mánudagur, janúar 31, 2005

Bookmark and Share

alles gut


Ég er enn lasin...full af kvefskít, þvílíkur óþverri.

Hvernig var annars þorrablótið í gær? Látið í ykkur heyra...mig langar í almennilegar krassandi sögur!!

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 28, 2005

Bookmark and Share

gleymska?


svo gleymi ég að segja fréttir af okkur...algjör sauður.
Af Kalla mínum er allt fínt að frétta. Ökklinn á honum er orðinn nokkuð góður, bólgan að minnka heilmikið. Það var kannski bara ágætt að ég þurfti ekki að leysa af á mánudag og þriðjudag, því ég gat verið að þeytast í kringum hann, keyrði hann í skólann og sótti hann o.s.frv. En nú getur hann labbað og þá gerir hann hlutina sjálfur...er reyndar pínu búinn að stjana við mig í dag þar sem ég er soldið slöpp.
Ég leysti af í 'High School' í gær og í fyrradag. Ég var að kenna fimm 12. bekkjum og einum 9. bekk. Þetta var reyndar engin kennsla, þannig séð, allir bekkirnir voru að taka próf, þannig að ég eiginlega bara sat yfir þeim. Það er mikill munur á þessum tveimur aldurshópum...9. bekkingar eru klikkaðir. Kannski ég sæki bara um að kenna í framhaldsskóla þegar við flytjum heim (hvenær sem það nú verður). Þegar ég kom heim eftir 'prófdaginn mikla' leið mér ekkert allt of vel...ég var orðin soldið kvefuð og með mikinn hausverk. Lét mig samt hafa það og við fórum út að borða með Jerod og Kate og tókum svo video (eða DVD) eftir matinn. Þegar við komum heim sá ég skilaboð á símsvaranum, það var hún Regina að biðja mig um að leysa af í skólanum daginn eftir. Ég átti semsagt að leysa af ESOL kennarann (en það er akkúrat mitt svið...að kenna útlendingum ensku...English to speakers of other languages). Heilsan var nú ekki upp á sitt besta, en mig dauðlangaði að taka afleysinguna að mér, sem og ég gerði..og sé ekki eftir því. Þarna voru krakkar frá 9. og upp í 12. bekk að læra ensku. Flest voru frá Mexíkó en þarna voru líka krakkar frá Kína, Víetnam, Pakistan ofl. Þau voru náttúrulega mis vel stödd þegar kom að enskukunnáttu, nokkrir af mexíkósku krökkunum töluðu nánast enga ensku og þá hefði nú verið gott að kunna spænsku, en þau sem kunnu ensku hjálpuðu mér með þvi að túlka. Þetta voru fínir krakkar og bara gaman að kenna þeim. Ég var reyndar gjörsamlega úrvinda þegar ég kom heim og skreið bara beint í bælið og lagði mig.
Ég þurfti ekkert að pæla í mat í gær þar sem Kalli fór í Etiquette dinner, en þar voru kynntir borðsiðir fyrir matargestunum og þeim sagt hvernig ætti að haga sér og klæða sig við formlegar aðstæður...með öðrum orðum, þá var í rauninni verið að kenna Ameríkönum að nota hníf og gaffal. Kaninn borðar mikið með guðsgöfflunum eða þá að hann sker matinn niður og borðar svo með gafflinum...ekki oft að þeir borði eins og við erum vön...með gaffalinn í vinstri og hnífinn í hægri, svo snýr maður gafflinum niður og sker einn bita í einu og borðar!

NÚ er ég farin að lesa Harry Potter...kannski ég kíki aðeins á golfið í sjónvarpinu í leiðinni.

Góða helgi!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

hver dansar á rósum?


mér leiðist og á sama tíma nenni ég ekki að gera neitt...hvað er hægt að gera fyrir svoleiðis fólk? Er búin að fara blogghringinn og kvittaði hvergi fyrir mig, það er ekkert annað skemmtilegt að skoða á internetinu, nenni ekki að horfa á sjónvarpið...er hvort eð er að fá hausverk af öllu þessu skjáglápi. Það lítur út eins og allt sé ómögulegt hérna...en í raun og veru hefur maður það ekki svo slæmt, þó maður sé ekki að dansa á einhverjum rósum, því ekki vil ég skemma fínu bóndadagsrósirnar sem ég gaf Kallanum mínum fyrir viku síðan...þær standa enn. Jæja, er hætt þessu væli.

Mér hefur verið sagt að hann Dabbi litli bróðir minn sé bara orðinn rólegur og ráðsettur ungur maður. Hann mun víst ekki ætla á þorrablótið því hann ætlar að vera heima hjá konunni sinni...en sætur. Svo er örverpið hann Hlynur bara að meika það í tónlistarbransanum. Hann tók sig til um daginn og sigraði í lagakeppni sem haldin var í Versló...ekkert smá flott hjá honum. Að sjálfsögðu var hin týnda halakarta honum til halds og trausts við flutninginn á laginu. Hann sendi mér lagið um daginn og þetta er bara mjög flott lag. Maður bara fréttir fullt þegar maður talar við pabba. Ég spjallaði við hann í símann í hálftíma um daginn og það var bara fullt að frétta. Aðra sögu er að segja þegar ég tala við mömmu eða bræður mína...það er aldrei neitt markvert að frétta, Linda segir mér líka stundum fréttir. Pabbi sagði mér að þau gömlu að fíla sig í ræmur á Klaustri, en afi þarf nú samt að komast heim til sín öðru hvoru. Mér þætti gaman að sjá þau 'í ræktinni' á Klausturhólum...sé það bara ekki alveg fyrir mér. En þau hafa örugglega bara gott af þessu.

Jæja, þá er maður bara farinn að rausa...haldiði að það sé.
Ég er farin að lesa Harry Potter...á bara 300 blaðsíður eftir af nýjustu bókinni...svaka spennó.
Adios!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

fjarri góðu gamni...


já það er nú víst að við skötuhjúin verðum fjarri góðu gamni á þorrablótinu á morgun, því er nú ver og miður. Ég er líka fjarri góðu gamni í vinnu í dag, er bara lasin, með kvef og hausverk og óþægindi...nennessekki. Ætli maður slappi þá bara ekki af um helgina og nái þessu úr sér sem fyrst!

Góða skemmtun á blótinu á morgun, kæru vinir og ættingjar.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Bookmark and Share

algjörar perlur...


mamma og pabbi eiga 30 ára brúðkaupsafmæli i dag og mun það þá vera perlubrúðkaup. Innilega til hamingju með daginn, elsku pabbi og mamma.
Ég hlakka sooo mikið til að fá ykkur í heimsókn eftir 42 daga.

 

0 Ummæli

sunnudagur, janúar 23, 2005

Bookmark and Share

Íþróttir eru hættulegar!!


Minn kæri skellti sér í körfubolta á fimmtudagskvöldið og kom heim þremur og hálfum tíma seinna með smá tognaðan putta...svo fór hann aftur í körfubolta í gær og kom heim hoppandi á annarri löppinni, með stokkbólginn ökkla. Í dag liggur hann bara fyrir og les námsbækurnar sínar...ég er þeytitíkin þegar hann vantar eitthvað.

Nú virðast vötn öll falla til Horsens...Íslendingafélagið þar fer sí-stækkandi, þar sem enn ein fjölskyldan var að flytja þangað, í þetta skiptið frá Århus. Merkilegt hvað Íslendingar sækja þangað...ætli það sé fangelsið sem Danirnir þora ekki að búa nálægt? Íslendingar eru soddan víkingar!

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 21, 2005

Bookmark and Share

Íris...the super-sub!!


Leysti Kate af í dag,var með fjóra tíma í Ensku III hjá 11. bekk og einn tíma í samskiptatækni (eða eitthvað svoleiðis) í 9. bekk. Ég hlustaði fjórum sinnum á 8. og 9. kafla í Huckleberry Finn, æðislegt. Mér finnst algjör snilld þegar krakkarnir eru að reyna að segja nafnið mitt, því auðvitað er það ekki við hæfi að þeir kalli mig bara Írisi...neinei...Miss Agnarsdóttir skal það vera...hehe...suckers. Þau eru farin að reyna að finna einhverja styttingu, en það má ekki vera hvað sem er...einn stakk upp á Miss A, en hinum fannst það ekki nógu flott...soddan vitleysingar.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Bookmark and Share

í fréttum er þetta helst...


Ég fékk símhringingu um hálf sjö í gærmorgun og ég beðin um að leysa af í High School. Ég sat yfir I.S.S., en það stendur fyrir In School Suspension. Þetta er hálfgert fangelsi dulbúið sem skólastofa og er fyrir krakka sem hafa gert eitthvað af sér eða skrópað oft í skólanum. Krakkar eru sendir í þessa stofu þar sem þeir sitja allan daginn og eiga að vera að læra, sumir eru dæmdir í I.S.S. í marga daga í röð og mæta þeir þá ekkert í tíma á meðan. Krakkarnir mega ekki tala, alls ekki sofna, ekki hvíla höfuðið á höndunum eða borðunum, heldur eiga þeir að sitja rétt í sætunum og læra. Ef þeir hafa ekkert að læra þá mega þeir lesa eða teikna, bara ekki sofna. Þessir krakkar fá ekki að fara í frímínútur og er þeim sem þess óska færður hádegismatur inn í stofuna. Ef þeir brjóta einhverja af reglunum fá þeir viðvörun og ef þeir fá 3 viðvaranir á einum degi fara þau til skólastjórans. Ef þeir fá 4 viðvaranir á einum degi er rætt við foreldra og nemandinn sendur heim auk þess að fá auka dag í I.S.S. Ég sat semsagt yfir sjö nemendum í þessari stofu og passaði að þeir myndu ekki sofna og þeir væru að vinna vinnuna sína. Ekki mjög spennandi starf til lengdar, en ég hef allavega eitthvað að gera. Vona bara að ég fái nóg af símhringingum svo maður geti unnið sér inn smá vasapening. Fékk nefnilega ekkert í dag og er búin að vera svooooo löt að það hálfa væri nóg, maður verður svo latur af því að gera ekki neitt, of latur til að finna sér eitthvað að gera....vítahringur.
Af Kallanum mínum er það að frétta að hann er byrjaður í skólanum aftur, svona sæmilega spenntur yfir því. Mér finnst aftur á móti hálf asnalegt að hann skuli þurfa að læra heima en ekki ég. Ég veit varla hvað ég á af mér að gera núna, kem bara heim og þarf ekkert að læra...soldið 'næs' samt.

 

0 Ummæli

mánudagur, janúar 17, 2005

Bookmark and Share

Reykjav...nei...Austin, já einmitt


Það var bara svaka fjör hjá okkur um helgina. Við fórum semsagt til Austin strax eftir kennslu á föstudaginn. Við fórum út að borða á mexíkóskan stað, sem var svona la la. Eftir það fórum við heim til Franks, vinar Jerods og Kate, þar sem við gistum og spilaður var póker fram á kvöld, svaka stuð. Á laugardaginn fórum við svo með Jerod og Kate í outletin í San Marcos, en litið sem ekkert var verslað. Um kvöldið fórum við heim til bróður hennar Kate,en hann býr ásamt konu sinni í íbúð í miðbæ Austin. Við borðuðum á stað sem heitir Noodle-ism og býður aðallega upp á kínverskan mat, þ.e.a.s núðlur. Við Kalli beiluðum á þeim asíska og fengum okkur ítalskan...fettucini og ravioli...æ, var bara ekki í stuði fyrir kínverskan. Eftir matinn var haldið á pöbbarölt í miðbænum. Maður hefur ekki farið á svoleiðis í langan langan tíma. Allt þetta endaði á nokkurri ölvun og fannst manni maður bara vera kominn til Reykjavíkur; það var ansi svalt og maður var á rölti í miðbænum þar sem var krökkt af mjög svo ölvuðu og vitlausu fólki á ýmsum aldri. Man samt ekki eftir að hafa séð löggur á hestum í Reykjavík. Seinnipartinn í gær héldum við heim á leið, sumir þynnri en aðrir.

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 14, 2005

Bookmark and Share
Var að kenna bekkjunum hennar Kate í dag. Það gekk rosa vel.
Nú erum við farin til Austin og komum aftur á sunnudag eða mánudag.
Adios.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Bookmark and Share

We are the Aggies, the Aggies are we...


Mikið er ég glöð núna...við vorum að koma af körfuknattleiksleik þar sem Texas A&M var að keppa við erkifjendurna með löngu hornin frá Austin (Texas Longhorns...Longhorns=nautin með löngu hornin...) og ekki síðan 1994 hefur A&M náð að knýja fram sigur, þangað til í kvöld...þetta var frábær leikur (enda vann mitt lið...Gig'Em Aggies...Whoop!)Það var sett met í áhorfendafjölda, enda mættu hvorki meira né minna en 12.811 manns á leikinn, svaka stemning.

Fyrr í dag fór ég á fund hjá CSISD (College Station Independent School District) þar sem ég skráði mig á lista yfir forfallakennara. Vonandi fæ ég einhverjar símhringingar, þó þær geti komið á milli 6 og 7 á morgnana...enda mæting hálf átta í marga skólana. Kate vinkona mín er einmitt að kenna í College Station og þarf vinnu sinnar vegna að fara út úr bænum margar helgar með ræðulið á mót hingað og þangað um ríkið. Hún getur beðið um að fá mig til að kenna fyrir sig þá föstudaga sem hún þarf að fara úr bænum...sambönd!!! Þetta verður eflaust góð reynsla fyrir mig, svo lengi sem ég fái eitthvað að gera. Vonandi að ég geti höndlað amerískar kennslustundir! Það hlýtur að reddast...er það ekki annars? Jæja, það kemur þá bara allt í ljós þegar á reynir. Djís, er samt pínu stressuð...að fara að kenna 'útlenskum' krökkum á 'útlensku'...hvað ef ég veit ekkert um það sem ég á að kenna...

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Bookmark and Share

hvað skal segja...


enn er fátt fréttnæmt hjá okkur. Ég er búin að lesa fjórðu Harry Potter bókina, Kleifarvatn eftir Arnald og er byrjuð á fimmtu Harry Potter...allt mjög skemmtilegar bækur. Kalli byrjar í skólanum í næstu viku, en er þegar byrjaður að vinna fyrir prófessorana. Mamma og pabbi stefna á að koma til okkar í mars. Mikið hlakka ég til, það verður gaman...einhver rúntur verður tekinn um Texas og jafnvel "nærliggjandi" ríki. Það hlýtur eitthvað markvert að gerast þangað til...það bara hlýtur að vera!
Waiting

 

0 Ummæli

laugardagur, janúar 08, 2005

Bookmark and Share

engar fréttir eru góðar fréttir...ekki satt?


það er eitthvað lítið að gerast í kotinu þessa dagana. Ég er búin að hanga inni meira og minna allan daginn, og bara lesa bók, horfa á sjónvarpið og hafa það náðugt. Er enn í jólafríi...finnst samt skrýtið að vera ekki að fara í skólann aftur. Hitastigið hefur hækkað svo um munar...komið upp í 18 gráður og ég var að skamma mig fyrir að drullast ekki út í þetta fína veður...fyrst kvartar maður yfir kulda eins og maður fái borgað fyrir það, svo fer maður ekki einu sinni út til að njóta veðursins þegar það er svona gott úti...sól og alles...ætli ég verði ekki bara að fá mér smá göngutúr. Sjáum til hvað verður úr því.
Walking 2

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 07, 2005

Bookmark and Share

skítakuldi alltaf hreint


hitinn úti er einungis 42 gráður í hinum brenglaða skala Farenheit (skil ekki þessa tregðu Bandaríkjamanna að geta ekki tekið upp hið frábæra metrakerfi!), en það gera um 6 gráður á Celsius. Hins vegar segir mér hitamælirinn að inni séu 16°C, en mikið eru þær nú kaldar, gráðurnar, því fingurnir mínir eru hálf loppnir í þessum skrifuðu orðum...erfitt að stjórna þeim svona köldum, því þeir vilja oft ekki ýta á réttu takkana á lyklaborðinu. Þessi blessaða íbúð hér er svo skemmtilega illa einangruð að þó svo að hitakerfið sé sett í gang þá endist hitinn kannski rétt á meðan það er í gangi, svo verður strax skítkalt aftur...vil ekki borga fúlgur fjár fyrir að senda hitann útfyrir húsið. Hann á ekkert erindi þangað. Gott að vera með dúnsængina sína á svona stundum. Hlakka til á sunnudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn, því þá á að hlýna upp í 24-26°C og rakinn að minnka...svo á að kólna aftur á fimmtudaginn, að hámarki 14 gráður og lágmarki 2 gráður.

Fleira er ekki í veðurfréttum að sinni, veriði sæl!
FreezingBoiling HotFreezing

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Bookmark and Share

nýtt ár - ný byrjun


Við vorum að koma frá Dallas, skutluðum tengdó á völlinn í morgun. Kíktum í heimsókn til Trey og Shelley í gær, þau eru alltaf jafn hress.
Þessi "jól" og "áramót" hafa verið svo fljót að líða. Enda vorum við á fleygiferð mestan tímann, sem er hið besta mál. Ég set gæsalappir utan um jól og áramót því mér finnst ekkert hafa verið jól og áramót...ég fór ekkert austur í sveitina mína...það eru engin jól! Mér tókst ekki að komast í jólaskap, og mér finnst enn síður að það sé komið nýtt ár...þetta var allt svo skrýtið og öðruvísi en maður er vanur. Svo er maður ekki einu sinni að fara aftur í skólann...ji, bara allt nýtt fyrir manni núna. Snúast jólin ekki svo mikið um hefðir og venjur hjá flestum? Það held ég. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hátíðunum höfðum við það mjög gott og gaman að ferðst um þetta mikla ríki, Texas.

Við þökkum kærlega fyrir allar kveðjurnar, kortin og pakkana sem við fengum. You Rock

 

0 Ummæli

laugardagur, janúar 01, 2005

Bookmark and Share

GLEÐILEGT ÁR!


Fireworks
Happy New Year

Þessi saga sem ég skrifaði hér fyrir neðan varð aðeins lengri en ég hélt í fyrstu...en var hún ekki spennandi? Winky 2 Allt er gott sem endar vel!

Við viljum óska öllum gleðilegs árs og þökkum fyrir samveruna á liðnum árum. Hjá okkur hefur kvöldið verið rólegt. Jerod og Kate komu í hingað og borðuðu með okkur grillaða nautasteik og fengu þau að smakka á hangikjöti...fannst það svolítið skrýtið, en þau sögðu að þeim þætti það ekki vont...eru svo kurteis. Það er ekki mikið skotið upp af flugeldum hér, sáum einn áðan...jibbý. Annars sitjum við bara í stofunni og jöplum á sælgæti, íslensku að sjálfsögðu.
Iceland

 

0 Ummæli