Ég rétt næ að skella afmæliskveðjunni inn, en við vorum að koma inn úr dyrunum. Við fórum með Jerod og Kate til Hilltop þar sem amma og afi hennar búa. Þetta er rosalega skemmtilegt svæði, þar sem fullt af ellismellum eiga heima. Þarna er 18 holu golfvöllur og fínt útivistarsvæði sem íbúarnir hafa aðgang að. Við spiluðum einn hring í dag og það gekk á ýmsu...segi kannski frá því seinna.
sunnudagur, nóvember 30, 2003
Fanney, systurdóttir Kalla, á 4 ára afmæli í dag.
Ég rétt næ að skella afmæliskveðjunni inn, en við vorum að koma inn úr dyrunum. Við fórum með Jerod og Kate til Hilltop þar sem amma og afi hennar búa. Þetta er rosalega skemmtilegt svæði, þar sem fullt af ellismellum eiga heima. Þarna er 18 holu golfvöllur og fínt útivistarsvæði sem íbúarnir hafa aðgang að. Við spiluðum einn hring í dag og það gekk á ýmsu...segi kannski frá því seinna.
Ég rétt næ að skella afmæliskveðjunni inn, en við vorum að koma inn úr dyrunum. Við fórum með Jerod og Kate til Hilltop þar sem amma og afi hennar búa. Þetta er rosalega skemmtilegt svæði, þar sem fullt af ellismellum eiga heima. Þarna er 18 holu golfvöllur og fínt útivistarsvæði sem íbúarnir hafa aðgang að. Við spiluðum einn hring í dag og það gekk á ýmsu...segi kannski frá því seinna.
föstudagur, nóvember 28, 2003
Í sambandi við þessar frekjukannanir...
...ég hef ákveðið (þar sem ég er víst algjör frekja) að verðlauna frekjurnar ekki!!! Frekjurnar eru svo miklar frekjur að þær eiga það ekki skilið...það eina sem frekjurnar fá er titillinn. Sá/sú/þeir/þær sem fá fæst atkvæði ættu að fá verðlaun, fyrir að vera ekki frekjur...það er alltaf sá sem er frekastur sem fær allt...tími til kominn að sá sem er minnst frekur fái eitthvað!!!!! Ég ætla að setja inn frekjukönnun fyrir maka frændsystkinanna þar sem inntökuskilyrði eru:
a) að vera gift/kvæntur inn í ættina,
b) að eiga barn, eða með eitt á leiðinni, með e-u frændsystkinanna og hanga enn með þeim sama/þeirri sömu,
c) að vera trúlofaður/-lofuð e-u frændsystkinanna og
d) að vera í sambandi, með e-u frændsystkinanna, sem hefur staðið í a.m.k. eitt ár.
(Viðbætur eru leyfðar og þurfa þær að berast Stjórninni fyrir 5. desember)
Kjörstað verður svo lokað og talning hefst 12. desember.
Stjórnin (ég)
P.S..tókuð þið eftir því hvað sumar frekjurnar fóru strax að frekjast út af verðlaununum!!! Alveg magnað!!!
...ég hef ákveðið (þar sem ég er víst algjör frekja) að verðlauna frekjurnar ekki!!! Frekjurnar eru svo miklar frekjur að þær eiga það ekki skilið...það eina sem frekjurnar fá er titillinn. Sá/sú/þeir/þær sem fá fæst atkvæði ættu að fá verðlaun, fyrir að vera ekki frekjur...það er alltaf sá sem er frekastur sem fær allt...tími til kominn að sá sem er minnst frekur fái eitthvað!!!!! Ég ætla að setja inn frekjukönnun fyrir maka frændsystkinanna þar sem inntökuskilyrði eru:
a) að vera gift/kvæntur inn í ættina,
b) að eiga barn, eða með eitt á leiðinni, með e-u frændsystkinanna og hanga enn með þeim sama/þeirri sömu,
c) að vera trúlofaður/-lofuð e-u frændsystkinanna og
d) að vera í sambandi, með e-u frændsystkinanna, sem hefur staðið í a.m.k. eitt ár.
(Viðbætur eru leyfðar og þurfa þær að berast Stjórninni fyrir 5. desember)
Kjörstað verður svo lokað og talning hefst 12. desember.
Stjórnin (ég)
P.S..tókuð þið eftir því hvað sumar frekjurnar fóru strax að frekjast út af verðlaununum!!! Alveg magnað!!!
Ég byrjaði gærdaginn á því að baka pönnukökur, tvöfalda uppskrift...nammi namm. Svo tygjuðum við okkur til Tony's og Cristin upp úr hádegi og vorum komin til þeirra á slaginu eitt, svakalega stundvís. Thomas McMillan og Kristin kona hans búa rétt hjá Tony og Cristin, bara ein gata á milli, og þau sáu um að steikja kalkúninn. Við kíktum yfir til þeirra til að sjá aðfarirnar. Kalkúnninn er djúpsteiktur í þar til gerðum potti sem stendur á gashitara og er þetta að sjálfsögðu allt gert utandyra.
Við settumst að borðum um hálf þrjú og það var ekkert lítið af mat fyrir aðeins sex manneskjur, enda er það hluti af Thanksgiving að borða afganga næstu daga á eftir...hljómar kunnuglega. Með kalkúninum var 'dressing' (sem er það sama og fylling, nema ekki inni í kalkúninum), broccoli-'casserole', fyllt egg, sósa, náttúrulega, og hitt og þetta. Nóg var af drykkjunum, rúmlega kassi af bjór og nokkrar vínflöskur, og svo auðvitað óáfengir drykkir eins og vatn...þetta var rosalega fínt. Eftir matinn settumst við inn í stofu þar sem við flatmöguðum fram á kvöld, en það er efni í kalkúninum sem gerir mann syfjaðan, og ég held að við höfum öll blundað eitthvað. Síðan réðumst við á eftirmatinn einhvern tímann um fimmleytið, og það var heitt eplapæ og pönnukökur með vanilluís...jammjamm...svo fórum við aftur inn í stofu og héldum áfram að flatmaga. Algjört letilíf, minnti mann bara á jólin, þar sem bara er étið (sorrý, mamma...borðað), og slappað af. Við fórum svo heim um níuleytið!
Í dag er svo fótboltaleikur. A&M á móti UT Longhorns, en það eru aðal andstæðingarnir. Kalli fer á leikinn með strákunum, ég fer ekki. Það er lang-dýrast að fara á UT leik, og örugglega lang-skemmtilegast líka. En A&M eru búnir að vera svo hrikalega lélegir núna að þeir eiga örugglega eftir að skít-tapa fyrir UT. Nei, Ætli ég verði ekki bara heima að læra þar sem ég á eftir að skrifa 3 ritgerðir og gera tveggja vikna kennsluáætlun fyrir lokaverkefni sem við þurfum að kynna á miðvikudaginn. Nóg að gera þó að kennslan sé búin hjá mér!! ÉG er allavega alveg búin 11. des, en Kalli grey er í miðannarprófum 17. og 18. desember. Þannig að það er alveg ljóst hver sér um jólainnkaupin þetta árið.
Við settumst að borðum um hálf þrjú og það var ekkert lítið af mat fyrir aðeins sex manneskjur, enda er það hluti af Thanksgiving að borða afganga næstu daga á eftir...hljómar kunnuglega. Með kalkúninum var 'dressing' (sem er það sama og fylling, nema ekki inni í kalkúninum), broccoli-'casserole', fyllt egg, sósa, náttúrulega, og hitt og þetta. Nóg var af drykkjunum, rúmlega kassi af bjór og nokkrar vínflöskur, og svo auðvitað óáfengir drykkir eins og vatn...þetta var rosalega fínt. Eftir matinn settumst við inn í stofu þar sem við flatmöguðum fram á kvöld, en það er efni í kalkúninum sem gerir mann syfjaðan, og ég held að við höfum öll blundað eitthvað. Síðan réðumst við á eftirmatinn einhvern tímann um fimmleytið, og það var heitt eplapæ og pönnukökur með vanilluís...jammjamm...svo fórum við aftur inn í stofu og héldum áfram að flatmaga. Algjört letilíf, minnti mann bara á jólin, þar sem bara er étið (sorrý, mamma...borðað), og slappað af. Við fórum svo heim um níuleytið!
Í dag er svo fótboltaleikur. A&M á móti UT Longhorns, en það eru aðal andstæðingarnir. Kalli fer á leikinn með strákunum, ég fer ekki. Það er lang-dýrast að fara á UT leik, og örugglega lang-skemmtilegast líka. En A&M eru búnir að vera svo hrikalega lélegir núna að þeir eiga örugglega eftir að skít-tapa fyrir UT. Nei, Ætli ég verði ekki bara heima að læra þar sem ég á eftir að skrifa 3 ritgerðir og gera tveggja vikna kennsluáætlun fyrir lokaverkefni sem við þurfum að kynna á miðvikudaginn. Nóg að gera þó að kennslan sé búin hjá mér!! ÉG er allavega alveg búin 11. des, en Kalli grey er í miðannarprófum 17. og 18. desember. Þannig að það er alveg ljóst hver sér um jólainnkaupin þetta árið.
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Í dag er Þakkargjörðarhátíðin, þar sem fólk heldur upp á það þegar pílagrímunum, sem komu hingað á 16.öld, var bjargað af infæddum Indjánunum frá því að frjósa í hel fyrsta veturinn í þessu "nýja" landi. Þeir buðu Indjánunum í mat til að þakka fyrir lífsgjöfina, rétt áður en þeir stálu landinu af þeim og drápu þá í massavís...þvílíkar frekjur!!!
Við förum í mat til Tony's og Cristin þar sem eldaður verður "deep fried turkey"...Við tökum með okkur eplapæ, vanilluís og svo ætla ég að baka pönnukökur...nammnamm...
Við förum í mat til Tony's og Cristin þar sem eldaður verður "deep fried turkey"...Við tökum með okkur eplapæ, vanilluís og svo ætla ég að baka pönnukökur...nammnamm...
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Haldiði ekki að ég hafi barasta gleymt að segja frá stórfrétt, sem er reyndar ekki stórfrétt lengur þar sem hún gerðist fyrir nokkru síðan. Hingað kom maður nokkur fyrir...jah...nokkrum vikum síðan, sem starfar sem meindýraeyðir. Hann var með litla sprautu sem hann notaði til að sprauta í og við gluggakisturnar inni í eldhúsi og herbergi, en þaðan virtust sykurmaurarnir koma. Svo lét hann mig hafa maurabeitur sem ég átti að setja þar sem ég sæi maura, og maurarnir myndu ná sér í beitu og færa drottningunni sem myndi, vonandi, gefa upp öndina. Síðan meindýraeyðirinn kom...og fór... hef ég bara ekki séð maur. Það er búið að vera þvílíkt lúxuslíf að þurfa ekki að vera sífellt á varðbergi gagnvart þessum kvikindum, því ég vil ekki sjá þau nálægt matnum okkar (sem er reyndar nánast allur kominn í ziploc og plastbox).
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Mér finnst nú svolítið grunsamlegt hversu margar heimsóknir hafa verið skráðar síðan ég setti upp frekjukannanirnar!! Getur það verið að sumir séu að hreinsa "cookies" og kjósa aftur!!
mánudagur, nóvember 24, 2003
Úff, það er kalt í dag. Ég sit við tölvuna í flíspeysu með tvö teppi yfir mér, ýkt huggulegt. Hitinn fór niður í frostmark í nótt og var einungis um tvær gráður þegar Kalli fór í skólann klukkan átta. Núna er hann kominn upp í átta stig úti og fimmtán stig inni. Húsin hér eru nefnilega ekki eins þétt og heima, hitastigið inni sveiflast gjörsamlega með hitanum úti, þannig að ef það er rosa heitt úti þá er rosa heitt inni líka (og loftkælingin á fullu). Æ, mér finnst bara ágætt að geta loksins notað fötin mín, ekki alltaf í stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol. Þetta er bara smá undirbúningur áður en við komum heim um jólin.
Það er verið að slá garðinn núna...kannski maður dúði sig enn meira og setjist út með bók (skólabók náttúrulega) og lesi við angan af nýslegnu grasi...hljómar ekki illa. Æ nei, ég get það ekki því ég þarf að vinna verkefni á tölvunni...nú væri gott að eiga fartölvu. Fartölva á óskalistann.
Við keyrðum yfir til Snook á laugardagskvöldið með Jóa og Berglindi, við kíktum á veitingastað þar sem var mjög góður. Snook er bara pínulitill bær rétt hjá College Station, var upprunalega tékkneskur bær, en þarna búa rúmlega 500 manns, sem er samt stærra en KBK. Svo tókum við Finding Nemo á leigu og hún er bara helvíti góð. Ótrúlegt hugmyndaflug hjá þessum Pixar gaurum. Ég mæli sko alveg með myndinni, tveir þumlar upp!!!
Það er verið að slá garðinn núna...kannski maður dúði sig enn meira og setjist út með bók (skólabók náttúrulega) og lesi við angan af nýslegnu grasi...hljómar ekki illa. Æ nei, ég get það ekki því ég þarf að vinna verkefni á tölvunni...nú væri gott að eiga fartölvu. Fartölva á óskalistann.
Við keyrðum yfir til Snook á laugardagskvöldið með Jóa og Berglindi, við kíktum á veitingastað þar sem var mjög góður. Snook er bara pínulitill bær rétt hjá College Station, var upprunalega tékkneskur bær, en þarna búa rúmlega 500 manns, sem er samt stærra en KBK. Svo tókum við Finding Nemo á leigu og hún er bara helvíti góð. Ótrúlegt hugmyndaflug hjá þessum Pixar gaurum. Ég mæli sko alveg með myndinni, tveir þumlar upp!!!
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Halló Halló...í dag þekki ég þrjá sem eiga afmæli...gaman gaman. Það eru Þórir frændi, Lára Kristín frænka og Bjarki Már, litli systursonur Kalla sem er eins árs í dag. Til hamingju með það öll sömul.
P.S Ég er að læra þannig að ég hef ekki tíma til að vera að væflast á netinu, skrifa eitthvað meira en afmæliskveðjur þegar ég hef tíma!!
P.S Ég er að læra þannig að ég hef ekki tíma til að vera að væflast á netinu, skrifa eitthvað meira en afmæliskveðjur þegar ég hef tíma!!
laugardagur, nóvember 22, 2003
föstudagur, nóvember 21, 2003
Linda systir fór til London í gær. Hún sendi mér þessa mynd í gær með eftirfarandi skilaboðum: "linda strax byrjuð"
Ekki einu sinni komin út fyrir landsteinana þegar hún er byrjuð að sötra bjórinn!!! Góða gellan!!!
Góða skemmtun í Lundúnum, Linda mín, og ekki gleyma að kaupa eitthvað flott handa mér!!!
Ekki einu sinni komin út fyrir landsteinana þegar hún er byrjuð að sötra bjórinn!!! Góða gellan!!!
Góða skemmtun í Lundúnum, Linda mín, og ekki gleyma að kaupa eitthvað flott handa mér!!!
Mmmmm...það er svo góð lyktin af nýslegnu grasi. Minnir mig bara á sveitina mína, þar sem pabbi ekur um túnin á Fordinum bláa með sláttuvélina í eftirdragi og mamma tætandi í humátt á eftir honum á "rauðu eldingunni." Ég gæti setið úti tímunum saman með lokuð augun og fundið þessa yndislegu angan og látið mig dreyma um sveitina mína. Ekki skemmir fyrir að hafa alla þessa Ford "pikkuppa" um allt, að heyra í þeim er eins og að vera komin heim.
...og svo eru það afmælisbörn dagsins...tatatatammm....
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!
Dídí á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn.
Lára Marta, vinkona mín, á líka afmæli í dag og óska ég henni líka til hamingju með afmælið!!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!
Dídí á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn.
Lára Marta, vinkona mín, á líka afmæli í dag og óska ég henni líka til hamingju með afmælið!!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!
Jæja...nú er ég búin að setja upp könnun fyrir frændurna, þá getum við séð hver af strákunum er frekastur!!!
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
Hér er þá nýja ættarkönnunin að beiðni HP. Endilega látið skoðun ykkar í ljós, en ekki láta HP hafa áhrif á hvað þið kjósið...Sigurvegari könnunarinnar verður krýndur um áramótin og hlýtur þann merka titil...FossaFrekja ársins 2003!!!
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Jæja...afmælisdagatalið segir mér að hvorki meira né minna en þrír ættingja minna eigi afmæli í dag!!!!
Tvíbbarnir Jón Reynir og Jóna Björk eiga afmæli í dag (þau eru gömul) auk Stefáns Magnúsar litla frænda í Noregi sem er 11 ára. Innilega til hamingju með afmælin.
Er ekki enn búin að koma skannanum í stand...en myndin af Andra Birni gæti alveg eins verið af Jóni fyrir rúmum tuttugu árum!!!
Gummi og Jóna eignuðust litla stelpu um helgina. Hún kom í heiminn klukkan 6:48 á laugardagsmorgun. Innilega til hamingju með litlu prinsessuna
mánudagur, nóvember 17, 2003
Veit ekki hvað ég á að segja í dag....hmm....hugs hugs hugs....brunalykt....jú...nú veit ég!!!!
Við fórum í matarboð með Jóa og Berglindi í gær til hennar Tótu, en hún á heima hér í College Station. Hún á amerískan mann og tvær dætur, en þær tala enga íslensku...kannski maður reyni að bæta úr því!!! Það var rosa fínn matur og við sátum bara og spjölluðum um heima og geima. Eigum örugglega eftir að vera í miklu sambandi við hana, sérstaklega þegar Jói og Berglind yfirgefa okkur og fara til Arizona!!!
Við fórum í matarboð með Jóa og Berglindi í gær til hennar Tótu, en hún á heima hér í College Station. Hún á amerískan mann og tvær dætur, en þær tala enga íslensku...kannski maður reyni að bæta úr því!!! Það var rosa fínn matur og við sátum bara og spjölluðum um heima og geima. Eigum örugglega eftir að vera í miklu sambandi við hana, sérstaklega þegar Jói og Berglind yfirgefa okkur og fara til Arizona!!!
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Í dag á Birna Björg, systir hans Kalla, afmæli, en hún er gift Simma svila sem átti afmæli í fyrradag, sniðugt!!....(smá fróðleikshorn)... Til hamingju með daginn, Birna Björg
laugardagur, nóvember 15, 2003
Rebekka Björk á afmæli í dag, sem er frekar sjokkerandi því hún er orðin TÍU ÁRA!!! Mér er alveg hætt að lítast á blikuna, hversu fljótt maður eldist....djís....mér finnst eins og það hafi verið í gær sem ég passaði hana í Bólstaðarhlíðinni...en nei....eins gott að maður sé ungur í anda.
Allavega...til hamingju með afmælið, litla frænka.
Þetta kemur kannski pínu seint fyrir Frónbúana þar sem við erum sex klukkutímum á eftir hér, en þar sem ég var í skólanum í allan dag komst ég ekki fyrr í tölvuna.
Allavega...til hamingju með afmælið, litla frænka.
Þetta kemur kannski pínu seint fyrir Frónbúana þar sem við erum sex klukkutímum á eftir hér, en þar sem ég var í skólanum í allan dag komst ég ekki fyrr í tölvuna.
föstudagur, nóvember 14, 2003
Simmi svili á afmæli í dag...til hamingju með afmælið, Simmi...
...ég er því miður ekki búin að koma skannanum í stand þannig að myndin af afmælisbarninu verður bara að bíða!!
...ég er því miður ekki búin að koma skannanum í stand þannig að myndin af afmælisbarninu verður bara að bíða!!
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Hér er einn góður sem Linda sendi mér:
Já þeir klikka ekki nemendurnir frá Bifröst
Nemandi úr Viðskiptaháskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. "Bara einn," sagði drengurinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið. Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund" sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann. "Hvað seldirðu honum eiginlega, rasaði kaufélagsstjórinn hissa? " Jú, sjáðu til,"sagði drengurinn, "fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul,svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða.Hann sagðist ætla að veiða ívatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Landróver. " Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði: "Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl." "Nei, nei," sagði strákurinn. "Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða!"
Já þeir klikka ekki nemendurnir frá Bifröst
Nemandi úr Viðskiptaháskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. "Bara einn," sagði drengurinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið. Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund" sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann. "Hvað seldirðu honum eiginlega, rasaði kaufélagsstjórinn hissa? " Jú, sjáðu til,"sagði drengurinn, "fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul,svo veiðistöng og síðan spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða.Hann sagðist ætla að veiða ívatninu og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40 hestafla utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti aldrei flutt bátinn á Daihatsuinum sínum svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Landróver. " Nú var andlitið hálfdottið af kaupfélagsstjóranum og hann sagði: "Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og þú selur honum bæði bát og bíl." "Nei, nei," sagði strákurinn. "Hann kom hingað til að kaupa dömubindi handa konunni sinni og ég sagði við hann að fyrst að helgin væri hvort eð er ónýt hjá honum væri eins gott fyrir hann að fara að veiða!"
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
JESS
...Tölvan komin í lag...Þökk sé manninum á móti...
það þurfti að setja hana upp aftur þar sem hún startaði sér ekki upp, var bara alveg tóm, greyið.
Það er alveg slatti búið að gerast hjá okkur síðan tölvan bilaði, enda búin að vera biluð í rúmar tvær vikur. Þar síðustu helgi kláraði Kalli lokaprófin eftir fyrstu önnina og það gekk bara rosalega vel, hann er búinn að fá einkunnirnar og er alveg rosalega sáttur við þær. Við fórum svo í Northgate á laugardagskvöldið þar sem MBA liðið var að fagna próflokunum. Við fórum með kælibox fullt af bjór, sötruðum hann og spjölluðum við liðið. Svaka stuð.
Á sunnudeginum fórum við svo á Texas Renaissance Festival með Jóa og Berglindi. Það var upplifun út af fyrir sig. Við fórum af stað um níu um morguninn, en það tekur tæpan klukkutíma að keyra þangað sem hátíðin er haldin. Þetta er ákveðið svæði sem er notað undir þessa hátíð. Þetta er eins og lítið þorp sem maður gengur bara um og skoðar. Þessi hátið fer víðsvegar um landið og er hér einu sinni á ári. Fólkið sem vinnur þarna er í búningum frá endurreisnartímanum og skemmtir gestunum. Sumir gestanna koma meira að segja í búningum, alveg ótrúlegt lið.
Sumir lifa bara fyrir þetta…eru allt árið að undirbúa búning til að fara í á hátíðina…og þá er ég ekki að tala um fólkið sem vinnur við þetta, heldur hinn almenna borgara! Þetta var samt rosa gaman, eins og að fara aftur í tímann.
Eins og ég sagði áður, þá fórum við til Longview um hegina. Mamma hennar Kate vildi endilega að við fengjum að kynnast austur Texas á almennilegan hátt. Það var High School fótboltaleikur (amerískur fótbolti) á föstudagskvöldinu, þar sem litla systir hennar Kate var að dansa í leikhléinu, við fórum beint þangað þegar við komum og kíktum á það. Dansliðið er rosalega gott, þær hafa unnið fullt af keppnum og verðlaunum, en fótboltaliðið er ömurlegt, þeir tapa alltaf. Minnti mig á ömurlegu klappstýrumyndina “Bring it on”, fyrir þá sem hafa séð hana. Seinna um kvöldið fórum við á bar þar sem var lifandi tónlist, kántrýtónlist, að sjálfsögðu, en það var nokkuð “eðlilegt” fólk á þeim bar, svaka stuð. Á laugardagskvöldinu fórum við á veitingastað sem heitir “Country Tavern” og er þekktur fyrir svínarifin sem þeir bjóða upp á. Það hafa víst margir frægir borðað þar og líkað vel, m.a. einhverjir forsetar og Larry Hagman, sem lék J.R. í Dallas, en það voru einhverjar myndir uppi á veggjunum. Maður fer víst ekki til Texas án þess að smakka barbeque rif…mér annst þau allt í lagi, ekkert geðveik samt. Svo fórum við á ekta kúrekabar þar sem var krökkt af kúrekum og svaka gellum með túperað hár…og við sáum meira að segja “mullet”, sem segt mann með sítt að aftan…og honum fannst hann vera svo flottur…ojojoj…búinn að klippa ermarnar af stutternabolnum og alles…við áttum bágt með okkur. Þetta vara bara fín helgi, við slöppuðum af og höfðum það gaman. Reyndar vöktum við alveg óvart til fjögur á föstudagskvöldið, við vorumað spila til þrjú og svo fórum við í tómstundaherbergið og spiluðum pool og pílukast, spjölluðum og horfðum á sjónvarpið. Við bara gleymdum okkur alveg og áttuðum okkur ekki áþví hvað klukkan var orðin margt.
Mamma hennar Kate ero svo klikkuð, á góðan hátt samt. Hún hefur sankað að sér alls konar dóti sem hún finnur í búðum...ódýra sokka með myndum, spil, o.s.frv. sem hún geymir til að nota sem verðlaun þegar þau spila. Við spiluðum nefnilega bingó á laugardaginn (Ég, Kalli, Kate og Frank sem er vinur Kate og Jerods) upp á vinninga...algjör snilld. Við Kalli unnum bæði, ýkt heppin. Ég fékk svona líkan af tíkallasíma sem sorterar mynt, maður setur klinkið í símann og hann sorterar það. Kalli vann karlmanns-snyrtitösku.
Það var rosa gott að komast aðeins út úr bænum, kúpla sig aðeins frá skólanum í smá stund. Þau buðu okkur að vera með þem á Thanksgiving, en öll fjölskyldan hittist hjá ömmu og afa Kate (í móðurætt), en þau búa í um 45 mínútna fjarlægð héðan. Við munumöruggleg kíkja eitthvað til þeirra þá helgi,en við ætlum að borða með Tony g Cristin…ég held að þau ætli að bjóða upp á “deep fried turkey”…alltaf að prófa eitthvað nýtt!!!
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Sambandid vid umheiminn er takmarkad i augnablikinu. Tolvan okkar er eitthvad bilud og eg er haett ad skipta mer af henni...Kalli getur sed um ad laga tetta...eg veit minna en ekkert um tetta tolvudrasl!!!
Vid forum til Longview um helgina tar sem vid dvoldum hja foreldrum Kate (en Jerod unnusti hennar er med Kalla i MBA programminu). Tad var algjor snilld, rosa gaman og minnti mig bara svolitid a tegar vid forum austur...svaka stud. Tau eiga gedveikt hus med tomstundaherbergi tar sem tau eru med poolbord sem er haegt ad breyta i bordtennisbord, svo er haegt ad fara i pilukast og pinball, horfa a sjonvarpid og alles...svaka huggulegt tar. En vid gerdum ymislegt annad sem eg nenni ekki ad segja fra nuna...geri tad seinna.
Tangad til naest, CHIAO!
Vid forum til Longview um helgina tar sem vid dvoldum hja foreldrum Kate (en Jerod unnusti hennar er med Kalla i MBA programminu). Tad var algjor snilld, rosa gaman og minnti mig bara svolitid a tegar vid forum austur...svaka stud. Tau eiga gedveikt hus med tomstundaherbergi tar sem tau eru med poolbord sem er haegt ad breyta i bordtennisbord, svo er haegt ad fara i pilukast og pinball, horfa a sjonvarpid og alles...svaka huggulegt tar. En vid gerdum ymislegt annad sem eg nenni ekki ad segja fra nuna...geri tad seinna.
Tangad til naest, CHIAO!
föstudagur, nóvember 07, 2003
Tar sem eg veit ekki hvenaer eg kemst naest a netid, aetla eg ad setja afmaelisborn helgarinnar inn nuna.
Erna Salome litla fraenka a afmaeli i dag.
Aslaug Marta litla fraenka a afmaeli a morgun, laugardag og
Ulfur litli fraendi a afmaeli a sunnudaginn.....
Til hamingju oll somul...kossar og knus...
Erna Salome litla fraenka a afmaeli i dag.
Aslaug Marta litla fraenka a afmaeli a morgun, laugardag og
Ulfur litli fraendi a afmaeli a sunnudaginn.....
Til hamingju oll somul...kossar og knus...
Tolvan okkar er bilud!!! Vid komumst ekki a netid einhverra hluta vegna, samt virdist hun vera nettengd...skrytid dot tetta tolvudot...Eg veit ekki hvenaer vid komumst i ad laga tolvuna...ef vid forum ekki ut ur baenum um helgina ta reynum vid ad laga hana ta...annars ekki fyrr en i naestu viku...Tid skulud bara dunda ykkur vid ad skrifa her inn a siduna...spjalla vid hvort annad...veit ekki hvenaer eg skrifa her inn naest...djo hvad tad er treytandi ad hafa ekki islenska stafi!!!
Heyrumst sidar, kaeru aettingjar og vinir!!!
Heyrumst sidar, kaeru aettingjar og vinir!!!
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Í dag á Mæja pæja afmæli!!!
Til hamingju með daginn, María mín.
Þessi mánuður er svakalegur afmælismánuður...21 skráður á dagatalið hjá mér...og oft tveir og þrír á dag!!!
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Andri Björn, litli frændi, á afmæli í dag. Hann er hvorki meira né minna en 11 ára...ji hvað maður er orðinn gamall...
Mér finnst þessi mynd alveg frábær, en Gummi tók hana í einhverjum réttunum. Ég hef aldrei séð annan eins svip á nokkru barni
Mér finnst þessi mynd alveg frábær, en Gummi tók hana í einhverjum réttunum. Ég hef aldrei séð annan eins svip á nokkru barni
Fórum á Texas Renaissance Festival í gær með Jóa og Berglindi, það var rosa fínt. Ég hef bara ekki tíma til að segja frá því núna, þar sem ég er að lesa fyrir próf. Bara láta vita að ég er enn hér...og Kalli er hér líka! Chiao.
laugardagur, nóvember 01, 2003
Eins gott að maður var ekkert að stressa sig yfir þessari hrekkjavöku, það að krakkar væru að koma "trick or treating". Við fengum að vera algjörlega í friði í gær, kom ekki einn einasti krakki.
Kalli er í lokaprófum núna, var í tveimur í gær og fer í seinni tvö prófin í dag. Hann sagði að það hafi bara gengið fínt í gær og við vonum bara að það gangi vel í dag líka. Annar kennarinn sem er með próf í dag er víst svolítið leiðinlegur og ósanngjarn, vona bara að prófið hans verði það ekki.
Kalli er í lokaprófum núna, var í tveimur í gær og fer í seinni tvö prófin í dag. Hann sagði að það hafi bara gengið fínt í gær og við vonum bara að það gangi vel í dag líka. Annar kennarinn sem er með próf í dag er víst svolítið leiðinlegur og ósanngjarn, vona bara að prófið hans verði það ekki.