fúlasta alvaran
jæja þá er nú jólafríið að enda...kennarafundur og töfluafhending á morgum, svaka stuð. Þrátt fyrir að vera kennari finnst mér þessi jól ekki hafa verið neitt neitt. Greyið hann Kalli minn, sem og mörg önnur grey, þurftu að vinna megnið af jólunum. Það verður þá bara skárra næst...eða það ætla ég allavega að vona að maður þurfi ekki að ganga í gegnum svona skitujól aftur. Hugsa sér, búinn að borða allan þennan fína mat á aðfangadag og jóladag og svo fer það bara allt saman í vaskinn...eða réttara sagt, klósettið, upp og niður og svaka læti. Algjör óþverri!
Annars byrjar kennslan hjá mér á föstudaginn og held ég að það verði bara alveg ágætt að byrja aftur að kenna, hef varla gott af því að verða latari en ég er nú þegar.