laugardagur, janúar 31, 2004

Bookmark and Share
MIG LANGAR LÍKA Á ÞORRABLÓT!!!...böhöhö....
Ég á brennivín inni í frysti...kannski ég skelli í mig einum eða tveimur í kvöld, bara upp á stemninguna.

Alla vega....góða skemmtun á þorrablótinu í kvöld (á eftir). Ekki gleyma að taka mynd af sviðahausunum fyrir mig...(og þá er ég ekki að tala um Helga eða Steinar, ég vil mynd af matnum sjálfum)!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Bookmark and Share
Það er nákvæmlega ekkert markvert að gerast hjá okkur þessa dagana. Erum bara að læra meira og minna, nóg að gera. Super Bowl verður á sunnudaginn, kannski gerist eitthvað skemmtilegt þá. Hef annars ekkert að segja...Ciao!

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Bookmark and Share
Tíhíhí...ég var að skoða nýja bloggið hjá Ástu og Binna og hún hafði sett inn slóðina á síðu liðsins sem Binni er að spila með. Ég kíki náttúrulega á síðuna og á upphafssíðunni velur maður Tems, Herre1 og Truppen, langaði að sjá myndina af Binna. Svo kemur myndasíðan upp, og þeir eru ansi líkir margir hverjir í liðinu...Binni hefur líka breyst svolítið...hehe, endilega kíkið á það...http://www.teamamager.dk/holdtruppen.php?id=1&type=truppen

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
ooog afmælisbörn dagsins eru....Ragga vinkona (mamma hans Emils Óla, linkur hér á spássíunni) úr Kennó og Bjarney Birta, litla frænka, sem er 6 ára í dag. Innilega til hamingju með afmælin, dúllurnar mínar.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Ég er búin að vera inni í allan dag. Þannig dagar eru yfirleitt ekki skemmtilegir. Af hverju fer maður þá ekki út í smá stund og hressir sig aðeins við? Stundum veit maður nákvæmlega hvað maður þarf að gera, en samt gerir maður það ekki alltaf. Voðalega getur maður verið vitlaus, eða framtakslaus. Ég er búin að vera að læra í dag. Það gekk ekki alveg nógu vel á köflum, þar sem einbeitningin var ekki upp á sitt besta. Hefði þá ekki verið kjörið að fara út í göngutúr eða eitthvað í smá stund og koma tvíefldur til baka? Það held ég.

 

0 Ummæli

sunnudagur, janúar 25, 2004

Bookmark and Share
Pálína frænka á afmæli í dag. Hún er 91 árs. Innilega til hamingju með daginn, Pálína mín.



Ég og taskan mín vorum líka þurrar þegar við komum heim úr skólanum í gær, því rigningin var ekki eins mikil seinni partinn. Um kvöldmatarleytið var farið að hellirigna og varað við hvirfilbyljum
(Tornado Watch). Það fór allt á flot hér fyrir utan complexið, flaut yfir körfuboltavöllinn, sem hefur ekki gerst eftir að við komum hingað, í rigningu myndast alltaf smá lækur hægra megin við hann sem rennur í niðurfallið þar (eins og sést á myndinni), en í gær var allt á floti umhverfis völlinn líka. Það varð ekkert hvasst hjá okkur og við sluppum við að fá hvirfilbyl yfir okkur, sem betur fer. Við Kalli ákváðum bara að vera löt á votu laugardagskvöldi og nenna ekki að elda. Við töluðum við Jóa og Berglindi og viti menn, þau voru líka löt, þannig að við pöntuðum okkur bara pizzu. Við tókum því bara rólega í gærkvöldi, borðuðum pizzuna og spjölluðum, svo var bara farið tiltölulega snemma í háttinn. Í dag var veðrið afur á móti frábært. Það var glampandi sól, ekki ský á himni og 25 stiga hiti, yndislegt alveg. Við fórum á A&M (golf)æfingasvæðið með Jerod og Kate og skutum nokkrum boltum, rosalega fínt. Átti meira að segja allnokkur góð högg þar!!!
Svo þarf maður náttúrulega að læra eitthvað líka, má ekki gleyma skólanum því hann er nú ástæðan fyrir því að maður er hér. Í kvöld ætlum við að grilla kjúklingabringur í fajitas og Jerod og Kate ætla að borða með okkur yfir Golden Globe.

 

0 Ummæli

laugardagur, janúar 24, 2004

Bookmark and Share
Úúú..eitt enn!!! Ég er búin að gefa Kalla leyfi til að skrifa hér, hann er orðinn meðlimur að blogginu. Ég bara efast um að hann nenni því.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Við fórum í golf í gær. Það var mjög fínt, en tölum ekki meira um það. Svo fórum við út að borða með Jóa og Berglindi í tilefni afmælisins. On the Border er mexíkóskur staður og maturinn var mjög góður. Eins og alltaf þegar maður fer svona út að borða, þá borðar maður yfir sig, svo stórir skammtar (eitt sinn var manni kennt að leifa ekki mat, en hér kemst maður ekki hjá því...sorrý mamma! eins og hún sé ekki löngu búin að gefast upp á mér..tíhí). Eftir matinn komu Jói og Berglind yfir til okkar og við spjölluðum og sötruðum bjór eftir að hafa fengið okkur sitthvort skotið af alíslensku brennivíni, get ekki sagt að mér finnist það súpergott, en kúmen-eftirbragðið finnst mér samt skömminni skárra en vodka-eftirbragð....bjakk. Svona sterkt og vont áfengi skal drekkast í kokteilum, ekki 'dry'. Seinna um kvöldið fórum við Kalli á bar sem heitir Ptarmigan, en það þýðir rjúpa, ekki spyrja mig af hverju barinn heitir þessu fáránlega nafni!!! Sem fyrr var þar dágóður kjarni af MBA gaurum sem þykir bjórinn góður. Ég fór heim uppúr miðnætti en Kalli fór með hópnum á Carney's. Ég þurfti nefnilega að mæta í tíma í morgun og langaði ekki að vera yfir mig þreytt þar sem kennslan er frá 9-16, sem betur fer var tíminn bara til tæplega þrjú. Ég var samt svolítið þreytt (*HóstlötHóst*) og blundaði í sófanum í smá stund eftir að ég kom heim í dag (ég blundaði sem sagt ekki í sófanum áður en ég kom heim....daah...ljóska)! Það rigndi ekkert lítið í morgun þegar ég fór í skólann. Ég vaknaði (alveg sjálf, á undan vekjaraklukkunni) klukkan 7:40 og heyrði í rigningunni. Ég lá í rúminu í 15-20 mínútur og hugsaði með mér hvernig ég ætti nú að fara klædd í skólann og komast hjá því að taskan rennblotnaði á leiðinni (þar sem ég hjólaði). Eftir að hafa fundið út úr því, drattaðist ég á lappir og tygjaði mig af stað. Ég fór í regngallann og hafði töskuna innan undir úlpunni, og leit þar af leiðandi út eins og 'the Hunchback of Notre Dame', ýkt flott. Ég og taskan mín vorum allavega þurrar þegar við komumst í skólann.

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 23, 2004

Bookmark and Share
Í dag er ekki bara bóndadagur, heldur afmælisdagur líka!!! Aron á afmæli í dag, og hann er orðinn allt of gamall, litli frændi....svo skilst mér að hún Berglind hér á móti, kona mannsins á móti, eigi líka afmæli í dag.
Innilega til hamingju með daginn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Til hamingju með daginn allir bændur, nær og fjær.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Kalli fór í körfubolta í mormónakirkju.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Bookmark and Share
Ég skrúbbaði baðkarið um daginn. Það var ekki mjög geðslegt, reyndar svo ógeðslegt að ég hef ekki haft lyst á því að fara í bað......bara sturtu. Baðið var allt í einhverjum taumum og ég var búin að reyna að skrúbba það með svampi og bursta með alls konar eiturefnum. Við fórum í Home Depot og þar fundum við eitthvað sem átti að virka rosa vel á allt...ryðbletti, vatnsbletti, 'kolefnabletti' (bein þýðing) og það má meira segja nota þetta á allt, eins og keramik, verkfæri, postulín og guð má vita hvað. Þetta 'undraefni' sem við fundum var nú ekki flóknara en að vera vikurklumpur. Maður bleytir hann og svæðið sem á að hreinsa og svo skrúbbar maður...og það svínvirkar - baðið eins og nýtt...eða kannski ekki alveg eins og nýtt, en það lítur allavega betur út og er hvítt á litinn aftur...hehe. Svo á ég bara eftir að taka þéttinguna...kíttið...eða hvað það nú heitir...og setja nýtt vatnshelt í staðinn. Það er nefnilega orðið svart á litinn vegna rakaskemmda, er viss um að það sé vatnshelt og ætlað til nota inni á baði, ef svo er þá hefur það ekki verið sett nógu vel á. Þetta eru semsagt alldeilis frábær vinnubrögð hjá iðnaðarmönnum hérna...mamma fengi sko kast ef hún sæi þetta og væri vís til að taka alla íbúðina í gegn...neinei...kannski ekki alveg í gegn...en hún ætti allavega erfitt með að halda að sér höndunum, það eitt er víst. Það er bara svo gott að komast í heitt bað öðru hvoru, liggja þar og slappa af í smá stund. Ohh, ég er bara farin hlakka til.

Jæja, er farin að horfa á American Idol - Houston (Atlanta var í gær og New York í fyrradag...)

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Búin að fara í tvo fyrstu tímana. Mér leist bara vel á þá báða, þó ég sjái fram á töluverða vinnu á þessari önn, væntanlega meiri verkefnavinnu en á síðustu önn. Sem betur fer eru engin próf til að hafa áhyggjur af, ég er enginn aðdáandi prófa. Þessir tveir kúrsar eru ekki eins fjölmenningarlegir og þeir sem ég tók á síðustu önn. Það er fullt af Ameríkönum í þessum kúrsum, meira að segja meirihlutinn í báðum kúrsunum eru amerískir...how about that. En auðvitað eru samt asísku vinkonurnar mínar með mér, alltaf gott að þekkja einhvern þó svo að það sé líka gaman að kynnast nýju fólki. Ameríkanarnir eru nú svo opnir að það er lítið mál að kynnast þeim.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Bookmark and Share
Jæja, þá fer alveg að koma að því. Fyrsti skóladagurinn á annarri önninni. Ég fer í tvo tíma í dag, fyrri tíminn er frá 12:40 til 15:40 og seinni tíminn er frá 17:45 til 20:35...hversu fúlt er það. Svo þarf ég bara að vakna snemma á laugardögum, en þá byrja tímarnir klukkan níu. Mér finnst þetta nú dálítið öfugsnúið.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Bookmark and Share
Stundum langar mig ekki að fara að sofa, þó svo að ég sé orðin dálítið þreytt...og þrjóskast við að vaka lengur. Nú er klukkan hálf tvö um nótt hjá mér og ég enn á róli. Veit að ég verð þreytt á morgun, og löt eins og alla aðra daga. Stundum gerir maður hluti sem maður veit að eru ekki góðir fyrir mann og eiga eftir að koma niður á manni seinna. Samt gerir maður þá, skrýtin skepna þessi mannskepna.

Mér var boðið (betra!! ) í mat til Homayra, sem er frá Íran. Hún eldaði rosa góðan íranskan mat, veit að það var nokkurs konar kartöflusalat, ógeðslega gott (verð að muna að fá uppskriftina af því), og kjúklingur, hrísgrjón, salat...osfrv. Við vorum níu þarna og við sátum og spjölluðum þangað klukkan var farin að ganga tólf. Tíminn bara flaug. Þegar við vorum að standa upp og tygja okkur heim, hugsaði ég hvort ég ætti ekki að hringja í Kalla og láta hann vita að ég væri að leggja af stað heim, þar sem ég væri á hjólinu. Þá hringdi síminn og Homayra varð svolítið skrýtin á svipinn, þá vissi ég að það væri hann að hringja, ohh svo sætur að athuga með mann. Homayra tók það ekki í mál að ég hjólaði heim, það væri líka svo kalt (jójó...æm æslandik), svo hún sendi manninn sinn út og hann skutlaði mér heim, en þau búa hér rétt hjá. Þau eru rosa indæl.

Ég tók upp American Idol, en það byrjaði í kvöld. Ætlaði sko ekki að missa af fyrstu og fyndnustu þáttunum. Það er ótrúlegt hvað fólk getur haft mikla trú á eigin hæfileikum. Ég er fegin að hafa fattað í tæka tíð og hætt að vasast í þessu söngdóti, syng bara fyrir sjálfa mig núna. Mér finnst svolítið skondið þegar American Idol byrjaði og Íslendingar voru að tala um hversu miklir bjálfar þessi Ameríkanar eru, að láta hafa sig út í hvað sem er, svo er haldið Idol á Íslandi og í ljós kemur að Íslendingar eru ekkert skárri, síður en svo. Hugsunarhátturinn er ekki svo ólíkur "við erum best í heimi", þjóðarstoltið alveg að fara með mann....reality check!!!

HEY JÁ...eitt enn...haldiði ekki að það hafi heyrst múkk frá Baunalandi...heldur betur búið að bæta síðuna...nú getið þið "baunað" svolítið á Ástu og Binna, því þau eru komin með 'Shout out'...tékkið á því!!!

Góða nótt...óver end át.

 

0 Ummæli

mánudagur, janúar 19, 2004

Bookmark and Share
Jójójó...var að skoða gestabókina og sá þar að hann Binni minn er bara að slá í gegn í Baunalandinu...hann bara skorar og skorar...sko minn. Þau skötuhjúin verða nú að fara að taka sig til og skrifa eitthvað á þessa bloggsíðu. Maður bara fréttir ekkert af þeim. Steini sæti segir bara fréttirnar á meðan!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Monika á afmæli í dag...og ég sé hér í kristalskúlunni minni að það er stórafmæli á Kröggólfsstöðum á næsta ári... dammdammdammdamm....Innilega til hamingju með daginn, Móna mín.

 

0 Ummæli

sunnudagur, janúar 18, 2004

Bookmark and Share
Ferðin til Dallas var aldeilis fín. Við vorum komin uppeftir um fimmleytið á föstudaginn. Við keyrðum ekki "interstatinn", heldur fórum við "highwayana" sem eru náttúrulega miklu minni og ekki eins fjölfarnir og yfirleitt bara ein akrein í hvora átt. En það er gaman að keyra þá, því maður fer í gegnum alls konar bæi og þorp af öllum stærðum og gerðum. Sum húsin sem fólk býr í eru ógeðsleg. Þau er svo gott sem að hruni komin og allt í drasli fyrir utan, en bílarnir eru yfirleitt bara flottir, ekki alltaf einhverjar druslur. Svo er kannski hús við hliðina á hjallinum sem er rosa flott!!! Andstæður hlið við hlið...hefði átt að taka myndir...en rolaðist ekki til þess. Einn bærinn sem við keyrðum í gegnum bæ sem heitir Calvert. Sá bær er eldgamall og er eitt af "sögusvæðum" Texas. Þegar maður keyrir í gegnum hann er eins og maður sé kominn í villta vestrið. Öll húsin eru í svona lengjum og með "villta vesturs-kúreka" fronta. Rosa flott.
Á föstudagskvöldið fórum við út að borða með Trey og Shelley, auðvitað, og vinafólki þeirra, Stacy og Rafael. Við fórum á þennan nýtísku "trendy" "rússnesskan" stað sem heitir Nikita. Þetta er eiginlega skemmtistaður líka seinna á kvöldin og mér fannst tónlistin heldur hátt stillt, maður rétt svo gat talað saman. Maturinn var samt fínn, ekkert geðveikt ódýrt, en fínt samt. Eftir það kíktum við á Dubliner, sem er pöbb rétt hjá þar sem Trey og Shelley búa. Þar hittum við Tony, sem er með Kalla í prógramminu, en hann fór til Dallas um helgina að hitta vini sína, sem búa rétt hjá Trey og Shelley, þvílík tilviljun. Eftir Dubliner fórum við heim til Keisha, vinkonu T og S. Þar voru nokkrir félagar þeirra saman komnir, en við stoppuðum ekki lengi þar. Við vorum orðin svolítið þreytt og vorum komin heim um eittleytið.
Laugardeginum var eytt í leti...aldrei þessu vant. Við fórum heim til Stacy og Rafael eftir hádegið og á meðan strákarnir fóru að skoða verkstæðið hans Rafaels og tala um bíla og annað strákadót, sátum við stelpurnar heima og spjölluðum. En Rafael er að vinna með burstað stál, sem er algengt í iðnaðareldhúsum og svoleiðis, hann býr til háfa, skápahurðir og alls konar dót sem burstað stál er notað í. Þegar þeir komu aftur fórum við út að borða á mexíkóskan stað rétt hjá, rosa góður matur mar', með þeim betri mexíkóskum sem ég hef smakkað, og ódýr líka. Við borðuðum okkur til óbóta af nachos, quesadillas, flautas, chicken fajitas....og ég þurfti að sjálfsögðu að taka afganginn með mér heim. Eftir matinn fórum við aftur heim til Stacy og Rafaels þar sem við horfðum á DVD og sötruðum áfengan kokteil....ógeðslega góðan....sem samanstendur af Hpnotiq (sem er vodka, cognac og natural fruit juices), absolut citron og white cranberry juice. Við fórum svo frá þeim rúmlega átta, því við ætluðum í bíó klukkan 9:45, og það er 40-45 mín keyrsla frá Stacy og Rafael til Trey og Shelley, svo voru Thor og Appollo (hundar) úti í garði og þurftu að komast inn áður en byrjaði að rigna. Við fórum semsagt í bíó, á Big Fish. Myndin var bara fín, betri en ég bjóst við þar sem trailerinn er ömurlegur. Við fórum svo bara heim eftir bíóið, og við lögðum af stað til College Station um níuleytið á sunnduagsmorguninn, eftir að Kalli hafði fengið sér chicken fajitas í morgunmat. Jerod og Kate komu til okkar og við horfðum á Sundaynight football, þar sem úrslitiin urðu þau að Carolina Panthers fara í Superbowl 1. febrúar, þar sem þeir munu mæta New England Patriots, en ég er viss um að ykkur gæti ekki verið meira sama um það!!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Eins og kemur fram í gestabókinni þá er Þórunn Lísa búin að eignast lítinn strák. Innilega til hamingju með litla prinsinn, Þórunn Lísa og Össi.
Hvenær kom hann í heiminn og hvað var hann stór?
Nú er Guðni orðinn afi...ji, en gamall...samt ekki!!! Til hamingju með afahlutverkið.

 

0 Ummæli

föstudagur, janúar 16, 2004

Bookmark and Share
Pylsupartýið heppnaðist bara aldeilis vel. Pylsurnar slógu gjörsamlega í gegn og það gerði sinnepið, steikti laukurinn, íslenska kókið, Siríus súkkulaðið, Freyju karamellurnar, Góu kúlurnar og hraunbitarnir líka. Þeim fannst malt og appelsín bland líka gott. Þetta lið er eitthvað skrýtið, er ekki mikið fyrir lakkrís....hvernig er það hægt?!? Íslenskur lakkrís og Siríus súkkulaði...nammnamm...himnaríki á jörðu!!!

Svo leggjum við í hann til Dallas á eftir, þegar Kalli er búinn í tíma. Fint að fá sér smá bíltúr...ég flýg allavega ekki!!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Bookmark and Share
JÚHÚ!!!! Við erum komin með SÓFA!!!!! Við keyptum notaðan sófa fyrir rúmlega $30 sem er rúmar 2000 kr. Hann er soldið stór og alveg heill. Ég eyddi meira en klukktíma í að ryksuga hann (ryksugaði hvern einasta fersentimetra á sófanum, nema undir honum...sem þýðir að ég ryksugaði ekki alveg hvern einasta fersentimetra...!!) og notaði Febreeze Deep Clean á hann til að drepa sýkla og fá góða lykt af honum. Hann var reyndar búinn að standa eitthvað úti þannig að hann hafði viðrast ágætlega. Svo keyptum við cover á hann, sem kostaði reyndar jafn mikið og sófinn, aðeins meira jafnvel. En þvílíkur lúxus það er að hafa sófa.

Það verður pylsupartí hér í kvöld. Ætlum að bjóða krökkunum í íslenskar SS pylsur með tómatsósu, SS sinnepi og steiktum lauk. Svo verður meira að segja boðið upp á íslenskt Coca Cola í dós, Egils appelsín, Malt og úrval af íslensku sælgæti, en það liggur við að megnið af vigtinni sem við komum með hingað hafi verið nammi, sem verður að sjálfsögðu bara spari.

Við stefnum að því að fara til Dallas um helgina, að heimsækja Trey og Shelley aðeins. Við höfum ekkert hitt þau síðan í ágúst, ekki alveg nógu góð frammistaða hjá okkur. En þar sem ég var í tímum á laugardögum fyrir áramót og ýmislegt annað í gangi, gáfum við okkur ekki tíma til að kíkja til þeirra...og þar sem ég mun vera í tímum alla laugardaga fram í mars, er þetta eiginlega eini sjensinn í bili...og við ætlum að grípa hann. Ég talaði við Trey áðan og hann var bara hress. Sagði mér að það hafi verið 70 gráðu hiti á jólunum....fahrenheit semsagt, en það eru um 20 gráður á celsius, 21 til að vera nákvæm. Það verður gaman að hitta þau aftur.

Á meðan ég man...ég er búin að bæta inn nokkrum myndum á netið.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Bookmark and Share
Þau systkini Helga og Þorlákur eiga afmæli í dag. Helga er 89 ára og Þorlákur 80. Innilega til hamingju með afmælin. Kossar og knús frá Texas

osso mörg kerti

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það er bara allt búið að vera í hassi í sambandi við athugasemdirnar, þær duttu bara út og ég þurfti að setja inn nýjar. Til að fá broskalla inn í athugasemdirnar þá smellið á spurningamerkið fyrir ofan textaboxið.

Takk, Heiðrún, fyrir ábendinguna með teljarann. Mig grunaði ekki að þetta væri hann!! Reyndar var hægt að sjá alla síðuna með því að ýta á kassann, sem stækkar eða minnkar gluggann, efst í horninu (við hliðina á X-inu sem lokar honum) og þá birtist öll síðan, en það er auðvitað miklu betra að þurfa ekki að gera það, gracias.

Mér finnst bara ekkert svo slæmt að vera komin aftur hingað. Veðrið er búið að vera mjög gott. Hitinn hefur verið í kringum 15-20 stig á daginn og stafalogn, en skýjað. Í gær skaust sólin fram og það hlýnaði enn meira, yndislegt alveg. Lá við að ég fyndi sumarlykt, en ég vissi að það væri von á rigningu og kólnandi veðri í dag eða á morgun. Þegar ég kom á fætur og leit út þá var allt blautt úti og fuglarnir sungu hástöfum, hver í kapp við annan.
Kalli byrjaði í skólanum á mánudagsmorgun og þótti fyrsti dagurinn erfiður, sem er skiljanlegt eftir svona fínt frí. Ég byrja ekki í skólanum fyrr en á miðvikudaginn í næstu viku. Á þessari önn er ég í tveimur kúrsum á miðvikudögum og tveimur á laugardögum, en það eru bara fimm tímar í hvorum laugardagskúrsi. Á planinu stentud að þeir séu frá 9 til 5, en það getur alltaf breyst. Í laugardagstímunum fyrir áramót hættum við yfirleitt uppúr klukkan þrjú. Laugardagstímarnir byrja ekki fyrr en 24. jan og ég verð í tímum alla laugardaga út febrúar, svo tvo laugardaga í mars og einn í apríl.

 

0 Ummæli

mánudagur, janúar 12, 2004

Bookmark and Share

Hólí mólí...haldiði ekki að það hafi verið stórafmæli í gær!! Hann Kiddi, sem er ekki kvæntur henni Lilju, varð þrítugur í gær. Innilega til hamingju með daginn.

Betra er seint en aldrei

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Þetta er svolítið langt...endaði í rúmum tveimur blaðsíðum í Word...úbbs...

Við vorum mætt tímanlega á völlinn á fimmtudaginn. Þegar við renndum upp að Leifsstöð stóð rúta þar fyrir utan og töskurnar streymdu út úr henni. Við drifum okkur út úr bílnum og gripum okkar töskur úr skottinu og hlupum inn til að ná á undan hópnum. Það hafðist og við komumst fljótlega til að tékka okkur inn. Konan sem afgreiddi okkur var bara mjög hress og spjallaði mikið (sem er frekar óvenjulegt á Íslandi), en hún sagði að því miður ætti hún bara engin sæti laus hlið við hlið. Við sögðum að það yrði bara að vera svo, en hún lét okkur fá sitthvort miðjusætið í níundu röð, þar væri gott fótapláss. Við þáðum það með þökkum og héldum áfram. Við kvöddum Má og Fanneyju og fórum í gegnum vegabréfaskoðunina. Þegar við vorum komin inn fyrir ákváðum við að kaupa einn pylsupakka og eitt flak af reyktum fiski, því við vorum með slatta af hvoru tveggja í farangrinum. Þetta gerðum við til þess að fá vottorð fyrir vörurnar til að sýna í tollinum í Baltimore. Við tókum áhættuna á að taka áhættuna (en ekki smygla vörunum inn). Það var eitthvað klúður hjá Icelandair þegar tekið var við brottfararspjöldunum. Áhöfnin var ekki mætt og þess vegna gátum við ekki farið inn í vélina og farþegarnir stóðu í þvögu fyrir neðan stigann í þó nokkurn tíma. Loksins kom áhöfnin og við gátum haldið af stað í vélina. Þegar við komum inn í vél sáum við að sætin okkar voru við innganginn og fótaplássið var þvílíkt að Kalli gat rétt úr fótunum og ekki náð í sætið fyrir framan!! Stelpan sem átti að sitja við gluggasætið Kalla megin bað hann um að skipta við sig þar sem hún var að ferðast með konunni hinum megin við hann. Hann sagði að það væri ekkert mál. Svo kom strákurinn sem átti að sitja við gluggasætið mín megin og ég spurði hann hvort honum væri sama að hann sæti við hitt gluggasætið. Honum fannst það ekkert mál þannig að við Kalli enduðum á því að sitja saman…heppin. Ég ætla alltaf að biðja um sæti í röð níu þegar ég flýg með Flugleiðum. Ferðin var mjög þægileg og gekk bara vel. Við komumst til Baltimore á tíma og komumst í gegnum tollskoðunina. Við sögðum tollverðinum að við værum með reyktan ÍSLENSKAN fisk og ÍSLENSKAR pylsur. Hann skeytti engu um fiskinn en vildi fá að sjá pylsurnar. Við sýndum honum þær og hann sagði að allt væri í lagi og við gætum haldið áfram. Annað fólk í tollröðinni þurfti að setja allar sínar töskur í gegnumlýsingu en okkur var hleypt í gegn án þess. Stundum er gott að vera Íslendingur, lítill og saklaus Íslendingur. Við komumst klakklaust á hótelið, þar sem við pöntuðum dýra og vonda pizzu. Við fórum snemma að sofa því við þurftum að vakna snemma til að ná fluginu til Dallas morguninn eftir. Við vorum bæði vöknuð um fimm á föstudagsmorguninn (löngu á undan vekjaraklukkunni) og ákváðum bara að drífa okkur á lappir og taka rútuna hálf sjö á völlinn.

Þegar þangað var komið bauðst okkur að tékka okkur inn fyrir utan, á gangstéttinni. Við gerðum það og báðum manninn um að setja okkur framarlega í vélina þar sem við þurftum að ná tengiflugi í Dallas. Hann sagðist ekki geta það þarna úti, en í tékkinu inni væri hægt að breyta sætunum. Við fórum inn og fengum sæti í 8 sætaröð (þessi vél var ekki eins og Flugleiðavélin og sætin því ekki eins góð) sem var tveimur röðum fyrir aftan 1. farrými. Við höfðum dálitlar áhyggjur af því að ná ekki fluginu til College Station, en þær áhyggjur voru óþarfar...eða það héldum við, þar sem vélin lenti hálftíma á undan áætlun í Dallas sem gæfi okkur góðan klukkutíma til að komast á milli bygginga. Við rampinn sem vélin okkar átti að leggja við var önnur American Airlines vél, sem átti ekki að fara fyrr en eftir korter, þannig að við þurftum að bíða...og jæja, við hefðum sam 50 mínútur til stefnu. Í ljós kom að vélin við rampinn okkar var biluð og þurftum við að bíða enn lengur og enduðum á að fara á næsta ramp..og þá var klukkan orðin tuttugu mínútur yfir tólf...vélin okkar til College Station átti að fara klukkan 12:48!!! Við hlupum út úr vélinni og þegar inn var komið benti starfsmaður vallarins okkur á að fara að hliði C29 þar sem við myndum taka lest að A1-19. Lestin kom strax og við tókum hana að Terminal A. Þar fórum við út og hlupum upp stiga og svo niður annan stiga til að ná rútunni yfir í A2, þaðan sem vélin okkar átti að fara...það voru 15 mínútur í brottför og rútan einungis 3 mínútur á leiðinni, þannig að við töldum okkur örugg að ná vélinni. Þegar við komum að hliðinu okkar var hurðin lokuð og enn 10 mínútur í brottför, kannski 9. Við spurðum einn starfsmanninn sem stóð þar um vélina okkar og hún leit í kringum sig og sagði að það væri ekki byrjað að hleypa inn. Við sögðum að það gæti ekki verið þar sem einungis 10 mínútur væru í brottför. Þá klóraði hún sér í hausnum og fiktaði í tölvunni og sagði að það væri búið að loka, vélin væri að undirbúa brottför. Svo byrjaði hún að prenta út ný brottfararspjöld fyrir okkur og sagði að við kæmumst með næstu vél sem færi klukkan 15:12, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Kalli tapaði sér algjörlega og hellti sér yfir hana, hvernig stæði á því að það væri búið að loka vélinni og enn tíu mínútur þangað til að hún færi. Konan var mjög dónaleg og baðst ekki einu sinni afsökunar, heldur sagði bara að það væri alltaf lokað tíu mínútum fyrir brottför til að hægt væri að dreifa þyngdinni um vélina. Við vorum sko ekki sátt við þetta viðmót og heimtuðum að fá að tala við einhvern sem réði. Við útskýrðum að miðinn okkar hafi verið keyptur í nóvember og þá átti flugið að fara frá Baltimore klukkan 7:47, svo var hringt í okkur frá American Airlines og okkur gert að breyta fluginu til 9:35, okkur fannst það heldur stuttur tími og sögðum manninum það, hann fullyrti að við myndum ná tengingunni á þessum 40 mínútum...sem voru svo ekki nema 30, þar sem öllu er lokað og læst tíu mínútum fyrr. Þessi kona kallaði svo í yfirmann sinn sem sagði ekkert af viti frekar en hinar tvær, við fengum ekkert frá þeim. Við vorum glorhungruð og þau gátu ekki einu sinni gefið okkur að borða (fengum bara djús og “granola bar” í vélinni frá Baltimore). Okkur finnst mjög einkennilegt að það er ekki hægt að bíða í eina mínútu eftir farþegum, þegar ekkert mál er að láta farþega bíða í hálftíma eða klukkutíma ef eitthvað bilar. Engin þeirra reyndi einu sinni að hafa samband við vélina sem stóð ennþá fyrir utan og athuga hvort væri í lagi að hleypa okkur inn, það var ekkert gert til að reyna að redda málunum. Okkur var bara sagt að við værum heppin að geta tekið næstu vél...blablabla. Þær gáfu okkur upp símanúmer til að hringja í og kvarta þar sem þær gátu ekkert gert. Við gerðum það og Kalli fékk samband við einhvern og sagði sólarsöguna enn einu sinni. Svo sagði manneskjan í símanum að þegar laust væri í næstu vél væri ekki beðið eftir farþegum og að hún væri nú reyndar bara að selja miða og gæti ekkert gert, svo gaf honum samband eitthvert annað sem slitnaði og við náðum ekki sambandi eftir það. Við tókum rútuna aftur til baka til að fá okkur eitthvað að borða, pirruð frá helvíti. Konan sem keyrði rútuna var alveg gáttuð á þessu öllu og taldi að það væri ekki löglegt að gefa farþegum innan við 45 mínútur til að ná tengiflugi.

Ég skil þetta ekki. Við tékkuðum okkur alla leið frá Baltimore til College Station og farangurinn líka. Þetta er sama flugfélagið og þeir hefðu átt að geta athugað hvaðan farþegarnir sem vantaði væru að koma og þá séð að seinkunin væri mjög lítil (ein mínúta eða svo). Mér skilst að töskurnar okkar hafi komist í vélina....oooo ég verð bara pirruð á að rifja þetta upp!!!

Við þurftum að bíða í tvo og hálfan tíma eftir næsta flugi og við biðum og biðum. Á meðan við biðum fylgdumst við með vélunum sem var veið að hleypa inn í og í eitt skiptið voru tíu mínútur í brottför og enn var verið að kalla upp farþega sem var ekki mættur...þá gjörsamlega sauð á okkur. Til að bæta gráu ofan á svart þá var vélin okkar biluð og okkur seinkaði um enn einn hálftímann. Ég ætla sko aldrei aftur að fljúga með American Airlines eða American Eagle...þeir geta bara átt sig.

 

0 Ummæli

laugardagur, janúar 10, 2004

Bookmark and Share
Erum komin til Texas. Það hafðist eftir smá ævintýri...en ég nenni ekki að segja frá því núna. Geri það seinna.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Bookmark and Share
Þá fer maður bara alveg að fara!!!! Erum að tygja okkur. Búin að pakka mest öllu niður. Förum svo aðeins á rúntinn á eftir og klárum svo að tygja okkur. Síðan er förinni heitið til Kef. Við þurfum að gista í Baltimore í kvöld, þar sem Flugleiðavélin lendir svo seint þar, en við höldum svo til Dallas og þaðan til College Station á morgun...vonandi...því við höfum einungis 40 mínútur í Dallas til að koma okkur yfir í aðra byggingu þar sem flugið til College Station er...ef vélin verður á réttum tíma. Frekar tæpt að mínu mati, en reddast vonandi! Jújú, þetta reddast allt saman, annars bíðum við bara í nokkra tíma eftir næsta flugi til CS.

Alla vega, takk kærlega fyrir samveruna um jólin og áramótin, þið sem ég hitti. Verið dugleg að skrifa í athugasemdirnar og gestabókina.....ADIOS AMIGOS!!!!

 

0 Ummæli

mánudagur, janúar 05, 2004

Bookmark and Share
Jæja, enn einn letidagurinn að baki. Ég kláraði bókina sem ég byrjaði á í gær, ágætis bók barasta. Nú er ég búin að lesa báðar bækurnar sem ég fékk í jólagjöf...reyndar fengum við saman 3 bindin af Íslandi í aldanna rás og svo eina bók um Ísland sem heitir Land of Light, svona til að sýna "útlendingunum". Kannski maður dembi sér bara í Tiger Woods bókina núna, svona til að hita sig upp fyrir golfið þegar maður kemur út, en hana keyptum við á útsölu á $5 í Barnes & Nobles fyrir jól. Oh, ég hlakka til að geta farið að stunda golfið á fullu. Núna er maður kominn vel inn í aðstæður þarna úti og við ætlum að fara að spila meira golf en við gerðum fyrir áramót. Það er eiginlega "once in a lifetime opportunity" að búa á stað þar sem maður getur spilað golf allan ársins hring. Þessa fær maður ekki notið hér á gamla góða Fróni...nema maður fari að leggja stund á "ísgolf", eins og Suður-Afríkubúinn hélt að golfið hér væri!!

 

0 Ummæli

sunnudagur, janúar 04, 2004

Bookmark and Share
Sjitt hvað maður er latur!!! Þetta getur ekki verið hollt. Við erum búin að sofa fram að hádegi alla daga hér á landi...alltaf...þetta er ekki eðlilegt. Svo drattast maður á lappir og er á beit allan daginn. Kannski rétt að maður stingi nefinu út um dyrnar, og þá aðallega þegar maður hleypur út í bíl. Í dag er ég til dæmis búin að liggja uppi í rúmi (á dýnunni réttara sagt) og lesa. Ég rétt stóð upp til að fá mér að borða og það ekkert hollt. Það verður sko harkan sex 9. janúar þegar komið verður aftur til B/CS. Ótrúlega stutt þangað til við förum og ég hlakka barasta til að hitta félagana aftur, það liggur við að maður sé farinn að sakna þeirra. Ekki það að maður vilji endilega fara frá fjölskyldunni, því það er búið að vera frábært að hitta alla aftur.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Nú er Bögga litla farin að blogga! Endilega kíkið á síðuna hennar og "böggið" hana svolítið, ég setti link á síðuna hennar hér til hliðar. Til hamingju með síðuna þína, Bögga mín.

 

0 Ummæli

laugardagur, janúar 03, 2004

Bookmark and Share
Karl, afi hans Kalla, er hvorki meira né minna en níræður í dag! Stór áfangi það.
Til hamingju með daginn!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Bookmark and Share
Jæja, þá er komið árið 2004. Áramótin voru bara prýðileg hjá okkur. Við vorum í Frostafoldinni með mömmu og pabba, Hlyni, Lindu, Unnari, Jennýju (dóttur Unnars) og Erlu, móðursystur Unnars og Bjarna, manninum hennar. Við fengum sjávarréttasúpu í forrétt, vel sterka, svo gæddum við okkur á dýrindis svínahamborgarhrygg, jamm jamm. Þar sem svo mikið var borðað og allir pakksaddir, fengum við okkur ísinn töluvert seinna. Við Kalli vöskuðum upp eftir matinn, frekar fyndið að vaska aftur upp í eldhúsinu sínu og vera ekki viss hvert hlutirnir ættu að fara...ég setti þá bara einhvers staðar og nú þarf Linda örugglega að leita í öllum skápunum til að finna hlutina þar sem þeir hafa örugglega flestir farið á rangan stað

Hvernig fannst ykkur skaupið annars? Mér fannst það bara ágætt, góðir punktar inn á milli. Ég skil ekkert í Sjónvarpinu að sýna ekki gömul áramótaskaup stöku sinnum, þeir gætu líka örugglega grætt á því að selja þau á DVD, eða lækkað afnotagjöldin fyrir ágóðann...je ræt...eins og það eigi eftir að gerast...hehe.

Það er rosa fínt útsýni af svölunum hjá okkur og við horfðum á flugeldana, þvílíkur hávaði, það voru svo mikil læti á tímabili að við gátum ekki talað saman, heyrðum ekkert hvert í öðru. Ekkert lítið hvað fólk eyðir í svona bombur.

Dagurinn í dag verður bara tekinn rólegur...eins og allir aðrir dagar í jólafríinu. Ætli maður haldi ekki bara áfram að vera á beit allan daginn...alveg með ólíkindum hvað maður getur borðað mikið...allan daginn út og inn...ekkert skrýtið að maður skuli vera hlussa, sí-étandi. Það var nú svolítið skondið þegar ég var að hjálpa pabba að gefa um daginn...hann var að reyna að setja eina rúllu í eina jötuna en hún var ekki alveg nógu vel upp á brettinu og var alveg að rúlla af því. Pabbi stökk til og reyndi að ýta á rúlluna, en ég fór upp á þann enda brettisins sem stóð upp í loft (því rúllan var að fara af því á hinum endanum) og viti menn, brettið byrjaði að síga mín megin og rúllan rann til baka inn á brettið...jahá, þyngdarlögmálið er sko ekkert lögmál...getur verið ansi hjálplegt í fjárhúsunum

 

0 Ummæli