mánudagur, janúar 29, 2007

Bookmark and Share

running on low battery


Yfirleitt fer ég austur til að hlaða batteríin, en um helgina fór ég og tæmdi þau. Þorrablótið var rosalega fínt. Nefndin stóð sig svakalega vel, atriðin voru bara mjög skemmtileg og fyndin...og aldrei þessu vant þá skildi ég bara nánast alla brandarana. Eftir matinn og skemmtiatriðin var svo dansað fram á rauða nótt. Mikið rosalega var ég þreytt þegar við komum heim um fimmleytið á sunnudagsmorguninn. Þó var nú ekki farið að sofa, neinei, Davíð Andri gerðist svo myndarlegur með aðstoð myndarlegu konunnar sinnar að skella í tvær pizzur sem við gæddum okkur á áður en við fórum að sofa. Mikið rosalega var þetta góð pizza.
En nú er tekinn við hinn hversdagslegi raunveruleiki og ekkert við því að gera nema að takast á við það með stóískri ró.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Bookmark and Share

hafið þið séð mig


þó sumir haldi að ég sé athyglissjúk, þá er ég það bara pínu....eða hvað?
Nokkrir hafa komið til mín og spurt hvort ég hafi setið fyrir í auglýsingu fyrir Dale Carnegie námskeið. Ég mundi ekki eftir að hafa nokkurn tímann setið fyrir í auglýsingu af nokkru tagi. Svo var mér bent á þessa auglýsingu sem birtist í Blaðinu (svo sá ég hana í sjónvarpinu í gær) og mér fannst þessi dama, þótt gullfalleg sé, ekkert rosalega lík mér. Það er svolítið skondið að sjá hvernig aðrir sjá mann. Maður er jú með einhverja hugmynd um hvernig maður lítur út...en að sjálfsögðu veit maður ekki hvaða augum aðrir líta mann.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

þó maður sé svolítil hlussa


og borði svolítið mikið, þá er ég bara borða fyrir mig eina....

Ég sit í stofunni og er að koma mér í að fara yfir verkefni sem ég tók með mér heim. Ég kveikti á sjónvarpinu og á skjá einum er nokkuð sem kallst vörutorg. Ég hef aldrei séð þetta áður en ég get bara ekki annað en hlegið að þessu, þetta er svo hallærislegt. Gaurinn sem er að kynna þessar 'frábæru' vörur, er svo fyndinn. Hann kann ekki að segja 'vöðvar' þegar hann kynnir líkamsræktartækin, heldur segir hann alltaf 'vövðar', svo eru kynningarmyndböndin svo vandræðaleg...ég bara get ekki annað en flissað yfir þessu.

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 19, 2007

Bookmark and Share

staðbundin leti


ég er nú öll að komast í gang....enda búin að klára aðra seríun af Grey's Anatomy. Ég held samt að letin mín sé orðin staðbundin, þ.e. ég er mest löt þegar ég er komin heim. Segjum að ég sé uppi í skóla að fara yfir verkefni og kenna, jafnvel að hugsa um allt það sem ég ætla að gera þegar ég kem heim. Allt í góðu með það, svo kem ég heim og barasta leggst í leti. Ég verð bara þessi lata manneskja sem málshátturinn fjallar um: "á morgun segir sá lati". Ég held að eina ráðið við þessu sé að hysja upp umm sig brækurnar, bretta upp ermarnar og láta þannig hendur standa fram úr ermum. Ég er farin að gera það húsverk sem mér finnst einna leiðinlegast....að vaska upp. Sjáumst síðar!!!

 

0 Ummæli

mánudagur, janúar 15, 2007

Bookmark and Share

letidýr


það er ég...ég eyddi helginni í nákvæmlega ekki neitt...eða jú, ég horfði á hátt í annan tug þátta af Grey's Anatomy. Ég bara einfaldlega nenni ekki að gera neitt. Ég verð bara að viðurkenna það að ég er að drepast úr leti!!!

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 12, 2007

Bookmark and Share

þetta er brandari sem maður bara verður að deila með öðrum...



One day I met a sweet gentleman and fell in love.

When it became apparent that we would marry, I made the supreme sacrifice and gave up eating beans.

Some months later, on my birthday, my car broke down on the way home from work.

Since I lived in the countryside I called my husband and told him that I would be late because I had to walk home.

On my way, I passed by a small diner and the odor of baked beans was more than I could stand.

With miles to walk, I figured that I would walk off any ill effects by the time I reached home, so I stopped at the diner and before I knew it, I had consumed three large orders of baked beans.

All the way home, I made sure that I released all the gas.

Upon my arrival, my husband seemed excited to see me and exclaimed
delightedly: "Darling I have a surprise for dinner tonight."

He then blindfolded me and led me to my chair at the dinner table.

I took a seat and just as he was about to remove my blindfold, the telephone rang.

He made me promise not to touch the blindfold until he returned and went to answer the call.

The baked beans I had consumed were still affecting me and the pressure was becoming most unbearable, so while my husband was out of the room I seized the opportunity, shifted my weight to one leg and let one go.

It was not only loud, but it smelled like a fertilizer truck running over a skunk in front of a pulpwood mill.

I took my napkin from my lap and fanned the air around me vigorously.

Then, shifting to the other cheek, I ripped off three more. The stink was worse than cooked cabbage.

Keeping my ears carefully tuned to the conversation in the other room, I went on like this for another few minutes.

The pleasure was indescribable. When eventually the telephone farewells
signaled the end of my freedom, I
quickly fanned the air a few more times with my napkin, placed it on my lap and folded my hands back on it feeling very relieved and pleased with myself..

My face must have been the picture of innocence when my husband returned, apologizing for taking so long.

He asked me if I had peeked through the blindfold, and I assured him I had not.

At this point, he removed the blindfold, and twelve dinner guests seated around the table chorused:

"Happy Birthday!"

I fainted!!!!!!!!!!!!!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Bookmark and Share

allt eins


ekkert breytt. Vinna éta sofa...og liggja pínu í leti. Það er nóg að gera að koma skólastarfinu af stað eftir jólafríið. Krakkarnir eru lengi í gang og það krefst þó nokkurs að fá þá til að halda þeim gangandi í tímunum. Vona þó að það lifni aðeins yfir þeim fljótlega, því það er ekki mikið betra að hafa of mikla þögn í kennslustundum, ekki frekar en mikinn hávaða. Allt er gott í hófi, en ég hef víst ekki haft það að leiðarljósi yfir jólahátíðina, því þegar ég lít til baka hryllir mig við öllu því sem ég setti inn fyrir varir mínar á þeim stutta tíma. Af hverju gerir maður sér þetta? Sem betur fer eru jólin bara einu sinni á ári!

Mikið er yndislegt veður úti. Svo huggulegt að horfa út um gluggann þegar snjónum kyngir niður í svona stilltu veðri. Mann langar bara að skella sér í snjógallann og bruna austur á sleða. Elísabetu fannst snjórinn vera heldur seint á ferð og furðaði sig á því að hann skyldi vera hér þegar jólin eru búin. Við útskýrðum fyrir henni að þó að jólin væru búinn þá væri ennþá vetur og það væru margir mánuðir eftir af honum. Yndislegt hvað börnin hafa allt aðra sýn á hlutina en við svokallaða fullorðna fólkið.

Svo er þorrablótið á næsta leiti...27. janúar. Miðaverðið fer hækkandi ár frá ári. Hvar endar þetta eiginlega?

 

0 Ummæli

laugardagur, janúar 06, 2007

Bookmark and Share

vondir hundaeigendur


Við hjónin fórum í mat til tengdó í kvöld og eftir matinn fórum við á brennuna (ekki bókstaflega samt) og horfðum á svakalega flotta flugeldasýningu. Þeir kunna að sprengja, Mosfellingarnir. Á svæðið mættu hundaeigendur, og ég veit að þeir eru hundaeigendur af því að þeir mættu með hundana sína á FLUGELDASÝNINGU!!! Að sjálfsögðu voru hundarnir skíthræddir við sprengingarnar. Ég varð nú bara svolítið reið inni í mér þegar eigendurnir hófu að rykkja í ólina og skamma hundana fyrir að vera svona órólegir. Ég bara spyr: "Hvað er að svona fólki?"

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Bookmark and Share

allt gott tekur enda


og þar með er jólafríið búið. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég hefði alveg þegið eins og viku í viðbót, en svo er víst ekki og maður verður víst að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir utan það að letilífinu er lokið hjá mér, en Kalli greyið hefur rétt svo fengið frí yfir blá-hátíðirnar þá er ósköp lítið fréttnæmt að gerast hjá okkur.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Bookmark and Share

gleðilegt ár...


kæru ættingjar og vinir, við þökkum samveruna á því herrans ári 2006 sem er nú liðið undir lok. Við eyddum áramótunum í sveitinni minni og var það bara aldeilis fínt, átum daginn út og daginn inn, spiluðum, partý og co, Pictionary/Actionary, Trivial Pursuit og Yatzy. Við mæðgurnar elduðum svo dýrindis kalkún (að hætti Jóa Fel) með ómetanlegri aðstoð Kalla. Eftir matinn fórum við upp á Klaustur þar sem björgunarsveitin púðraði upp nokkrum bombum. Svo fórum við á Hótel Laka og horfðum á Skaupið í 55 tommunum í nýja og stórglæsilega matsalnum þar. Karlarnir skutu upp nokkrum landnámsmönnum og þúsundköllum með glæsibrag. Svo kom nýja árið og The Lost Toad skemmti okkur fyrstu tímana á nýja árinu.

 

0 Ummæli