fimmtudagur, mars 31, 2005

Bookmark and Share

Meiri letinginn


allavega þegar kemur að bloggi...neee...er bara löt almennt. Það hefur ekki mikið gerst hér á bæ eftir að mamma og pabbi fóru aftur heim. Þó á ég eftir að rekja restina af ferðalaginu okkar um ríki Texas, en við ókum með þeim til Dallas, þaðan til Austin og San Antonio (með stoppi í outletinu í San Marcos) og svo smá spotta eftir ströndinni til Galveston. Þaðan lá leiðin í Toyota Center í Houston þar sem við fórum á NBA leik, en Houston Rockets tóku á móti og sigruðu Portland Tailblazers...Yao Ming er risi. En stemmningin á þeim leik var ekkert á miðað við háskólaboltann, en við fórum á leik hér á campus þar sem Texas A&M tapaði, því miður, fyrir St. Josephs University. Samt frábær stemmning...alltaf gaman á Aggie leik! Ég er búin að setja inn myndir af ferðalaginu, en á eftir að skrifa við þær...ykkur er samt velkomið að kíkja á þær í Myndaalbúmi II. Ég skal reyna að hætta þessari leti og skrifa við myndirnar...mjög fljótlega (á morgun segir sá lati)!

 

0 Ummæli

laugardagur, mars 26, 2005

Bookmark and Share

ein aftur


Þá eru mamma og pabbi farin aftur á Frónið og við Kalli aftur tvö ein í kotinu. Það er hálf skrítið að hafa þau ekki hér, okkur fannst eitthvað svo eðlilegt að þau skuli vera hér hjá okkur. En núna tekur hversdagsleikinn við aftur...við munum svo gleypa í okkur páskaeggið á morgun..mmm...Gleðilega páska.

 

0 Ummæli

föstudagur, mars 25, 2005

Bookmark and Share
Jæja, hér fáiði loksins að sjá mynd af kúrekanum!


Pabbi kábboj! Posted by Hello

 

0 Ummæli

miðvikudagur, mars 23, 2005

Bookmark and Share
Við nennum ekkert að skrifa hér inn um þessar mundir...viljum frekar vera úti og njóta góða veðursins. Ég skal henda hér inn myndum og sögum fljótlega.

 

0 Ummæli

mánudagur, mars 21, 2005

Bookmark and Share

Allt í lagi þá


ég skal segja ykkur sögu...ferðasögu. En fyrst vil ég óska Atla Páli, frænda mínum, innilega til hamingju með að vera kominn opinberlega í fullorðinna manna tölu, hann hefur nefnilega alltaf verið ofboðslega mannalegur (ekkert mont HP).

Að morgni laugardagsins 12. mars var haldið af stað til Dallas. Þremur tímum síðar vorum við komin þangað. Við ákváðum að byrja á því að keyra enn norðar og skoða þann heimsþekkta búgarð Southfork, en þar bjó Ewing fjölskyldan í öllu sínu veldi í sjónvarpsþáttunum Dallas. Pabbi sá mynd af Pamelu sinni og varð alsæll,

Pabbi og Pamela Posted by Hello
en auðvitað var mynd af Bobby líka...og öllum hinum.

Mamma og Bobby Posted by Hello
Við fengum að ganga um húsið og skoða okkur um í flestum krókum og kimum þess.

Uppi á svölunum Posted by Hello
Einnig hvíldum við lúin bein við sundlaugarbakkann

Við laugina Posted by Hello
og borðið þar sem Miss Ellie sat sem oftast.

Við borðið hennar Miss Ellie Posted by Hello
Það var mjög gaman að koma þarna og skoða sig um.

Flottir kúrekar við hliðið Posted by Hello
Þetta er nóg í bili, ég segi frá næsta áfangastað seinna.

 

0 Ummæli

föstudagur, mars 18, 2005

Bookmark and Share

Áríðandi tilkynning!


Ágætu frændur og frænkur. Hér kemur staðfesting með SYSTKINAMÓT "05, sem haldið verður þann 20.04.05, síðasta vetrardag, hjá Hildi frænku í Vesturbergi 137, 111 Reykjavík, Gólanhæðum. Mæting klukkan 21:00

P.S: Helgi, þér er sérstaklega boðið ,ásamt öðrum barnabörnum , sem komin eru á aldur :-)

Með kveðju, Jón Pétur frændi.

 

0 Ummæli

föstudagur, mars 11, 2005

Bookmark and Share
Við höfum verið að taka því rólega síðan mamma og pabbi komu. Kalli er reyndar búinn að vera mjög upptekinn í skólanum. Við erum búin að skoða í búðir á daginn og svo bara verið úti og notið veðursins, en það hefur verið sól og 20-25 stig á daginn. Ég setti gömlu hjónin reyndar í vinnu í gær og lét þau þrífa bílinn og bóna...æ þau hafa nú bara ekkert gott af því að liggja í leti alla daga. Við erum svo að fara í nokkurra daga ferðalag á morgun. Ætlum að skoða Dallas (já við ætlum að skoða South Fork, þar sem þættirnir voru teknir upp). Svo ætlum við að fara til Austin og San Antonio, og keyra aðeins norður með strönd Texas. Ætlunin er að koma heim aftur á föstudag/laugardag.
Við systkinin gáfum mömmu og pabba stafræna myndavél í afmælisgjöf og nú er pabbi óður að taka myndir, þannig að við getum örugglega sett hér inn einhverjar myndir af ferðalaginu.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, mars 09, 2005

Bookmark and Share

nei nei nei


Við fengum okkur öll stórsteik á Texas Roadhouse...það var mjög gott. Svo fórum við heim og lágum á meltu í nokkra stund áður en við kveiktum í kökunni. Ég gaulaði svo braginn sem Sallý samdi í tilefni dagsins, með kveðju frá systkinum pabba:

(Lag: Ísland er land þitt) Tilefni: Agnar og Ragga 100 ára

Þetta er árið sem Agnar og Ragga
eignuðust hvort fyrir sig hálfa öld.
Þetta er árið, sem eigum að flagga
og auðvitað skálum við fagnandi í kvöld.
Dag þennan fæddist fyr’ 50 árum,
Á Fossum í Landbroti laglegur sveinn.
Dag þennan móðir grét göfugum tárum
af gleði því fannst ekki fríðari neinn.

Skömmu svo eftir að skreið hann úr vöggu
Í skvísurnar farinn var óðar að spá.
Í fyrsta bekk “folinn” hann fann hana Röggu
fór svo þau meg’ei af hvort öðru sjá.
Á óðali feðranna eiga þau heima
og una þar hag sínum dæmalaust vel.
Endalaus orka um æðarnar streyma
svo okkur hinum ei verður um sel.

Saman þau eignuðust indælis krakka
sem ætla að fjölga í ættinni senn.
Þeim fimmtugu táningum flest eiga að þakka
sem fóstruðu ungana og gerð’úr þeim menn.
Samt eitt ekki skiljum og okkur finnst skrítið
hve við hin öll eldumst í háttum og sjón.
Svo er eins og tímanum takist svo lítið
Að tylla sér á þessi öndvegis hjón.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, mars 08, 2005

Bookmark and Share
Hann fékk þó afmælisköku!


50 kerti fyrir 50 ár Posted by Hello

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

ELDUR ELDUR Posted by Hello

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

jæja


þá er kallinn orðinn fimmtugur. Mamma og pabbi komust hingað klakklaust. Við sóttum þau á flugvöllinn í Houston, þar sem gekk yfir þrumuveður, en göturnar voru nánast orðnar þurrar og sólin skein hátt á himni þegar við héldum heimleiðis. Um kvöldið fórum við út að borða á Texas Roadhouse, ekta kántrý veitingarstað og afmælisbarnið fékk fötu fulla af salthnetum...

Með hneturnar Posted by Hello

 

0 Ummæli

laugardagur, mars 05, 2005

Bookmark and Share

og ég bíð...


en biðin styttist óðum...mamma og pabbi leggja í'ann á morgun...það verður nú gaman að fá þau hingað. Annars er lítið sem ekkert að frétta frekar en fyrri daginn. Ég var að kenna fyrir Kate á miðvikudag, fimmtudag og föstudag og gekk það bara vel fyrir sig. Ég er meira að segja eiginlega alveg búin að læra nöfnin á nemendum hennar, kannski ekki seinna vænna, svona rétt áður en ég tek mér 3ja vikna frí!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, mars 02, 2005

Bookmark and Share

er að reyna


að hafa nóg að gera...fékk ekkert að kenna í dag, en einhvern veginn tókst mér að láta daginn líða mjög hratt þrátt fyrir að hafa ekki gert neitt! Ég verð að kenna fyrir Kate á morgun, fimmtudag og föstudag...svo kemur helgin...svo koma mamma og pabbi...JIBBÝ!! Annars er ekkert nýtt að frétta héðan...

 

0 Ummæli