föstudagur, maí 28, 2004
Mikið rosalega verður maður latur af því að gera ekki neitt. Er búin að taka því mjöööög rólega hér inni á hótelherbergi undanfarna 3 daga, það er sko ekkert stress í gangi á þessum bæ. Kalla líkar vel í vinnunni og vona ég að það endist út sumarið. Ég er farin að kvíða pínu fyrir því að fara heim til Texas á sunnudaginn og eiga ekki eftir að hitta manninn minn fyrr en í ágúst. Hvernig fara sjómennirnir og þeirra konur að eiginlega. Kannski Unnur Björk og Ragga vinkona geti gefið mér einhver ráð, þar sem þær eru vanar grasekkjur. Það verður nóg að gera hjá okkur og sumarið verður örugglega fljótt að líða, sérstaklega hjá mér þar sem ég fæ að koma heim á Frón í mánuð, algjör lúxus á minni.
miðvikudagur, maí 26, 2004
einhvern tímann er allt fyrst
Þá er fyrsti vinnudagurinn hans Kalla míns hjá Chevron/Texaco runninn upp. Það fer að líða að hádegi og ég hef ekkert heyrt frá honum. Ekki það að ég sé með neinar áhyggjur, ég veit að hann mun standa sig vel. Þeir sem þekkja hann vita að hann er fullur metnaðar. Ég hef bara hangið hér inni á hótelherbergi, að vinna upp internetleysið á undanförnum dögum. Rak nefið aðeins út fyrir áðan, bara ágætis veður, sól og blíða en ekki of heitt, um 20 stig (eins og á Íslandi). Vantar bara helv...sundlaugarbakkann, þarf ekki einu sinni að vera vatn í lauginni fyrir mér, bara staður til að sitja úti með bók í annarri og bjór í hinni. Ætli ég fái mér ekki bara smá göngutúr um nágrennið, held að það sé einhver garður (park) hér handan hornsins, kannski get ég lesið þar (skólinn byrjar nefnilega hjá mér í næstu viku).
Arnór (maðurinn hennar Heiðbráar)á afmæli í dag. Til hamingju með daginn.

on the rock
Við skelltum okkur í Alcatraz fangelsið í dag, en það er á lítilli eyju á San Francisco flóa. Alveg magnað. Enginn annar en Al Capone sjálfur sat þar í nokkur ár á fjórða áratugnum. Þetta var mjög áhugaverð og skemmtileg ferð. Nenni ekki að segja frá því núna...er þreytt.
Allavega, þá á Davíð Snær afmæli í dag, hann er níu ára. Til hamingju með daginn, litli frændi.

þriðjudagur, maí 25, 2004
Komin á leiðarenda
Þá erum við komin til San Ramon í Californiu. Kalli greyið þarf að vera á hótelherbergi í allt sumar...og það er ekki einu sinni sundlaug við hótelið. Ég sem var búin a hlakka til að liggja bara í sólbaði við sundlaugina með bók í hendi á meðan hann er í vinnunni á miðvikudag fram á föstudag.
Ferðin gekk mjög vel. Við keyrðum með hinum þekkta Route 66 í vesturátt, eyddum heilum degi við Grand Canyon. Við gistum tvær nætur í Las Vegas og skoðuðum Hoover Dam. Þetta er allt alveg magnað helvíti...Sérstaklega Grand Canyon, það er svo stórfenglegt að það er varla hægt að lýsa því. Svo keyrðum við í gegnum Los Angeles, þar sem við tókum rúntinn eftir Santa Monica Blvd, Sunset Boulevard og Beverly Hills. Við keyrðum Highway 1 norður eftir strönd Californiu, þar sem við keyrðum í gegnum Malibu og Pebble Beach. Stoppuðum aðeins í Pebble Beach og skoðuðum golfvöllinn þar...va-á, hann var geðveikur. Við tókum alls 445 myndir á leiðinni og því miður komast þær ekki allar fyrir á netsíðunni, ég þyrfti heldur betur að kaupa stórt netsvæði til að koma þeim öllum fyrir. En ég ætla að skrifa þær á geisladisk og koma með heim í sumar.
Við segjum nánar frá ferðalaginu seinna.
Þar til næst....
þriðjudagur, maí 18, 2004
þá fer alveg að koma að því
Við leggjum i hann vestur á bóginn í fyrramálið. Mikið verður það nú spennandi. En alla vega, þá er ekkert víst að það heyrist múkk frá okkur hér á síðunni í viku eða svo. Ég flýg svo til Houston sunnudaginn 30.maí og byrja í skólanum 1. júní.
Við skelltum okkur í golf í gær með Jerod og Tony. Þegar við vorum að pútta á sjöundu hvessti snögglega og dökk ský hrönnuðust upp. Við sáum eldingar í fjarska og heyrðum drunurnar í þrumunum. Svo féllu nokkrir dropar niður úr skýjunum og við ákváðum að taka enga áhættu heldur fara í skjól. Það var smá skýli þarna rétt hjá sem við fórum undir og eins og hendi væri veifað helltist rigningin ofan úr skýjunum. Í kjölfarið fylgdu þrumur og eldingar. Við biðum þarna í nokkra stund eftir að lægði. Þegar stytti upp var golfvöllurinn gjörsamlega á floti og það var ekki hægt að spila meira. Við urðum því að gjöra svo vel að stíga upp í golfbílana og halda heim á leið

Ég vil óska Kalla mínum til hamingju með fyrstu bloggfærsluna...var meira að segja færsla númer 300!
Hann verður vonandi duglegur að segja okkur fréttir frá 'Kallaforníu' í sumar.
Adios amigos
laugardagur, maí 15, 2004
föstudagur, maí 14, 2004
...allt að koma...
Nú fer prófatörnin alveg að vera búin hjá Kalla. Hann er í fyrra prófinu núna, og seinna prófið í dag er á milli 14 og 16, þá verður sko sungið..."school's out for summer" (reyndar ekki hjá mér).
En við munum svo fara á fullt við að skipuleggja og undirbúa ferðalagið okkar.

Ég stóð og horfði út um gluggann í gær þegar

Ég sem þurfti að erindast fyrir LÍN í gær og sækja I-20 eftir þrjú (svo að ég komist klakklaust inn í landið aftur í ágúst)og sækja Kalla í skólann klukkan fjögur...hmmm ég var ekki viss um að komast því nokkrar götur hér í nágrenninu voru lokaðar vegna flóða. Sem betur fer stytti aðeins upp eftir hádegi og ég komst erinda minna...allt í gúddí.
fimmtudagur, maí 13, 2004
jamm og já
Það er nú ekki mikið að frétta af okkur skötuhjúunum. Kalli er á kafi í prófum og lestri sem þeim fylgir. Hann var að lesa í allan gærdag. Ég reyndi bara að trufla hann ekki, fór bara út í bíltúr fyrir hádegi, kom svo inn í hádeginu og gaf honum að borða og fór svo bara út aftur. Ég fór í Target og rambaði þar um í rólegheitunum, svo fór ég heim um þrjúleytið og bakaði afmælisköku, sem er reyndar ekki búið að snerta á ennþá. Við fórum nefnilega út að borða um sexleytið á Applebee's og Kalli borðaði svo mikið að hann var pakksaddur langt frameftir kvöldi. Applebee's var ágætt, finnst Texas Roadhouse reyndar betra, allavega steikurnar.
Það var klikkað veður í nótt. Stormur, þrumur og eldingar með grenjandi rigningu, þvílík og önnur eins læti. Svo er bara dimmt yfir í dag, mjög dimmt. En ég þarf svosem ekki mikið merkilegt að gera í dag, verð bara heima og tek til eða eitthvað. Það er allt í rólegheitunum hjá mér núna

miðvikudagur, maí 12, 2004
þriðjudagur, maí 11, 2004
...út í veður og vind...
Við Kalli höfðum hugsað okkur að taka kúrsa skólanum í júní og ferðast svo eitthvað um Bandaríkin í júlí, mamma og pabbi ætluðu að koma í heimsókn í júlí og Már og Fanney í ágúst. Svo fengum við þá snilldarhugmynd að ég kæmi í brúðkaupið í júli og yrði svo bara samferða mömmu og pabba hingað um miðjan júlí...en neeeeei...þetta gengur víst ekki eftir.

Á mánudaginn í síðustu viku fékk Kalli upphringingu frá Chevron/Texaco þar sem honum var boðin vinna í San Ramon í Californiu í sumar...í allt sumar!!! Hann þurfti svo að gefa svar á miðvikudeginum...hólí mólí...og allt komið á annan endann...öll plönin okkar fuku út í veður og vind á örskotsstundu. Þetta er náttúrulega einstakt tækifæri fyrir hann að fá vinnu, frábær reynsla. Starfinu var tekið og nýjar áætlanir mynduðust. Hann verður sem sagt í Californiu eitthvað framyfir miðjan ágúst.
Núverandi áform hljóma eftirfarandi:
Hann klárar prófin sín á föstudaginn, svo nýtum við helgina í undirbúining ferðalaga.



6.júlí hefst svo ferðalagið...ég flýg héðan og til Dallas með American Eagle um morguninn(sem ég sór að ég myndi aldrei gera aftur eftir síðustu ferð...það er nú mikið að marka það sem maður segir). Frá Dallas flýg ég með Air Trans til Minneapolis, með smá viðkomu í Atlanta (þetta ferðalag tekur ca 6 klst). Ef allt gengur eftir verð ég komin til Minneapolis um klukkan 16:00.


Ég ætla að þreyta ættingja mína og vini á Íslandi fram yfir verslunarmannahelgi,


Þegar Kalli hefur lokið vinnu sinni í ágúst, keyrum við aftur heim til Texas, enda byrjar skólinn aftur hjá okkur 30. ágúst.
OG ÞAÐ HELD ÉG NÚ!!!
Vinkonur mínar voru eitthvað að biðja mig um að fara á Taco Bell fyrir sig, ég gerði það reyndar tvisvar, en fannst það ekkert sérstakt.
Kalli var að vinna að verkefni á önninni þar sem hann átti að taka eitthvað fyrirtæki í einu landi og gera nokkurs konar áætlun um að færa út kvíarnar í annað land. Hann skrifaði ritgerð um að opna Taco Bell stað á Íslandi...sniðugt, ekki satt...svo var Steinar að segja að Baugsmenn væru búnir að tryggja sér réttinn að Taco Bell. Hér eru Taco Bell, Pizza Hut og KFC undir sama þaki með sömu eigendur, ekki slæmur díll það!
Kalli var að vinna að verkefni á önninni þar sem hann átti að taka eitthvað fyrirtæki í einu landi og gera nokkurs konar áætlun um að færa út kvíarnar í annað land. Hann skrifaði ritgerð um að opna Taco Bell stað á Íslandi...sniðugt, ekki satt...svo var Steinar að segja að Baugsmenn væru búnir að tryggja sér réttinn að Taco Bell. Hér eru Taco Bell, Pizza Hut og KFC undir sama þaki með sömu eigendur, ekki slæmur díll það!
mánudagur, maí 10, 2004
sunnudagur, maí 09, 2004
Mæðradagurinn
Í dag er mæðradagurinn og vil ég óska öllum mömmum til hamingju með daginn.... sérstaklega minni elskulegu mömmu

Ég er reyndar ósátt við að það skuli ekki vera feðradagur á Íslandi...hvar er jafnréttið núna?!?
Hér er feðradagurinn 20. júní og hef ég ákveðið að taka þann dag frá fyrir pabba minn...

laugardagur, maí 08, 2004
föstudagur, maí 07, 2004
miðvikudagur, maí 05, 2004
...frænkukvöld...
...


þriðjudagur, maí 04, 2004
jæja, þá er litla ritgerðin búin...tvær stórar eftir (er reyndar byrjuð á þeim báðum)...fæ að skila þeim á föstudaginn.
mánudagur, maí 03, 2004
Þrátt fyrir miklar annir...





