sunnudagur, október 31, 2004

Bookmark and Share

Happy Halloween!!Black Cat


Hrekkjavakan er í dag og satt að segja geri ég ekki ráð fyrir að neinn krakki komi og banki upp á hjá okkur...ég meina, af hverju ættu þeir að koma hingað í eitthvert lásí complex á meðan þeir geta farið í fínu hverfin og fengið snickers í fullri stærð!

Ég var að horfa á veðurfréttirnar áðan...og JIBBÝ!!! það er að fara að kólna hér á næstu dögum...mikið verður það gott að geta farið út án þess að stikna med det samme. Maður getur jafnvel farið að nota peysur...vá!
Sweating 2

Eitt enn, klukkunni var breytt hér í nótt þannig að nú munar sex klukkutímum á okkur og Ísalandinu góða.
Smile

 

0 Ummæli

laugardagur, október 30, 2004

Bookmark and Share

í fréttum er þetta helst...


mjög lítið hefur verið um að vera hjá okkur skötuhjúunum. Það kemst lítið annað að en skólinn þessa dagana. Það er reyndar hrekkjavaka um helgina og okkur boðið í teiti. Maður lætur kannski sjá sig.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, október 28, 2004

Bookmark and Share

gómsæt? greinilega ekki


Ég er ekki eins gómsæt og ég hélt að ég væri...sem er kannski bara gott...eða hvað? Á sunndagskvöldið tók ég eftir nokkrum moskítóbitum á löppunum á mér, þeim finnst ég gómsæt. Ef moskítófluga bítur einhvern úr hópi fólks (og ég er í þeim hópi) þá bítur hún mig, ef engan annan. Auk þess bregst líkami minn ekki vel við bitum af þessu tagi. Á mánudagsmorguninn voru augun mín bólgin...ég leit út eins og ljótur krumpaður hundur og lappirnar á mér voru allar í útbrotum...ojojoj...þetta hefur nú verið meiri moskítóflugan...bara ofnæmisviðbrögð og læti...þetta getur ekki verið eftir bit.
Ég er semsagt með ofnæmi fyrir einhverju...hverju...hef ekki grænan guðmund!!! Ég hef aldrei á ævinni (7-9-13) fengið ofnæmi fyrir neinu...ekkert smá ömó. Þetta er samt allt að lagast, mann klæjar bara svo helv*** mikið undan þessu helv***
This Sucks

 

0 Ummæli

mánudagur, október 25, 2004

Bookmark and Share

oohhh...algjör dúlla


Unnar skellti þessu inn á síðuna sína í dag...hún er nú meiri rófan!

 

0 Ummæli

föstudagur, október 22, 2004

Bookmark and Share

Vetur konungur


Hann vill sko ekki koma til Texas, það eitt er víst. Hér er enn asskoti heitt, sól og yfir 30 stiga hiti...mér finnst það nú einum of fyrir októberveður. Ojæja, maður er allavega ekki að frjósa úr kulda á meðan.

Ég er barasta ekki að nenna neinu núna. Var reyndar að breyta síðunni og það fer ansi mikill tími í það...sérstaklega þar sem ég er óttalegur sauður í svona tölvumálum, enda kennari (það er mín gilda og góða afsökun). Það varð bara svo mikið spennufall hjá mér eftir prófið, núna langar mig bara að halda áfram að slugsa svolítið....já, best að gera það bara.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

I DID IT!!


Mér tókst að komast sómasamlega frá þessu munnlega prófi. Je minn eini hvað ég var stressuð!!! Takk kærlega fyrir ALLAR stuðningskveðjurnar og óskirnar um gott gengi Disappointed 3 (mætti halda að fólk væri hætt að skoða síðuna, eða allir búnir að gleyma hvað ég þarf mikla athygli). Ég fékk meira að segja símhringingu í morgun frá bestu tengdó í heimi!!!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, október 20, 2004

Bookmark and Share

Allt í gúddí!!


Jammz...við erum hér enn. Það er bara ekkert merkilegt að frétta af okkur. Við höfum verið mjög upptekin undanfarna daga og verðum mjög upptekin næstu daga. Ég er að fara í munnlega prófið á föstudaginn og Kalli er að fara til Dallas (eina ferðina enn) á career fair. Á laugardaginn er fótboltaleikur og steggjapartý hjá Kalla um kvöldið og á sunnudaginn fer ég til Longview með Kate í bridal shower. Jújú, svo er það auðvitað námið líka, nóg að gera þar, fullt af verkefnum og prófum og ritgerðum o.s.frv.

 

0 Ummæli

sunnudagur, október 17, 2004

Bookmark and Share

Indy


F 1
Kalli er að fara á Indy kappakstur í Dallas á morgun með Jerod, Kate, Dave og Shirlee. Ég ákvað að sleppa því og vera frekar heima og læra fyrir munnlega prófið...en mig langar samt mjög mikið að fara. Er ekki viss um að ég myndi njóta þess með prófið hangandi yfir mér, svo fer líka allur dagurinn í þetta ferðalag. Míns verður bara heima að reyna að troða einhverju viti í hausinn sinn...ekki veitir af.
Duh

 

0 Ummæli

föstudagur, október 15, 2004

Bookmark and Share

sko minn mann!!


Í deildinni hans Kalla eru starfandi góðgerðarsamtök (CCC- Central Charity Challenge) og héldu þau pókermót í gærkveldi. Þangað mætti fólk og spilaði Texas Hold'em gegn vægu þátttökugjaldi. Kalli og Jerod ákváðu að skrá sig til gamans, þó svo að þeir hefðu aðeins spilað póker á internetinu. Rúmlega fimmtíu manns skráðu sig til leiks og viti menn...Jerod krækti sér í þriðja sætið og Kalli minn tók það FYRSTA!!! Í verðlaun fékk hann forláta tösku fulla af spilapeningum.
Hér er mynd af sigurvegurunum Thomasi, Kalla og Jerod.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, október 12, 2004

Bookmark and Share

*KLAPP*KLAPP*KLAPP*...


Ég frétti að Paloma hafi haldið þessa þrusuræðu í Háskólabíói um daginn. Ég tók mig til og leitaði að upplýsingum frá baráttufundi kennara (til að vera viss um að þetta hafi örugglega verið Paloma mín, en ekki einhver önnur) og fann ÞETTA!

 

0 Ummæli

mánudagur, október 11, 2004

Bookmark and Share
æjá...munnlega prófið mitt verður þann 22. október klukkan 11...ég hlakka ekki til þess...en hlakka samt til að ljúka því af....þetta reddast.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

fín helgi


Fórum til Dallas, Fort Worth og Arlington. Nóg að gerast, svaka fjör.
Heimsóttum Trey og Shelley.
Fórum í salíbunu í BMW M3.
Fylgdumst með tu tapa fyrir OU.
Fór í gæsapartý í Fort Worth...mikið drukkið, ekkert borgað.
Héldum heim á leið...gott að komast heim.

 

0 Ummæli

föstudagur, október 08, 2004

Bookmark and Share

Planið!


Við ætlum að fara til Dallas á morgun. Trey og Shelley voru svo góð að ætla að leyfa okkur að gista hjá sér. Ég fer svo í gæsapartý á laugardaginn þar sem Kate verður gæsuð. Fjörið byrjar klukkan 7 um kvöldið á hóteli í miðbæ Fort Worth. Við munum svo gista á hótelinu um nóttina og Trey ætlar að hafa ofan af fyrir Kalla á meðan ég fer á djammið. Svo verð ég að skella mér í spíttgírinn í skólanum þar sem ég þarf að fara í munnlegt lokapróf til að útskrifast...það kemur í staðinn fyrir lokaritgerð. Ég fer að verað töluvert stressuð en hlakka geðveikt til þegar öllu verður lokið.

 

0 Ummæli

mánudagur, október 04, 2004

Bookmark and Share

jamm og já


Eins og svo oft áður er ekki mikið að frétta hjá okkur. Ég er farin að kvíða svolitið fyrir munnlega lokaprófinu sem ég veit ekki enn hvenær verður. Væntanlega í endaðan október. Það er greinilegt að margir eiga við fréttaleysi að stríða. Ég hef dundað mér við að lesa gestabókina hjá Höbbu og Einari (sjá krækju hér til hliðar), en í hana hefur borist mikill leirburður af ýmsum stærðum og gerðum. Mjög skemmtileg lesning sem ég mæli eindregið með fyrir þá sem hafa ekkert annað við tíma sinn að gera. Sem minnir mig á sögu sem skal hér með nappað af síðunni hennar Unnar Bjarkar.

Dag einn var sérfræðingur í tímaskipulagningu að tala fyrir framan hóp viðskiptafræðinema. Til að koma merkingunni almennilega til skila notaði hann sýnikennslu sem nemendurnir gleyma aldrei.
Þar sem hann stóð fyrir framan þennan hóp af metnaðarfullu fólki
sagði hann: ,,Jæja, þá skulum við hafa próf."

Hann tók upp 5 lítra krukku með stóru víðu opi og setti hana á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann um það bil 10 hnefastóra steina og varfærnislega kom hann þeim fyrir í krukkunni, einum af öðrum. Þegar krukkan var full og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana spurði hann: "Er krukkan full?" Allir í bekknum svöruðu já. "Jæja" sagði hann. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Því næst sturtaði hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leið, sem orsakaði það að mölin komst niður í holrúmin á milli stóru steinanna. Svo spurði hann hópinn aftur: "Er krukkan full?" Í þetta sinn grunaði nemana hvað hann var að fara. "Sennilega ekki" svaraði einn þeirra. "Gott!" svaraði sérfræðingurinn. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu af sandi. Hann hellti úr henni í krukkuna og
sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna. Enn spurði hann: "Er krukkan full?" "Nei!" æptu nemendurnir. Aftur svaraði hann.
"Gott!" Hann tók því næst könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full.

Svo leit hann á bekkinn og spurði. "Hver er tilgangur þessarar sýnikennslu?" Einn uppveðraður nemandinn rétti upp höndina og sagði: "Tilgangurinn er að sýna að það er sama hversu full dagskráin hjá þér er. Ef þú virkilega reynir geturðu alltaf bætt
fleiri hlutum við!"

"Nei" svaraði sérfræðingurinn. "Það er ekki það sem þetta snýst um. Sannleikurinn sem þetta dæmi kennir okkur er þessi: Ef þú setur ekki stóru steinana í fyrst, þá kemurðu þeim aldrei fyrir."

Hverjir eru stóru steinarnir í þínu lífi? Börnin þín? Fólkið sem þú elskar? Menntun þín? Draumarnir þínir? Verðugt málefni? Að kenna eða leiðbeina öðrum? Maki þinn? Gera það sem þér þykir skemmtilegt? Tími fyrir sjálfa(n) þig? Heilsa þín?

Mundu að setja STÓRU STEINANA í fyrst eða þú munt aldrei koma þeim fyrir. Ef þú veltir þér upp úr litlu hlutunum (mölin, sandurinn, vatnið) fyllirðu líf þitt með litlum hlutum sem skipta í raun ekki máli og þú munt aldrei hafa þann tíma sem þú þarft til að eyða í stóru mikilvægu hlutina í þínu lífi (stóru steinarnir).


Sem sagt, í kvöld eða í fyrramálið þegar þú hugsar um þessa stuttu sögu, spurðu sjálfa(n) þig þá þessarar spurningar: "Hverjir eru stóru steinarnir í mínu lífi?" Settu þá svo fyrst í krukkuna!

 

0 Ummæli

sunnudagur, október 03, 2004

Bookmark and Share

WHOOP!


Texas A&M sigraði Kansas State 42-30 í æsispennandi leik í Big 12 Conference í kvöld. Gig'em, Aggies!
Football

 

0 Ummæli

laugardagur, október 02, 2004

Bookmark and Share

Svefnlítil nótt


Thunder Það gekk hér yfir þrumuveður í nótt. Aðvörun var gefin út í gærkvöldi og rétt eftir miðnætti skall það á. Ég fylgdist aðeins með því áður en það kom hingað og ég sá eldingarnar í fjarska, þær skullu hver á eftir annarri með mjög stuttu millibili. Með þessu fylgdi hellidemba og vindur sem gerði það að verkum að það var erfitt að sofna, enda skullu eldingar til jarðar hér rétt fyrir utan...þvílíkar sprengingar og læti. Það var eins og maður væri stórstjarna með trilljón paparazzi ljósmyndara á glugganum hjá sér, herbergið lýstist gjörsamlega upp. Svo gekk þetta yfir, en ég var samt alltaf að vakna við bröltið í Kalla greyinu. Hann var alltaf að hósta og fór alla vega tvisvar fram í nótt. Við erum nefnilega bæði búin að vera hálf tuskuleg. Ég er búin að vera með hausverk og hósta í meira en viku og fékk kvef í kaupbæti. Ætli mér hafi ekki tekist að smita Kalla, því nú er hann sí hóstandi og kvefaður. Ég er orðin miklu skárri, sem betur fer því ég er hundleið á þessum aumingjaskap.
Big SneezeSick In Bed

 

0 Ummæli

föstudagur, október 01, 2004

Bookmark and Share

mikið rétt hjá þér...


frændi kær...það voru kappræður á milli Bush og Kerry í gærkveldi. Ansi áhugavert að hlusta á þessa mjög svo ólíka menn ræða um 'heimsmálin' (þ.e. Íraksstríðið). Þeir sögðu það sama aftur og aftur og aftur...Kerry ítrekaði það oft og mörgum sinnum að hann hafi barist í Víetnamsstríðinu og Bush síendurtók að það væri mjög erfitt að eiga í stríði (sérstaklega fyrir hermennina). Mér finnst bara svo fyndið að sjá Bush tala, greyið getur varla komið frá sér heilli setningu af viti. Svo getur maður ekki annað en brosað að því hvað sumar eftirhermurnar ná honum og hans töktum asskoti vel.
Debate

 

0 Ummæli