föstudagur, desember 31, 2004

Bookmark and Share

heim í Aggieland!


Jæja, þá erum við komin aftur í Aggielandið góða eftir gott ferðalag. Við lögðum af stað að morgni annars í jólum og héldum áleiðis til Big Bend, sem er þjóðgarður í suð-vestur hluta Texas, við landamæri USA og Mexico. Þar sem þetta ríki er svo rosalega stórt gistum við eina nótt í Fort Stockton áður en við komumst í garðinn, en það er tveggja tíma akstur frá garðinum. Þegar í garðinn var komið byrjuðum við á því að skoða okkur um, það var alveg rosalega fallegt þarna, há fjöll (eitt sem minnti mig á ofvaxinn Systrastapa) og mis-mikill gróður. Niðri á sléttunum var takmarkaður gróður, kaktusar og einhverjar smá hríslur, en í fjöllunum var aftur á móti gróðursælla, en þar voru skógar. Gististaðurinn var mjög skemmtilegur, það er smá túristaþorp með hóteli og veitingastað staðsett inn á milli fjalla sem mynda smá hring í miðjum garðinum. Það var mjög fallegt þar. Við fórum í þriggja tíma göngu upp á eitt fjallið í frábæru veðri. Við skoðuðum Rio Grande, sem er áin sem skilur að Bandaríkin og Mexico, iss, þetta er bara smá spræna, hún er allavega ekki grand þar sem við sáum hana. Okkur tókst ekki að sjá birni eða fjallaljón, en við sáum villisvín, dádýr og hlaupafugla (roadrunner). Held að ég láti myndir tala sínu máli, ég set þær inn fljótlega. Við eyddum tveimur dögum í garðinum og ókum út úr garðinum um kvöldið og gistum aftur í Fort Stockton. Rétt eftir að komið er úr garðinum er landamæralöggan með eftirlitsstöð, til að reyna að komast hjá smygli á ólöglegum innflytjendum og eiturlyfjum o.s.frv. Við vorum stöðvuð og spurð hvort við værum Bandarískir ríkisborgarar. Neibbs, við erum Íslendingar. Já, einmitt, eins og það sé eitthvað merkilegt. Löggan vildi fá að sjá vegabréfin okkar. Már og Fanney voru sem betur fer með sín vegabréf, en við Kalli höfðum ekki tekið okkar með, þar sem við fórum nú ekkert út úr landinu (við þurfum nefnilega pappíra frá skólanum til að komast inn í USA aftur ef við förum úr landi). Við sögðum löggumanninum að við værum nemendur við Texas A&M og hefðum ekki tekið með okkur neina pappíra. Hmm...það var ekki nógu gott. Maðurinn tók skilríkin okkar (Texas ökuskírteinin og nemendaskírteinin) og sagði okkur að leggja bílnum til hliðar á meðan hann athugaði hvort við værum í raun lögleg í landinu. Á meðan við biðum kom önnur lögga út og hélt yfir okkur góða ræðu. Við erum semsagt lögbrjótar, því við eigum að vera með þessa pappíra með okkur þegar við ferðumst, gætum þurft að greiða háar sektir eða að dvelja í fangelsi í allt að 30 daga og jafnvel send úr landiPrisoner...ji mitt hjarta byraði hamast. Hann sagði ýmislegt sem við höfðum ekki hugsað út í...eins og að þeir eiga ekki að sanna að við séum lögleg, heldur er það á okkar ábyrgð að vera með gögnin um það. Svo eru margir sem koma löglegir inn í landið, til dæmis sem stúdentar, og svo þegar vísað þeirra rennur út og þeir eiga að drullast heim til sín, þá gera þeir það bara ekki og verða því ólöglegir í landinu. Eftir nokkra stund kom hin löggan aftur og sagði að við værum skráð með stúdenta-visa í kerfinu og allt væri í gúddí. Sem betur fer leyfðu þeir okkur að halda áfram án nokkurra eftirmála. Okkur hefði aldrei dottið í hug að þetta væri svona mikið mál. Þegar við komum heim frá Californiu í sumar, lentum við í eins eftirliti, hann spurði okkur hvort við værum ríkisborgarar, við sögðum bara nei og hann leyfði okkur að fara. Samt vorum við með troðfullan bílinn af dóti, í aftursætinu líka, og teppi yfir öllu draslinu...hefðu getað verið nokkir Mexíkanar þarna undir...eitt er víst að pappírarnir fara með okkur í hvert skipti sem förinni er heitið út fyrir bæinn!!!

 

0 Ummæli

laugardagur, desember 25, 2004

Bookmark and Share

Blessuð jólin!


Við höfðum það nú aldeilis fínt í gær, borðuðum góðan mat og opnuðum fínu pakkana okkar. Jólasvínið smakkaðist mjög vel og eins meðlætið. Auðvitað var þessu skolað niður með hinu eina sanna malti og appelsíni, annað er nú ekki hægt. Yfir pökkunum hökkuðum við í okkur íslenskt sælgæti. Kílóin munu nú ekki hrynja af menni þessi jól frekar en önnur. Steak House Í dag ætlum við svo að gæða okkur á hangikjötinu sem tengdó komu með...ji hvað það verður gott að fá hangikjöt með uppstúf, soðnum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli, nammnamm.

Hitinn er aðeins að rísa hér kominn í um tíu gráður. Takk, Valdi, fyrir góðu ráðleggingarnar. Við skelltum okkur í peysur og varð okkur miklu hlýrra eftir það. Við gerum þetta næst þegar okkur verður kalt. Freezing Cold

 

0 Ummæli

föstudagur, desember 24, 2004

Bookmark and Share

Gleðileg Jól!


Við óskum öllum sem vilja þekkja okkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hér verður reynt af öllum mætti að gera jólin eins lík íslenskum jólum og hafa veðurguðirinir greinilega gert sitt líka. ShiverHér hefur frosið á nóttunni og hitastigið verið um frostmark á daginn...sem sagt skítakuldi.
Hafið það sem allra allra best um hátíðirnar.
Candy Cane 1

 

0 Ummæli

fimmtudagur, desember 23, 2004

Bookmark and Share

á ferð og flugi


Við höfum verið á rúntinum um Texasríki undanfarna daga...og er það rétt byrjunin. Á mánudaginn fórum við til Houston og skoðuðum Galleria verslunarmiðstöðina, keyptum ekkert, svo fórum við í IKEA og röltum einn hring þar, keyptum sænskt gúmmísælgæti og kókosbollur.
Í gær var förinni heitið til San Antonio þar sem við skoðuðum riverwalkið, skemmtilega göngugötu sem stendur við árbakka og við skoðuðum líka the Alamo. Við fengum rosalega fínt veður, yfir 20 stig, sól og blíða. Við gistum í San Antonio í nótt og fórum svo til Austin og skoðuðum okkur um þar í skítakulda, hitinn fór niður í 2 stig í dag...ji hvað það var kalt og hávaðarok. Svo er talað um að íslenskt veður skipti um skoðun á hverjum degi!

 

0 Ummæli

laugardagur, desember 18, 2004

Bookmark and Share

Ég í góðum fíling! Posted by Hello

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

takk takk


kærlega fyrir allar kveðjurnar. Útskriftin gekk vel fyrir sig, held ég. Ég reyndar fór um leið og ég var búin að fá diplómað í hendur. Svo þar sem minn elskulegi faðir heitir Agnar, var ég fremst í stafrófinu...jei...Sem betur fer voru doktorsnemarnir útskrifaðir fyrst, svo mastersnemarnir, þannig að ég þurfti ekki að vera alveg allra fyrst í röðinni. En þar sem ég var svona framarlega þá var ég farin út rúmum klukkutíma eftir að athöfnin byrjaði og við gátum farið beint til Dallas að ná í tengdó á flugvöllinn. Ég mun setja myndir í albúmið fljótlega...í dag eða á morgun.
Góða helgi, gott fólk.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, desember 14, 2004

Bookmark and Share
Ég veit mæta vel að það er löngu kominn tími til að skrifa eitthvað hér inn. Þannig er nú mál með vexti að ég barasta hef ekkert að segja. Ekki neitt. Það er ekkert merkilegt að gerast hjá okkur um þessar mundir. Það eina sem er í gangi hjá okkur þessa dagana er að spila golf, Kalli er að klára að vinna fyrir prófessorana, ég var rétt í þessu að ljúka við jólakortaskrif og við bara bíðum eftir tengdó, útskriftinni og jólunum.
Hvað er að frétta hjá ykkur, kæru vinir og ættingjar?
What's New

 

0 Ummæli

laugardagur, desember 11, 2004

Bookmark and Share
GLEYMDI EINU...eða tvennu...
getur einhver sent mér heimilisföngin hjá Guðna í Noregi og Ólu í Canada...það eru nefnilega jólakortaskrif í gangi Christmas Card

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

gúrkutíð


já, það má segja að það sé hálfgerð gúrkutíð hjá fréttadeildinni hér...ekkert merkilegt að gerast. Ég er búin að skila inn öllum verkefnum og Kalli líka, en hann er reyndar enn að vinna fyrir tvo prófessora í deildinni og verður út næstu viku. Svo er það bara útskriftin á föstudaginn og auðvitað að sækja tengdó á flugvöllinn sama dag. Það verður nóg að gera á föstudaginn í næstu viku.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, desember 08, 2004

Bookmark and Share

rúsína á passamynd


 

0 Ummæli

þriðjudagur, desember 07, 2004

Bookmark and Share

komdu nú að kveðast á...


ég er búin að vera að spjalla við Hlyn bróður í meira en klukkutíma á MSN (ath, klukkan er orðin hálf fimm að morgni í Íslandi) og við erum búin að vera að kveðast á (óttalegt hnoð)...viljum hvorugt gefast upp...hvaðan skyldum við hafa þessa þrjósku?

Ég ætlaði að klára jólainnkaupin í dag...svo varð nú ekki. Mín var bara alveg tilbúin að fara út um dyrnar, búin að sjæna sig til og alles, þegar skellur á þrumuveður...rok, rigning, þrumur og eldingar...æðislegt. Ég hætti við á stundinni, nennti ekki út í þetta veður, enda verða göturnar svo hálar í rigningu og brjáluðu ammríkanarnir á stóru trukkunum gætu runnið eins og beljur á svelli á fína bílinn minn og skemmt hann. Neinei, maður verður bara holdvotur af því að stinga nefinu útfyrir dyrnar. Get alveg klárað innkaupin á morgun eða hinn...eða hinn...eða hinn...(á morgun segir sá lati)
Lazy

 

0 Ummæli

sunnudagur, desember 05, 2004

Bookmark and Share

annar í aðventu


og ekki til neitt jólaskraut á heimilinu, ekki einu sinni brot úr litlu jólaskrauti. Haldiði að það sé frammistaða?
Annars er ætlunin að klára jólainnkaupin sem fyrst og senda pakkana á frónið og vona að þeir komist til skila fyrir jól. Ef ekki, þá verður bara að hafa það, fólkið fær þá bara 'nýárspakka'.
PresentsFireworks

 

0 Ummæli

föstudagur, desember 03, 2004

Bookmark and Share

Algjör haugur


ég er búin að vera svo löt undanfarið. Ég kláraði uppkast að ritgerðinni minni sem ég skilaði til kennarans á þriðjudaginn, svo fór ég í síðasta tímann í hinum kúrsinum á miðvikudaginn þar sem ég skilaði inn lokaprófinu. Eftir það hef ég bara verið að slæpast.Couch Potato Ég bíð bara eftir að fá ritgerðina aftur svo ég get lagfært hana og skilað henni inn fullkláraðri, þá er ég búin. Síðasti tíminn í þeim kúrsi er reyndar á þriðjudaginn, en það er bara formsatriði að mæta þangað, bara verið að binda lausa enda. Ætli ég fari þá bara ekki að komast í jólaskap fljótlega. Jii, það varður skrýtið að vera ekki heima um jólin og áramótin. Það verður víst enginn snjókarlagerð um þessi jól Snowman eins og síðustu jól þegar við bjuggum til kúrekasnjókarlinn.

 

0 Ummæli