endalok
skrýtið orð...enda-lok..."þá er komið að lokum endisins"...hljómar eins og tvöföld neitun í enskunni "I'm not going to do nothing about it" sem er að sjálfsögðu kolrangt. En allavega, þá er komið að endalokum júlímánaðar og maður farinn að sjá fyrir endann (afturendann...óæðri endann)á þessu sumri, sem er bæði gott og slæmt. Ég elska sumur, en eftir svona frí er alltaf gott og gaman að hitta samstarfsfólkið og nemendurna sem og að komast aftur í nokkurs konar 'rútínu'. Manni finnst sumarið búið eftir Verslunarmannahelgina. Hvað ætlið þið að gera um verslunarmannahelgina? Ég ætla að skottast austur í sveitina mína og eyða helginni með mínum frábæru og yndislegu ættingjum.