fýluferð
Við Kalli skelltum okkur í IKEA áðan, ætluðum að redda okkur ódýrum lausnum fyrir heimilið. Við vorum búin að ákveða alveg hvað við ætluðum pottþétt að kaupa, alls fimm hlutir og aðeins einn af þeim var til...hvað er með þessa verslun? Það er bara annar hver hlutur uppseldur. Linda og Unnar ætluðu að kaupa sér hillur og sjónvarpsskáp og það var bara nokkurra vikna biðlisti! Það er alla vega tveggja vikna bið eftir því sem við ætluðum að fá. Við ákváðum bara að bíða með þennan eina sem var til. Svo fórum við aðeins í rúmfatalagerinn og komum einnig tómhent út þaðan. Þá var förinni heitið í Bónus og þar fengum við ekki heldur allt sem var á listanum. Við sem vorum með þetta allt á hreinu og út planað...allt í vaskinn. Þessi innkaup verða víst að bíða betri tíma.