fimmtudagur, apríl 27, 2006

Bookmark and Share

ARRRGGGHHHH...


Þetta er nú ekki rétti tíminn til að hanga heima með hita, hausverk, beinverki og hósta...ekki sátt.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Bookmark and Share

aaaaalveg að verða búið


það er aldeilis farið að styttast í annarlok. Þetta er síðasta kennsluvikan og er hún nánast öll undirlögð fyrir prófaundirbúning. Þetta er bara allt saman að smella saman. Svo er brúðkaupsundirbúningur í góðum málum líka, held ég (hef aldrei staðið í svoleiðis áður ;)) Við stefnum á að kíkja austur um helgina, enda löng helgi framundan. Kannski verða komin einhver lítil og sæt lömb í fjárhúsin...vonandi. Raularinn í Vík verður haldinn í síðasta sinn á sunnudaginn og aldrei að vita nema maður kíki þangað eftir að hafa passað nöfnu litlu. Það er bara allt að gerast!!!
Ætla einhverjir fleiri að skreppa í sveitasæluna um helgina?

 

0 Ummæli

mánudagur, apríl 24, 2006

Bookmark and Share

hehehe


þetta segi ég og skrifa...og stundu síðar er farið a snjóa...gat nú verið!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Hjúkket


eftir að koma út í snjóinn í morgun hélt ég bara að vetur og sumar ætluðu að frjósa saman út sumarið. En núna er snjórinn horfinn...sem betur fer.

 

0 Ummæli

laugardagur, apríl 22, 2006

Bookmark and Share

óvænt afþreying


Við Kalli fórum óvænt í leikhús í gær. Hann hringdi í mig rétt fyrir fimm í gær og spurði hvort mig langaði að sjá átta konur...semsagt leikritið Átta Konur sem er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu. Hann pantaði borð á Ítalíu og við snæddum þar fyrir leikhúsið. Leikritið var allt í lagi, stundum var reyndar svolítið erfitt að heyra og skilja hvað þær voru að segja, en eini karlmaðurinn í leikritinu, Kristján Ingimarsson, var mjög skemmtilegur.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Bookmark and Share
Blundurinn var nú ekki svo langur, en nóg til að halda manni vakandi fram að háttatíma.

Boston er mjög skemmtileg borg, ég mæli með henni. Við skoðuðum ýmislegt, ekki bara í Boston heldur allt um kring. Við fræddumst heilmikið um byltinguna 1775, þegar landnemarnir börðust gegn Bretunum sem og réttarhöldin yfir nornunum frá Salem 1692. Auðvitað röltum við um borgina og versluðum smá. Svo skelltum við okkur á Boston Red Sox leik (fyrir ykkur sem hafið ekki grænan grum um hvað það er, þá er það hafnaboltalið í Major League Baseball deildinni). Við fengum mjög gott veður, það var sól og peysuveður nánast allan tímann. Semsagt mjög góð ferð.

 

0 Ummæli

mánudagur, apríl 17, 2006

Bookmark and Share

Gleðilega Páska!


Við erum komin heim frá Boston, heilu og höldnu. Þetta var rosalega fín ferð...en ég er úrvinda og ætla að leggja mig í smá stund.

 

0 Ummæli

föstudagur, apríl 07, 2006

Bookmark and Share

annað sætið


Linda systir hreppti annað sætið í keppninni um að verða Útvarpsstjarna Íslands og er það bara frábær árangur hjá henni. Hún hefur allavega komist að því í þessari keppni að hún á alveg erindi í útvarpið og hver veit nema við eigum eftir að heyra í henni á öldum ljósvakans.

Annars er það að frétta að ég, Íris, er komin í páskafrí og mun skella mér ásamt mínum tilvonandi til Boston í fimm daga eftir helgina....já, ég mun eyða páskunum í útlandinu og kemst því miður ekki í ferminguna hans Andra Björns, sem verður á skírdag, en hann fær hér með fyrir fram kveðju frá okkur Kalla. Kiss kiss...

 

0 Ummæli

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Bookmark and Share

jæja jæja


þá er ég hrædd um að friðurinn sé úti...nemendur mínir hafa fundið þessa síðu. Ætli ég verði ekki að hætta að tala illa um þá hér ;) Neinei, þetta eru ágætis grey. Annars hef ég bara ósköp lítið að segja. Það styttist óðum í Boston ferðina okkar Kalla, mikið verður gott að komast í smá frí. Svo er bara einn mánudagur og einn þriðjudagur eftir í kennslu....tveir miðvikudagar, tveir fimmtudagar og þrír föstudagar.

EKKI GLEYMA AÐ KJÓSA LINDU SEM ÚTVARPSSTJÖRNU ÍSLANDS Á WWW.KISSFM.IS .... Hún er komin í þriggja manna úrslit...glæsilegur árangur það!!!

Hvað er annars að frétta úr ættinni?

 

0 Ummæli