úrbræðsla
ég held að gestabókin hafi endanlega brætt úr sér eftir að HP opnaði sig svona all svakalega í henni. Ég var farin að halda að hann væri orðinn væminn (því hann getur jú verið ansi sannfærandi), en þær getgátur flugu út í veður og vind þegar hann kallaði Evu, uppáhalds frænku sína, bitch. Þá áttar maður sig á að ekki er allt með felldu og líklega er þetta bara leikaraskapur einn...því hvernig er hægt að kalla Evu bitch? Þó hún geti nú verið soldið skass þá er hún ósköp ljúft skass! Nú held ég að ég sé komin út fyrir hið meinta umræðuefni sem átti í upphafi bara að vera gestabókin. Hvar finn ég góða og trausta gestabók á netinu?
Nú er daginn heldur betur tekið að lengja og finnst mér það mikið ánægjuefni. Þrátt fyrir það finnst mér ríkja dálítill dofi yfir fólki...og þegar ég segi fólki þá er ég að tala um mig sjálfa, sem er að drepast úr leti og hefst varla á lappir á morgnana, og nemendurna mína, sem eru ofsalega þreyttir þegar þeir þá mæta í tíma. Mér hefur verið sagt af þeim reynsluríkari í greininni að janúar og febrúar geti oft verið svona 'þungir' en þegar nær dregur vori þá hleypur það lífi í þessi grey. Vona bara að það eigi við um mig líka....það er agalegt að vera svona hauglatur.