The Iceberg has arrived...
Loksins loksins eftir mikið Eimskips vesen höfum við fengið okkar elskulega ísjaka í hendurnar og erum við alsæl með það (vonandi bara að hann setji okkur ekki á hausinn með bensínkostnaði!) Það var skondið að sjá svipinn á Kalla þegar hann settist upp í bílinn...held að ég hafi aldrei áður séð hann brosa hringinn! Þá getur grey mamma loksins fengið bílinn sinn aftur. Síðan vonast ég til að geta fengið búslóðina mína í vikunni, en gámurinn er kominn til lands og við búin að skila inn þeim skjölum sem þarf fyrir tollskoðunina. Það gæti jafnvel farið svo að við komumst í hann á morgun...ef ekki þá vonandi á miðvikudaginn....eða allavega áður en við förum austur á föstudagin (golfsettin eru nefnilega í gámnum!!)
P.S. commenta kerfið er í einhverju rugli...ef þið hafið eitthvað að segja má gjarnan nota gestabókina til þess (ef hún þá virkar)