fimmtudagur, október 26, 2006

Bookmark and Share
slydda

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 25, 2006

Bookmark and Share

kvöldstund með Magna og Ingó úr Idolinu


Já, ég átti notalega kvöldstund með þeim í gær, auk yfir 300 nemenda. Það var semsagt skemmtikvöld í Borgó í gær þar sem þessir mætamenn komu fram og héldu uppi stemmingunni. Það er nú greinilegt af verðinu að dæma að hann Magni er orðinn 'international superstar'. Þetta var aldeilis skemmtilegt kvöld og mér sýndist á krökkunum að þeir höfðu gaman að líka. Mitt hlutverk var aðallega að skipa krökkunum úr skónum þegar þau komu inn (neinei, ég var mjög kurteis eins og alltaf og bað þau fallega um að taka af sér skófatnaðinn) og smala þeim af skólalóðinni sem fyrir utan stóðu í hópum með reykjarmökkinn úr öndunarfærunum, því það er nefnilega bannað að reykja á skólalóðinni.

Á stefnuskránni er svo ball annað kvöld þar sem 'yours truly' mun standa vörð og vonandi verður stefnan tekin austur um helgina...ohh hvað það er gott að komast í sveitina og hlaða batteríin.

Í dag eru tvö merkisafmæli...hún elskuleg móðir mín á afmæli í dag, sem og Björk hin rauðhærða halakarta....innileg til hamingju með daginn báðar tvær!

Íris kveður að sinni, yfir og út!

 

0 Ummæli

sunnudagur, október 22, 2006

Bookmark and Share

eitt og annað


við höfum nú ekki setið alveg aðgerðarlaus síðan síðasta færsla var sett á vefinn. Aðallega hefur þó vinnan verið ofarlega á baugi eins og gengur og gerist. Ég passaði Júlíu Rut á föstudagskvöldið og hún svaf eins og engill allt kvöldið. Svo í gær fórum við á risastóra árshátíð Landsbankans. Það hófst með fordrykk í Ásmundarsafni og svo var haldið í Laugardalshöllina þar sem við snæddum mjög góðan mat og drukkum góða drykki með. Þarna voru mættir um 2000 manns í stórum og glæsilegum sal við hlið Laugardalshallarinnar. Við létum okkur hverfa rétt fyrir miðnætti og fórum við með Erni einn Laugavegsrúnt og svo heim í bælið. Mikilvægir knattspyrnuleikir fóru fram í dag og sat minn maður yfir þeim á meðan ég skrapp í Garðabæinn í snilldar hádegisboð til Huldu Birnu þar sem við fengum þessar líka dýrindis kræsingar, enda tókst manni að kýla sig út þar. Ég þakka kærlega fyrir mig. Hjá Huldu voru saman komnar kennaraskvísur úr Borgó og var rætt um heima og geima, aðallega þó börn og fæðingar eins og mæðrum er einum lagið! Ætli maður eyði ekki bara restinni af deginum í rólegheitum enda hefst ný vinnuvika á morgun, ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir því að það er sunnudagur í dag.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 18, 2006

Bookmark and Share

Barcelona og aftur heim


Þá erum við komin aftur heim frá Barcelona. Mikið rosalega er þetta skemmtileg borg. Það er svo mikið að skoða þarna að ég gæti auðveldlega eytt a.m.k 1-2 vikum þarna. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu daginn sem við komum út, en eftir það var sól og 25 stig. Hið fullkomna veður. Við versluðum aðeins, skoðuðum Torres vínekrurnar, borðuðum góðan mat og drukkum gott vín. Einnig skoðuðum við garða og kirkjur, Montserrat klaustrið og ólympíuþorp...allt saman mjög áhugavert. Ekki má svo gleyma fótboltaleiknum, en við fórum að sjá Barcelona spila á móti Sevilla á Camp Nou og það var 'pjúra snilld'. Hefði sko ekki viljað missa af því. En nú erum við komin heim og ég held bara svei mér þá að ég sé ennþá þreytt síðan í gær, en við lentum í Keflavík rúmlega 2 aðfaranótt þriðjudagsins (semsagt í gær) og svo vorum við mætt til vinnu klukkan átta í gærmorgun, eftir einungis rúmlega 3ja tíma svefn. Það er þó allt að komast í samt horf eftir þessa frábæru ferð. Vonandi nenni ég að henda inn myndum fljótlega.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, október 10, 2006

Bookmark and Share

usssss


engin frammistaða...
við fórum austur síðustu helgi og vorum með fullar hendur fjár þar sem við sendum svo til Selfoss til undirbúnings fyrir komandi grillveislur.
Við förum til Barcelona aðra nótt...þurfum að vera komin út á völl um fjögurleytið þar sem vélin fer klukkan sex...enn sú tímasetning!
Annars er lítið sem ekkert að frétta og verður bloggið því að bíða betri tíma. Etv. hef ég eitthvað að segja þegar við komum til baka frá Katalóníu!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 04, 2006

Bookmark and Share

vinnaétasofa


út á það gengur lífið þessa stundina. Ég vaknaði í morgun, fór á fætur eftir hálftíma 'snús', klæddi mig og fékk mér morgunmat. Síðan rölti ég út í strætóskýli og tók strætó í vinnuna. Síðan kenndi ég til klukkan að verða þrjú og þá dreif ég mig í ræktina með Lindu þar sem við púluðum til fjögur. Þá sóttum við skvísurnar í leikskólann og Linda skutlaði mér heim. Þegar heim var komið þreif ég af mér svitann eftir púlið, slappaði aðeins af, fékk mér að borða og fór svo að taka til. Nú sit ég bara og blogga auk þess að horfa á imbann með öðru auganu...merkilegt nokk!


Ég held að flugur séu félagsverur. Ég veit að sjálfsögðu að flugur sækja í ljós, en það er ein fluga hér í íbúðinni sem virðist elta mig á röndum. Í allan morgun elti hún mig, af baðinu, inn í eldhús, þaðan inn í stofu og svo inn í herbergi og aftur inn á bað. Svo sveimaði hún líka yfir mér þegar ég var að ryksuga...manni er bara farið að finnast að einhver/eitthvað sé að fylgjast með manni...spúkí!

 

0 Ummæli

sunnudagur, október 01, 2006

Bookmark and Share

enn ein helgin liðin


mikið rosalega líður tíminn hratt, maður bara veit varla hvernig á að haga sér. Ég skrapp í fjölskyldugöngu í dag þar sem fríður og föngulegur hópur gekk í kringum Rauðavatn í afskaplega fallegu veðri. Pétur "hinn tignarlegi" gekk aðeins aðra leið en við hin. Við ákváðum ekki hvert skyldi ganga næstu helgi, en það verður gert fljótlega og mun ég tilkynna það hér á síðunni...þannig að þið skulið fylgjast vel með á næstu dögum. Því miður verð ég fjarri góðu gamni í næstu göngu þar sem ég er að fara austur að smala, en ég mun bara taka mína göngu út þar. Fátt betra en að ganga í sveitinni minni.

 

0 Ummæli