sunnudagur, febrúar 27, 2005

Bookmark and Share

Ekki segja mér...


...að þið séuð núna fyrst að taka eftir því að ég hef ekki birt afmælisbörnin hér á síðunni...reyndar hef ég ekki gert það í örugglega þrjá mánuði. Ég hélt að Dagný myndi taka við þessari skyldu, en hún er nú eitthvað að slaka á líka. Ég reyni nú samt að tilkynna stórafmælin, svo er ykkur velkomið að setja afmæliskveðjur hér inn.

 

0 Ummæli

laugardagur, febrúar 26, 2005

Bookmark and Share

þá er komið að því...


...hún systa er orðin þrítug og er að spóka sig í Glasgow, haldiði að það sé!
Innilega til hamingju með daginn, Linda mín. Vonandi skemmtirðu þér vel í hinu útlandinu.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Bookmark and Share

úbbsídúbbs


ein lítil hlussa (kannski ekki svo lítil) tapaði sér aðeins í innkaupum í dag...Kalli sendi mig út í búð til að kaupa ákveðinn hlut. Ég kem heim eftir 3ja tíma verslunarleiðangur með eitt pils ($3), Nike stuttbuxur ($3), hlýrabol ($4), Nike topp ($12), og Nine West veski ($10) úr TJ Maxx...og viðar-salat-skála-sett ($17), kökudisk á fæti ($10) og hjartalaga kertaklump ($0.49) úr Target...en ég keypti ekki það sem ég lagði af stað til að kaupa...hehe...kvenfólk!!!


Shopping spree Posted by Hello

 

0 Ummæli

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Bookmark and Share

...


Ekkert að frétta. Hér er bara stundað nám og vinna (svona þegar maður fær símhringingu), en nám er auðvitað ekkert annað en vinna.
Ég bíð spennt eftir að fá mömmu og pabba í heimsókn...eftir tvær vikur...jibbý.
Best að halda áfram að gera ekki neitt!

 

0 Ummæli

laugardagur, febrúar 19, 2005

Bookmark and Share

aftur á byrjunarreit!


Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur skötuhjúunum. Kalli er á fullu í skólanum og ég fæ nóg að gera í afleysingarkennslunni...sem er bara hið besta mál. Verst bara að maður er ekkert heima hjá sér yfir daginn og þegar maður kemur heim eftir vinnu er klukkan orðin svo margt heima á Íslandi að maður er alveg hættur að tala við nokkurn...ég ætla mér nú að hringja í mína ástkæru foreldra á morgun..ohh hvað það verður gaman að fá þau í heimsókn eftir rúmar tvær vikur...bara 17 dagar þangað til sá gamli verður fimmtugur og þau koma til Texas. Hann nær að teygja 49. árið um fimm klukkustundir þar sem hann verður í Boston þegar sjöundi dagur marsmánaðar rennur upp...

Við Kalli drógum fram golfkylfurnar okkar og skelltum okkur á æfingasvæðið í gær. Ég komst að því að ég er nánast komin aftur á byrjunarreit þegar kemur að því að slá þessar golfkúlur. Það er kannski ekki skrýtið að manni fari ekkert fram ef maður lætur alltaf líða svona langt á milli þess sem maður spilar...við höfum ekki spilað golf síðan einhvern tímann fyrir jól...á það örugglega skrifað hér á blogginu. Svakalegt alveg.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Bookmark and Share

sumar?


vá hvað það er búið að vera gott veður undanfarna 3 daga...sól, blíða og 25-28 stiga hiti. Heppin ég að þurfa ekki að vera úti í þessu góða veðri...ég fæ að vera inni og þykjast kenna einhverjum útlenskum krökkum...auk þess er skítakuldi inni í kennslustofunum...

 

0 Ummæli

mánudagur, febrúar 14, 2005

Bookmark and Share

blessað lýsið...


ég var að keyra heim úr vinnuni um daginn og var með kveikt á útvarpinu. Útvarpsmaðurinn var að segja frá rannsókn sem var gerð á lýsi (fish oil) og áhrifum þess á námsárángur (en það er fullt af omega3 fitusýrum sem eiga að vera rosa hollar fyrir okkur). Rannsóknin fór þannig fram að hópi nemenda var gefið lýsi á hverjum degi, svo var fylgst með frammistöðu þeirra í náminu og niðurstöðurnar bornar saman við fyrri námsárángur. Eftir lýsistöku í nokkurn tíma fóru nemendurnir að sýna miklar framfarir. Þeir voru orkumeiri og einbeittu sér betur og lengur, sem leiddi til bóta í náminu. Eftir að hafa sagt frá þessari rannsókn sagði útvarpsmaðurinn (á ensku náttúrulega): "Hvar var þetta lýsi þegar ég var að læra fyrir samræmdu prófin?" Ég hugsaði með mér: "Duuhh, á Íslandi auðvitað". (Kaninn soldið á eftir...)

 

0 Ummæli

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Bookmark and Share

ég elska ziploc...


þessir 'renndu' plastpokar eru algjör snilld...mætti vera meira af þeim í heiminum fyrst við notum svona mikið plast hvort eð er. Osso þægilegt að frysta mat í þeim, og líka bara geyma mat til skemmri eða lengri tíma (fer eftir matnum hvað hann geymist lengi). Jú svo er auðvitað hægt að geyma margt annað en mat í þessum þrælsniðugu pokum.

Ég hef semsagt ekkert að gera núna...er búin með New York púsluspilið og Kalli er að lesa fyrir próf...boooring. Ég var ekki að kenna í gær þar sem það var frí í öllum skólunum vegna starfsdags kennara. Þess í stað var ég ofboðslega dugleg í húsmóðurhlutverkinu; ég þvoði þvott, fór í matvöruverslunina og keypti inn, svo tók ég til. Í dag varð mér aðeins minna úr verki, enda pínu löt...en ég bakaði bláberjamuffins, sem ég setti í ziploc og skellti í frystinn...osso sniðugt. Við fórum nefnilega á körfuboltaleik þar sem við horfðum á A&M rétt tapa fyrir OSU (Oklahoma State University). Þeir hefðu átt að taka þetta, strákarnir. En á leiknum voru rúmlega þrettán þúsund áhorfendur, sem er víst met á körfuknattleik í þessu húsi. Á leikinn var líka mættur George Bush eldri...osso sniðugt.

Ætli ég fari ekki bara að koma mér í háttinn áður en ég bulla úr mér allt vit...eða allavega restina af þessu litla viti sem er til staðar í kollinum. Það gerist nefnilega þannig að maður bullar svo mikið að bullið yfirtekur heilastöðvarnar og...sko, það er að gerast
Kannski heitir þetta bara svefngalsi

 

0 Ummæli

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Bookmark and Share

mmm...ég elska rjómabollur


ég borða bara þeim mun meira af þeim núna þar sem ég fékk ekki saltkjöt og baunir. Annars hef ég ekkert merkilegt að segja..jú, annars...fékk fyrsta launatékkann í dag...jei jei gaman gaman...en ætli það fari ekki allt saman í blessaðan Visa reikninginn. Mikið rosalega er erfitt að vakna á morgnana...mér finnst ég stundum varla vakna almennilega allan daginn...er enn þreytt þegar ég kem heim úr vinnunni...asskotass aumingjaskapur er þetta. Kannski lagast það þegar maður venst á að vakna svona snemma, er greinilega búin að hafa það allt of gott undanfarið.
Ég hef spurt nemendur í nokkrum af bekkjunum sem ég hef kennt hvað þeir viti um Ísland og algengasta svarið kemur beint úr myndinni The Mighty Ducks (sem er íshokkímynd þar sem eitt af liðunum á að vera frá Íslandi...jeræt): Iceland is green and Greenland is ice...ojæja, þeir hafa það allavega rétt í myndinni, ekki eins og Íslendingar spili mikið íshokkí. Ég hef ekki séð myndina en hef heyrt að íslenska liðið sé hópur af risavöxnum gaurum...en ætli fleiri hafi ekki megið af kunnáttu sinni um önnur lönd úr kvikmyndum...stereótýpur út um allt.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Bookmark and Share

best að hætta þessari leti í smá stund...


...og skrifa svolítið.
Í gær var bolludagur og ég bakaði nokkrar bollur, namm namm. Í dag er sprengidagur og ég fæ ekkert saltkjöt og enga baunasúpu...bara subway með kjúklingabringu, hvað á það eiginlega að þýða? Kannski fæ ég ösku á morgun, hver veit?
Eins og svo margir vita settum við Kalli upp hringana áður en við fluttum hingað til útlanda. Síðastliðinn föstudag voru svo liðin tíu ár síðan við byrjuðum saman...já, 10 ár. Hlynur var bara 6 ára, Dabbi bara 12 ára, Linda tvítugt unglamb, og mamma og pabbi fertug á árinu, búin að vera gift í 20 ár...nú leggjast tíu ár við þetta allt saman...svakalegt, ekki satt. Kalli minn, þessi elska kom mér soldið á óvart á föstudaginn. Hann bauð mér á rómantískan stað, þar sem við fórum í vínsmökkun, út að borða og gistingu. Svo skellti hann sér á skeljarnar, svona til að gera þetta almennilega. Sætur, ekki satt? Ég sagðist þurfa aðeins lengri umhugsunarfrest, svona fimm ár í viðbót.
Svo var Superbowl á sunnudaginn. Enginn skandall þar á ferð. Sir Paul fór bara úr jakkanum í leikhléinu, en hélt hinum fötunum. Mér var svosem nokk sama um hvort liðið ynni, þannig að ég var ekkert ofurspennt yfir þessum leik. Ég fékk ekkert að vinna í gær, en var að kenna ESL krökkunum í dag (ég er svo skemmtileg að þau spurðu hvort ég kæmi aftur á morgun og þegar ég svaraði neitandi sögðu þau, ohhh, en kemurðu aftur seinna...) svo verð ég að kenna Ensku III á morgun fyrir Kate. Ég er aðeins farin að muna nöfnin þeirra, kennski tími til kominn. Hef reyndar ekkert verið að ofreyna mig á því að læra þau strax...tíhí (fliss, en ekki perrahlátur).
Ég kláraði púsluspilið á laugardaginn, eða við gerðum það reyndar í sameiningu...settum síðasta púslið á sinn stað í sameiningu. Við keyptum nýtt púsl í fyrradag, rosa kúl panoramic mynd af New York að kvöldlagi þar sem ljósin speglast í sjónum, með turnunum og alles...það er tæpur metri á breidd og 28,6 cm á hæð. Spennandi, ekki satt...
Best að hætta þessu þvaðri og koma sér í háttinn...megið þið eiga góðan Öskudag!!

 

0 Ummæli

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Bookmark and Share

orðin hress


Hér gengur allt sinn vanagang...ég er svo gott sem búin að ná mér af kvefinu.
Nenni ekki að skrifa neitt núna!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Bookmark and Share

allt að koma


Ég er öll að koma til, en er samt engan vegin orðin góð...ekki það að ég sé vond eða eitthvað...bara kvefuð.

Ég var að kenna í gær og í dag, og fer allavega að kenna á föstudaginn, það hefur enn ekki verið haft samband við mig vegna afleysingar á morgun. Ég fór í Target í gær og keypti mér vettlinga á 4 dollara og púsluspil...núna má ekki borða við matarborðið því það er undirlagt. Ekki það að við borðum nokkurn tímann við matarborðið, nema að fína sófaborðið okkar sé matarborðið. Þegar ég eignast börn verður sko slökkt á sjónvarpinu á matartíma og sest til matar við matarborðið...oghananú...mér finnst hálf leiðinlegur siður að borða kvöldmatinn fyrir framan sjónvarpið, þó við gerum það núna.

Hef ekkert meira að segja...

 

0 Ummæli