föstudagur, júní 27, 2008

Bookmark and Share

jahérnahér


það er naumast nóg um að vera á afmælisdaginn minn...Björk og Sigur Rós með (afmælis?) tónleika og svo verður (afmælis?) fagnaður við tjörnina þar sem fólk er hvatt til að skála í kampavíni og fagna nýrri byrjun...það er heldur betur vel tekið á móti fertugsaldrinum mínum!

Eitt fyndið...ég fékk símtal frá DV í fyrradag þar sem þeir báðu mig um að vera í afmælisgrein í helgarblaðinu...ég hélt nú ekki, gat ekki annað en hlegið. Þó maður sé athyglissjúkur út í eitt þá hefur allt sín takmörk.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, júní 26, 2008

Bookmark and Share

tólfan...eða öllur heldur The 12th Man


Mér finnst skondið að nú er talað um stuðningsmannahóp íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem tólfuna. Þetta hugtak er nefnilega komið frá Texas A&M University, en þeir hófu að nota þetta um áhorfendur á fótboltaleikjum árið 1922, eða reyndar um einn mann, en síðan yfirfærðist það á áhorfendur...skyldi einhver í tólfunni vita þetta?

Hér er hægt að fræðast meira um The 12th Man

Alltaf gaman að deila smá fróðleik með landanum.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 25, 2008

Bookmark and Share

VÁ!!!


það er kominn 25. júní!!! Hafið þið áttað ykkur á því? Svakalega líður tíminn hratt.

 

0 Ummæli

sunnudagur, júní 08, 2008

Bookmark and Share

blessuð blíðan


já, veðrið lék heldur betur við okkur í dag. Við hjónakornin skelltum okkur í golf í Borgarnesi í þessari líka rjómablíðu. Það var alveg blankalogn og karlinn minn spilaði eins og hann fengi borgað fyrir það og lækkaði forgjöfina sína svo um munar, en ég aftur á móti lék eins og ég þyrfti sjálf að borga fyrir fugla og pör, enda fór lítið fyrir þeim. Þrátt fyrir að golf sé leiðinlegt þá var veðrið svo gott að maður gat barasta notið þess. Vonandi verður næsta golf skemmtilegt.

Nenni ekki að skrifa meira...

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 04, 2008

Bookmark and Share

jedúddamía


Ég er stödd í Iðnskólanum í Reykjavík, nánar tiltekið í gamla Vörðuskólanum. Ég er á námskeiði í notkun Wiki-verkfæra. Sumir eru lengur að ná þessu en aðrir. Semsagt, ég hef alveg tíma til að skrifa smá bloggfærslu hér á meðan hinir eru að setja inn link á síðuna sína. Þetta er mjög sniðugt apparat, en þó verður maður að líta upplýsingarnar gagnrýnum augum, vegna þess að hver sem er getur skráð sig inn og breytt textunum. Þekktasta dæmið er Wikipedia.

Ég bara hef svo lítið að segja hér...ætla bara að fara að flakka á netinu...
adios

 

0 Ummæli

sunnudagur, júní 01, 2008

Bookmark and Share

nóg að gera


Það er sko búið að vera nóg að gera og ég í fríinu mínu!

Ég hef aðeins þurft að sinna vinnunni minn, binda nokkra lausa hnúta eftir nýliðið skólaár. Síðustu helgi var afmæli hjá Huldu Birnu (stutt stopp þar reyndar) á föstudagskvöldið og útskrift hjá Hlyni, tvíbbunum og frænku hans Kalla á laugardeginum (tvær veislur), að ógleymdu "Júróvisjón". Ég hef fengið það mikilvæga hlutverk í hendur að taka á móti tilboðum frá ræstingafyrirtækjum til að þrífa sameignina og þar fór töluverður tími í að bíða eftir fólki sem lét ekki sjá sig og þó að ég sé búin að hringja aftur og nota óánægju-röddina mína hefur ekki enn sést til þeirra...ætli þeir vilji nokkuð þrífa hjá mér!

Við hjónin vorum bara nokkuð dugleg í golfinu í vikunni, fórum nokkrum sinnum í bása og spiluðum Grafarkotsvöllinn. Ég fór litla völlinn á Korpunni og við fórum stóra völlinn á föstudagskvöldið (í grenjandi rigningu seinni níu) og svo aftur fyrir átta í gærmorgun. Ég afrekaði það að lækka forgjöfina mína um 0,5...ekki svo slæmt miðað við að þetta eru fyrstu hringirnir sem við spilum frá því í fyrrasumar.

Flottu frænkurnar (a.k.a. trunturnar) komu saman í gærkvöldi og við spiluðum keilu, gerðum okkur fínar í Stórakrikanum og fórum svo út að borða á DOMO. Maturinn var fínn en þjónustan heldur hæg. Það er allt í lagi að bíða svolítið þegar maður er í svona góðum félagsskap. Við vorum ekki komin út af veitingastaðnum fyrr en rétt eftir miðnætti. Þá var förinni heitið á Sólon, þar sem við sátum í smá stund. Við Linda fórum heim rúmlega eitt og þá var nú ekki margt um manninn á staðnum. Ég er svakalega lítill djammari í mér. Finnst skemmtilegast að vera í heimahúsi þar sem tónlistin er ekki ærandi techno og þ.a.l. vonlaust að eiga samræður með nokkrum án þess að missa röddina. Við Linda fengum þá snilldar hugmynd á leiðinni heim að opna skemmtistað sem heitir 'Original' og spilar góð lög í upprunalegri útgáfu, ekki mixuð þar til þau eru nánast óþekkjanleg.

 

0 Ummæli