mánudagur, apríl 30, 2007

Bookmark and Share

jæja


þá er kennslunni lokið á þessu skólaári og nú taka við tvær vikur af sauðburði og prófum. Ég hlakka mikið til að komast í sveitina mína og vera þar í viku í fjárhúsunum með mömmu, pabba og Bjössa.

Ég hef bætt inn hlekk á síðu Napoleons, en þar má hlusta á lög með þessari frábæru hljómsveit.

 

0 Ummæli

laugardagur, apríl 28, 2007

Bookmark and Share

ég elska grillmat


mmm...gott grillað kjöt með fullt af grilluðu grænmeti og kartöflugratíni auk smá slettu af hvítlaukssósu...jammjamm.
Þetta var semsagt í matinn hjá okkur hjónakornunum í kvöld.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

mér leiðist svona mikið rok


...en það góða við rokið í dag er að það er ekki skítkalt!

 

0 Ummæli

laugardagur, apríl 21, 2007

Bookmark and Share

blogg


Ég er ekki góður bloggari (og já, ég veit að 'bloggari' er ekki rótgróin íslenska...). Ég hef ekki mikið að segja dagsdaglega og ég vil ekki þreyta mína dyggu lesendur með einhverju hversdagstuði um öll smáatriði sem ég gerði af mér þann daginn. Ég er ekki ein af þeim sem get snúið mér að næstu ókunnugu manneskju og byrjað að spjalla um daginn og veginn. Ég bara hef svo lítið að segja. Nú hefur mér tekist að þvæla um ekki neitt í 84 orðum.

Ó já, Mér skildist á Björk að þau væru búin að finna nýtt nafn á hljómsveitina. Napoleon...ekki hef ég hugmynd um af hverju í ósköpunum þau völdu þetta nafn. Mér finnst persónulega að þau ættu frekar að kalla sig 'Cousins'. Spurning um að velta sér aðeins lengur upp úr þessu.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Hvar endar okkar ylhýra...


...ef þróunin heldur áfram sem horfir þá verður orðaforði landans ekki beysinn áður en langt um líður. Stundum fæ ég illt í málvitundina þegar ég les fréttir, ýmist á vefnum eða í blöðunum. Sem dæmi má nefna þessa frétt sem ég rak augun í á vefsíðu fréttamiðils...
"Steven Gerrard verður líklega ekki í liði Liverpool gegn Wigan á morgun og það yrði í fyrsta skipti í vetur sem Rafael Benítez knattspyrnustjóri myndi ekki stilla fyrirliðanum upp í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni."
- - - - Finnst ykkur þetta gott mál?
Ég veit mæta vel að ég er enginn snillingur þegar kemur að orðalagi og skrifum, enda eru skrif ekki mín atvinnugrein. Mér finnst samt að blaðamenn sem og annað fréttafólk ætti að víkka út orðaforðann sinn og nota hann fjölbreyttari í flutningi. Hinn almenni borgari gæti jafnvel lært eitthvað af því og þá sérstaklega ungt fólk, því ekki les það mikið af bókmenntum og mætti því alveg við því að heyra og lesa vandað og gott mál í fréttunum. Ekki skil ég öll orð í íslensku máli, en mér finnst gaman að læra ný orð...

 

0 Ummæli

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Bookmark and Share

Þaðervorið...


eða faðirvorið?
Ég fékk þetta sent og ákvað að skella því inn.

Það er vor.
Ég er í sjöunda himni.
Helgin fyrir stafni - búin að fara í ríkið.
Veðrið er æði, sólin skín,
hvergi ský á himni.
Búinn að panta súpu og brauð
og búinn að borga allar mínar skuldir,
svo sem engin ósköp sem
ég á af skuldunautum.
Er á leið í ofsa veislu,
ætla að láta öllum illum látum,
Því að þetta er lífið,
náttúran og dýrðin
að eilífu
gaman!

 

0 Ummæli

föstudagur, apríl 13, 2007

Bookmark and Share

no more Toads...


Hlynur og Björk voru að tala um það um páskana að þau langaði að breyta nafninu á hljómsveitinni. Þeim finnst The Lost Toad ekki vera nógu gott nafn. Ég stakk upp á The Freak Show, en einhverra hluta vegna leist þeim ekki á það. Mig langar að biðja ykkur, sem eruð svo dugleg og þolinmóð og yndisleg að nenna að kíkja á þessa síðu, að leggja höfuðið í bleyti og etv. koma upp með einhverjar hugmyndir fyrir krakkaormana. Fyrir ykkur sem hafið búið með höfuðið í sandinum undanfarin ár, þá er þetta hljómsveit sem skipuð er þeim fjórmenningum og frændsystkinum Hlyni, Björk og tvíbbunum Herði og Sindra.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Bookmark and Share

ég er tilbúin


til að fara í sumarfrí. Ég elska að vera í fríi...ég elska að geta hangið heima ef mér sýnist svo, á náttfötunum jafnvel, allan daginn. Ég ætlaði varla að nenna að drattast í vinnuna í morgun. Hins vegar fannst mér gaman að hitta grísina mína og gemsana aftur þó þau væru mjög svo mis vel tilbúin til að fara að læra. Það er þó bara stutt eftir af önninni...oh stundum finnst mér svo æðislegt að vera kennari.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Bookmark and Share

dymbill....


þá er það dymbilvikan og ég er komin í páska"frí". Tók mig til og náði mér í bunka af prófum og ritgerðum á laugardaginn til að fara yfir um páskana. Ég hef eytt núna tveimur dögum í að koma mér í það að fara yfir þetta og satt að segja er ég ekki mjög mótiveruð í það. Ég hef ekki verið hinn besti kennari undanfarnar tvær vikur vegna annarra anna. Mér finnst ég svolítið hafa vanrækt nemendur mína, en Comenius verkefnið tók sinn toll. Við eyddum síðustu viku með kennurum frá Ítalíu, Portúgal, Póllandi, Frakklandi og Belgíu við verkefnagerð og í skoðanaferðir. Ég fékk Unnar og félaga hans úr Déjà Vu Group til að fara með okkur í jeppaferð sem heppnaðist mjög vel og gestirnir voru himinlifandi yfir frábærum viðtökum og ævintýrum. Ég er mjög ánægð með vikuna en það er gott að komast í frí, þó að maður hafi ritgerðirnar hangandi yfir sér. Við stefnum á að fara austur á fimmtudaginn og eyða páskunum þar...ég hlakka til.

 

0 Ummæli

sunnudagur, apríl 01, 2007

Bookmark and Share

Fyrsti apríl!!!


Ég hljóp ekki fyrsta apríl í dag, en var að horfa á fréttirnar á stöð 2 og velti fyrir mér hversu margir munu hlaupa til og skrá sig í varalið lögreglunnar. Mér finnst alltaf gaman að horfa gagnrýnum augum á fréttir þennan dag og reyna að finna út hvaða fréttir eru gabb.

 

0 Ummæli