miðvikudagur, júní 30, 2004

Bookmark and Share

komin heim og á leiðinni heim...


Ég hef ekki sofið heima síðan á laugardaginn. Ég hef gist hjá Kate og rétt rak nefið inn á mánudaginn til að taka póstinn inn. Ég tók bara tölvuna hans Dabba og bækurnar með mér og lærði á skrifborðinu hans Jerods. Þetta eru bara búnir að vera fínir dagar. Við höfum farið í ræktina klukkan sex núna þrjá morgna í röð, Kate hefur svo verið að vinna frá 8-12 og svo höfum við bara verið að dunda okkur í hinu og þessu. En nú er ég komin aftur í íbúðina og kominn tími til að leggja lokahönd á námsefnið og byrja að undirbúa brottför aftur á þriðjudaginn. Þetta er nú meira flakkið á manni.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

...ooog afmælisbarn dagsins er....


...enginn annar en hann Úlli, réttarhliðvörðurinn mikli!!!
Innilega til hamingju með daginn, Úlli minn.

 

0 Ummæli

mánudagur, júní 28, 2004

Bookmark and Share
Takk fyrir kveðjurnar.
Ég er víst ekki sú eina sem á afmæli í dag.
Dóri, vinur okkar Kalla, á líka afmæli og óskum við honum innilega til hamingju með daginn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Rosa gaman


Það var alveg rosalega gaman hjá okkur í gær. Við sátum að sumbli fram eftir nóttu og spiluðum á spil...allir í banastuði. Shirlee var meira að segja svo góð að baka afmælisköku handa okkur...ógeðslega góð súkkulaðikaka með ís og alles...mmmmmmmmmmm

 

0 Ummæli

laugardagur, júní 26, 2004

Bookmark and Share

...meiri endemis letin alltaf hreint...


Ég er búin að vera svo hrikalega andlaus og bara hreint út löt undanfarna daga. Ég kláraði þó ritgerðina sem ég á að skila á mánudaginn, ákvað að nenna ekki að eyða helginni í svoleiðis vitleysu. Ég er nefnilega með plan í kvöld. Ég, Kate og Laura höfum ákveðið að halda smá samkomu heima hjá Kate í kvöld. Laura á afmæli á þriðjudaginn, þannig að við ákváðum að halda óformlega upp á afmælin okkar saman. Það verður fámennt en góðmennt, væntanlega ekki mikið meira en tíu manns. Við ætlum að grilla hamborgara og pylsur og sötra bjór eða margarítur með, og svo ætlum við bara að spjalla og hafa gaman af.

Svo er ég að koma heim eftir 10 daga....

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

...hann er 25 í dag, hann er 25 í dag, hann er 25 hann...


...Össi...hann er 25 í dag.

Til hamingju með afmælið Össi minn.

 

0 Ummæli

fimmtudagur, júní 24, 2004

Bookmark and Share

Eins og Solla og Dagný voru svo góðar að benda á...


...þá er víst fólk sem á afmæli í dag og það vill svo skemmtilega til að bæði eru skyld mér...merkilegt, ekki satt!!!


Litla frænka mín, hún Helga Sara, á hvorki meira né minna en 3ja ára afmæli í dag...innilega til hamingju með það

Svo á Jón Pétur frændi stórt afmæli í dag...hann eldist óðum karlinn...til hamingju með daginn frændi.



 

0 Ummæli

þriðjudagur, júní 22, 2004

Bookmark and Share

Búin í tíma


jæja, þá er síðasta kennslustundin liðin. Við hittumst heima hjá einni í bekknum eftir tímann í gærmorgun þar sem allir komu með eitthvað góðgæti, helst frá sínu landi (svaka erfitt fyrir Ameríkanana). Ég fór nú bara með harðfisk og suðusúkkulaði...og það var allt étið upp. Ég á þó eftir að klára netkúrsinn minn, en honum lýkur 2. júlí, þá þarf að skila lokaverkefninu. Svo á ég eftir að skrifa ritgerð fyrir hinn kúrsinn, en henni á að skila næsta mánudag. Hef annars ekkert að segja.

 

0 Ummæli

mánudagur, júní 21, 2004

Bookmark and Share

Berglind nokkur Jófríður...


á afmæli í dag.
Innilega til hamingju með daginn, Berglind mín.

 

0 Ummæli

sunnudagur, júní 20, 2004

Bookmark and Share

Eva fær líka kveðju í dag


þar sem hún á nú einu sinni afmæli!!
Til hamingju með daginn, frænka.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Dagur handa pabba


Ég ætla að tileinka deginum í dag honum pabba mínum. Mér finnst sko ekkert sanngjarnt að hafa mæðradag en engan feðradag.
Elsku pabbi minn, ég hugsa vissulega til þín á hverjum degi, en dagurinn í dag er sérstaklega tileinkaður þér. Ég hugsa um allt sem þú hefur gert fyrir mig og rifja upp góðar minningar: hvernig þú vaktir okkur í skólann á morgnana og varst alltaf búinn að finna til morgunmatinn handa okkur systkinunum. Ég var alltaf svo montin að þú skyldir vera pabbi minn af því að öllum skólakrökkunum fannst þú svo frábær og vildu helst koma með í þínum skólabíl. Ég man þegar ég fór með þér í traktornum þegar þú fórst með kindurnar upp á afrétt...ég var reyndar alltaf með þér í traktornum. Ég man þegar þú keyptir handa okkur kók í gleri og prins póló um helgar...rosalega fannst mér það gott. Svo þegar þú dróst okkur upp brekkurnar á snjósleðanum þegar við renndum okkur niður í lautina. Ég man hvað mér fannst þú og mamma ótrúlega klár að geta ratað í Reykjavík. Ég er rosalega þakklát að eiga svona góða foreldra.

Elsku pabbi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig.

Ég held að fáir geti neitað því að ég hafi löngum verið óttaleg pabbastelpa.

 

0 Ummæli

laugardagur, júní 19, 2004

Bookmark and Share

Júhúúú...


Ég fékk mynd af nýja frændanum mínum á meðan hann er enn nýr!!! Takk Helgi...og Solla fyrir að minna hann á að senda myndina.


Til hamingju með litla prinsinn Valdi, Lára, Dagný og Einar.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

og það er nú það


Mikið rosalega hefur maður gott af því að kynnast fólki frá mismunandi löndum og menningarheimum. Við höfum mikið verið að tala um hefðir og venjur í okkar löndum og Íslendingurinn í mér verður alltaf stærri og stærri. Mér finnst gaman að geta frætt aðra um landið mitt og sögu þess. Um daginn var ein tyrknesk vinkona mín með fyrirlestur um Tyrkland og hún byrjaði að spyrja okkur hvað við vissum um landið. Allir sögðu eitthvað og kennarinn sagði að henni þætti tyrkneskar konur mjög fallegar. Þá varð ég nú að fræða bekkinn minn um mína kenningu af hverju þær eru svo fallegar...jú, það var þann 16.júlí 1627 sem Tyrkir komu að ströndum landsins og tóku með sér fögur íslensk fljóð...þess vegna eru tyrkneskar konur svo fallegar. Svo sýndi ég þeim þetta myndband...það vakti mikla lukku!
Þegar ég fór í tímann á fimmtudaginn þar sem við áttum að tala okkar tungumál og bekkurinn átti svo að giska á hvaðan við kæmum. Aðeins einn giskaði á Ísland...aðrir giskuðu á Svíþjóð, Noreg, Danmörku, Finnland, Þýskaland, Holland og jafnvel Tyrkland. Ég vildi að ég ætti upphlut. Þá hefði ég getað verið í honum þarna, það hefði verið sniðugt. Ég var nefnilega spurð hvort Íslendingar ættu þjóðbúning.

Í alvöru talað þá finnst mér mjög mikilvægt að halda uppi hefðum og siðum. Það er ekki nóg að kunna sögu landsins heldur líka fjölskyldunnar. Mig langar að börnin mín og barnabörnin viti um forfeður sína; ömmur sínar og afa, og langömmur og langafa o.s.frv. Mig langar til dæmis að vita meira um hvað afi og Láki brölluðu þegar þeir voru ungir. Þetta eru ómetanlegar upplýsingar sem ekki er hægt að fletta upp í sögubókum.

 

0 Ummæli

föstudagur, júní 18, 2004

Bookmark and Share

...fallegasta barnið? Veitiggi alveg....hvað finnst ykkur?



Solla, Helgi sendi mér þessa mynd og sagði að þú hafir beðið hann að send mér mynd af fallegasta barninu....ég held að hann hafi misskilið þig eitthvað!!

 

0 Ummæli

fimmtudagur, júní 17, 2004

Bookmark and Share

Hæ hó jibbý jei og jibbý jei


Það er kominn sautjándi júní....

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru landar!!!
Ég mun eyða mínum þjóðhátíðardegi við lærdóm. Fæ reyndar að fara í tíma hjá 'undergrad' nemum þar sem ég fæ að tala íslensku...en auðvitað á enginn eftir að skilja neitt af því sem ég er að segja þannig að ég gæti bara bullað geðveikt. Þannig er mál með vexti að einn kennaranna minna er að kenna þennan kúrs sem er einhvers konar kennslufræði/fjölmenningarleg kennsla. Hún ætlar að fá nokkra af alþjóðlegu nemunum til að koma í tíma og kynna sig á sínu tungumáli. Svo eigum við að kynna okkur landið okkar á ensku...vonandi verð ég ekki Íslendingum til skammar, þar sem ég mun verða í forsvari fyrir alla íslensku þjóðina (nema nemarnir hafi fyrri reynslu af Íslandi og Íslendingum...sem ég stórefast um).
Annars eru bara áform um að halda sig heima við og vinna að ritgerð, umræðum í vefkúrsinum og fyrirlestri...býst við að helgin fari í þetta allt saman líka. Mikið hlakka ég til þegar þessi sumarönn er búin.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 16, 2004

Bookmark and Share

Djöfull er ég sátt við Detroit Pistons


Lakers þurftu á því að halda að fá smá spark í rassinn og koma aftur niður á jörðina.

Annars er ekki mikið að frétta af mér...bara læra, sofa, borða, sprikla, blunda smá, slóra...o.s.frv.
Verð að fara að læra...tjaó.

 

0 Ummæli

mánudagur, júní 14, 2004

Bookmark and Share

komin 'heim'


þá er ég komin aftur til Bryan eftir alveg rosalega fína helgi. Við tókum því bara rólega í Longview. Fórum á laugardagsmorguninn á bæ stutt frá og tíndum bláber. Svo fengum við bláberjapönnukökur í morgunmat á sunnudaginn...aldeilis fínt. Restin af laugardeginum fór bara í afslöppun við sundlaugina, en foreldrar hennar Kate eru með fína sundlaug í bakgarðinum. Ég er reyndar öll útbitin eftir helgina. Greinilegt að moskítóflugurnar í Texas eru hrifnar af íslensku víkingablóði...án gríns ég er með meira en 10 bit, er ennþá að finna ný bit. Verst hvað mann klæjar helv...mikið undan þessu. Annars er bara nóg að gera í skólanum, sérstaklega þar sem ég eyddi mjöööög litlum tíma í lærdóm um helgina...hehe...smá slór í gangi, en ég næ alveg að halda mínu striki, enda bara vika eftir af öðrum kúrsinum. Ætli ég verði ekki að fara að læra núna. Ákvað bara að láta vita af mér. Chiao.

 

0 Ummæli

föstudagur, júní 11, 2004

Bookmark and Share

Jæja


...er að fara að leggja í'ann til Longview...adios amigos.
Heyrumst síðar.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Jii...haldiði ekki að LITLI frændi minn sé orðinn TVÍTUGUR!!! Mikið rosalega eldast 'litlu' frændsystkini mín fljótt, en mér finnst ég ekki eldast svona hratt...mér líður alltaf eins og ég sé tvítug!
Allavega, innilega til hamingju með daginn, Frosti minn.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

...daddara...


Ég þarf ekki að mæta í skólann á morgun (föstudag) vegna jarðarfarar Ronalds Reagans. Að því tilefni notaði ég tækifærið og eyddi deginum í að slæpast. Við Kate fórum í bíó klukkan hálf tvö í dag (það er aðeins ódýrara og við höfðum ekki mikið að gera). Við fórum að sjá Harry Potter og fangann frá Azkaban, hún var bara mjög góð...ekki alveg eins og bókin, en samt mjög skemmtileg afþreying. Eftir myndina hvíldum við okkur við sundlaugina hér í smá stund. Svo seinna um kvöldið fórum við og borðuðum með Laura, vinkonu Kate, og Stacey, vinkonu Laura. Það var aldeilis fínt. Fórum á mexíkóskan stað og lentum á þjónustustúlku sem var bara búin að vinna þarna í viku og hún var alltaf að gleyma okkur, þar sem við sátum úti og hún var líka að þjóna stórum hópi inni. En maður gat ekki verið vondur og gefið henni lítið þjórfé, hún var jú nýbyrjuð.
Við Kate stefnum svo á að fara til Longview á morgun og vera þar um helgina heima hjá foreldrum hennar. Það verður örugglega gaman, þau eru rosalega hress og skemmtileg, en við fórum þangað yfir helgi í haust og skemmtum okkur prýðilega. Ég verð þá að kveðja Jóa og Berglindi á morgun því þau eru að flytja til Tucson, Arizona á sunnudaginn...eða ætla að leggja af stað þangað á sunnudaginn, það tekur víst meira en einn dag bara að komast út úr Texas. Ætli við Kalli lítum ekki við hjá þeim þegar við keyrum frá Californiu í ágúst. Það yrði gaman.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 09, 2004

Bookmark and Share

vissir þú að...


...það er meira landsvæði hulið jökli á Íslandi en í gjörvallri Evrópu?
...einungis 6% þjóðarinnar eru afkomendur annarra þjóða en Norðmanna og Kelta?
...99,9% af Íslendingum 15 ára og eldri eru læs?
...Ísland er meðlimur í a.m.k. 50 alþjólegum samtökum?
...fiskveiðiiðnaðurinn á Íslandi færir þjóðinni 70% af útflutiningstekjum hennar og 12% af vinnuafli þjóðarinnar vinnur við iðnaðinn?
...af vinnuafli landsins vinnur 5,1% við landbúnað, 11.8% við fiskiðnað, 12,9% við framleiðslu, 10,7% við byggingariðinað (construction) og 59,5% við ýmis þjónustustörf?
...það eru 86 flugvellir á Íslandi þar af 13 með bundnu slitlagi?
...í einu glasi af Nectar er ríflega dagsskammtur af C-vítamíni?

 

0 Ummæli

þriðjudagur, júní 08, 2004

Bookmark and Share

HEILAGAR HÆGÐIR!!!


Það er enn einn rignardagurinn hér í mið-Texas....ég fór semsagt í skólann í morgun og þá var bara smá rigning, sem er bara hið besta mál...gott fyrir gróðurinn, eins og hún mamma min segir alltaf. Eftir tímann þurfti ég að fara á bókasafnið og skila bók, sem er líka í góðu lagi þar sem bókasafnið er rétt hjá byggingunni þar sem tíminn minn var. Þá var aðeins meiri rigning en í morgun, en ekkert rosalegt samt. Ég fer inn í bókasafnið og er þar í ca. 5-7 mínútur. Ég klæði mig í regngallann og hef bakpokann undir jakkanum svo hún blotni síður, þannig að ég lít út eins og hringjarinn frá Notre Dame. Þegar ég kem út af bókasafninu er Guð gjörsamlega að hella úr fötum...ég fer á hjólið mitt og hjóla heimleiðis. En það rigndi svo rosalega mikið að regngallnn hafði varla undan að bægja vatninu frá. Það sem var að gerast er það sem hér er kallað 'flash flood' sem þýðir að það rignir svo mikið á svo skömmum tíma að ræsin hafa ekki undan og það fer allt á flot, þetta gerist mjög snöggt. Þar sem hjólareinin er í vegkantinum og eiginlega í ræsunum var allt á floti þar, auðvitað safnast allt vatnið saman við gangstéttarbrúnina þar sem það reynir að troðast niður í ræsið. Ég hjólaði semsagt heim í á....fólk hefur kannski hugsað með sér þegar það sá mig "É C Q Í Á"!!!

 

0 Ummæli

Bookmark and Share
Það er nú ekki mikið sem er að gerast hjá mér þessa dagana. Nema hvað að ég fór í dagsferð í dýragarð, helli og San Antonio á laugardaginn. Við vorum átta sem fórum saman í dýragarðinn á laugardagsmorguninn. Það var bara rosa gaman. Maður fær fóður sem maður getur gefið dýrunum. Þetta virkar þannig að maður keyrir í gegnum smá svæði þarna og framhjá fullt af dýrum. Dýrunum er gefið að borða meðfram veginum, þannig að þau hanga þar meira og minna. Maður má ekki fara úr bílnum, enda er þetta 'safari'. Við semsagt keyrðum með opna glugga og gáfum dýrunum grasköggla. Við sáum brjálaða strúta, emúa, zebrahesta, elg, hreindýr, dýr með stór og snúin horn (æ, ég man ekkert hvað þetta allt heitir), buffaló...þessi dýr voru laus við veginn og sum komu alveg upp að bílnum og reyndu að stinga hausnum inn...svaka stuð. Sum dýranna voru mjög ágeng og greinilega vön að fólk gefi þeim fóður, strútarnir voru barasta klikkaðir, enda þorði maður ekki annað en að loka gluggunum þegar maður fór framhjá þeim, annars hefðu þeir stungið sínum langa og ljóta haus inn í bílinn og étið það sem þeir kæmu í gogginn. Svo voru nashyrningar, jagúar og gíraffar í afgirtum svæðum við veginn...frekar kúl.

Í dýragarðinum var svona 'visitors' center' þar sem maður gat keypt minjagripi, mat og farið á WC. Þar fyrir utan voru líka fullt af dýrum: apar og páfagaukar í búri, einhvers konar kengúrur, og einhver dýr sem voru eins og afkvæmi kanínu og hunds (og er víst stærsta nagdýr í heimi, man bara ekki hvað það heitir). Þarna var líka 'petting zoo', þ.e. geitur í girðingu þar sem maður gat farið innfyrir og gefið þeim fóður og klappað þeim...gaman fyrir litlu börnin....og okkur. Við lékum okkur við litlu kiðlingana í smá stund, þvoðum okkur um hendurnar og borðuðum svo nestið okkar, enda komið hádegi. Eftir að hafa borðað nestið var förinni heitið aðeins neðar á veginn, þar sem hægt er að fara og skoða hella. Við fórum í einn túr í gegnum helli, sem var frekar flott, hann var aðeins lýstur upp og þar var fullt af dropasteinum og skemmtilegum myndunum í steininum.

Eftir að hellaskoðunina fórum við til San Antonio og á riverwalkið þar. Mjög skemmtilegt svæði. Við löbbuðum um þar, fengum okkur kvöldmat og héldum svo heimileiðis. Ég var komin heim um hálf ellefu eftir að hafa verið á ferðinni síðan klukkan sjö um morguninn. Ákaflega langur og skemmtilegur dagur.

Ég er í skólanum frá 8:30 til 11:30 alla daga, og í kúrs sem er kenndur í gegnum netið. Þannig að ég er meira og minna að dunda mér við lærdóminn á daginn.

Af Kalla er það að frétta að hann er bara nokkuð ánægður í vinnunni og þarf helst að vinna til 26. ágúst sem gefur okkur ekkert allt of mikinn tíma til að keyra til bara þar sem skólinn byrjar 31. Hann fór og spilaði körfubolta í nokkra klukkutíma á laugardaginn, þannig að ég vona að honum leiðist ekkert allt of mikið. Hann er algjör letibloggari og ætti að vera að skrifa þetta sjálfur.

 

0 Ummæli

sunnudagur, júní 06, 2004

Bookmark and Share

ammli ammli ammli


Jóhanna Kolbrún, frænka mín, á afmæli í dag. Til hamingju með daginn, dúllí dúll.

 

0 Ummæli

föstudagur, júní 04, 2004

Bookmark and Share

á feeeeerðalagi


Í fyrramálið er stefnan tekin á Wildlife Ranch rétt hjá San Antonio. Þetta er nokkurs konar dýragarður sem býður upp á African Safari í Texas stíl. Veit ekki meir. Kate ætlar að sækja mig á eftir og við ætlum að elda okkur eitthvað gott heima hjá henni og smyrja okkur nesti fyrir morgundaginn. Ég ætla að gista hjá henni því við förum þaðan um sjöleytið í fyrramálið. Það verður örugglega gaman.

Það er svo hrikalega heitt hérna núna að ég er fegin að komast til Íslands í júlí og Californiu í ágúst, því það á eftir að verða ennþá heitara hér í Texas þá. Hitinn er um 35 gráður á daginn. Ég gerði heiðarlega tilraun til að lesa við sundlaugina, en entist ekki einu sinni í klukkutíma. Það var svo heitt að svitinn bókstaflega lak af manni. Gott að komast inn í loftkælinguna, þó hún sé ekki mjög mikil hér. Aftur á móti er svo ógeðslega kalt í byggingunni sem tíminn er í í skólanum að það hálfa væri nóg. Loftkælingin þar er miðstýrð þannig að það er ekki hægt að eiga við hana í stofunum. Það er svo kalt að maður mætir í sokkum og strigaskóm (enga sandala, þá fá tær að frjósa) og ég tek með mér flíspeysu. Reyndar er verið að gera grín að Íslendingnum sem þolir ekki smá kulda.

Allavega, góða helgi og góða skemmtun á óformlega ættarmótinu.

 

0 Ummæli

Bookmark and Share

Heiðbrá á afmæli í dag


Til hamingju með afmælið frænka mín kær.

 

0 Ummæli

miðvikudagur, júní 02, 2004

Bookmark and Share

Grasekkjur í hverju horni


Shirlee grasekkja bauð mér og Kate, hinum grasekkjunum, í mat í gær. Við nýttum tækifærið og gæddum okkur á því sem karlarnir okkar eru ekkert allt of hrifnir af, spaghetti með fullt af sósu og ostabrauði með hvítlauk. Eftir matinn fórum við í vinsæla ísbúð hér í bæ og fengum okkur smá eftirmat. Veðrið var rosalega gott þannig að við sátum á bekk fyrir utan ísbúðina og slöfruðum í okkur ísinn áður en hann bráðnaði allur. Svo fórum við smá rúnt og keyrðum framhjá bíóinu þar sem við ákváðum bara að skella okkur í tíubíó. Troy varð fyrir valinu, enda höfðum við heyrt að Pittarinn sýndi mikið skinn í þeirri mynd, sem og hann gerði, ekki slæmt það. Myndin var annars bara fín. Var reyndar að bíða alla myndina eftir því að Akkílesarhællinn kæmi til sögunnar. Myndin var ekki búin fyrr en hálftíma yfir miðnætti og þegar ég kom heim varð ég auðvitað að hringja í minn eina sanna, þannig að míns var frekar sybbin í tímanum í morgun. Kannski ég fái mér bara eina stutta kríu fyrir heimanámið.

Anyways....grasekkjukvöldið var bara vel heppnað og þau verða væntanlega fleiri í framhaldinu.

 

0 Ummæli

þriðjudagur, júní 01, 2004

Bookmark and Share

Jæjjjjjja


Komin aftur til Texas.
Skildi karlinn eftir í Californiu.
Sakna hans obbosla mikið.
Er byrjuð í skólanum.
Er rosalega löt núna.
Kate er að koma.
Við ætlum að 'hvíla' okkur við sundlaugina.
Ciao.

 

0 Ummæli