fimmtudagur, september 30, 2004

Bookmark and Share

ekki ein á báti


ég á í sama vanda og Helga Horsensbúi. Það er ósköp rólegt í fréttadeildinni hér. Svo virðist sem fleiri eigi við þetta vandamál að stríða því bloggrúnturinn minn tekur sífellt skemmri tíma. Þó eru nokkrir aðilar á tenglalistanum sem eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína í bloggskrifum.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 29, 2004

Bookmark and Share

sló mó


Ég er í skólanum að prenta út nokkrar greinar á pdf formi fyrir tíma í næstu viku. Það gengur svo rosalega hægt að ég ákvað bara að bulla eitthvað hér inn á meðan. Ég var í "framtíðar"-tíma (Futuring). Það er mjög áhugavert, við erum að spjalla um framtíðina og setja fram kenningar um hvernig ákveðnir hlutir munu hugsanlega þróast í framtíðinni. Eitt verkefni er að hanna 50.000 manna borg árið 2015-2030. Við þurfum að reyna að taka fyrir sem flest smáatriði, eins og orkunotkun, hús, atvinnu, umhverfið, skólakerfi, heilbrigðiskerfi, matvæli, þjónustu, löggæslu, samgöngur o.s.frv. Þetta verður eflaust mjög áhugavert verkefni.

 

0 Ummæli

mánudagur, september 27, 2004

Bookmark and Share

je minn eini!!!


hvað það var gaman hjá okkur um helgina. Í gær tókum við þátt í góðgerðarstarfsemi og tíndum rusl við eina götu í College Station. Að því loknu fórum við í golf, þar sem við spiluðum níu holur. Það gekk nú ekkert allt of vel, ég náði samt einum fugli á par 3 braut. Kalla gekk betur en mér, en gekk samt ekkert allt of vel. Hann paraði eina holu. Um kvöldið fórum við til Houston með Jerod og Kate og Dave og Shirlee. Við gistum heima hjá foreldrum Daves. Tveir vinir hans eiga saman lítinn spíttbát sem við fengum lánaðan og fórum á sjóskíði á vatni í grenndinni. Það var ekkert lítið gaman en ógeðslega erfitt. Mér tókst að standa upp á skíðunum í fyrstu tilraun en síðan ekki söguna meir, ég bara datt og datt og datt, en það var samt gaman. Kalla gekk vel að strögglast á skíðunum. Held að við höfum bara staðið okkur vel miðað við að vera algjörir byrjendur í þessu sporti. Því miður gleymdum við myndavélinni heima hjá foreldrum Daves þannig að engar sannanir eru fyrir þessu ævintýri okkar. Við verðum bara að endurtaka þetta fljótt aftur og muna þá eftir myndavélinni.

 

0 Ummæli

laugardagur, september 25, 2004

Bookmark and Share

Það er naumast að hann flýgur hratt...


...þessi blessaði tími. Áður en maður veit af verður maður kominn á elliheimili! Ég er bara í tveimur kúrsum á þessari síðustu önn minni hér og ætti að hafa nægan tíma til að gera það sem mér sýnist. Mér finnst ég alltaf vera að gera eitthvað en samt verður mér lítið úr verki. Ætli þetta sé ekki bara spurning um skipulag, ég er óttalega skipulagslaus um þessar mundir. Verð að bæta úr því.

Við fórum út að borða með Jerod,Kate, Dave og Shirlee á fimmtudagskvöldið. Svo var förinni heitið í Northgate (þar sem pöbbarnir eru í röðum), en Jerod hugðist 'dönka' hringnum sínum. Hér ríkir sú hefð að þegar nemendur fá skólahringinn í hendur þá setja þeir hann í könnu af bjór (tæpir 2 lítrar) og þurfa svo að drekka bjórinn til að ná hringnum...þetta er kallað 'Ring Dunk'. Fólk safnast saman í Northgate og það eru mikil læti þegar hring er 'dönkað'. Jerod tókst að klára sinn bjór á 30 sekúndum, sem er mjög góður tími. Hér eru nokkrar myndir frá fimmtudagskvöldinu.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 22, 2004

Bookmark and Share
Nenni ekki að skrifa neitt...svosem ekkert að segja hvort eð er!
Til hamingju með afmælið Dagný mín.

 

0 Ummæli

mánudagur, september 20, 2004

Bookmark and Share

loksins!!!


Helgin var aldeilis fín, þótt veðrið hafi verið (og er enn) allt of heitt. Við fórum á fótboltaleik á laugardaginn, sem betur fer byrjaði hann ekki fyrr en klukkan 18.00 þannig að það var ekki eins ólíft og yfir daginn. Texas A&M sigraði Clemson 27-6, frábært.
Svo fórum við í golf í gær, með Jerod. Okkur Kallla tókst báðum að spila á undir 100 höggum, ég á 98 höggum og hann á 94. Æ, ég ákvað að vera ekkert að vinna hann í gær, maður verður að vera góður við manninn sinn.
Okkur var boðið í mat í gærkveldi, til Gyðu og Jóns, en þau eru nýflutt í bæinn með börnin sín tvö, Grétu og Erik Odd. Þau bjuggu áður í Mississippi og þar áður í Austin. Það var nú svaka gott að koma til þeirra, enda gáfu þau okkur gott að borða; grillað íslenskt lambakjöt. Það er nú gott að fá Íslendinga á svæðið, sérstaklega eftir að Jói og Berglind fóru. Það var svo helvíti þægilegt að hafa þau hér beint á móti.

Best að fara að gera eitthvað af viti!

 

0 Ummæli

föstudagur, september 17, 2004

Bookmark and Share
Ég var að fatta að ég átti alltaf eftir að setja inn myndirnar sem við tókum á leiðinni frá Californiu og hingað...þær voru nú ekki margar, enda lítið stoppað. Bara smá myndir af kaktusum fyrir Lindu.

I just realized that I hadn't uploaded pictures from our trip from California to Texas...there aren't many of them since we didn't make many stops. Just some pictures of cactuses for my sister, Linda.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

ómílord


hvenær kemur haustið? Það er 40 stiga hiti úti, mér finnst það nú svolítið mikið fyrir septemberveður.

Við Kalli fórum í smá golf í gær (spiluðum níu holur) og það gekk ekki vel. Okkur fannst okkur ganga mjög illa, samt fór hann á 51 höggi og ég á 58, sem er kannski ekki svo slæmt miðað við almennt gengi. Markmiðið er að komast niður í tveggja stafa tölu á 18 holum...vorum ansi nálægt því um daginn!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, september 16, 2004

Bookmark and Share

kvart og kvein


Davíð Már er víst eitthvað ósáttur við afmæliskveðjuna á síðunni...skil ekki af hverju!!! Hann segist ekki vilja vera "bara við hliðiná".Blah Blah Hann fær bara engu ráðið um það, pjakkurinn sá arna...hann verður þarna þangað til kemur að næsta afmælisbarni, og hananú!Rooster

 

0 Ummæli

þriðjudagur, september 14, 2004

Bookmark and Share

ég meina það!


það er eitthvað ósköp lítið um að vera hjá okkur þessa dagana. Það er bara skólinn og lítið meira. Annars gleymdi ég að segja frá því að við fórum í golf með Jerod á föstudaginn og ég vann strákana; Kalla með einu höggi og Jerod með 4 (nýt þess á meðan ég get). Nýju trékylfurnar mínar eru svo sannarlega að standa sig í stykkinu, en ég keypti mér driver, 3 og 5 tré í ágúst á góðum afslætti. Við fórum svo á æfingasvæðið í gær og ég prófaði driverinn í fyrsta skipti. Það gekk bara mjög vel, nota hann á næsta hring.

Næstu helgi er annar fótboltaleikur, að þessu sinni er hann ekki fyrr en klukkan 6, þannig að það verður ekki nærri því eins heitt og síðast...hjúkket.

Dabbi sauður gleymdi að taka myndavélina sína með sér í réttirnar, þannig að ég hef ekkert séð af þeim atburði. Djís, það mætti bara halda að fólk sé búið að gleyma manni, það hugsar enginn um mann...þetta eru nú meiri ættingjarnir!!!

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 12, 2004

Bookmark and Share

fínt bara


Við fórum á fótboltaleikinn í gær, Texas A&M á móti Wyoming. Í stúdentahlutanum á leikvanginum er sú 'hefð' að fólk stendur nánast allan leikinn (ca 3 klst), en fólk tyllir sér niður í hálfleik. Í gær var mjög heitt, sól og 35 stiga hiti, sem er allt of heitt til að standa svona lengi, enda var maður þokkalega sveittur eftir leikinn. Það góða er að A&M vann leikinn 31-0!!! GIG'EM, AGGIES! Aggies

Ég get nú samt ekki annað sagt en að mér hafi verði hugsað til ættingja minna í 10 gráðu hita í réttunum í gær. Vonandi gekk allt vel fyrir sig þar og lömbin komið væn af fjalli. Ég myndi alveg þiggja sögur og myndir úr réttunum.

Síðast en alls ekki síst, Hörður og Örn, vinir okkar, eiga afmæli í dag (Reyndar á Kate líka afmæli í dag, en við fórum í mat og köku til hennar eftir leikinn í gær). Strákar mínir, innilega til hamingju með daginn!
Happy Birthday

 

0 Ummæli

fimmtudagur, september 09, 2004

Bookmark and Share

betra er seint en aldrei, ekki satt?


Palóma, sú hugrakka sem annast Jón Pétur, og Daði frændi áttu bæði afmæli í gær. Innilega til hamingju með afmælin. 3 Kisses

hvernig kemst ég af...
...án þess að hafa síma og nettengingu?
Þannig er mál með vexi að einhver var að að vinna í símainntaksboxunum (eða hvað það nú kallast) í gærmorgun hér fyrir utan og aftengdi símalínurnar okkar. Þessu var kippt í laginn af viðhaldinu mínu í dag...og mikið hljómaði símhringingin vel og ég komst á netið aftur...maður er heldur betur háður þessu blessaða interneti!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

sjaldan fellur eplið...


ég held bara svei mér þá að ég sé stundum bara eins og hún mamma mín. Þegar ég tala við hana er aldrei neitt að frétta, ekkert að gerast. Svo tala ég við pabba, ömmu eða Sollu og það er fullt að slúðursögum í sveitinni.

Þegar við komum heim frá Californíu, skammt eftir miðnætti á laugardagskvöldi (eða sunnudagsmorgni, fer eftir því hvernig litið er á), opnaði ég hurðina varlega, kveikti ljósin og laumaðist inn. Svo gekk ég um alla íbúðina, leit inn í alla skápa og á bak við allar hurðir, í vaskana og baðkarið, en sá engan kakkalakkaRoach og enga sykurmauraBuggie....Jibbý...mikið var ég ánægð að sjá að engin slík kvikindi voru búin að taka íbúðina eignarhaldi. Á sunnudeginum fórum við í HEB og versluðum í matinn. Þar á meðal keyptum við súrmjólk. Nokkru síðar hellti ég mér súrmjólk í skál, setti púðursykur og hrærði saman. Svo setti ég haframjöl og rúsínur útí og settist inn í stofu og gæddi mér á fyrstu skeiðfyllinni....mmmm...mér varð litið á gógætið og sá tvær pínulitlar svartar doppur í súrmjólkinni. Ég skoðaði það nánar og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væru einhvers konar pöddurBeetle, e.t.v. maurar, en ekki sykurmaurar. Að sjálfsögðu fór mín matarlyst þar með út í veður og vind. Ég grandskoðaði öll hráefnin og sá að það voru fleiri svona pöddur í dallinum þar sem haframjölið var geymt og í haframjölskassanum. Kalli fór svo skömmu síðar niður á skrifstofuna til að spyrjast fyrir um þessi kvikindi. Þar fékk hann að vita að þessar pöddur hefðu líklega komið í einhverju kornmeti eða þess háttar og bara haft það svona rosa fínt á meðan við vorum í burtu. Við hentum öllu sem innihélt kvikindin og hef ég bara verði að sjá einn og einn á stangli, ekkert alvarlegt. Hef samt verið að velta fyrir mér hveru marga ég hafi innbyrgt án þess að taka eftir því -Ojojoj!!-
Fly Eater

 

0 Ummæli

þriðjudagur, september 07, 2004

Bookmark and Share

hef ekkert að segja


ætlaði bara að láta vita!

 

0 Ummæli

sunnudagur, september 05, 2004

Bookmark and Share

nýtt nafn í ættina


Ég var að frétta það rétt í þessu að Díana frænka og Árni eru búin að láta skíra litla strákinn sinn (sem ég er enn ekki búin að fá mynd af). Hann heitir Arnar Smári. Fallegt nafn það. Til hamingju með nafnið.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Jamm og já!!!


maður er nú allt of latur við þetta blogg, þetta gengur nú eiginlega bara ekki lengur!!! Það hefur svosem ekki mikið gerst hjá okkur síðan við komum heim (já heim) aftur frá Californiu. Ég á bara svo mörg heim, það er heim í Texas, þar sem draslið mitt er, svo er það heim í Frostafoldina, þar sem draslið mitt og bræður mínir eru í íbúðinni minni, og svo er það auðvitað heim í sveitina mína. Hugsa sér hvað maður er heppinn að eiga svona mörg 'heim'.

Skólinn er byrjaður með öllu tilheyrandi. Lestur og læti.

Ég lenti í árekstri á mánudaginn og er ansi blá og marin á löppunum og hægri upphandlegg. Ég var á hjólinu mínu og lenti í árekstri við annað hjól, það vildi svo skemmtilega til að bæði hjólin voru með lélegar bremsur. Stelpugreyið sem varð fyrir mér er á fyrsta ári (þ.e. 18 ára) og þetta var fyrsti dagurinn hennar...úbbs!!. En við slösuðumst nú ekkert að ráði, bara nokkrir marblettir. Reyndar beyglaðist framdekkið á hjólinu hennar, en það sá ekki á mínu hjóli.

Svo bilaði frystirinn í íbúðinni okkar og allur maturinn okkar þiðnaði. Ég fór niður á skrifstofu á fimmtudaginn og sagði þeim frá því. Yfirkonan þar sagði bara (á ensku nátturulega), "hmmm, já, ég skal athuga það, en það er alls ekki víst að það sé hægt að laga það í dag." OK, þá...þá verð ég greinilega að bjóða fólki í mat svo allt fari ekki bara í ruslið. En skömmu síðar kemur 'viðhaldið' og hann lýsir ísskápinn død og við fengum splunkunýjan ísskáp...sem hentaði mjög vel því það var kominn tími til að þrífa hinn.

Við fórum í golf á föstudaginn og laugardaginn og það gekk svona líka bara rosalega misvel.

Mig langar að biðja einhvern að fara heim til hennar Díönu frænku, með myndavél að vopni, og taka myndir af litla frændanum mínum og senda mér. Þetta er ekki hægt að drengurinn er að verða mánaðargamall á miðvikudaginn og ég hef enn ekki séð neinar myndir.

 

0 Ummæli

föstudagur, september 03, 2004

Bookmark and Share
Surprise
Davíð afi á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn, elsku afi minn.
Happy Birthday

 

0 Ummæli

miðvikudagur, september 01, 2004

Bookmark and Share

ansans leti er þetta...


það er nú kominn tími til að skrifa eitthvað hér. Allt gengur vel hjá okkur. Það er mikið gott að vera komin í draslið sitt, þó það sé allt út um allt. Skólinn er byrjaður og allt að komast í rútínuna. Þessi önn ætti þó að verða aðeins rólegri hjá okkur heldur en hinar, alla vega námslega séð. Þar sem ég er EKKI í tíma á laugardögum skulu helgarnar vel nýttar í eitthvað skemmtilegt...reynt verður að komast hjá heimalærdómi um helgar Student Head Explodes (það ætti kannski ekki að vera mikið mál hjá mér þar sem ég er bara í tímum á þriðjudögum og miðvikudögum).

Hvenær verða réttirnar í sveitinni minni?SheepSheepSheepSheepSheepSheepSheepSheepSheepSheep

 

0 Ummæli