er fjör í Frostafoldinni!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Bookmark and Share

úrbræðsla


ég held að gestabókin hafi endanlega brætt úr sér eftir að HP opnaði sig svona all svakalega í henni. Ég var farin að halda að hann væri orðinn væminn (því hann getur jú verið ansi sannfærandi), en þær getgátur flugu út í veður og vind þegar hann kallaði Evu, uppáhalds frænku sína, bitch. Þá áttar maður sig á að ekki er allt með felldu og líklega er þetta bara leikaraskapur einn...því hvernig er hægt að kalla Evu bitch? Þó hún geti nú verið soldið skass þá er hún ósköp ljúft skass! Nú held ég að ég sé komin út fyrir hið meinta umræðuefni sem átti í upphafi bara að vera gestabókin. Hvar finn ég góða og trausta gestabók á netinu?

Nú er daginn heldur betur tekið að lengja og finnst mér það mikið ánægjuefni. Þrátt fyrir það finnst mér ríkja dálítill dofi yfir fólki...og þegar ég segi fólki þá er ég að tala um mig sjálfa, sem er að drepast úr leti og hefst varla á lappir á morgnana, og nemendurna mína, sem eru ofsalega þreyttir þegar þeir þá mæta í tíma. Mér hefur verið sagt af þeim reynsluríkari í greininni að janúar og febrúar geti oft verið svona 'þungir' en þegar nær dregur vori þá hleypur það lífi í þessi grey. Vona bara að það eigi við um mig líka....það er agalegt að vera svona hauglatur.

 

0 Ummæli

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Bookmark and Share

tíminn líður hratt...


sérstaklega þegar nóg er að gera. Ég hef endurheimt manninn minn úr klóm ársskýrslu bankans, en hann vann heilu dagana og næturnar við gerð hennar. Aðalfundurinn var semsagt í gær og eitthvað bankageim á eftir. Í gær voru liðin ellefu ár frá því við Kalli kræktum í hvort annað og snæddum við á Hereford í tilefni þess. Maturinn var mjög bragðgóður, en ég hefði viljað hafa steikina meyrari og staðurinn er soldið opinn og ekkert voða kósý fyrir dúfur eins og okkur. Eftir matinn kíktum við aðeins á næturlífið, en þar sem klukkan var ekki orðin tíu voru ekki margir í bænum. Aðallega voru þar Landsbankauglur á sveimi að gera sér glaðan dag eftir fundinn, en þegar nálgast tók miðnætti fór að færast fjör í leikinn og við tjúttuðum aðeins á Thorvaldsen áður en haldið var heim á leið.

 

0 Ummæli