þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Bookmark and Share
I have a dæmon.....
...tók próf til að komast að því hvaða 'dæmon' hentaði mér best og þetta varð niðurstaðan.
Við vorum semsagt að klára The Golden Compass í ensku 503...

 

0 Ummæli

laugardagur, nóvember 24, 2007

Bookmark and Share

komin heim


þrátt fyrir góða ferð til Frakklands finnst mér ákaflega gott að koma heim til mannsins míns. Í þessari ferð var mikið skoðað, borðað og drukkið. Vín í boði í hverri máltíð, jafnvel þeim sem við borðuðum í skólanum, en að sjálfsögðu fengu nemendurnir ekki vín með hádegismatnum. Ég nenni ekki að segja sólarsöguna núna...bara láta vita að ég er heil á húfi, með heila og húfu.

 

0 Ummæli

sunnudagur, nóvember 18, 2007

Bookmark and Share

ætla að skreppa


ég ætla að fara til Marseille í nokkra daga, kem aftur á laugardaginn.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Bookmark and Share

Karlmaðurinn...þessi elska


Guð byrjaði með að skapa asnann og sagði síðan við hann: - Þú ert asni. Þú átt eftir að þræla hvern einasta dag og verður kallaður heimskur. Þú munt lifa í 20 ár.
Asninn svaraði: Ojoj þetta hljómar ekki vel....getum við ekki sagt að ég lifi bara í 5 ár. - Guð samþykkti tillögu asnans.
Síðan skapaði Guð hundinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður hundur og munt einbeita þér að því að hlýða, borða afganga og standa vörð um húsið. Þú munt lifa í 35 ár.Hundurinn svaraði: Ojoj, þetta verður ekkert skemmtilegt líf, er ekki nóg að ég lifi bara í 15 ár? - Guð samþykkti tillögu hundsins.
Nú skapaði Guð páfagaukinn og sagði við hann: - Þú verður kallaður páfagaukur. Þú munt sitja úti í horni og endurtaka allt sem sagt er til ama fyrir alla. Þú munt lifa í 75 ár.Páfagaukurinn svaraði: Þetta hljómar frekar einhæft og leiðinlegt. Getum við ekki bara sagt 50 ár og málið er dautt? - Guð samþykkti tillögu gauksa.
Að lokum skapaði Guð manninn og sagði við hann: - Þú ert karlmaður og munt lifa góðu lífi. Þú ert vel greindur og munt ráða ríkjum á jörðinni. Þú munt lifa í 20 ár.Maðurinn svaraði: Þetta hljómar allt mjög vel og ég mun örugglega una hag mínum vel. En get ég ekki lifað aðeins lengur? (og nú sannaði karlmaðurinn greind sína): - Get ég ekki fengið 15 árin sem asninn vildi ekki, 20 árin sem hundurinn afþakkaði og líka þessi 25 ár sem páfagaukurinn vildi ekki? Guð samþykkti tillögu mannsins.
Þess vegna lifir maðurinn æðislegu lífi upp að 20 ára aldri. Síðan giftir hann sig og þrælar næstu 15 árin og venst því að vera kallaður heimskur. Næstu 20 árin fara í að uppfylla þarfir allra fjölskyldumeðlimanna, borða afganga og passa húsið. Að lokum situr karlmaðurinn síðustu 25 ár ævinnar úti í horni og endurtekur allt það sem sagt er, til ama fyrir alla í nánasta umhverfi.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

inn um lúguna


fyrsti hluti anda jólanna kom inn um bréfalúguna í fyrradag, þ.e. bókatíðindin. Ég byrja eiginlega að hlakka til jólanna þegar þau koma í hús, veit ekki af hverju, en mér finnst voða gaman að fletta þessu riti og sjá sjálfa mig í huggulegheitum undir teppi að lesa góða bók í jólafríinu...oh svo huggulegt eitthvað.

 

0 Ummæli

mánudagur, nóvember 12, 2007

Bookmark and Share

allt að gerast þennan veturinn


við keyptum okkur nýjan bíl, við erum búin að selja ísjakann, höfum keypt okkur nýja íbúð í Mosfellsbænum og höfum tekið kauptilboði sem barst í gömlu íbúðina um helgina...hvað ætli við gera næst?!?

(hehe....ég ekki tala mjög gott íslenska....ég hafði nefnilega skrifað hvað skyldum við gera næst, en breytti svo skyldum í ætli, gleymdi að breyta gera í gerum.....sillí mí)

 

0 Ummæli

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Bookmark and Share

ég gat alveg...


...sofnað, það bara tók svolítið langan tíma. Mikið svakalega var ég syfjuð morguninn eftir.
Það er nóg að gera og ég ætti ekki að eyða tímanum í bloggskrif, en svona er það nú samt. Ég þarf að klára að undirbúa tímana fyrir næstu viku, þar sem ég verð stödd í Marseille alla vikuna. Það þýðir að ég á bara tvær vikur í kennslu eftir, og það er meira en nóg eftir af kennsluáætlununum, eins gott að nemendurnir standi sig líka.

 

0 Ummæli

föstudagur, nóvember 09, 2007

Bookmark and Share

óstöðvandi flæði


málið er það að ég get ekki sofnað af því að heilinn í mér stoppar ekki....óstöðvandi hugarflæði sem hamlar því að ég komist í draumalandið. Frekar pirrandi.
Annars styttist í það að ég fari að hlakka til jólanna! Happy thoughts, happy thoughts!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Bookmark and Share

á netinu


þá er íbúðin okkar komin á netið...það er frekar skrýtið að sjá allt draslið sitt á fasteignavef mbl.is. Við vonum að hún seljist fljótt.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Bookmark and Share

góður dagur til að selja bíl, já...


Kalli sá ísjakann fyrir utan húsið í Foldahverfinu í morgun. Svo þegar ég fór að heiman þá að sjálfsögðu keyrði ég framhjá því og sá að bíllinn var farinn. Ég fékk mér því smá bíltúr og keyrði upp á bílasölu, en þar var ísjakann hvergi að sjá...hvað er eiginlega í gangi hér!!! Ég hringdi í Kalla og sagði honum að bíllinn væri nú barasta horfinn og að hann ætti nú að hringja á söluna og spyrjast fyrir um bílinn. Hann gerði það og þá kom upp úr kafinu að þeir seldu bílinn seint í gær á því tilboðsverði sem sett var á hann og í dag þarf því að skrifa undir söluna. Þetta er kannski ekki sá mest spennandi endir á framhaldssögunni, en þetta er samt góður endir!!!

 

0 Ummæli