fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Bookmark and Share

ekki bara enska!!!


neibbs, ég er víst ekki bara enskukennari, heldur var ég fengin til að kenna lífsleikni og vera með umsjón yfir einum nýnemabekknum. Það er nú svolítið skondið að ég var nýkomin af fundi með stjórnendum og öðrum nýjum kennurum þar sem fram kom að nýjum kennurum væri ekki falið það verkefni að sjá um umsjón, heldur myndu þeir vera til aðstoðar fyrir umsjónarkennarana til að byrja með. Reyndar er þetta bara til afleysingar þangað til ég tek við af bumbulínunni í október. Hingað til hefur allt gengið vel og bekkirnir mínir eru mjög fínir.
Það er nú ekkert lítið magn pappírs sem gengur handa á milli í skólunum. Mér finnst ég eyða heilu tímunum í að prenta út og ljósrita alls konar verkefni og annað tengt starfinu. Það fer mikill tími í ýmis konar undirbúning, sérstaklega fyrir svona grænan kennara blautan á bakvið eyrun (mig!) Maður er soddan kjúlli í þessu öllu saman og því ekki vanþörf á að skipuleggja sig vel. Maður hlýtur síðan að læra með tímanum að babla um námsefnið tímunum saman.

 

0 Ummæli

mánudagur, ágúst 22, 2005

Bookmark and Share

orðin full...fullorðin...


Þegar maður er einn með sjálfum sér á maður það til að hugsa soldið mikið og oft hálfgert bull. Ég var að ganga í vinnuna/skólann fyrir helgi og þá fór hugurinn á flug. Ég var að hugsa hvað það er nú skrýtið að vera að fara að kenna í framhaldsskóla. Nú er maður loksins að fara út á vinnumarkaðinn fyrir alvöru og er víst orðinn fullorðinn...og fyrirmynd nemenda sinna! Þarf maður þá að fara að haga sér eins og fullorðin og virðuleg mannsveskja? Hvernig haga fullorðnir sér? Að sjálfsögðu lítur maður þær fyrirmyndir sem maður sjálfur hafði hér fyrr á árum. Til dæmis fullorðna frændur og frænkur...get ekki sagt að það sé mikill virðuleiki yfir þeim...óttalegir rugludallar, allavega þegar ættin kemur saman, en þetta er ágætisfólk upp til hópa sem gaman er að umgangast og ég tel mig ekki hafa komið mjög skemmda undan þeim. Æ, ætli það sé ekki bara best að halda sínu striki og vera áfram soldið ruglaður á sinn hátt...krakkarnir læra inn á mann með tímanum! En mér líst bara vel á Borgarholtsskóla og held að það verði bara fínt að vinna þar. Ég skal reyna að vera dugleg og láta vita af mér.

 

0 Ummæli

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Bookmark and Share

komin aftur...


í "siðmenninguna". Loksins loksins höfum við fengið nettengingu. Af okkur er það að frétt að Kalli er bara ánægður í vinnunni og ég hef tekið hausinn uppúr pappakössunum...allavega þangað til við flytjum næst sem verður vonandi ekki á næstunni. Við erum nánast alveg búin að koma okkur fyrir í íbúðinni okkar, bara nokkur smáatriði eftir, eins og 'hvar eigum við að setja dótið.' Þegar við fórum út fyrir tveimur árum, þá fórum við með fimm ferðatöskur með okkur...ekkert annað. Núna flytjum við heim (nota bene, einungis tveimur árum síðar) með kassa í tugatali...skil ekki hversu mikið dót getur safnast upp á aðeins tveimur árum...alveg magnað!

Ég er komin með vinnu. Fer að kenna ensku í Borgarholtsskóla. Ég fæ að byrja strax að kenna einn ensku 102 áfanga, svo tek ég við af einni sem er að fara í fæðingarorlof í október og þá bætast við tveir 102, tveir 403 og einn 703. Þetta verður örugglega bara fínt. Las í gær og fyrradag bókina sem 102 á að lesa í vetur, en hún heitir "Killing Mr. Griffin" (drápið á herra Griffin). Hún fjallar um nemendur sem drepa enskukennarann sinn....vona að mínir nemendur fái engar hugmyndir. Neinei, þetta er fín bók, soldið spennandi. Það verður fínt að komast í smá rútínu aftur.

 

0 Ummæli