annað sætið
Linda systir hreppti annað sætið í keppninni um að verða Útvarpsstjarna Íslands og er það bara frábær árangur hjá henni. Hún hefur allavega komist að því í þessari keppni að hún á alveg erindi í útvarpið og hver veit nema við eigum eftir að heyra í henni á öldum ljósvakans.
Annars er það að frétta að ég, Íris, er komin í páskafrí og mun skella mér ásamt mínum tilvonandi til Boston í fimm daga eftir helgina....já, ég mun eyða páskunum í útlandinu og kemst því miður ekki í ferminguna hans Andra Björns, sem verður á skírdag, en hann fær hér með fyrir fram kveðju frá okkur Kalla. Kiss kiss...