þvull og bæla
ojá...það er mánudagur...mánudagur til mismæla, var það ekki örugglega þannig?
Orð dagsins í dag í ensku 403 var
Altercation (to argue vehemently; a heated quarrel). Elskulegu nemendurnir skrifuðu það samviskusamlega niður og spurðu kennarann (mig) svo hvað það þýddi...kennarinn góði byrjaði að sjálfsögðu á því að útskýra það á ensku og gekk það bara nokkuð vel. En blessuð börnin þurfa líka íslenska þýðingu á orðinu og sagði kennarinn að orðið þýddi "jah, svona rifrildi, þreyta eða dæla". Að sjálfsögðu 'meikaði það ekki mikinn sens' fyrir nemendurna. Kennarinn góði hikaði og hugsaði hvað hann hefði nú sagt..."úbbs...ég meinti þræta eða deila". Mannleg mistök þar sem vöktu mikla kátínu nemendanna.
Að þeirri kennslustund lokinni fer kennarinn í næstu stofu þar sem hinn 403 hópurinn á að vera og að sjálfsögðu fá þau sama orð dagsins. Kennarinn hlær og gerir grín að sjálfum sér og segir þeim frá mismælum sínum í fyrri kennslustund. Svo kemur að því að þýða orðið og einhverra hluta vegna getur kennarinn ekki sagt orðin rétt...hann gerir sömu mistökin aftur!!!