þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Bookmark and Share

heitt vatn í Þórsmörkinni


Hvenær skyldu þeir finna heitt vatn í Skaftárhreppi?
Bændur! Upp með borgræjurnar!
Hot Tub

 

0 Ummæli

laugardagur, nóvember 27, 2004

Bookmark and Share

nýr fjölskyldumeðlimur í MosinniBaby Bottle


It's A Girl
Birna Björg, systir hans Kalla, eignaðist litla stelpu síðastliðna nótt, 26. nóvember. Hún fæddist 16 merkur og 55 cm og gekk fæðingin hratt og vel fyrir sig. Við viljum óska þeim Bibbu og Simma til hamingju með litlu prinsessuna og Bjarka Má til hamingju með litlu systur.
Stroller

 

0 Ummæli

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Bookmark and Share

Þakkargjörðarhátiðin


Ég er þakklát fyrir...
...að bjáninn á pikkuppnum sem fór yfir á rauðu ljósi og ók næstum yfir mig hitti ekki.
...að hafa ekki drukknað í rigningunni sem fylgdi þrumuveðrinu sem skall á í gær þegar ég var að hjóla heim eftir að hafa næstum orðið fyrir bíl.

Við munum fara til Tonys og Cristinar í mat þar sem við ætlum að djúpsteikja kalkún eins og við gerðum í fyrra með þeim og Thomasi og Kristin, þau verða þarna líka. Jamm jamm. Ég mun, samkvæmt beiðni, baka íslenskar pönnukökur þar sem þær féllu svo vel í kramið í fyrra að Thomas er enn að tala um hvað honum þótti þær góðar.
Turkey

 

0 Ummæli

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Bookmark and Share

Efni: ógilding útskriftar


Samkvæmt okkar gögnum hefur þú ekki náð mikilvægum eindögum til að útskrifast í desember 2004. Við höfum fjarlægt nafn þitt af listanum yfir útskriftarnemendur í desember 2004.

Ef þú telur þig geta uppfyllt skilyrðin, þarft þú að sækja aftur um útskrift í Maí 2005 og greiða útskriftargjöld aftur....

Þennan tölvupóst fékk ég í gær og litla hjartað mitt hætti að virka um stund. Afraid Crumbled HeartÉg skildi ekkert hvað var í gangi, þannig að ég leit aftur á það sem ég þurfti að gera til að útskrifast og gat ekki betur séð en allt ætti að vera í lagi. Ég skoðaði 'hindranir' og sá að ég var með eina hindrun frá International Student Services (ISS) síðan 22. október...enginn hafði látið mig vita af því (hindrun þýðir yfirleitt að einhver gögn vantar til að maður geti haldið áfram námi eða skráð sig í kúrsa á komandi önn). Ég hjólaði uppí ISS og athugaði hvað væri í gangi. Þar var mér sagt að það væri alltaf sett upp hindrun fyrir þá nemendur sem sækja um tímabundið atvinnuleyfi að lokinni útskrift og það ætti ekki að hafa áhrif á útskriftina þar sem hindrunin þýði bara að nemandi geti ekki haldið áfram námi og haft atvinnuleyfið á sama tíma. Obbossí...hvað er þá í gangi. Ég rúllaði mér yfir til OGS (Office of Graduate Studies), þaðan sem tölvuskeytið kom og hitti þar konuna sem sendi það. Þegar ég bar upp erindið brosti hún og bað um að sjá nemendaskírteinið mitt. Ég rétti henni það og hún sagði: "Ahh, þú er í A-unum. Ég biðst velvirðingar en ég var að senda einum nemenda þetta skeyti og ýtti óvart á vitlausan takka þannig að það fór af stað á alla útskriftarnemana" Þökk sé Guði...ég fór næstum því að grenja fyrir framan konuna, mér var svo létt. Sobbing Svo fór hún í tölvuna sína og athugaði hvort það væri ekki örugglega búið að ógilda ógildinguna. Hún hafði víst reynt að endurkalla tölvuskeytin, en það hafði þegar náð til 13 nemenda fremst í stafrófinu. Blessuð kerlingin, gaf mér vægt áfall. Nei það var reyndar ekki vægt, heldur heilmikið áfall sem rændi mig svefni í nótt.
Counting Sheep
Asskotass vesen að vera allt í einu komin fremst í stafrófið...það er miklu betra að vera bara í Í-unum fyrir miðju.

 

0 Ummæli

mánudagur, nóvember 22, 2004

Bookmark and Share

uuuuuundur og stóóóóórmerki


Ég á frænda sem heitir Helgi og er hann Pálsson. Hann er maður mik...nei ég meina penni mikill og góður. Jújú...hann er alveg góður maður, bara ekki taka hann of alvarlega. Writing Þessi merkismaður skrifar skemmtilegar (og oft furðulegar) sögur af hinu og þessu og einna helst þá sögur úr sveitinni. Haldiði ekki barasta að hann hafi startað upp sinni eigin bloggsíðu (örugglega orðinn leiður á frekjunni og "ritskoðuninni" í mér og minni gestabók). Vonandi verður hann duglegri en ég að skrifa (þarf svosem ekki mikið til)
Computing
Til hamingju með síðuna, Helgi minn og velkominn í heim bloggaranna!!!
Welcome

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Semiquaver 2já það er allt á floti alls staðar...Keyboard


Thunderstorms
Bókstaflega. Það er búið að rigna hér stanslaust síðan seinnipartinn í gær...heilan sólarhring...og það er ekki bara rigning, heldur þrumur og eldingar. Meira að segja tornado warning hér rétt fyrir sunnan okkur. Svo er náttúrulega heldur dimmt úti þannig að ég er bara drullusyfjuð allan daginn...líkaminn heldur að það sé bara endalus háttatími.

Til að koma einhverju í verk í náminu mínu fór ég á bókasafnið í gær þegar það opnaði og nældi mér í vinnuherbergi og fartölvu...þar sat ég í fjóra tíma og skrifaði í annarri ritgerðinni minni, þangað til ég þurfti að hitta hópinn minn til að undirbúa kynningu á miðvikudaginn. Mér varð bara þó nokkuð úr verki, kláraði næstum ritgerðina. Svo nennti ég ekki út í þessa grenjandi rigningu í dag og hélt mig bara heima...og viti menn...ég hef lítið sem ekkert gert af viti í allan dag. Too many distractions!!! Held að ég fari upp á bókasafn á morgun líka, það virðist vera það eina sem virkar á mig um þessar mundir.

 

0 Ummæli

laugardagur, nóvember 20, 2004

Bookmark and Share

damm daramm


Mér finnst þetta nú ekki vera mjög góð frammistaða hjá mér þegar kemur að bloggskrifum. Maður ætti náttúrulega að skrifa hér inn á hverjum degi og, trúið mér, ég hugsa um það á hverjum degi "jæja, nú ætti ég að fara að skrifa inn á bloggið". En neeeei, ég bara stundum hef ekkert að segja...ég er svona eins og þessi blessaða fjölskylda mín...
ég: er eitthvað að frétta?
fjölskyldumeðlimur: neeei, það er ekkert að frétta!
Samt frétti ég það nú frá Gumma (ath! ekki frá fjölskyldunni) í gær að hann bróðir minn væri búinn að selja mustanginn sinn, elskuna sína, FYRIR TVEIMUR MÁNUÐUM og æki nú bara um á gráum Nissan Sunny, árgerð 91 (jammz, hann er á mömmubíl). Þar sem maður hefur ekki mörg tækifæri til að leita frétta af ættingjum og vinum, og fær fáar fréttir, þá finnst manni allt fréttnæmt, sama hversu lítilvægt það er (samt ekki að einhver hafi rekið við eða gert nr. 2, það er ekki fréttnæmt).

Af okkur er það að frétta að okkur langar í Ping golfsett (ég held nefnilega að það sé kylfunum að kenna að ég sé léleg í golfi) og við reynum að vera ofboðslega dugleg í skólanum...sem er ekkert nýtt...bara það að ég er ofboðslega óskipulögð eitthvað...já, Linda mín, hún systir þín er orðin óskipulögð...en er samt ennþá með handklæði í stíl inni á baði. Ég hlýt að verða skipulögð aftur þegar verkefnavinnunni lýkur...henni hlýtur að fara að ljúka bráðum...en ekki fyrr en ég geri eitthvað í því...djís, nú er ég búin að tapa mér, farin að bulla hægri-vinstri. Þetta gerist víst þegar maður hefur svosem ekkert að segja.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Bookmark and Share

litli heimurinn


Weight Of The World
Þetta er nú svolitið lítill heimur stundum. Ég fór á bókasafnið í gær og fékk lánaða myndbandsspólu til að nota í fyrirlestri. Ég var í stuttermabol með íslenska skjaldamerkinu á. Strákurinn sem var að afgreiða mig spurði fyrst hvort ég væri frá Noregi. Neee, ég sagðist vera Íslendingur. "Já, ertu frá Íslandi!! Ég þekki nefnilega Íslending". "Nú", segi ég, "en sniðugt"."Já, hann heitir Vignir Stefánsson". Ég kveikti nú ekki alveg strax, en svo sagði hann að hann hafi veríð hér í Texas A&M 1999 og væri nú með konunni sinni í Clemson, þar sem hún væri á styrk. "Jiii...ég þekki hann" hrópaði ég. Hann var í sveit hjá mömmu eins besta vinar míns!" Þá er þetta Vignir hennar Gunnu Páls sem var í sveit hjá Siggu í Eystri-Skógum, en hann var hér á júdóstyrk í skamman tíma. Hyeyeong, vinkona mín sem var með mér þarna, varð svo hissa...hún sagði..."Hey, þið þekkið sama Íslendinginn!". Reyndar er Ísland nú ekki stórt land, en maður þekkir nú ekki alla þar þó maður þekki alltaf einhvern sem þekkir einhvern sem hinn þekkir...

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

blessuð sértu sveitin mín


Við horfðum á the Amazing Race í gær. Reyndar var það skemmtileg tilviljun því Kalli hafði boðið strákunum úr hópnum sínum í grillaðar SS pylsur (með SS sinnepi að sjálfsögðu) í gær. Það var kveikt á sjónvarpinu og það vildi svo skemmtilega til að það var akkúrat stillt á CBS. Svo byrjaði þátturinn klukkan átta og þeir voru eitthvað að fylgjast með þessu með öðru auganu...svo var tilkynnt að ferðalangarnir skyldu fara til Íslands...þá var athygli Kalla náð og hann henti spólu í tækið (ég var nefnilega í tíma til hálf níu). Úr varð bara íslenskt þemakvöld hjá strákunum því þeir fengu að sjálfsögðu líka að bragða á Siríus súkkulaði og töggum.
Í þættinum fóru keppendurnir að Seljalandsfossi, upp á Vatnajökul og Jökulsárlón og að Bláa Lóninu. Það var gaman að sjá þetta þó svo að ekki hafi mikið verið sýnt af landinu, per se. Strákarnir voru að tala um að þessir keppendur gæfu Íslendingum nú ekki góða mynd af Bandaríkjamönnum...óttalegir vitleysingar sumir...til dæmis dældi eitt parið nokkrum lítrum af bensíni á diesel jeppann...sauðir. En að sjálfsögðu komu íslenskir víkingar til bjargar og dældu af tankinum.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Bookmark and Share

fyndna konan!!!


Anna vinkona setti link á þessa síðu. Þetta er einhver kona sem setur á síðuna sína ógeðslega fyndnar sögur af sjálfri sér. Ég mæli með því að þið kíkið á síðuna...það léttir andann á þessum síðustu og verstu tímum. Ég get ekki annað en hlegið að þessum sögum...algjör snilld.
Too FunnyLaughing 2Too Funny

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Helgin sem leið...


...var bara hin fínasta. Sértaklega þar sem Texas A&M sigraði Texas Tech í háskólafótboltanum. Aggies WHOOP! Við fórum náttúrulega í brúðkaupið á laugardeginum. Það var rosa fínt. Kate fór gjörsamlega á kostum...hún var svo spennt yfir þessu öllu...ég held að hún sé sú kátasta brúður sem ég hef séð. Þegar þau voru rétt komin út úr kirkjudyrunum eftir athöfnina byrjaði hún að hoppa og skoppa af kæti. Allir skemmtu sér svo konunglega í veislunni á eftir. Ég hef sett inn nokkrar myndir sem við tókum. Við hjálpuðum svo til við að taka saman eftir veisluna og héldum af stað heim um miðnætti. Við komum heim um þrúleytið, mikið þreytt. Á sunnudaginn var svo sofið út. Þar sem það er farið að kólna svolítið úti er orðið skítkalt hér inni. Þannig að við bjuggum okkur til heitt súkkulaði úr alíslensku Síríus suðusúkkulaði...nammnamm. Svo fórum við á knattspyrnuleik og horfðum á Aggiestelpurnar tapa fyrir Illinois...ekki gott. Á eftir þeim leiða leik fórum við yfir í Reed Arena þar sem kvennaliðið í körfunni var að spila einhvern sýningarleik...veit ekki hvað hitt liðið var...eitthvað samansafn af körfuboltakonum héðan og þaðan. Nenntum ekki að sitja allan þann leik og héldum því bara heim á leið. Jiii...svo var ég geðveikt spæld um kvöldið því ég var búin að bíða og bíða eftir að Desperate Housewifes byrjaði á ABC, en það voru bara einhver leiðinda tónlistarverðlaun í gangi sem yfirtóku allt kvöldið og ég fékk aldrei þáttinn minn...verð þá að biða í heila viku!!! algjör skandall, en ekki eins mikill skandall og kennarar virðast vera að gera á fróninu heima. Ég er hrædd um að nú séu kennarar búnir að missa þann litla stuðning sem þeir höfðu í samfélaginu.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

úúú...hættulegur tímaþjófur!!!


heimskulegir tölvuleikir eru einn sá versti tímaþjófur sem ég veit um...um þessar mundir á þessi leikur vinninginn...en hann er kannski ekki eins slæmur og margir aðrir leikir þar sem hann er góð þjálfun fyrir fínhreyfingar og samhæfingu augna og handar...Reyndar var hann stutt gaman hjá mér þar sem mér tókst að klára leikinn, ekki það að maður geti ekki byrjað upp á nýtt!
Vidiots

 

0 Ummæli

mánudagur, nóvember 15, 2004

Bookmark and Share
Brúðkaupið hjá Jerod og Kate var svaka flott. Núna eru þau að spóka sig í Dóminíska lýðveldinu, ebbin! Ég má ekkert vera að því að skrifa meira núna, þarf nefnilega að fara að læra. Segi betur frá helginni síðar.

 

0 Ummæli

föstudagur, nóvember 12, 2004

Bookmark and Share

osso sniðugt!!!


Um daginn talaði Kalli við Rod, sem var yfirmaður hans hjá ChevronTexaco í sumar. Síðan barst í tal einhver ráðstefna sem Rod hafði farið á til San Diego, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann hitti þar tvo menn frá Vegagerðinni...já hinni íslensku vegagerð...hversu sniðugt er það? Rod fannst það svaka sniðugt þar sem hann var jú með þennan líka svaka fína íslenska gaur í vinnu í sumar.
Happy

 

0 Ummæli

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Bookmark and Share

Dallas...enn og aftur


Þær hafa nú verið ófáar ferðirnar til Dallas á þessari önn. Enn og aftur skal haldið til Dallas á laugardaginn, nánar tiltekið til McKinney sem er á Dallas svæðinu (svona eins og Grafarvogur, Breiðholt eða Árbær...). Í þetta sinn erum við að fara í brúðkaup...ekki okkar eigið...heldur eru Jerod og Kate að fara að gifta sig á laugardaginn, síðan fara þau í brúkaupsferð til Dóminíska lýðveldisins. Við gerum ráð fyrir að þetta verði bara skotferð,Dragster fram og tilbaka samdægurs...nema ef við verðum of þreytt eða fullCheers, þá kannski leggjum við okkur í smá stund í gestaherberginu hjá Trey og Shelley.Pillow

Annars er alltaf nóg að gera í skólanum. Þessari önn fer bara alveg að ljúka og ég á eftir að skrifa tvær ritgerðir, eina umsögn um blaðagrein, halda einn fyrirlestur og skila tveimur heimaprófum áður en mínu námi hér við Texas A&M lýkur...Crying Into Tissue Það verður skrýtið að vera hér áfram og þurfa ekki að fara í tíma. Ætli maður athugi ekki hvort einhvern skóla hér vanti ekki örugglega 'útlenskan kennara' svo maður hafi nú eitthvað að gera. Reyndar fór ég í Hobby Lobby í dag og ég held nú að ég gæti fundið mér eitthvað föndur þar til að dunda við, en maður fær víst ekki eins vel borgað fyrir það og að kenna...ótrúlegt en satt!! En holy sh** hvað það er mikið af alls konar föndri og dóti í þessari búð...hef aldrei vitað annað eins...ætla svo að fara með mömmu þangað þegar þau koma að heimsækja okkur...hún á eftir að tapa sér!

 

0 Ummæli

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Bookmark and Share

Kominn tími á smá blogg!!


Við skruppum aðeins til Dallas á sunnudagskvöldið og komum aftur í gær. Ástæðan fyrir ferðinni er að Kalli fór í viðtal hjá KPMG og mér skildist á honum að það hafi bara gengið ágætlega. Á meðan hann var í viðtalinu, sem tók tvo og hálfan tíma, fékk ég mér göngutúr um miðbæinn. Ég rölti út um allt og skoðaði mannlífið. Ég fór í West End Market Place, sem er í gamla miðbænum (historic district), þar rölti ég um nokkurs konar verslanamiðstöð. Þar voru alls konar minjagripaverslanir, Mexican gallery, African gallery. Þarna var líka stór antíkverslun í kjallaranum, með fullt af alls konar drasli...eldgömul golfsett, eldgömul hljóðfæri, klassískar coca cola vörur, bollastell, könnur og annar borðbúnaður, eldgamlar myndavélar og handtrekktir plötuspilarar. Þarna voru líka staflar af gömlum bókum. Ég fletti aðeins í gegnum nokkrar bækur og rakst á eina litla danska bók sem var gefin út árið 1906 og heitir 'Husmoderens Haandbog - Praktisk Kogebog og Raadgiver for de tusind Hjem' Þetta mun vera annað bindi, eftir Agnes Werner, en fyrsta bindið var gefið út árið 1903. Mér fannst þessi bók svolítið sniðug þannig að ég keypti hana á tíu dollara. Inni í bókinni var lítill blaðsnepill (orðinn gulur af elli væntanlega) og á hann eru einhverjar uppskriftir handskrifaðar á dönsku...ég bara skil varla skriftina...geðveikt spennó.

 

0 Ummæli

föstudagur, nóvember 05, 2004

Bookmark and Share

komið í lag!


Það virðist sem blogger sé kominn í lag aftur, þannig að Valdi kaldi þarf ekki að senda Óla til mín
It's All Good

 

0 Ummæli

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Bookmark and Share

já blessaðar kosningarnar


Mikið er ég nú asskoti fegin að þeim sé lokið. Ég er búin að fá nóg af þessu áreiti sem þeim fylgja...endalausar auglýsingar með skítköstin hingað og þangað...allt tekið úr samhengi náttúrulega þannig að maður þorir ekki að trúa neinu sem sagt er og sífelldar símhringingar með hljóðrituðum skilaboðum frá hinum og þessum...ÉG HEF EKKI EINU SINNI KOSNINGARÉTT...LÁTIÐ MIG Í FRIÐI!!!

Það er hrikalegt þegar svona stórt og voldugt land getur ekki komið fram með einn frambærilegan forsetaframbjóðanda. Satt að segja leist mér á hvorugan kostinn og hef afskaplega lítinn áhuga á að tjá mig of opinskátt um 'olíufurstann'. Mér finnst það bara svo skammarlegt hvað hann kemur illa fyrir, blessaður maðurinn. Fólk á það víst til að finnast manneskjur sem tala ensku með suðrænum hreim (Texas, Alabama, Tennessee, etc.) vera heimskar, en það er bara meira en það þegar kemur að W. Bush. Ég horfði reyndar bara á fyrstu kappræðurnar og mér fannst þeir báðir ömurlegir. Það borgar sig samt ekkert að vera að flagga skoðunum sínum hér, í Texas. Ég bara held áfram að vera stolt af því að vera Íslendingur af Fossapakksættinni
Iceland

 

0 Ummæli

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Bookmark and Share

kúrekinn heldur velli


Busharinn heldur áfram að vera forseti Bandaríkjanna. Goggi kallinn...
Cowboy

 

0 Ummæli

mánudagur, nóvember 01, 2004

Bookmark and Share

heittkalt


Það er víst enginn millivegur í þessu veðri hér (annað en í Arizona). Hér stökk hitinn úr 30 stigum í gær niður í 20 stig í dag. Svo er spáð um 20 stigum næstu daga....hinar passlegu 25 gráður halda sig í Tucson, Arizona. Ég á svo pottþétt eftir að kvarta yfir kulda seinna í vetur...bíðið bara!!

 

0 Ummæli