komin heim úr sveitinni
og ætli maður skoði svo ekki fleiri sveitir í næstu viku þegar við förum í ferðalag á 'pikköppnum' með pallhúsið. Við ætlum að leyfa mömmu og pabba að koma með okkur því þau eru einmitt í fríi fram í næstu viku. Planið er að fara norður Sprengisandsleið, fara svo austur fyrir og enda í fallegustu sveitinni af öllum...minni sveit. Auk gamla settisins verða golfsettin tekin með og ætli maðurn nái ekki að slá nokkra bolta á leiðinni.