fimmtudagur, febrúar 26, 2009

Bookmark and Share

dómharður raðmorðingi með barnsandlit


já, það er ýmislegt sem nemendur kalla mann.
Ég frétt af bloggi sem einn nemandi hafði skrifað á síðustu önn. Greyið nemandinn var að farast úr stressi fyrir munnlegt próf og ekki hjálpuðu bekkjarfélagarnir til, því þeir sögðu að ef þau hikuðu í prófinu á myndu þau bara falla, ég væri svo dómhörð.
Ég spurði svo einn hópinn minn hvort ég væri gribba...þau hikuðu í smá stund og sögðu svo: nei, þú lítur ekkert út fyrir að vera gribba...blehbleh. Svo sagði einn að ég væri eins og raðmorðingi með barnsandlit. Ég gat ekki annað en hlegið!

Það er sko alveg á hreinu að þó ég sé rosa ljúf og góð þá er stutt í truntuna.

 

0 Ummæli

sunnudagur, febrúar 08, 2009

Bookmark and Share

blessuð sólin elskar allt...


það er nú meira hvað daginn er farið að lengja, sem betur fer. Mér finnst ég líka vera að vakna meira til lífsins...skammdegisþunglyndið er að hverfa á braut.

hef bara ekkert að segja!!!

 

0 Ummæli

mánudagur, febrúar 02, 2009

Bookmark and Share

ég elska bernaise sósu


verst hvað hún er óholl. Ég held að ég hafi innbyrt ansi mörg grömm af smjöri um helgina í formi bernaise sósu...nammnamm.

Að allt öðru...ég er ennþá svolítið þreytt, en ég er að venjast því að vera með svona góða nemendahópa. Það var einmitt mín tilgáta fyrir þessari þreytu: að ég er með svo góða hópa núna að ég er ofur afslöppuð...að ég gæti barasta sofnað.

Ég missti gjörsamlega af góða veðrinu á laugardaginn, þar sem ég þurfti að sitja inni í Menntaskólanum við Sund og hlusta á dásamlega fyrirlestra og kynningar. Minn elskulegi bróðir, Hlynur, og minn yndislegi frændi, Helgi, minntu mig óspart á af hverju ég væri að missa. Ég fékk nokkur SMS og myndir frá þeim. Takk fyrir það.

 

0 Ummæli