miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Bookmark and Share

aldeilis yfir sig bloggað


sumir hefðu nú bloggað yfir sig með svona risa færslum eins og á sunnudaginn...og ég var nú ekki langt frá því. Held að ég sé samt búin að ná mér eftir það. Þessi vika hefur verið bilun. Það eru margir lausir endar sem ganga þarf frá áður en prófatörnin byrjar, en það þýðir að allt slíkt þarf að klárast í þessari viku. Sem betur fer bý ég svo vel að eiga dásamlegan eiginmann sem er ofsalega klár og hefur gjörsamlega reddað konunni sinni í 'einkunnautanumhaldi' (nýyrði sem má lesa á ýmsa vegu). Í eðlilegum orðum, þá kenndi hann mér á hið merka forrit Excel, þar sem ég get sett inn allar einkunnirnar og sett in mis-einfaldar formúlur sem reikna allt út fyrir mig. Þá er maður ekki að eyða tímanum í að berja á vasareikninum við að reikna út kennaraeinkunn fyrir hvern einasta nemanda; Excel sér bara um þetta fyrir mig! Nú horfa hinir kennararnir öfundaraugum á fínu skjölin mín og það eina sem ég þarf að gera er að smella á 'print' og þá prentast einkunnirnar út á meðan margir sitja sveittir við reiknivélina. Mikil lukka þar.

Annars var nú ekki ætlunin að skrifa einhverja leiðindafærslu um Excel...það bara gerðist óvart. Ég var að hugsa um að skrifa um stereotýpur. Þó að það sé rangt að setja alla undir sama hattinn, eða segja að allir Íslendingar séu svona og allir Danir hinsegin, þá er oft svo mikið til í þessu öllu saman. Í Taranto vorum við að vinna með hinum ýmsu þjóðum og það var svolítið skondið að sjá hversu mismunandi fólkið er. Ítalirnir voru mjög örir og töluðu hátt og mikið, einnig með höndunum, svo voru þeir ekki mjög skipulagðir, allavega voru þeir ekkert að stressa sig yfir skipulaginu. Belgarnir voru sallarólegir og með allt á hreinu, einstaklega skipulagðir. Pólsku stelpurnar voru mjög duglegar og pínu stressaðar yfir að geta ekki klárað vinnuna. Þetta voru mjög ólíkir hópar og gaman að fylgjast með þeim vinna saman...jæja, ég má nú ekki fæla Ólu frænku frá blogginu með annarri maraþonfærslu. Læt þetta duga í bili.

 

0 Ummæli

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Bookmark and Share

Home Sweet Home


Jæja, þá er maður kominn heim aftur í hjónabandssæluna, mikið gott.
Ítalíuferðin var bara mjög fín. Við komum til Taranto seint á mánudagskvöldið og gerðum ekkert annað en að koma okkur í háttinn þegar þangað var komið. Hótelið hefur örugglega verið fínt á ítalskan mælikvarða, en það var ekki mjög hlýlelgt. Flísar á gólfum og sturtuklefinn að detta í sundur. Maður endaði allt í einu berrassaður í sturtuklefanum með hurðirnar í fanginu, og nei, það var sko ekki bara brussuskapur. Það var ekkert verið að eyða peningum í óþarfa þægindi eins og kaffivél eða hárþurrku.
Á þriðjudeginum var farið í ferð til Lecce og Otranto en það eru bæir í ca 2-3 tíma fjarlægð frá Taranto. Við gengum um bæina og skoðuðum stórar og tígulegar kirkjur. Svo borðuðum við hádegismat á bæ uppi í sveit og það var sko enginn smá máltíð. Við sátum og átum í tvo tíma. Mér var orðið illt af þessu áti. Ég skil ekki hvernig Ítalir fara að þvi að borða svona mikið...ætli þeir séu ekki bara í góðri þjálfun.
Miðvikudagurinn fór allur í vinnu við verkefnið (já, þetta var ekki leikur út í gegn) enda á nógu að taka. Við prufuðum verkefnin okkar á ítölskum, portúgölskum, frönskum og belgískum nemendum sem svo lögðu mat sitt á það. Maður lærði barasta heilmikið á þessu öllu. Um kvöldið fórum við í mat heim til eins ítalska kennarans þar sem mér tókst aftur að borða mér til óbóta.
Fimmtudagurinn fór svo aftur í ferðalag, í þetta skiptið til Melfi og Venosa, sem eru ennþá lengra í burtu en hinir staðirnir. Þarna fengum við að skoða fleiri kirkjur og kastala, sem og fornar rústir Rómverja og gamalt klaustur sem aldrei var fullklárað. Það var einstakt að sjá þessar minjar og magnað að hugsa til þess að þær hafa verið þarna öldum saman, sumar hverjar frá því löngu fyrir Kristsburð.
Á föstudagsmorgninum stálumst við aðeins á markaðinn áður en við héldum upp í skólann til að klára vinnuna. Það var hægt að kaupa allan fjandann á þessum markaði; allt frá matvælum og snyrtivörum til fatnaðar og vefnaðarvöru, alltaf gaman að kíkja á svona markaði. Megnið af deginum fór svo í að klára vinnuna við verkefnin og skipuleggja næsta fund sem verður hér á Íslandi í mars á næsta ári. Okkur tókst að ganga í smá stund um Taranto áður en við þurftum að leggja í hann til Bari, en þaðan flugum við til London, Stansted. Þar gistum við í eina nótt á þessu fína hóteli og satt að segja fannst mér ég vera komin aftur í siðmenninguna við það að koma á Hilton hótelið í Stansted. Ekki bara það að herbergið var mjög hlýlegt, með kaffikönnu og hárþurrku, heldur var það með baðkari og sturtu sem virkaði mjög vel, straujárni og borði, þykkum og hlýjum sængum og síðast en ekki síst enskt mál í sjónvarpinu og starfsfólk sem skildi ensku og gat svarað á móti á skiljanlegri ensku. Við flugum svo heim í gær og það var nú mikið gott að komast á klakann þótt það sé skítakuldi. Það var svo fínt útsýni þegar við flugum við suðurströndina að maður sá langar leiðir. Það tók okkur einungis um tíu mínútur að fljúga frá Mýrdalssandi og til Keflavíkur. Munur ef maður gæti alltaf verið svona snöggur austur. Ég tók nokkrar myndir úr vélinni og vona að þær hafi komið vel út.

Framundan er svo bara að klára kennsluna, en það er bara ein vika í prófin. Það verður því nóg að gera í þessari viku að undirbúa gríslingana undir þau.

Þessari maraþonfærslu er lokið...enda nóg komið að sinni.

 

0 Ummæli

föstudagur, nóvember 24, 2006

Bookmark and Share
Tad er ekki seinna vaenna ad blogga fra Italiu tar sem vid forum hedan i dag. Ferdin er buin ad vera strembin en voda fin. Erum buin ad far agaetis vedur, svolitid svalt a kvoldin og pinu rigning, en i dag er sol og blida. Vid leggjum i hann hedan klukkan 6 og vid forum til London tar sem vid turfum ad gista i nott. Eg verd vist ad fara ad vinna. Ciao.

 

0 Ummæli

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Bookmark and Share

þá er komið að því


míns er að fara til útlanda á morgun. Ég nenni ekki að blogga neitt að ráði núna, enda lítið að segja. Gaman að fá smá snjó í bæinn, kominn tími til. Vill bara svo skemmtilega til að hann kemur rétt áður en ég fer...en ekki er allur vetur úti enn, hann er rétt að byrja. Ég þarf að fara að gera mig klára og henda einhverju dóti í tösku. Bið að heilsa ykkur öllum og ég hendi inn línu eða svo þegar ég kem aftur.

Arrivederci

 

0 Ummæli

föstudagur, nóvember 17, 2006

Bookmark and Share

ég biðst velvirðingar


það er ekki það að ég sé búin að liggja í leti síðan síðast þó að síðasta færsla hefði getað bent til þess...nei, aldeilis ekki. Ég hef verið á fullu að klára að fara yfir verkefni og ljúka námsefninu áður en ég hverf til Ítalíu á mánudaginn.
Mér láðist að tilkynna fæðingu drengs í Reykjanesbæ þann 3. nóvember s.l. Jón Reynir og Bára eiga heiðurinn að þeirri viðbót í fjölskylduna og óska ég þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með litla prinsinn. Ég bíð spennt eftir myndum.

Annars mun ég eyða helginni í lokaundirbúning fyrir Ítalíuferðina og leggja þarf lokahönd á verkefni og próf sem nota á þegar ég sný aftur heim. Það er aldrei að vita nema að ég láti heyra í mér áður en ég yfirgef landsteinana.

Er annars stefnt á LabbRabb um helgina?

 

0 Ummæli

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Bookmark and Share

égetsosvariða


ég er gjörsamlega að farast úr leti...barasta nenni ekki neinu. Er ekki allt í lagi að eiga einn og einn svoleiðis dag, sem fer bara í leti?

Annars er ég að keyra nemendur mína áfram þessa dagana svo að ég nái að klára yfirferð efnisins á önninni. Þeir eru ekkert voðalega sáttir við alla þessa heimavinnu en sjá fram á rólega viku þegar ég er á Ítalíu, þannig að það getur ekki verið alslæmt. Tíminn hefur liðið svo rosalega hratt að það hálfa væri nóg, en það eru einungis þrjár kennsluvikur eftir af önninni, sem þýðir að það eru bara þrjár vikur eftir af þessum mánuði og þá kemur jólamánuðurinn og allt fjörið sem honum fylgir. Mikið hlakka ég til!

 

0 Ummæli

föstudagur, nóvember 10, 2006

Bookmark and Share
snjór

 

0 Ummæli

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Bookmark and Share

better luck next time


því miður komust krakkarnir ekki áfram í x-factor, en það þýðir sko ekki að allt sé búið hjá þeim, enda eru þau ofhlaðin tónlistarhæfileikum og ég er viss um að við fáum að njóta þeirra fögru tóna á öldum ljósvakans í náinni framtíð.
En eins og við vitum þá eru það oftast minnihlutahóparnir sem fá að finna fyrir skellinum á undan öðrum. ÞIÐ ERUÐ SAMT BEST! rOcK oN

 

0 Ummæli

mánudagur, nóvember 06, 2006

Bookmark and Share

X-factor móttaka!!!!!


Þá er komin tíma- og staðsetning á x-factor móttökuna á miðvikudaginn. Krakkarnir koma heim til Mæju og Bjögga klukkan 16:30 í fylgd með myndatökumönnum og jafnvel konum. Þeir sem vilja vera vinir eða ættingjar þeirra láti sjá sig tímanlega því þar verður tilkynnt hvort þau komist áfram í keppninni eða ekki...og allir saman nú!!!

 

0 Ummæli

laugardagur, nóvember 04, 2006

Bookmark and Share

hraustmenni í LabbRabb


nokkur hraustmenni úr LabbRabb létu ekki smá vætu á sig fá og gengu um stíga Öskjuhlíðarinnar í dag. Það er alveg ljóst að stolt ættarinnar var þar á ferð, fegurri hópur hefur sjaldan sést á gangi...ég er viss um að hinir lægra settu ættingjar litu út um gluggann í morgun og hugsuðu með sér "æ, ég nenni ekki út í þessa rigningu". Réttu upp hendi ef þetta á við um þig!

Ég vil að sjálfsögðu taka það fram að ættingjarnir úti á landi eru hluti af stoltinu...enda dugnaðarfólk þar á ferð.

Svo eru Hlynur og Björk að safna ættingjum og vinum til að taka á móti sér og sýna viðbrögð þegar tilkynnt verður hvort þau komist áfram í X-factor á miðvikudaginn...staður og stund verður auglýst síðar.

 

0 Ummæli

föstudagur, nóvember 03, 2006

Bookmark and Share
Þú veist að það er árið 2006 ef.....
1. Þú ferð í partý og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er afþví þeir eru ekki að
blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýtabara á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega leist tilbaka til að athuga hvort þar væri númer fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu áframfæri einhverstaðar.

EF þú féllst fyrir þessu ... Aha ekkert svona !þú féllst fyrir þessu

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

LabbRAbb


á morgun, laugardaginn 4. nóvember. Hist verður við Perluna rétt fyrir kl. 13.00...athugið að lagt verður af stað á slaginu 13.00!!!
Væntanlega verður gengið um Öskjuhlíðina og fjölbreytt dýralífið þar skoðað gaumgæfilega!

 

0 Ummæli

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Bookmark and Share

LabbRabb hópurinn


hvenær er næsti hittingur? og hvar?
einhverjar hugmyndir?!?

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Ítalía


landið sem lítur út eins og stígvél.
Ég er semsagt að fara undir ilina á þessu landi í nokkra daga nú í nóvember. Ástæðan fyrir því er að ég er að fara til Taranto á ráðstefnu vegna Comenius samstarfsins. Spennó!

 

0 Ummæli