þriðjudagur, júlí 25, 2006

Bookmark and Share

home sweet home


Jæja, þá erum við komin heim úr brúðkaupsferðinni/sumarfríinu til Krítar. Þetta var aldeilis fín ferð. Við komum út á mánudagskvöldið og tókum því bara rólega fyrsta kvöldið, röltum um nágrenni hótelsins og fengum okkur að borða. Hótelið var nálægt ströndinni en það var ekki mikið í gangi þar. Við eyddum smá tíma á ströndinni fyrsta daginn, en þar sem við höfum ekkert svakalega mikla þolinmæði til að liggja bara og svitna ákváðum við að leigja bíl í 3 daga og keyra aðeins um eyjuna. Við keyrðum um mjög hlykkjótta og bratta fjallavegi í gegnum lítil fjallaþorp. Svo á laugardaginn fórum við í dagsferð (og rúmlega það) til Santorini. Við þurftum að mæta í rútuna rúmlega fimm um morguninn til að keyra í skip sem lagði úr höfn klukkan sjö. Svo sigldum við í 4 1/2 klukkustund til eyjunnar. Þar eyddum við um 3 klst. í skoðunarferð. Eyjan er í raun gamalt eldfjall sem sprakk í loft upp árið 1650 fyrir Krist og eftir standa gígbarmarnir upp úr sjó. Eyjan er mjó og bogadregin og magnað að sjá þorpin byggð á gígbörmunum og teygja sig niður með þverhníptum klettunum.

Sunnudeginum og fyrripart gærdagsins eyddum við bara í afslöppun við hótelið áður en lagt var í hann heim á leið. Veðrið var mjög gott allan tímann, sól og blíða og um eða yfir 30 stiga hiti. Það er mjög gaman að koma til Krítar þó ýmislegt í menningunni þar sé allt öðruvísi en maður á að venjast, stundum fannst manni maður vera komin áratugi aftur í tímann.

 

0 Ummæli

sunnudagur, júlí 16, 2006

Bookmark and Share

Elísabet 5 ára!


og hún er á Spáni. Við Kalli fengum SMS frá henni í dag og hún á sko afmæli í dag og er á Spáni, best að hafa það á hreinu. Við óskum henni til hamingju með 5 ára afmælið á Spáni.

Við hjónin erum ferðbúin og Krít bíður okkar...mmmm, aldrei að vita nema maður fái að njóta góðs veðurs. Við vonum það allavega.

 

0 Ummæli

föstudagur, júlí 14, 2006

Bookmark and Share

að flýja land


já, það fer alveg að líða að því að við hjónin flýjum land í nokkra daga. Þetta sumarveður hér er hætt að vera fyndið. Kannski fá landar okkar sumarveður þegar við förum (sem væri nú bara alveg dæmigert). Annars vorum við að fá okkur nýja skápa í hreiðrið okkar og er uppsetning þeirra hafin. En fyrir aulaskap fyrirtækisins sem við keyptum skápana af þá vantar slatta af hlutum til að þeir geti kallast fullkláraðir. Þessir hlutir fást ekki fyrr en í næstu viku og lýkur því uppsetningu þeirra fyrr en eftir að við komum heim aftur frá Krít...djö*&%$*#%& Öll fötin okkar eru búin að vera í stofunni í viku og þau verða víst að vera þar eitthvað áfram. Verð að segja að ég er farin að hlakka til að fá íbúðina í stand, því hún hefur eiginlega verið í rúst frá því fyrir brúðkaup!!!!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Bookmark and Share

Júlía Rut


á eins árs afmæli í dag, litla krúsídúllan. Hún er að spóka sig í sveitinni um þessar mundir, sendi henni kossa og knús!!! Svo skilst mér að Lilja frænka eigi líka afmæli í dag, til hamingju með það.
Það er bara ekkert að frétta hjá okkur, allt í rólegheitunum. Ég fæ stöku SMS frá pabba þar sem hann lætur vita hvar þau eru stödd...í dag eru þau í Frakklandi og Mónakó..örugglega að rúnta um formúlubrautina og spóka sig svo á frönsku rivíerunni, ekki slæmt það.

 

0 Ummæli

laugardagur, júlí 08, 2006

Bookmark and Share

í dag


fór ég með eiginmanni mínum (Unnur Björk, hvenær ætlar þú að fá þér svoleiðis?) í langa skemmtigöngu. Við gengum í u.þ.b. fjórar klukkustundir og höfðum litlar hvítar kúlur til að eltast við og hafa ofan af fyrir okkur. Þessi ganga fór fram á Þorláksvelli, í landi Golfklúbbs Þorlákshafnar. Ég verð nú að segja að þessi hringur var nú töluvert frá því að vera með þeim betri sem ég hef spilað, en völlurinn er rosalega skemmtilegur. Oft á tíðum gengur manni brösuglega að koma þessari kúlu í holuna og örlar þá gjarnan á pirringi. Ég eyði yfirleitt ekki löngum tíma í svona pirringsköst, kannski fram að næsta skoti. Í dag, aftur á móti varð ég rúmlega pirruð á tímabili. Man varla eftir öðrum eins golfpirringi, fussaði og sveiaði, ja, ætli það hafi ekki bara tekið mig 2-3 brautir að jafna mig. Ég varð, eins og pabbi segir, svo reið inní mér...þoli ekki svona meðalmennsku, vil bara getað spilað almennilega, hætta að hjakka alltaf í sama farinu. Oh, mig langaði að grenja, ég var svo pirruð. Kalli greyið reyndi að hughreysta mig, þessi elska. Pirringurinn var á bak og burt þegar ég fékk fugl á níundu holu (fyrir þá sem ekki vita, þá er fugl eitt högg undir pari...fyrir þá sem ekki vita hvað par er þá nenni ég ekki að útskýra það). Nú höfum við nýlokið við að gæða okkur á góðum grillmat og að sjálfsögðu er HM í imbanum!!!

 

0 Ummæli

föstudagur, júlí 07, 2006

Bookmark and Share

afmæli afmæli afmæli


Davíð Andri, litli bróðir minn, á afmæli í dag. Hann er orðinn hvorki meira né minna en 24 ára gamall....usssss. Að sjálfsögðu óskum við honum innilega til hamingju með daginn.
Fyrst ég er að tala um afmæli, þá er hér smá fróðleiksmoli: Börkur og Viggi eiga líka afmæli í dag!!! Sniðugt, ekki satt?!?
Jæja, þá er sumarið loksins komið í borgina og því ætti maður ekki að hanga inni og slá stafi í tölvuna heldur að fara út og njóta sumarsins, því þetta gæti verið síðasti góðviðrisdagurinn....maður veit aldrei!!!
Adios...

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Bookmark and Share

elskuleg amma mín


á afmæli í dag og vil ég óska henni innilega til hamingju með daginn.
Díana og Árni eiga líka 3ja ára brúðkaupsafmæli í dag...congrats!!

 

0 Ummæli

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Bookmark and Share

til hamingju, til hamingju...


Þuríður og Erlingur með litlu dótturina sem fæddist í gærkvöldi. 13 merkur og 51 cm.

 

0 Ummæli

laugardagur, júlí 01, 2006

Bookmark and Share

menningarlega sinnuð


já það erum við.
Við hjónin (hehe...mér finnst svo gaman að segja/skrifa þetta) tökum heldur betur þá í menningunni hér í borg. Við erum búin að fara á nokkrar leiksýningar í vetur, vor og sumar. Fórum á leikritin Wozzeck og átta konur í vetur, viltu finna milljón í vor og svo í kvöld fórum við á söngleikinn Footloose. Mér fannst hann bara mjög skemmtilegur, maður fékk nú smá kjánahroll af að heyra þessi gömlu góðu 'eitís' lög. Fyrir leikhúsið snæddum við kvöldverð á Argentínu steikhúsi þar sem við fengum okkur dýrindis humarsúpu, dýrindis nautasteik, dýrindis lambafillet og að sjálfsögðu dýrindis súkkulaðiköku með vanilluís í eftirrétt. Semsagt var þetta dýrindis máltíð. Við stóðum gjörsamlega á blístri eftir. Ég verð nú ekki oft það södd að það sé erfitt að anda...en það var ég í kvöld. Maðurinn minn var svo góður að fórna HM leik Brassanna og Frakkanna til að fara út með mér í kvöld! Á ég ekki góðan mann?!?

 

0 Ummæli