miðvikudagur, maí 28, 2008

Bookmark and Share

er ekki nauðsynlegt

að breyta til öðru hvoru?

 

0 Ummæli

fimmtudagur, maí 22, 2008

Bookmark and Share

ég er sko komin heim...


Ferðin til Portúgal var rosa fín. Það rigndi og var hálf íslenskt veður en það var kannski allt í lagi því að þá daga vorum við meira og minna inni að vinna. Á föstudeginum fórum við í heljarinnar rútuferð þvers og kruss um Portúgal sem endaði í Porto um kvöldið. Laugardagurinn var svo frjáls í Porto og þá var veðrið frábært. Svo flugum við heim á sunnudeginum. Það er nú alltaf gott að koma heim.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, maí 14, 2008

Bookmark and Share

Portugal hvad...


a thetta land ekki ad vera badad i sol og sumri a thessum tima ars? Vid vorum ad skoda vedurspana og thad er bara svipad vedur her i Arouca og a gamla goda Islandi. A leidinni ut thurftum vid ad bida a flugvellinum i Stansted i sjo tima...thar var thviligt gott vedur...sol og rumlega tuttugu gradur. Vid bara settumst ut a gras og bodudum okkur i solinni a medan vid bidum...svaka naes. Her i Portugal er samt heldur meiri grodur en heima...allt fullt af rosalega fallegum blomum og oll tren fagurgraen. Rigningin her er tho ekki eins kold og heima.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, maí 07, 2008

Bookmark and Share

er grasið grænna hinum megin?


Tja, ég veit ekki....kannski stundum, en ekki alltaf. Ég hætti að nenna að blogga og ætlaði sko alveg að taka mér gott frí frá svoleiðis hlutum. Svo áður en ég vissi af var ég komin með síðu á Facebook. Það er nú meiri grauturinn. Miklu meiri tímaþjófur en nokkurn tímann bloggið. En ég get nú bara ekki lofað neinum svaka færslum hér...ég segi nú bara eins og hún amma mín (sem er sko ekki hætt að reykja, heldur langar hana bara ekkert í sígarettu), ég er ekki byrjuð að blogga, bara í smá pásu frá pásunni...eða eitthvað svoleiðis.

Talandi um gras. Það er verið að tyrfa fyrir utan íbúðina mína og mín er bara komin með grasrönd í garðinn sinn...svaka huggulegt. Hinir íbúarnir á jarðhæðinni létu helluleggja allan sinn skika, en mér finnst bara svo kósý að hafa gróður. Það er nú alveg á hreinu að grasið mitt er grænna en þeirra.

Ég hjólaði í vinnuna í morgun. Hélt að ég myndi láta lífið. Það var orðið frekar lint í dekkjunum (eða ég kannski orðin svona þung!!) og hvorki Atlantsolía, Orkan né ÓB eru með loftpumpu...ég rétt svo hafði það upp í skóla og ætlaði þá bara að fá lánaða pumpu hjá einhverjum öðrum, en það var bara enginn með pumpu. Jæja, þá fer ég bara út í Hagkaup og ætla að kaupa pumpu þar, en þar var allt annað en pumpa til á hjólið. Ég gat ekki hugsað mér að hjóla alla leiðina heim á grautlinum dekkjum, enda viðnámið svo mikið að hjólið rann varla niður brekku. Ég tók því á mig smá krók og hjólaði, móð og másandi, á N1 bensínstöðina við Víkurveg, þar sem Steinar á heima. Þar fékk ég loft í dekkin og þvílíkur og annar eins munur. Ég held að ég hafi barasta verið 50% fljótari heim heldur en í vinnuna. Þar sem ég er búin að nefna fjórar bensínstöðvar á nafn finnst mér ég ekki geta skilið hinar útundan...Skeljungur, Olís, Egó...er ég að gleyma einhverjum?

 

0 Ummæli

mánudagur, maí 05, 2008

Bookmark and Share

út í veður og vind


ætli maður sé byrjaður að blogga aftur...er þetta fíkn? Það má kannski segja að ég hafi fokið inn á bloggsíðuna aftur...alveg óvart.

Ég ætlaði að reyna að hætta að standa undir hlussunafninu. Það gengur ekki betur en svo að kílóin tíu sem ég ætla að vera laus við næsta ágúst eru komin upp í tólf eftir sumarbústaðaferð síðustu helgar. Við Karlinn fórum með Herði og Önnu í Grímsnesið þar sem við vorum á beit í fjóra daga. Æ, maður nær þessu af sér í golfinu í sumar.

 

0 Ummæli